Dagur - 12.01.1990, Side 12

Dagur - 12.01.1990, Side 12
Akureyri, föstudagur 12. janúar 1990 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Fólksflutningar til höfuðborgarinnar: Unga fólldð stærsti hópurinn sem flytur suður á mölina Umtalsverðir fólksflutningar hafa átt sér stað á undanförn- um árum frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. í ný- útkominni skýrslu Byggða- stofnunar er því spáð að á næstu 20 árum geti allt að 50.000 manns tekið sig upp og flutt suður, sé tekið mið af fólksflutningum á undanförn- um árum. Reynslan erlendis er sú að vinna sé meginástæða flutninga fólks frá landsbyggð til höfuð- borgár. Sé svo einnig hér á landi hljóti að vera ljóst að staðsetning Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf.: Bekkurinn farinn á veiðar og vinnsla hefst í næstu viku Ólafur Bekkur, togari Ólafs- firðinga, fór í sinn fyrsta túr á árinu í fyrradag og er væntan- legur með fyrsta farminn til vinnslu í Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf. í næstu viku. Að öllu óbreyttu hefst vinna í Hraðfrystihúsinu á þriðjudag. Pað veltur þó á því að hráefni fáist fyrir þann tíma. Atvinnuástand í Ólafsfirði á sama tíma í fyrra var mjög slæmt, enda lá vinna þá niðri í frysti- húsinu. Eftir sameiningu Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar og Hrað- frystihúss Magnúsar Gamalíels- sonar hófst vinna í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. þann 28. mars á sl. ári. Að sögn Ágústar Sigur- laugssonar, starfsmanns Ólafs- fjarðardeildar Verkalýðsfélagsins Einingar, féll ekki einn einasti dagur úr í frystihúsinu til 27. des- ember sl. „Pær aðgerðir sem hér var gripið til hafa skilað stórkost- legum árangri og ljóst að At- vinnutryggingasjóður og Hluta- fjársjóður hafa bjargað þessu byggðarlagi," segir Ágúst. óþh vinnustaða sé lykilatriði í þéttbýl- ismynduninni. í skýrslu Byggðastofnunar kemur einnig fram að langtum stærsti hópur þeirra sem taka sig upp og flytja til höfuðborgar- svæðisins er fólk á aldrinum 20- 24 ára. Næst stærsti hópurinn er fólk á aldrinum 25-30 ára, eða 15%. Á sumum sviðum verða inn- flytjendunum þessir flutningar til ábata en á öðrum til aukinna útgjalda. Skýrsluhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu að skattar verði hærri hjá þeim í Reykjavík og einnig muni húsnæðiskostnað- ur stóraukast. Á hinn bóginn sé ljóst að kostnaður vegna hita- veitu sé minni á höfuðborgar- svæðinu og einnig að launin eru að jafnaði hærri þar en úti á landi. Nánar um fólksfiutninga til höfuðborgarsvæðisins og áhrif þeirra á bls. 5 og 6 í dag. JÓH Gengið mót guðshúsi. Mynd: KL Ný haustlína frá Álafossi hf. fær góðar viðtökur: Mohair-peysur, lambsufl, hand- pijón og mokkaflíkur það nýjasta Þessa dagana er verið að kynna nýja haustlínu Alafoss hf. og segir Jakobína Jónsdótt- ir, sölumaður, að viðtökur hafi verið framúrskarandi góðar. vor- og sumarlína kynnt í fyrsta skipti Jafnframt því að kynna haust- línu er að hefjast kynning á vor- og sumarlínu fyrirtækisins. Að sögn Jakobínu fer sú kynning nú fram í fyrsta skipti. Fyrir- Skelfiskveiðin að heQast af krafti hjá Meleyri: „Maður er bjartsýnn á framhaldið“ - Bjarmi og Siggi Sveins gerðir út á skelina Skelfiskvinnsla hefst af krafti hjá Meleyri hf. á Hvamms- tanga á næstu dögum. Tveir bátar verða gerðir út á skelina, Bjarmi og Siggi Sveins. Mel- eyri auglýsti fyrir skömmu eftir fólki í skelfiskvinnsluna og samkvæmt upplýsingum verk- stjóra hefur að mestu tekist að manna vinnsluna. „Við byrjuðum aðeins á skel- inni fyrir áramótin og það gekk alveg ijómandi vel. Maður er því bjartsýnn á framhaldið,“ segir Jón Pálsson, verkstjóri hjá Meleyri. Hugmyndasamkeppni Atvinnumálanefndar: Þrettán tillögur eru áfram undir smásjáuni Þrettán hugmyndir í hug- myndasamkeppni Atvinnu- málanefndar Akureyrarbæjar verða ítarlega skoðaðar á næstu tveim vikum. Dómnefnd kom saman til fundar í vikunni og þar var ákveðið að skoða betur 13 af 35 innsendum hugmyndum. Starfs- menn Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar hf. munu fara yfir hug- myndirnar, meta þær og afla um þær frekari upplýsinga. Dóm- nefnd mun halda aftur fund að hálfum mánuði liðnum og þá verða væntanlega teknar út 5-6 bestu hugmyndirnar. Þær þrjár bestu hljóta viðurkenningu og er gert ráð fyrir að kunngera niður- stöðu dómnefndar um miðjan næsta mánuð. óþh Bjarmi var keyptur frá Dalvík á síðasta ári. Hann er 51 tonna stálskip, smíðaður 1973. Bjarmi er nú í Slippstöðinni á Akureyri þar sem verið er að lagfæra ýmsa hluti fyrir skelfiskveiðarnar. Að öllu óbreyttu verður hann tilbú- inn í slaginn núna í Iok vik- unnar. Hinn skelfiskbáturinn er Siggi Sveins ÍS-29. Hann er öllu stærri en Bjarmi, 104 lestir, smíðaður 1987. Gert er ráð fyrir að um 15 manns vinni við skelfiskinn hjá Meleyri, þar af 10-12 konur. Á síðustu döguin hafa konur verið ráðnar í skelfiskvinnsluna og koma þær frá Hvammstanga, úr nærsveitum og dæmi er um konu alla leið frá Akureyri. Auk skelfisksins rekur Meleyri sem fyrr rækjuvinnslu. Innfjarð- arveiðin er hafin eftir áramótin, en vegna veðurs hefur heldur lít- ið veiðst. Að sögn Jóns Pálssonar má ætla að ef allt gangi að óskum með bæði rækjuna og skelina verði allt að 50 manns starfandi hjá Meleyri á næstu vikum. óþh tækið leggur nú aukna áherslu á markaðs- og kynningarstarf og binda menn vonir við að það muni skila sér þegar til lengri tíma er litið. Haustlínan er í mörgu frá- brugðin fyrri tískulínum Álafoss hf. Helsta nýjungin eru mohair- peysur, sem eru blandaðar mohair-ull. Þá má nefna peysur úr lambsull og handprjónaðar flíkur. Einnig má geta þess að í fyrsta skipti er nú verið að kynna mokkaflíkur. Að sögn Jakobínu eru þessar nýjungar til að svara kröfum við- skiptavina. Mörgum hefur fund- ist sem peysur úr hreinni íslenskri ull væru of þykkar og óþægilegt að ganga í þeim. Til að mæta þessu var ákveðið að koma fram með mohair-peysurnar og peysur úr lambsull. Auk haustlínunnar er verið að fara af stað með kynningu á vor- og sumarlínu. Þar er einungis um að ræða kvenfatnað úr bómull. Fyrsta skrefið í kynningu á haustlínu Álafoss var að bjóða til tískusýningar á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Á þá sýningu var boðið fulltrúum verslana sem selja íslenskan fatnað. Næsta skref er að útbúa kynningarbækl- inga og auglýsingar til að ná til erlendra ferðamanna. Að sögn Jakobínu hefur geng- ið heldur illa að selja íslending- um framleiðslu fyrirtækisins. „Eg held að helsta skýringin á því sé að íslendingar halda að gamla góða lopapeysan líti alltaf eins út. Fólk virðist lítið vita um hvað við framleiðum hér,“ segir iJakobína. Haustlínan var eins og áður segir kynnt í Reykjavík en ætlun- in er að kynna hana víðar um land. Meðal annars verður hún kynnt innan tíðar á Akureyri. Hún er einnig kynnt erlendis, bæði vestan hafs og austan. Ála- foss hefur eins og kunnugt er söluskrifstofur í Bandaríkjunum og V-Þýskalandi og þá hafa Jap- anar keypt framleiðslu fyrirtækis- ins og látið vel af. óþh Innbrotið í Apótekið í Ólafsfirði: „Smokkakrækir“ fimdinn Lögreglan í Ólafsfirði hefur náð að upplýsa innbrotið í Apótekið í Ólafsfirði aðfara- nótt 29. desember sl. Ólafs- firðingur innan við tvítugt hef- ur játað á sig innbrotið og stuld á um 30 þúsund krónum og nokkrum smokkum. Lengi vel grunaði lögreglu að fleiri en einn hefðu verið að verki. Þrír menn lágu undir grun en við nánari skoðun kom í ljós að tveir mannanna gátu ekki hafa átt þarna hlut að máli. Þriðji maðurinn bar fyrst á móti að hafa brotist inn en gaf sig síðan og ját- aði á sig verknaðinn. Hann hefur ; ekki komið áður við sögu lögregl- íunnar. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.