Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 16
Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Akureyrarbær: Fjárhagsáætlun tilbúin seinna en venjulega „Fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar verður örugglega seinna á ferðinni en venjulega þar sem ýmislegt tengt virðisauka- Húsavík: _ Ásmundur íþróttamaður ársins Ásmundur Arnarsson, knatt- spyrnu- og handboltamaður, var valinn Iþróttamaður ársins á Iþróttahátíð Völsungs í Iþrótta- höllinni á Húsavík í gærkvöldi. Regína Sigurgeirsdóttir var valin Völsungur ársins, en þá nafnbót hlýtur ungmenni sem þótt hefur sýna góða ástundun í leik og starfí innan félagsins. Heiðursviðurkenningar fyrir góð og óeigingjörn störf í þágu félagsins til margra ára hlutu þrír félagar; Birgir Lúðvíksson, Steingrímur Birgisson og Helgi Bjarnason. Dagur mun síðar birta myndir frá afhendingu viðurkenninganna og fleiri myndir frá hátíðinni, sem fór vel fram og lauk með flugeldasýningu Kiwanisklúbbs- ins Skjálfanda. IM ir. „Við vildum vera heiðarlegir við starfsmennina og segja þeim að atvinna væri tryggð út vertíð- ina. Það er óvenjulegt að gefa rúma fjóra mánuði í fyrirvara, en janúar og febrúar verða notaðir til að skoða málin. Það er ljóst að þegar við lendum í svona hráefn- isvandræðum er ekki hægt að reka verksmiðjuna með öllum þessum mannskap.“ Sigfús segir að eiginfjárstaða Krossaness sé allgóð, milli eitt og tvö hundruð milljónir króna. Verksmiðjan fékk 180 milljóna króna lán í sumar til 10 ára. Af þessu láni verða greiddar um 17 milljónir króna í vexti á næsta ári, en engin afborgun. En sú staðreynd að haustvertíðin brást þýðir tap fyrir Krossanes upp á tugi milljóna króna. Að sögn Sigfúsar mun sú staða ekki koma upp að Akureyrarbær þurfi beinlínis að borga með verksmiðjunni á næsta ári, jafn- vel þótt loðnuveiðar bregðist einnig eftir áramót. Slíkt þýðir þó að eigið fé verksmiðjunnar brennur upp. „Eitt vandamálið er það hvað afkastagetan er lítil, það erum við að skoða. Vinnu við að útbúa Krossanes sem gæðamjölsverksmiðju er nánast lokið og þar að auki er búið að byggja nýtt hús yfir starfsemina,“ segir Sigfús. í uppsagnarbréfi til starfsmannanna er talað um að dýrar fjárfestingar og loðnuleysi séu meginorsök þeirra vandræða sem nú steðja að Krossanesi. EHB skattinuin og öörum nýmælum er ekki komið á hrcint ennþá,“ segir Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri. Sigfús segir að bæjarstjórnin standi frammi fyrir óvenjulegum aðstæðum að þessu sinni hvað gerð og undirbúning fjárhags- áætlunar varðar. Byrjað verður að vinna að undirbúningi hennar á bæjarráðsfundi í næstu viku, en ekki verður nema einn reglulegur bæjarstjórnarfundur seint í janú- armánuði. Tveir fundir verða í bæjarstjórn í febrúar, og verður síðari umræða um fjárhagsáætlun líkast til á seinni fundinum. „Venjulega er stefnt að síðari umræðu á fyrri febrúarfundinum, en ég sé ekki fyrir mér hvort það tekst nú,“ segir bæjarstjóri. EHB Hjálparsveit skáta selur flugelda á flmm stöðum á Akureyri, m.a. í Lundi, sjálfum höfuðstöðvunum. Þar verður flugeldasýning i kvöld. Mynd: K.L Saxast á eigið fé Krossanesverksmiðjunnar: Eina vonin að loðnuveiðamar taki kipp - lítil afkastageta meðal vandamálanna - segir Sigfús Jónsson stjórnarformaður Útlit er fyrir að Krossanes- verksmiðjan verði í framtíð- inni rekin sem vertíðarverk- smiðja, þ.e. loðnubræðsla sem starfar svo til eingöngu á með- an loðnuvertíð stendur yfír. Hér er um stefnubreytingu að ræða í rekstrinum frá því sem áður var. „Við stöndum frammi fyrir mikilli óvissu í hráefnisöflun og einnig því að framkvæmdir við Krossanes eru búnar og nánast búið að byggja verksmiðjuna upp,“ segir Sigfús Jónsson, bæjarstjóri Akureyrar og stjórn- arformaður Krossaness hf. „Við þurfum því ekki að hafa 20 manns allt árið í vinnu en verðum að ákveða hvort eigi að fastráða lágmarksmannskap og ráða verkamenn á loðnuvertíðina," segir Sigfús. Verði þessi áform að raunveru- leika verður Krossanes svonefnd vertíðarverksmiðja en ekki heils- ársverksmiðja. Sigfús segir að með gæðamjölsframleiðslu hafi ætlunin verið að reka verksmiðj- una af fullum krafti sjö til átta mánuði á ári, en þegar loðnan bregðist svo gjörsamlega sem nú sé útlit fyrir breytist allar áætlan- Stapavíkin SI 5 í síðustu veiðiferðinni - siglir til Þýskalands en verður síðan lagt í lok janúar yfir á bátinn Guðfinnu Steins- dóttur ÁR 10 frá Þorlákshöfn, en áhugi hefur verið á að fá þann bát keyptan til fyrirtækisins. Hafsteinn Ásgeirsson, útgerð- armaður og aðaleigandi bátsins, segir að þrátt fyrir viðræður um nokkurra vikna skeið hafi ekkert komist á hreint um sölu eða kaup. Ein hugmyndin var sú að skipta á Stapavíkinni og Guð- finnu Steinsdóttur ÁR, en hvort af því verður er alveg óljóst. Haf- steinn segir að Stapavíkin sé í mjög lélegu ástandi og rándýr klössun standi fyrir dyrum á tog- aranum, og líklega standi ekki aðrir möguleikar opnir en að leggja Stapavíkinni og úrelda skipið. Stapavíkin siglir til Þýskalands með aflann úr þessari síðustu veiðiferð fyrir Þormóð ramma, áður en henni verður lagt. Til greina kemur að togarinn fari beint til veiða aftur eftir sölutúr- inn, og kemur hann þá inn til Siglufjarðar um 30. janúar. Þá mun áhöfnin að hluta til ráða sig á hina tvo togara Þormóðs ramma, Stálvík og Sigluvík. EHB Ásmundur Arnarsson. Stapavíkin SI 5 lagði í gær af stað í veiðiferð sem verður að öllum líkindum sú síðasta fyrir Þormóð ramma hf. á Siglu- fírði. Togarinn er kominn mjög til ára sinna, byggður 1966 í Hollandi, og er talinn í lélegu ásigkomulagi. Samninga- viðræður standa þó enn yfír um hugsanlega sölu togarans til Þorlákshafnar í skiptum fyr- ir 127 tonna bát þaðan. Heimildamenn Dags segja að Þormóður rammi hf. hafi leitað fyrir sér með hvort leyfi fengist til flutnings á kvóta Stapavíkurinnar æfingar og keppni í svigi og stór- svigi og staðið sig mjög vel. Með- al annars keppti hann nýverið á sterku móti ytra og náði 15. sæti af 120 keppendum. Þarna voru á ferðinni sterkir skíðamenn. Á gamlársdag keppir Kristinn á stórsvigsmóti í Gallevare í Finn- landi og þá tekur hann þátt í 4-5 mótum þar í landi á fyrstu dögum næsta árs. Hann er væntanlegur heim til Ólafsfjarðar um miðjan janúar. óþh Kristinn Björnsson. Ólafsflörður: Krístíim valinn íþróttamaður ársins Kristinn Björnsson, 17 ára skíða- og knattspyrnugarpur, var valinn íþróttamaður ársins í Ólafsfírði í hófí sem haldið var í Tjarnarborg sl. miðviku- dagskvöld. Kristinn er vel að þessum heiðri kominn. Á þessu ári hefur hann sýnt miklar framfarir í alpa- greinum skíðaíþrótta og var verðskuldað valinn í skíðalands- liðið, Hann hefur á undanförnum mánuðum dvalið erlendis við

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.