Dagur - 30.01.1990, Síða 5

Dagur - 30.01.1990, Síða 5
Þriðjudagur 30. janúar 1990 - DAGUR - 5 itf *r , Hér sést hörð bithlíf í efri góm. All- ar tennur í neðri góm fá góðan stuðning á hlífinni. Það köllum við slitgigt í kjálka- liðum. Þessi atburðarás veldur oft miklum sársauka í kjálkalið- um, hreyfigeta kjálkans verður takmörkuð, tyggingarvöðvar verða aumir og verki leggur upp í höfuð, fram í andlit og aftur í eyru. Hvað er til ráða? Það hefur gefist vel að lækna bit- sjúkdóma með bithlífum bæði hörðum og mjúkum. Hörð bithlíf er gerð úr plasti. Henni er smellt á eigin tennur eða gervitennur. Hvernig hjálpar hörð bithlíf? Hún hjálpar þannig, að hún veitir neðri kjálka stuðn- ing í samanbiti og öllum hreyf- ingum. Hún kemur í veg fyrir, að tennurnar bíti saman í þéttasta biti og losar kjálkann við að bíta sífellt saman í óeðlilegri og ^þvingaðri stöðu, misbiti. Smám isaman stillir kjálkinn sér í þá s:töðu, sem honum er eðlileg, eðlisbit. Harðar bithlífar taka álag af kjálkaliðum. Þær styðja við kjálkann í öllum hreyfingum. Bithlífin myndar bil á milli tann- anna og þá myndast einnig bil á milli liðflata og liðbrjóskið verð- ur ekki fyrir eins miklu hnjaski af liðhausnum. Hörð bithlíf tekur álag af kjálkalið eins og hækja tekur álag af t.d. öklalið. Mjúk bithlíf er úr mjúku plasti. Hún er gjarnan notuð lianda fólki, sem sífellt bítur saman tönnum og spennir um leið vöðva í höfði og hálsi. Vöðvarnir verða aumir og valda höfuðverk og mjúk bithlíf hjálpar þessu fólki til að slaka á. Bati - eftirmeðferð Þegar sjúkdómseinkenni eru horfin eða verulega hefur dregið úr þeim með notkun bithlífar, þá hefur neðri kjálki tekið sér stöðu í eðlisbiti. Nú þarf oft að laga tennurnar eitthvað til, svo að þær starfi t.d. tyggi í eðlisbiti. Það er gert með bitslípingum, tannrétt- ingum, smíði á krónum, brúm, Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar verður haldinn að Jaðri miðvikudaginn 31. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Hér sjáum við eðlilegan kjálkalið. Hér hefur liðbrjósk færst úr stað fram fyrir liðhaus. Það hindrar hreyfingar kjálkans og veldur sársauka í kjálkalið. Útsaumur Álafoss hf. býður nú í fyrsta skipt- ið vélprjónaðar peysur með útsaumuðu „bróderuðu“ mynstri. Þessi nýjung hefur hlotið afar góðar viðtökur við- skiptavina innanlands og erlendis. Við leitum því að vandvirku og samviskusömu fólki sem getur tekið að sér að „bródera" peysurnar á tímabilinu febrúar-apríl n.k. Hér er um að ræða tilvalið verkefni fyrir einstaklinga eða félagasamtök hvar sem er á landinu. Nánari upplýsingar veitir Ása Gunnarsdóttir í síma 96-21900 frá kl. 13.00 til 16.00, frá og með þriðju- deginum 30. janúar. / * Alafoss hf. Akureyri pörtum eða gervitönnum. Tak- markið er, að tennur snertist jafnþétt á sem flestum stöðum í munninum í eðlilegri bithæð, bæði í samanbiti og hreyfingum. Þegar því marki er náð geta flest- ir hætt að nota þithh'f. Lokaorð Þú skalt spyrja tannlækninn þinn, hvort samanbit þitt geti verið or- sökin: - ef þú þreytist við tyggingu. - ef þú ert með þrálátan höfuð- verk, sem leggur upp í gagn- augu og enni og fram í andlit. - ef þú gnístir mikið tönnum eða bítur þeim saman í sífellu. - ef þú vaknar á morgnana með samanbitnar tennur og þreytu- verki í kjálkum. - ef þú heyrir smelli og finnur til sársauka í kjálkaliðum. - ef þú átt erfitt með að opna munninn og hreyfa til neðri kjálkann og hann festist stund- um í einhverri stöðu. - ef þú finnur fyrir þrýstingi og verk út í eyrun og læknirinn þinn finnur ekkert athugavert. T annverndarvika Ákveðið hefur verið að árlegur Tannverndardagur Tannvernd- arráðs verði næsta föstudag, þ.e. föstudaginn 2. febrúar. Að j?essu sinni veröur lögð megin- áhersla á umfjöllun um matar- venjur íslendinga. Einkunnar- orð dagsins verða „Sífellt nart skemmir tennur“. Vikan fram að tannverndar- degi veröur að venju tilcinkuö tannvernd og hefur tekist gott samstarf milli Dags og Tann- læknafélags Norðurlands um kynningú á þessu þarfa málefni. Dagur mun f dag og næstu þrjá daga birta greinar eftir tann- lækna á Norðurlandi þar sem fjallað er um tannvernd frá ýmsum sjónarhornum. Ritstjóri. Keppnin um Herra Norðurland haldin í Bleika Fílnum laugardaginn 10. mars Leit að keppendum er hafin Valinn verður Herra Norðurland og kynþokkafyllsti karlmaðurinn á Norðurlandi sem síðan verður sendur til Reykjavíkur í keppnina HERRA ÍSLAND 1990 Áhugasamir sendi mynd og upplýsingar um aldur, hæð og áhugamál til Bleika Fílsins. Einnig er tekið við ábendingum á staðnum eða símleiðis. Bleiki Fíllinn Hafnarstræti 100, Akureyri, símar: 26690 og 25500.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.