Dagur - 29.12.1989, Qupperneq 3
Eyfirska sj ónvarp sfélagið:
Fnimsýnir grínmyndina
„Heimdragamnn hleypt“
- verður meðal dagskrárliða á gamlársdag
Eyfirska sjónvarpsfélagið verð-
ur með sjónvarpsútsendingu á
útsendingarbylgju Stöðvar 2 á
gamlársdag. Auk áramóta-
kveðja og ávarps sjónvarps-
stjóra verður frumsýnd leikin
grínmynd sem framleidd var af
Samveri fyrr á árinu en gerist á
Þrjú sveitarfélög á
Norðurlandi vestra:
Prósenta
fasteigna-
gjalda akveðin
Sveitarfélög ákveða nú eitt af
öðru hverjar prósentur fast-
cignagjalda verða árið 1990.
Þegar hafa þrjú sveitarfélög á
Norðurlandi vestra ákveðið sín-
ar prósentur en það eru Sauðár-
krókur, Blönduós og Skaga-
strönd.
A Sauðákróki verður fasteigna-
skattur af íbúðarhúsnæði 0,43%
en af atvinnuhúsnæði 1,15%. Á
Blönduósi verður prósentan
0,43% af íbúðarhúsnæði en
1,06% af atvinnuhúsnæði. Skatt-
urinn á Skagaströnd verður
0,45% af íbúðarhúsnæði en 1%
af atvinnuhúsnæði.
Akureyri og sýndur stuttur
Ieikkafli með félögum í Leik-
félagi Akureyrar.
Dagskrá Sjónvarps Akureyri
hefst kl. 17.05 á gamlársdag. Þrír
dagskrárliðir verða á dagskrá.
Ber þar væntanlega hæst sýningu
myndarinnar „Heimdraganum
hleypt“ en hér er á ferðinni 25
mínútna löng leikin grínmynd
sem framleidd var af Samveri fyrr
á árinu. Fjallar hún í stuttu máli
um ungan dreng sem er að fara
að heiman í fyrsta skipti, en ferð-
in reynist ekki allskostar áfalla-
laus. Um efnisinnihald myndar-
innar vilja aðstandendur ekki
fjölyrða meira, en þó var það lát-
ið uppi að í aðalhlutverki er Kol-
beinn nokkur Gíslason.
Af öðrum dagskrárliðum má
nefna lestur áramótakveðja til
Eyfirðinga og örstutt brot úr sýn-
ingu Leikfélags Akureyrar,
„Eyrnalangir og annað fólk“, en
dagskránni lýkur um kl. 17.40
með því að sjónvarpsstjóri,
Bjarni Hafþór Helgason, flytur
stutt ávarp. VG
Upptaka á kráaratriði í þættinum Heimdraganum hleypt. Mynd: SS
V
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
►
►
►
► .
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
Föstudagur 29. desember 1989 - DAGUR - 3
< 4
% 4
Hringdu!
Upplýsingasíminn er (91)
í þessu númeri getur þú fengið upplýsingar og
svör við spurningum þínum um íslandsbanka.
Upplýsingasíminn er opinn virka daga
kl. 9.00-16.00.
Ef þú ert með spurningu, hringdu!
ISLANDSBA NKI
■ í takt viö nýja tíma!
<
i
i
*
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
• Aii dtli> A fftir •
Jólaljósin fá engan frið
á verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð:
„Við enun alveg búnir
að gefast upp á þessu“
- segir Skuli Torfason tannlæknir
„Við erum alveg búnir að gef-
ast upp á þessu. Maður er
búinn að kosta miklu til bæði í
perur og seríur og það þarf að
koma því á framfæri við for-
eldra að þau athugi að börnin
séu ekki við slíka iðju, sérstak-
lega ekki á helgasta tíma jól-
anna,“ segir Skúli Torfason,
tannlæknir í verslunarmiðstöð-
inni Sunnuhlíð á Akureyri, um
skemmdarverk á útiljósaserí-
um á verslunarmiðstöðinni nú
um og fyrir jólin.
Skúli, ásamt Ómari Torfasyni
sjúkraþjálfara í Sunnuhlíð, hafa
sameiginlega séð um þessa úti-
ljósaskreytingu á vesturálmu
verslunarmiðstöðvarinnar og
tóku þeir það ráð nú undir jólin
að vakta jólaljósin að kvöldlagi
enda virtust skemmdir aðallega
unnar á kvöldin. Skemmdarvarg-
arnir virtust þó sjá við þessunt
vöktum þeirra Skúla og Omars.
„Þeir fylgjast bara með okkur
því um leið og við förum þá er
farið í ljósin. Og sem dæmi má
nefna að frá aðfangadagskvöldi
og fram á miðjan jóladag hvarf
helmingur af perunum úr serí-
unni. Við erum því búnir að
slökkva á þessu og ætlum að taka
þetta niður. Það er nokkuð hart
að þurfa að gera þetta en um
annað er ekki að ræða,“ segir
Skúli. JOH
Kylfmgar óánægðir með vélsleðamenn:
Hríslur að Jaðri
brotna undan beltum
Forsvarsmenn Golfklúbbs
Akureyrar eru þessa dagana í
meira lagi óhressir meö vél-
sleðaumferö á golfvellinum að
Jaðri. Segja þeir að vélsleða-
menn hafi stórskemmt gróður
með gáleysislegri umferð um
völlinn og þá hafi nýlega
gróðursettar plöntur fengið
heldur betur að kenna á vél-
sleðunum.
Að sögn Smára Garðarssonar,
vallarstjóra að Jaðri, en það ekki
nýtt að vélsleðamenn láti gamm-
inn geisa á golfvellinum. í sjálfu
sér sé í lagi að fara yfir völlinn á
vélsleðum þegar hann er á kafi í
fönn en annað gildi þegar snjór
sé af skornum skammti eins og
nú. Smári segir að vélsleðar hafi
skemmt völlinn umtalsvert og þá
hafi trjágróður verið stór-
skemmdur. í ljósi þessa segir
Smári fulla ástæðu til að hvetja
vélsleðamenn til að sýna þá til-
litssemi að fara ekki um vallar-
svæðið þegar aðstæður leyfa ekki
m
PEggfrSSl '";i " '*' : ' ' ' '
■■■■■IIIPIIHIPr 0kkar eru:
Lundur, félagsheimili H.S.S.A.
Sýni
ur Bílvirkja Fjölnisgötu
Við Véladeild KEA Oseyri
Söluskúr við Hagkaup
Söluskúr við íþróttavöll
F\u§e\dasýh^
Vtö Lund
27.-30. desember kl. 9-22.00
og 31. desember kl. 9-16.00