Dagur - 07.12.1989, Síða 9

Dagur - 07.12.1989, Síða 9
Fimmtudagur 7. desember 1989 - DAGUR - 9 Óli G. fékk að mála á Kvíabryggju. Listagyðjan og fjölskyldan björguðu honum í fangavistinni. M>'nd: KL' toppmaður og fólkið sem þar er í forsvari. Ef það væri ekki til stað- ar væri Kvíabryggja ekki sá stað- ur sem hann er í dag. Þarna eru 11 fangar og nokkurt frjálsræði. Fangelsið er opið og menn fá að vera úti. Kvíabryggja er vinnu- fangelsi en þegar ég kotn þangað um miðjan júní var engin vinna. Það snerti mig reyndar ekki því ég hafði fengið leyfi til að mála. Hinir fangarnir fengu hins vegar enga vinnu nema heyskap í smá tíma. I lögunum er kveðið á um að kaupgreiðsla til fanga fari eftir arðsemi vinnunnar sem þeir stunda. Tímakaupið var ekki nema 60 kr. á Kvíabryggju." Landsbyggðarmenn fá ekki fyrirgreiðslu Óli sagði að á þessum sex mánuð- um hefði engin önnur vinna verið fyrir fangana netna nú undir lok- in er þeir fengu að beita í ein- hvern tíma. Hann sagði að ráða- menn hugsuðu sem svo að fang- arnir á Kvíabryggju þyrftu enga aðstoð því þeir hefðu það svo gott, þetta væri vinnuhæli. En vinnan er bara á pappírunum að sögn Óla. „Hvernig fer fyrir mönnum sem eru þarna inni ef þeir eiga ekki ránsfeng fyrir utan eða fjöl- skyldu sem sér fyrir þeim? Eini möguleikinn er félagsmálastofn- un en þar er pottur brotinn. Ég þurfti ekki að kvarta. Kon- an mín og synir unnu mikið og hugsuðu um mtnar þarfir í tukt- húsinu. Síðan gat ég selt eitt og eitt málverk. Þegar ég var á Kvíabryggju í sumar þá var mér sagt að sál- fræðingurinn hefði komið einu sinni frá áramótum og félags- fræðingurinn álíka oft en afbrota- fræðingurinn oftar. Félagsráð- gjafa Fangelsismálastofnunar var töluvert ágengt við að hjálpa þeim sem á þurftu af Stór-Reykja- víkursvæðinu. Fangar þaðan fá ótrúlegustu fyritgreiðslu. Þeir fá aðlögunarstyrk og húsnæðisstyrk þegar þeir losna en fjölskyldu- menn af landsbyggðinni sem voru að missa íbúð eða voru í öðrum vandræðum fengu enga fyrir- greiðslu. Félagsmálapakkinn fyr- ir landsbyggðarmennina er ónýt- ur. Það urðu stórslys í þessum málaflokki meðan á minni dvöl stóð en ég hef enga heimild til að nefna einstök atvik. Sígarettupakkar í stað dagpeninga Þegar menn eru búnir að sitja inni í sex mánuði eiga þcir rétt á tannlæknaþjónustu á vegum fé- lagsmálastofnunar. Þá eru þeir sendir í skoðun til Reykjavíkur. Fangarnir á Kvíabryggju eru afplánunarfangar, ekki ein- angrunarfangar, en þegar farið er með þá suður til tannlæknis eru þeir lokaðir inni í Síðumúlafang- elsinu eins og einangrunarfangar. Þarna eru brotin lög. Lítum á málið í heild. Öll fang- elsi á íslandi eru yfirfull. í Reykjavík eru afplánunarfangar í dagvist á Skólavörðustígnum og bætast þeir við þrengslin scm þar eru fyrir. Þessir menn hafa hvergi afdrep nema á ganginum. Síðan eru þeir geymdir yfir nóttina eins og einangrunarfangar uppi í Síðumúla. Þeir eru fluttir á milli í handjárnum kvölds og morgna, teymdir út á Skólavörðustíginn sem er ein fjölfarnasta gata í Reykjavík. Það er óhemju mikil niðurlæging að láta teyma sig í handjárnum frammi fyrir veg- farendum, tvisvar á dag, ekki síst þegar fangarnir hafa rétt á allt annarri meðhöndlun samkvæmt lögum. Fangar frá dagpeninga. Á Skólavörðustígnum fá þeir einn sígarettupakka á dag, hvort sem þeir reykja eða reykja ekki. Nú er verið að predika skaðsemi reykinga og einnig óbeinna reyk- inga en þarna er verið að stuðla að reykingum inni í fangelsi þar sem loftræsting er engin. Maður er að kafna í klefunum. Dagpen- ingar eru 107 kr. á Kvíabryggju og trúlega á Litla Hrauni en hærri á Akureyri. Þetta á við um finim daga vikunnar. Mér finnst furðulegt að dag- peningamálin skuli ekki vera skoðuð niður í kjölinn og þetta samræmt milli fangelsa. Það er forkastanlegt að nota sígarettur sem greiðslu.“ „Minnir mann á dýralækningar“ - En vistin á Kvíabryggju hefur verið þolanleg miðað við fangels- ið á Skólavörðustígnum. „Mér líkaði hún ágætlega, nema hvað það er erfitt að vera einangraður frá fjölskyldunni, vinum og lífinu almennt. Ég bætti mér það upp með skriftum og málverki. Þá komst ég í kynni við hross. Fólkið var alúðlegt og maturinn góður. En maður þarf að vera harður og fylginn sér, annars er maður bældur niður. Fangaverðir eru misjafnir eins og gengur og heilt yfir tel ég að menntun þeirra sé engan veginn nógu góð, einkanlega vegna þess að staður eins og Kvíabryggja er ekki stundaður á eðlilegan hátt af þeim fræðingum sem Fangelsis- málastofnun hefur upp á að bjóða. Það kom upp skelfilegt mál á Kvíabryggju. Einn fanginn veikt- ist af „tvíburabróður" og var kvalinn í afturendanum í 7-8 daga. Síðan kom læknir sem greindi sjúkdóminn og hann meðhöndlaði fangann inni á klefaganginum. Hann dældi úr honum 150 ml af greftri og það var óskapleg lykt af þessu. Mér finnst furðulegt að graftrarsár skuli vera meðhöndluð inni í lok- uðu umhverfi þegar sjúkrastofn- anir eru fyrir hendi. Þetta minnir mann dálítið á dýralækningar.“ - Þú fékkst 12 mánaða dóm en sóttir þú fljótlega um að fá að sleppa fyrr? „Já, stóra stundin hjá föngum er að sækja um að fá helming, eins og það er kallað. Þá fá þeir að fara út eftir að hafa afplánað helminginn af þeim tíma sem dómurinn kveður á um. Biðin eftir því hvort fangar fá helming eða ekki er erfið." Með dagatalið stöðugt fyrir augunum Óli fékk helming strax við fyrstu beiðni og sat hann inni í sex mán- uði. Hann sagði að sumir væru ekki eins heppnir og oft kostaði það mikið streð og langa biö að fá svör. Þrír menn taka þessa ákvörðun, landlæknir, lögfræð- ingur frá ríkinu og óháður lög- fræðingur. „Ég verð að segja eins og er að ég tel að vinnubrögö nefndarinn- ar séu afskaplega handahófs- kennd. Sem sönnun má nefna að ef föngum ber gæfa til að fá lög- fræðing í lið með sér og fylgja málinu vel eftir þá fá þeir helming. Það er athyglisvert að þeir sem eru inni fyrir eiturlyfja- misferli sitja ekki við sama borð í þessum efnum. Þeim er mismun- að og virðist stærð brots eða styrklciki efna ekki skipta máli. Ég held að gamla dæmið, maður þekkir mann, hafi óhcmju mikið að segja. Þarna þarf að taka til hendinni og setja fastar reglur," segir Óli. - Víkjum þá að þeim tíma er frelsið var í nánd hjá þér. Get- urðu sagt okkur hvernig þér leið þegar stundin nálgaðist? „Það er versta biðin. Hún er rosaleg. Síðasti hálfi mánuðurinn er ansi lengi að líða. Auðvitað er maður með dagatalið stöðugt fyr- ir framan sig og veit mæta vel hvenær 180 dagar eru iiðnir. Þá fær maður höggið. í fangelsis- lögunum stendur að fangi skuli sleppa út klukkan átta að morgni þess dags er hann lýkur afplánun. Ég slapp ekki út fyrr en á 181. degi og síðasti sólarhringurinn var óbærilegur því ég var að sitja einum degi of lengi. Þetta var alls staðar sama sagan. Fangelsis- málastofnun er þarna að brjóta lög á föngum. Ef við segjum að 400 fangar á ári velti í gegnum kerfið og að þeir sitji allir einum degi of lengi þá tapast heilt fangelsisár. Þetta kostar mikið fyrir þjóðfélagið og er auk þessi lögbrot og óþarfi." Dagurinn líöur hraðar í hassvímu Við skulum heyra hvað Óli hefur meira að segja um fangelsismál- in. Hann hefur ákveðnar skoðan- ir á þeim eftir reynslu stna: „Tilvera Kvíabryggju er ljós í myrkri fangelsismála. Það er sorglegt að upplifa það að ungl- ingur er sendur á Kvíabryggju til að bjarga honum frá tortímingu á Litla Hrauni. Samt brýtur hann af sér eins fljótt og auðið er til að komast aftur á Hraunið því dagarnir líða miklu hraðar þar með hassi og öðrum vímuefnum. Af samtölum mínum við fanga er það deginum ljósara að eitur- lyfjanotkun á Litla Hrauni er geigvænleg. Þrátt fyrir allt var ég heppinn að fara þessa leið en ekki austur á Litla Hraun. Þjóðfélagið lítur öðruvísi á fanga sem hafa verið á Kvíabryggju og meðhöndlunin er manneskjulegri þar. Það sem stendur upp úr eftir þessa dvöl er spurningin: Til hvers er hún? Hún gerir ekkert gagn. Flest dæmin eru þannig að refsingar eru svo seinvirkar að menn eru settir í tukthús 3-8 árum eftir aflirot. Oft eru þetta menn sem hafa ekki brotið af sér síðan, hafa byggt sig upp og eru komnir með fjölskyldu. Fótunum er gjörsam- lega kippt undan þeim og það er margur maðurinn eyðilagður á þennan hátt. Refsing, eins og hún er framkvæmd á Islandi, ger- ir ekkert annað en að skemma manninn. Þeir sem eru nógu sterkir lifa hana af, en margir ekki. Ég held að það væri hollt fyrir dómsmálaráðherra og heilbrigð- isráðherra að setjast niður og skoða refsigeirann og fangelsis- málin. Þarna er verið að með- höndla sálir manna, líf manna. Það hlýtur að vera keppikefli að gera manninn betri, en eins og staðan er í dag gerir refsingin ekkert annað en að dýpka sárin og gera mennina bitrari út í þjóð- félagið. í Ijósi þessara orða mætti skoða feril síbrotamanna á ís- landi.“ „Ef þú stelur nógu stórt þá færðu orðu“ Þegar Óli G. Jóhannsson var kvaddur á Kvíabryggju fékk hann 1300 kr. til að koma sér með rútu til Reykjavíkur! Hann þurfti því bæði að borga sig inn í fangelsið og koma sér aftur heim til Ákureyrar á eigin kostnað. „Þetta er dýragaröur. Við get- um líka skoðaö það að afbrota- menn ganga lausir í þjóðfélaginu, menn sem hafa brotið af sér í peningamálum og fíkniefnamál- um. Ef þessir menn tengjast t.d. alþingismönnum eða öðrum málsmetandi mönnum í þjóðfé- laginu, þá týnast mál þeirra. Þeir eru frjálsir. Það er ungur maður inni núna sem falsaði tvær ávísanir fyrir átta árum. Lítilmagninn fær stór- an dóm en svo er maður að horfa á ráðamenn í vínmálum, Haf- skipsmálinu, Sambandsmenn og fleiri. Ef þú stelur nógu stórt þá færðu orðu. Svona er siðferðið á íslandi,“ sagði Óli að lokum. Ég þakka Óla G. Jóhannssyni einstaklega vel fyrir hreinskilnis- legt viðtal og vona að orð hans veki almenning jafnt sem ráða- menn til umhugsunar um stöðu fangelsismála á íslandi. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.