Dagur


Dagur - 12.01.1990, Qupperneq 11

Dagur - 12.01.1990, Qupperneq 11
íþróttir Föstudagur 12. janúar 1990 - DAGUR - 11 - firlingur Kristjánsson og KA-liðið mæta Valsmönnum í 1. deildinni í hand- knattleik. íþróttir helgarinnar: Allt á ftillu í boltaíþróttunuin Það verður mikið um að vera í boltaíþróttunum um helgina. Leikið verður í 1. og 2. deild- inni í handknattleik og Urvals- deildinni í körfuknattleik. Síð- an er leikur í unglingaflokki í körfuknattleik á Sauðárkróki. Keppnin í 1. deildinni í hand- knattleik hefst á laugardaginn. KA leikur við Val á Akureyri kl. 16.30. KA-menn eiga harma að hefna frá síðustu viðureign en þá misstu Akureyringarnir niður forskot undir lok leiksins. Það verður því hart barist í Höllinni á laugardaginn. íþróttir helgarinnar Handknattleikur: Föstudagur: 2. deild karla...I>ór-Selfoss í fþrótta- höllinni kl. 20.30. 2. deild kvenna..Þór-Selfoss ( íþrótta- höllinni kl. 21.45 Laugardagur: 1. deild karla...KA-Valur í fþróttahöll- inni kl. 16.30 Sunnudagur: 3. deild karla...ÍH-Völsungur í Hafnar- firði kl. 14.00 Körfuknattleikur; Föstudagur: Unglingaflokkur..Tindastóll-ÍBK á Saudárkróki kl.20.00. Sunnudagur: Úrvalsdeildin...t>ór-ÍBK í fþróttahöll- inni kl. 20.00 Úrvalsdcildin...Valur-UMFT í Reykja- vík kl. 20.00 Knattspyrna: fslandsmótið innanhúss, 2., 3. og 5. deild í Reykjavík. Handboltinn byrjar hins vegar á föstudagskvöldið er Þórsarar ieika við Selfoss í 2. deild karla og Þórsstelpurnar við Selfoss strax á eftir. Strákarnir unnu nauman sigur á FH-b í síðasta leik og verða að taka sig saman í andlitinu til að vinna sigur á Sel- fyssingunum. Róðurinn verður erfiður hjá stelpunum því Sel- fyssingar eru efstir í deildinni. En Þórsstelpurnar munu ekki gefa eftir baráttulaust. Leikurinn hjá strákunum hefst kl. 20.30 og hjá stúlkunum strax á eftir. Unglingaflokkur Tindastóls leikur við ÍBK í bikarkeppninni á Sauðárkróki í kvöld kl. 20.00. Þetta er fyrsta umferð keppninn- ar og má búast við hörkuleik. Liðin áttust við fyrr í vetur í íslandsmótinu og sigraði þá Tindastóll í hörkuleik. í Hafnarfirði spila Völsungarn- ir í 3. deildinni í handboltanum við ÍH. Leikurinn hefst kl. 14.00 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Um helgina fer fram íslands- mótið í innanhússknattspyrnu í Laugardalshöllinni í Reykjavík, 2., 3. og 5. deild. Þar eru m.a. lið Þórs, KA, KS, HSÞ-b, Einherja og Hvatar. í 3. deildinni eru Reynir og Kormákur. Pórsarar: Aðalfúndur knattspyraudefldar Aðalfundur knattspyrnudeild- ar Þórs verður haldinn fímmtudaginn 18. janúar n.k. á Hótel Norðurlandi (norður- sal) og hefst kl. 20.30. A fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Þórsarar eru hvattir til að fjöl- menna á fundinn. Takið þátt í kjörinu Þá birtum við aftur kosninga- seðilinn fyrir íþróttamann Norðurlands árið 1989. Þegar eru bréfín farin að berast inn á íþróttadeildina og nú hafa yfír 20 íþróttamenn hlotið eitt eða fleiri atkvæði. Lesendur eru hvattir til að senda seðilinn inn sem fyrst því best er að fá atkvæðin inn sem fyrst. í fyrra hlaut Guðrún H. Krist- jánsdóttir skíðakona frá Akur- eyri titilinn „íþróttamaður Norðurlands," en einnig hafa þau Halldór Áskelsson knattspyrnu- rnaður frá Akureyri, Daníel Hilmarsson skíðamaður frá Dal- vík og Kári Elíson kraftlyftinga- maður frá Akureyri hlotið titil- inn. Fimm íþróttamönnum verður veitt viðurkenning og auk þess hlýtur „íþróttamaður Norður- lands 1989“ glæsilegan farandbik- ar til varðveislu í eitt ár. í dag og næstu daga verður þátttökuseðill í blaðinu og eiga lesendur að skrifa fimm nöfn á hann og senda blaðinu fyrir 20. janúar næstkomandi. Þrír þátt- tökuseðlar verða dregnir út og hljóta eigendur þeirra hljóm- plötuvinning að launum. Það er því til einhvers að vinna um leið og höfð eru áhrif á val „íþrótta- manns Norðurlands 1989“. Lesendur eru hvattir til að bregðast skjótt við og senda blað- inu seðilinn útfylltan til blaðsins fyrir 20. janúar. íþróttamaður Norðuriands 1989 Nafn íþróttamanns: Iþróttagrein: 1. 2. 3. 4. 5. Nafn: Sími: Heimilisfang:_____________________________________ Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1989 c/o Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri. Skilafrestur til 20. janúar 1990. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Kjötiðnaðar- stöðvarslagur Magnús Sigurólason hafði ekki mikiö í Rúnar Sigurpálsson í getraunaleiknum að gera. Rúnar er nú orðinn sá allra þrautseig- asti sem hefur verið í þessum leik. Hann heldur því áfram og skorar nú á starfsfélaga sinn hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, Jónberg Hjaltalín, og verður athyglisvert hvort Rúnari tekst að „slátra" Jónbergi eins og öðrum andstæðingum fram að þessu. Það var enginn með 12 rétta í síðustu viku og potturinn þvi tvöfaldur þessa vikuna. Augu Norðlendinga flestra beinast að leik Nottingham Forest og Millwall en þar leikur Þorvaldur Örlygsson og spurning hvort honum tekst að skora aftur fyrir Forest-liðið. Sjónvarpsleikurinn er hins vegar viðureign Sout- hampton og Everton en vonandi tekst Bjarna Fel. að fá leik með Þorvaldi og félögum í Forest. Rúnar: Jón: Charlton-Aston Villa 2 Charlton-Aston Villa 2 Coventry-C. Palace 2 Coventry-C. Palace 1 Man. Utd.-Derby 1 Man. Utd.-Derby 1 Nott. For.-Millwall 1 Nott. For.-Millwall 1 Q.P.R.-Norwich X Q.P.R.-Norwich X Southampton-Everton 1 Southampton-Everton 1 Tottenham-Man. City 1 Tottenham-Man. City 1 Wimbledon-Arsenal 2 Wimbledon-Arsenal 2 Blackburn-Leeds X Blackburn-Leeds 2 Ipswich-Sheff. Utd. 1 Ipswich-Sheff. Utd. 2 Plymouth-West Ham X Plymouth-West Ham 2 Swindon-Oldham 1 Swindon-Oldham X 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Utsala í fullum gangi Mikill afsláttur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.