Dagur - 15.12.1989, Side 16
16 — DAGUR — Föstudagur 15. desember 1989
\
S
Utgerdarfélag
Akureyringa hf.
óskar öllum viðskiptavinum sínum
og starfsfólki
gleðilegra jóla og góðs árs
\
n
/
V
\
n
Bestu jóla - og nýársóskir
sendum við öUum
viðskiptavinum okkar
Þökkum viðskiptin
Bílaverkstæði
Þ. Jónsson
Frostagötu 1 B - Akureyri
Sími 26055
1/
Öskum Húsvíkingum svo og
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsæls
komandi árs
Þökkum samstarfíð á árinu
Bæjarstjórn Húsavíkur
KAUPFÉLAG
SKAGFIRÐINGA
SENDIR FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM,
STARFSFÓLKI, SVO OG ÖÐRUM
VIÐSKIPTAVINUM,
bestu óskir um gleðirík jól
og farsæld á komandi árí
tmmnshwSMgssSBim
SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM
Sagan af Búbba
kóngi af Bíbílón
Teikn. e. Heinz Lauer.
íbúar, ef konungurinn var með-
talinn, en hann hét Búbbi. Auk
þess hafði hann skipað 11 ráð-
herra sér við hlið til þess að sjá
um að hinir 99 Bíbílóningarnir
gerðu alltaf nákvæmlega það
sem Búbbi kóngur vildi að þeir
gerðu.
Svo dæmi sé tekið, urðu allir
að fara á fætur klukkan fimm
mínútur í sjö á morgnana. Eng-
inn mátti borða nema tvær rista-
brauðsneiðar í morgunmat, eng-
inn vera í góðu skapi, nema
Búbbi kóngur væri í góðu skapi
ossoframvegis, ossoframvegis.
Innst inni voru menn ekki
ánægðir með svona stjórnar-
hætti. En ráðherrar stóðu á
hverju götuhorni og fylgdust
með öllu sem menn sögðu og
gerðu, því þorðu þeir ekki annað
en að gera eins og þeim var
skipað. Auk þess voru menn nú
orðnir svo vanir þessu, að þeim
var ekki farið að þykja það nema
sjálfsagt, nema einn Bíbílóning-
urinn, sem hafði nýlega verið
skipaður ellefti ráðherrann.
Hann var settur yfir geispu-
málaráðuneytið. Á hverjum
morgni gekk hann um með stór-
an poka, og í hann varð hver
maður að geispa, þangað til allar
syfjur í Bíbílón voru komnar í
einn og sama pokann. Þá var
ekki hætta á að neinn sofnaði út
frá skyldustörfum sínum. Um
kvöldið gátu svo allir komið í
geispumálaráðuneytið og fengið
svefninn sinn aftur úr sama pok-
anum. En allan liðlangan daginn
hafði sjálfur Búbbi kóngur haft
pokann í varðveislu sinni undir
hásætinu, svo það væri öruggt,
að enginn gæti stolið sér blundi.
Ráðherrarnir urðu líka að
geispa snemma morguns í pok-
ann og jafnvel Búbbi kóngur
gerði það líka, því hann var rétt-
látur kóngur og vildi að regla
væri á hlutunum.
En ellefti ráðherrann, sem var
á móti Búbba kóngi, fékk einu
sinni góða hugmynd, hvernig
hann gæti breytt þessu öllu. Að
morgni dags, þegar hann var að
koma með geispupokann fullan
inn í hásætissalinn, stakk hann
örlítið gat á hann með títuprjóni.
Og meðan pokinn lá undir
hásæti Búbba kóngs, þá lak
Bíbílfeningasvefninn hægt og
hægt út. Þar sat Búbbi kóngur á
pokanum og gerði sér enga grein
fyrir, hvað var á seyði.
Klukkan átta var hann orðinn
nokkuð þreyttur. Klukkan níu
byrjaði hann að geispa og þegar
hún var orðin tíu, hafði hann
geispað þrjátíu og þrisvar sinn-
um. Klukkan ellefu var hann far-
inn að geispa eins og flóðhestur.
Síðan luktust augu hans og hann
fór að hrjóta eins og nashyrning-
ur og veitti því enga athygli, að
smám saman tóku allir Bíbílón-
ingar að safnast inn í hásætissal-
inn, þar á meðal allir ráðherrarn-
ir og störðu furðu lostnir á hrotu-
konunginn.
Þá sagði ráðherrann sem ekki
kærði sig um neinn ráðherra-
dóm: „Sjáið nú Bíbílóningar.
Meðan öll þjóðin vakir og vinnur,
er einn sem liggur í leti sinni og
sefur. Er það réttlátt?"
„Nei, það er ekki réttlátt,"
svöruðu allir Bíbílóningarnir í
salnum einum rómi. „Við verð-
um að vekja konunginn," sögðu
þá hinir tíu ráðherrarnir og einn
þeirra æpti meira að segja eins
hátt og hann gat inn í eyrað á
honum: „Yðar hátign! ‘‘ En það
dugði ekki til, Búbbi kóngur hélt
áfram að sofa svefni hinna rang-
látu og hraut svo hátt, að höllin
lék á reiðiskjálfi. Þá tók ellefti
ráðherrann syfjupokann undan
stól hans, hélt opinu út á honum,
dembdi kónginum í og batt fyrir.
Síðan mega allir Bíbílóningar
fara á fætur, þegar þeim sýnist.
Og enginn þarf meira að geispa í
syfjupokann, enda varla hægt,
þar sem Búbbi kóngur sefur þar
víst enn værum svefni.
Úr bókinni Gamarisögur e.
Hans Baumann.
í kýrhausnum
— gamansögur, sannar og
uppdiktaðar
Sacha Guitry (1885-1957) var
franskur leikari og gamanleikja-
höfundur. Hér koma nokkrar
skopsögur af honum:
Guitry fékk sér einu sinni að
borða á hóteli í Vichy og rétt á
eftir varð honum mjög illt svo
hann lét kalla á hótelstjórann til
að klaga fyrir honum.
- Það getur alls ekki verið
neinu um að kenna sem þér haf-
ið borðað, hr. Guitry, fullvissaði
hótelstjórinn hann. Heilbrigðis-
málin hér í Vichy eru í svo góðu
lagi að við reiknum alls ekki með
nema einu dauðsfalli á dag að
meðaltali.
- Kæri vinur, sagði Guitry
óttasleginn. Viljið þér nú ekki
vera svo elskulegir að hringja
fyrir mig til ráðhússins og spyrja
hvort þetta eina sé komið.
í endurminningum sínum seg-
ir Guitry eftirfarandi sögu:
- Eitt sinn kom ungur leikrita-
höfundur til mín með leikrit, sem
honum fannst að ég ætti að leika
í og ég lofaði að líta á það.
Reyndar var þetta býsna gott en
ég varð þó að finna að því.
- Málið sem persónurnar tala
er ekki nógu ljóst og eðlilegt,
sagði ég við hann. Setningarnar
verða að vera svo einfaldar og
léttar að hver hálfviti eigi auð-
velt með að skilja.
- Þér hafið kannski á réttu að
standa, sagði ungi maðurinn, en
mér þætti vænt um að þér segð-
uð mér eitt. Hvaða málsgreinar
eða setningar gátuð þér ekki
skilið?
Einu sinni gekk hitabylgja yfir
París. Kom þá einn vinur í heim-
sókn til Guithrys sem var að
stikna af hita.
- Þetta er alveg ægilegt,
stundi hann, 39 gráður í
skugganum!
Guithry leit undrandi á vin
sinn og spurði:
- Já, en hver krefst þess af
þér maður að þú dveljir endilega
í skugganum?
Sacha Guitry sagði og ritaði
margt um konur, en það var
byggt á töluverðri reynslu því
hann kvæntist sex sinnum. Þeg-
ar hann kvæntist fimmtu kon-
unni, leikkonunni Lönu Marconi,
þá sagði hann í viðtali við
blaðamann nokkurn:
- Þær fjórar fyrstu sem ég var
kvæntur, ja, þær voru bara kon-
urnar mínar . . . en Lana Marconi
á að verða ekkjan mín.
Um hjónabandsmálin sagði
Guitry m.a. þetta:
- Það er aðeins eitt sem er
verra en að raka sig með blaði
sem konan hefur yddað blýant
með. Það er að skrifa með
blýantinum.
Eitt sinn var Guitry spurður:
- Er það rétt að karlmönnum
geðjist betur að konum sem tala
mikið heldur en hinum?
Guitry svaraði með annarri
spurningu:
- Hvaðahinum?
SS tók saman