Dagur - 10.01.1990, Page 12

Dagur - 10.01.1990, Page 12
MðUR Kodak Express Gædaframköllun Akureyri, miðvikudagur 10. janúar 1990 Veðurofsinn á landinu í gær: Eyfírðingar sluppu afivel úr klóm Kára ★ Tryggðu filmunni þinni íbesta ^Peáíomyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, simi 23324. Shhhhhhhhh Hvassviðriö sem gekk yfir landið síðasta sóiarhring virð- ist ekki hafa valdið miklu tjóni á Eyjafjarðarsvæðinu, a.m.k. var það óverulegt síðdegis í gær. Lögreglan á Akureyri hafði þó fengið mörg útköll vegna hluta sem voru á ferð og flugi, enda fóru vindhviðurnar upp í 72 hnúta, eða vel yfir 12 vindstig. Ahrif suðvestanáttar- innar voru mest í Glerárhverfi. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni á Akureyri fuku kyrrstæðir bílar til á svelli, lauslegir hlutir fóru af stað, gámur fauk við skipa- afgreiðslu KEA, en ekki var um neitt stórtjón að ræða í þessum tilvikum. Síðdegis í gær hafði spá um brjálaða vestanátt og élja- gang ekki ræst á Akureyri og óvíst um framhaldið. Á Sauðárkróki rauk hann hins vegar upp að vestan um miðjan dag og þar brotnuðu nokkrar rúður í húsum. Á Siglufirði var líka kominn éljagangur síðdegis. Þar þeyttu snarpar vindhviður hlutum af stað. Fiskkassi fauk á bíl, útihurð fauk af húsi og lög- reglumenn gómuðu tunnur sem voru á fleygiferð um bæinn. Stál- víkin kom til Siglufjarðar áður en veðrið brast á með 75-80 tonn eftir stutta útiveru. Tíðindalaust var í Ólafsfirði en á Dalvík fuku plötur af vinnuskúr í gærmorgun. Þar lygndi um miðjan dag en síðan rauk hann aftur upp síðdegis. Býsna hvasst var á öllum þess- um stöðum en lögreglumenn voru sammála um að þeir hefðu búist við meiri látum í veðrinu. Lögreglan var þó enn í viðbragðs- stöðu. Á Þórshöfn var hið þokkaleg- asta veður í gær en nokkrar trufl- anir á útvarpssendingum. Þá voru töluverðar rafmagnstruflan- ir á landinu í gær eftir að Hraun- eyjarfossvirkjun og Sigölduvirkj- un duttu út. Rafmagnslaust varð á Austfjörðum en á Norðurlandi urðu aðeins smávægilegar trufl- anir. Þá voru flugsamgöngur lamaðar. SS „Mamma sjáðu hvað pabbi er duglegur að byggja." Mynd: KL Presthólahreppur eitt þriggja sveitarfélaga á Norðurlandi á gjörgæslu vegna fjárhagserfiðleika: Fékk 18 mÉjóna króna lán úr Lána sjóði sveitarfélaga fyrir áramót - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga í ábyrgð fyrir láninu Presthólahreppur er eitt þriggja sveitarfélaga á Norðurlandi sem félagsmála- Vegir varasamir: Gqothrun og hálka í Olafsflarðarmúla AUir vegir á Norðurlandi töld- ust færir í gær, samkvæmt upp- lýsingum frá vegaeftirliti Vega- gerðar ríkisins á Akureyri. Margir vegir voru þó varasam- ir yfirferðar sakir hálku og hvassviðris. Ekki var ráðlegt að leggja í Olafsfjarðarmúlann því þar var mikið grjóthrun og vegurinn mjög háll. Fært var frá Akureyri til Reykjavíkur og einnig frá Akur- eyri allt austur til Vopnafjarðar. í Möðrudal var þó varla fólksbíla- færi en jeppum og stórum bílum fært til Egilsstaða og Vopnafjarð- ar. „Það er hálka og hvassviðri á öllum þessum leiðum. Fólk virð- ist hafa tekið mark á viðvörunum því það hefur verið óvenju lítið um ferðalög, enda varla ráðlegt að ferðast við þessar aðstæður," sagði vegaeftirlitsmaður í samtali við Dag í gær. SS ráðuneyti hefur haft auga með um hríð vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu. Hin eru Hofsós- hreppur og Siglufjörður. Að málefnum Presthólahrepps hefur verið unnið á vegum ráðuneytis, Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitar- félaga og í desember var ákveðið að úthluta sveitarfélag- inu 18 milljóna króna greiðslu- erfíðleikaláni úr Lánasjóði sveitarfélaga. Að sögn fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga mun lánveiting sem þessi úr sjóðn- um vera einsdæmi. Fjárhagserfiðleikar Presthóla- hrepps hafa lengi verið miklir, sem fyrst og fremst helgast af þrengingum í atvinnulífi í hreppnum. Stærsta atvinnufyrir- tækið, Kaupfélag Norður-Þing- eyinga, hefur átt í miklum erfið- leikum og þá ber að geta áfalla sem fiskeldisfyrirtækið Árlax hf. varð fyrir á síðasta ári, sem síðar leiddu til gjaldþrots fyrirtækisins. Skipbrot burðarása í atvinnulíf- inu hefur komið illa við hrepps- kassann og á síðasta ári varð ljóst að til þyrfti að koma fjárhags- aðstoð með einum eða öðrum hætti. Ýmsu var velt upp í því sambandi en niðurstaðan varð að veita sveitarfélaginu 18 milljóna króna greiðsluerfiðleikalán til eins árs úr Lánasjóði sveitar- félaga. Að baki láninu er ábyrgð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Að sögn MagnúsarE. Guðjóns- sonar, framkvæmdastjóra Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, eru lán úr Lánasjóði sveitarfélaga yfirleitt fjárfestingarlán til langs tíma, t.d. til skólabygginga og gatnagerðar. Sjóðnum er einnig heimilt að veita rekstrarlán. „Þetta lán til Presthólahrepps er nokkuð sérstakt vegna greiðslu- erfiðleika sveitarfélagsins. Ég held ég megi fullyrða að lán af Húsavík: Hús og hestar fuku, bflar skemmdust og 23 rúður brotnuðu í flugstöðumi allt í einum byl Hvassan byl gerði á Húsavík og í nágrenni um kl. 15 i gær- dag og varð þá nokkurt tjón á mannvirkjum og bifreiðum. 23 rúður í flugstöðinni á Húsavíkurflugvelli brotnuðu i þessuin eina byl, er hann reif upp grjót úr flugstöðvarhlað- inu og þeytti í rúðurnar eins og byssukúlum. Engar skemmdir urðu þó inni í flug- stöðinni þar sem það var að- eins ytra glerið í rúðunum sem brotnaði. Trappan, sem notuð er við Fokkervélarnar á vellinum, tókst á loft og fauk 100 metra út í hraunið. Tjón varð á Húsavík í liörð- um byl á sama tíma, vegavinnu- skúr í Haukamýri fauk langa leið og niður í gil þar sem hann fór í mask. Heyhlaða í Hauka- mýri, sem gerð var úr hálfum olíutanki, fauk niður í fjöruna, neðan við bakkann. Sjónarvott- ur taldi að hestar í Haukamýr- inni hefðu fokiö í bylnum, án þess að þá sakaði við lendingu. Þrettán metra langur flutninga- vagn fauk á hliðina syðst í Húsavíkurbæ og bátur sem stóð uppi í Laugarholti, brá sér milli lóða án leyfis frá eigendum. Rusl fauk á glugga íbúðarhúss í Laugarholti svo hann brotnaði, og einnig var vitað urn skemmd- ir á tveim bifreiöum. Allskonar rusl og dót fór á flugaferð í bylnum, en ekki var vitað um meiri skemmdir af völdum veðursins á Húsavík síðdegis í gær. IM þessum toga úr Lánasjóði sveit- arfélaga er einsdæmi," segir Magnús. Hann segir að ákveðinn hafi verið einn gjalddagi af þessu láni og eigi það að greiðast upp í des- ember á þessu ári. „Ráðherra fyrir hönd Jöfnunarsjóðs er ábyrgur fyrir greiðslu þessa láns.“ „Þetta er greiðsluerfiðleikalán til eins árs. Það verður síðan að koma í ljós hvernig sveitarfélag- inu gengur að greiða af því,“ seg- ir Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti Presthólahrepps. óþh Skólastarf í gær: Kennsla víða felld niður Kennsla var felld niður í grunnskólum Akureyrar eftir hádegi í gær og einnig í Tón- listarskólanum á Akureyri. Þá var engin kennsla í Hrafnagils- skóla í gær vegna veðurofsa og hálku á vegum. Skólastarf raskaðist víða. í gærmorgun herti vind á Akureyri og fljótlega fóru að ber- ast tilkynningar frá grunnskólan- um. Skólastjóri Barnaskóla Akureyrar kom því á framfæri til foreldra að sækja börn sín, þau yrðu ekki send ein heim, og síðan varð ljóst að öll kennsla yrði felld niður í grunnskólunum eftir hádegi. Ingólfur Ármannsson, skóla- og menningarfulltrúi Akureyrar- bæjar, sagði að ákveðið hefði verið að fella niður kennslu vegna veðurhæðar og mikillar hálku á götum og gangstéttum. Einnig var tekið tillit til þess að yngstu nemendurnir sækja skól- ana yfirleitt eftir hádegi. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.