Dagur - 29.12.1989, Side 11

Dagur - 29.12.1989, Side 11
Föstudagur 29. desember 1989 - DAGUR - 11 Iitið um öxl • Iitið um öxl • Iitið um öxl • Iitið Sverrir Leósson. „Að haustlodnuvertíðinni undanskilinni er ekki hægt að segja annað en að sjávarútveg- inum hafi vegnað nokkuð vel á árinu 1989. Arferði hefur verið viðunandi og afurðaverð sömu- leiðis,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, þegar hann var beðinn að gera upp árið 1989 fyrir sjávarútveginn. „Bátaflotinn hefur þó átt við ákveðna erfiðleika að stríða. Á því eru ugglaust margar skýring- ar. Rekstrarkostnaður miðað við tekjur er hlutfallslega meiri á vertíðarbátunum en bæði á stærri og minni bátum. Afkoma togaranna hefur almennt verið viðunandi. Þó er hún nokkuð mismunandi eftir landshlutum og frá einni útgerð til annarar. Það eru þó blikur á lofti. Ég minni á að olíuverð er að hækka og af því hafa menn nokkr- ar áhyggjur.“ Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands: Hagstætt ár fyrir sjávarútvegmn að haustloðnuvertíð imdanskilinni Sverrir telur að stjórnvöld sýni sjávarútveginum almennt ekki nógu mikinn skilning. „Hins veg- ar tek ég fram að ekki verður ann- að sagt en að sjávarútvegsráð- herra og hans ráðuneyti hafi kom- i ist nokkuð klakklaust frá þessu ári. Nú eru sterkarlíkur til þess að frá 1. janúar 1991 verði búið að taka ákvörðun um fiskveiðistefnu til lengri tíma litið. Þetta hefur óneitanlega verið eitt stærsta hagsmunamál sjávarútvegsins á þessu ári og hefur fengið mikla og góða umfjöllun viðkomandi hags- munaaðila. Málið á hins vegar eft- ir að fara í gegnum þingið með til- heyrandi upphrópunum einstakra manna þar.“ Að sögn Sverris hefur útgerð á Norðurlandi gengið nokkuð vel á þessu ári, þrátt fyrir minnkandi kvóta. Hann segir að svo virðist sem í ljósi minnkandi afla hafi mönnum tekist vel að haga segl- um eftir vindi og halda skútunni á réttum kili. „Fram hjá því verður auðvitað ekki litið að þetta er þriðja samdráttarárið í röð í afla, sem þýðir að heildartekjurnar hafa minnkað sem því nemur. Miðað við þær forsendur sem við búum við er þó ekki hægt að segja annað en að afkoman hafi verið viðunandi,“ segir Sverrir. „Ef litið er til næsta árs hefur maður vissan beyg af í fyrsta lagi olíuverðinu, í öðru lagi komandi kjarasamningum og í þriðja lagi háum fjármagnskostnaði. Þá má ekki gleyma því að við göngum í gegnum enn eitt samdráttarárið í afla. Ég held hins vegar að ekki sé ástæða til að ætla annað en að afurðaverð verði nokkuð þokka- legt á næsta ári. Ef mönnum tekst að ná niður verðbólgu og vöxtum á næsta ári og verði gerðir skynsamlegir kjarasamningar tel ég að menn eigi að geta haldið nokkuð stöð- ugri siglingu til ársloka 1990.“ óþh TF-FBA, eins hreyfils flugvél frá Reykjavík, var nauðlent á túninu norðan við Stóra-Haniar í Eyjafirði þann 6. júlí. Vélin lenti mjúklega á túninu og þaut þar á ofsahraða fleiri hundruð metra áður en hún stöðvaðist. Flug- maður og farþegi sluppu ómeiddir. Eins og sjá má á myndinni var flugvélin löðrandi í olíu og því erfitt fyrir flug- manninn að sjá út um framrúðuna. Þrátt fyrir það tókst lendingin frábærlega. O Mestu vinningslíkur í happdrœtti hérlendis © Þriðji hver miði vinnur 1990 218 milljónir dregnar út Óbreytt miðaverð: 400 kr. :C-f IK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.