Dagur - 30.01.1990, Side 16

Dagur - 30.01.1990, Side 16
30300 Flugsamgöngur í gær: Ferðir felldar niður hjá FN Flugfélag Norðurlands varð að aflýsa flugi til ísafjarðar í gær. Flogið var til Ólafsfjaröar og Siglufjarðar í gærmorgun en ekki var hægt að fljúga frá Ólafsfirði til Reykjavíkur. Þá varð FN að aflýsa flugi til Siglufjarðar seinnipartinn í gær. Hjá Flugleiðum gengu flug- samgöngur þokkalega í gær. Fyrsta vél til Akureyrar var reyndar sein fyrir vegna ófærðar- innar og fór vélin suður klukkan hálf eitt með farþega frá Akur- eyri, en að öðru leyti gekk flugið vel. SS Ofankoma og skafrenningur: Þungfært á flestum vegum norðanlands Miklum snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi að undanförnu og færð á vegum þung, jafnt á þjóðvegum sem í þéttbýli. I gær voru snjóruðningstæki Vegagerðarinnar keyrð af full- um krafti en það reyndist tíma- frekt að ryðja snjóinn vegna þess hve mikill hann var. Flest- ar aðalleiðir opnuðust þó, en ekkert var átt við Ólafsfjarðar- múla í gær. Hjá Vegaeftirlitinu á Akureyri Hjallalundur 18-20: Allt komið í samt lag innan fimm vikna fengust þær upplýsingar að snjó- ruðningstæki hefðu verið að störfum á Öxnadalsheiði í allan gærdag, en þar var skafrenningur og tvísýnt hve lengi vegurinn yrði fær. Þá var rutt frá Akureyri til Dalvíkur og hliðarvegir einnig. Fært var austur um og allt til Vopnafjarðar. „Hér innan Akureyrar byrjuðu tvö tæki snemma í morgun og það er langt frá því að þeirri vinnu Ijúki í dag,“ sagði Björn Brynjólfsson, vegaeftirlitsmaður, í samtali við Dag í gær. A Norðurlandi vestra var enn meiri ófærð í gær. Ófært var til Siglufjarðar vegna veðurs í gærmorgun en meiningin var að reyna að opna veginn þangað. Einnig var ófært til Hofsóss og víðar á Norðvesturlandi, enda mikið fannfergi og skafrenning- ur. SS Vélsleðamenn efndu til mikillar sýningar í íþróttaliöllinni á Akureyri uni hclgina. Þetta furðutæki var meðal ann- ars til sýnis. Mynd: KL Eldsvoði í Smárahlíð 1 á Akureyri: Hnrð skall nærrí hælum - enn óljóst með eldsupptök Miklar skemmdir urðu í elds- voða sem upp kom í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Smára- hlíð 1 á Akureyri aðfaranótt laugardags. Engin slys urðu á fólki en Tómas Búi Böðvars- son, slökkviliðsstjóri, orðar það svo að þarna hafi hurð skollið nærri hælum. Slökkvilið var kallað út kl. 03.40 aðfaranótt laugardags. Þegar að var komið lagði mikinn reyk frá húsinu og hluti íbúðar á neðstu hæð var alelda. Eldtungur stóðu út um svefnherbergis- glugga og byrjað var að loga í gluggatjöldum samsvarandi glugga á annarri hæð. Greiðlega gekk að ráða niður- lögum eldsins, að sögn Tómasar Búa. Þrír voru í íbúðinni sem eldurinn kom upp í, tvennt full- orðið og eitt barn. Mikinn reyk lagði um allt húsið og af þeim sökum brugðu margir á það ráð að fara út á svalir og þaðan niður á rnóður jörð. Með góðri aðstoð slökkviliðsmanna gekk þetta giftusamlega. Miklar skemmdir urðu á íbúð- inni þar sem eldurinn kom upp. Þá urðu að sögn slökkviliðsstjóra miklar skemmdir í öðrum íbúð- um hússins af völdum reyks. Eldsupptök eru enn óljós, að sögn Rannsóknarlögreglunnar á Akureyri. óþh Samkomulag tókst síðdegis sl. föstudag milli byggingafull- trúa, heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra annars vegar og forráðamanna S.S. Byggis hins vegar um bílageymsluna í fjölbýlishúsinu Hjallalundi 18- 20 og var hún opnuð á ný þann dag. Bílasalar á Akureyri: Bflar í dýrari kantimim seljast best þrátt fyrir meinta kreppu I samkomulaginu fólst í fyrsta lagi bráðabirgðalausn á loftræst- ingu í bílageymslunni. í öðru lagi féllst verktaki á að fjarlægja hjól- barða úr kjallaranum og setja þá í eldfasta geymslu. í þriðja lagi var ákveðið að ganga betur frá plastskólplögnum, sem liggja úr kjallaranum og upp á hæðirnar. Þá skuldbindur byggingaverk- taki sig til að ljúka eldvörnum og loftræstingu á næstu fimm vikum og mun byggingafulltrúi fylgjast með að það gangi eftir. óþh Janúarmánuður hefur ætíð verið í litlum metum hjá bíla- sölum og svo er einnig þetta árið. Salan er dræm, nýir bílar hreyfast varla en aðeins er spáð í notaða bíla. Bílasalar á Akureyri sem Dagur ræddi við voru yfirleitt sammála um að þessi vetur hefði endurspeglað bágt efnahagsástand í þjóðfé- laginu og bílasala hefði því dregist saman. En þetta er lítil hreyfmg á ódýrum og notuðum bílum ekki algilt. Bifreiðaverkstæði Jóhannesar Kristjánssonar er með umboð fyrir Lada bíla á Akureyri og sagði Jóhannes að salan hefði verið jöfn og góð á síðasta ári, mjög svipuð og árið áður, en bíl- ar frá landi Perestrojkunnar hafa verið í sókn hér á landi undanfar- in ár. Kannski er hér um „týpísk- an“ kreppubíl að ræða, því Jó- hannes sagði að Ladan væri ódýr og tæki ekki eins mikið úr pyngju launþega og aðrir bílar. „Það var allt dautt hjá okkur fram undir miðjan janúar, eins og vanalega, en síðan hefur kom- ið dálítil hreyfing. Við vorum að afgreiða nýja Lödu Sport núna og það er töluvert spurt eftir „fjallabílnum" í þessari færð. Þetta fylgir skammdeginu og nú fer salan að glæðast," sagði Jó- hannes. Þriðji bekkur M.A. mokar snjó frá húsum eldri borgara bæjarins: Beint í snjómokstur að loknu síðasta prófinu „Þetta er eitt af mörgu sem við gerum til fjáröflunar. Sumir voru nú ekki alltof hrifnir af þessu í byrjun og fannst þetta mikil vinna sem ekki fáist nægilega mikið fyrir. En við verðum að taka öllu sem okkur býðst enda gerir margt smátt eitt stórt,“ segir Sólveig Klara Káradóttir, nemandi í þriðja bekk Menntaskólans á Akur- eyri, um þá fjáröflunarleið bekkjarins fyrir ferðasjóð að taka að sér snjómokstur hjá eldra fólki í bænum í vetur. Edda Bolladóttir hjá öldrun- arþjónustu Akureyrarbæjar segir að samkomulag hafi veriö gert við 3. bekk M.A. uni 150.000 kr. greiðslu fyrir mokstur við allt aö 30 hús í vetur. Þeir sem hafi ósk- að eftir aö fá þessa þjónustu hafi grcitt 2500 kr. fyrir mokstur í vetur. „Ég held að krakkarnir hafi staðið sig mjög vel í þessu og gert þetta mjög samviskusam- lega,“ segir Edda. „Við förum yfirleitt tvö sarnan og þetta tekur ekki langan tíma í hvert skipti ef farið er rcgtulega. Við skiptum húsunum eftir bekkjum og hver bekkur hefur 3 hús en alls eru þetta núna um 20 hús sern við hreinsum frá,“ segir Sólveig Klara. Sólvcig segir að snjóakaflinn að undanförnu hafi liitt iila á því 'pröf hafi staðið yfir í skólanum. Hins vegar hafi það vcrið ágæt tilbreyting að líta upp úr bókun- um og skreppa í snjómokstur. Og að loknu síðasta prófinu í skólan- um í gær fóru nokkrir nemendur þriðja bekkjar og tóku létta syrpu í mokstri áður cn tekiö var til við aðra skemmtan eftir prófa- törnina. „En við liggjum náttúr- lega á bæn og biðjum um snjó- léttan vetur," bætir Sólveig við. JÓH Höldur sf. selur bæði nýja og notaða bíla og virðist vera nokk- ur samdráttur í báðurn deildum. Hjörleifur Gíslason, sölumaður, sagði að staðan í sölu á notuðum bílum væri hefðbundin rniðað við árstíma. „Þetta er heldur minna í vetur en undanfarin ár. Það er alltaf eitthvað um skipti á bílum, en snjósleðarnir vega upp á móti þessum dauða tíma og það er töluverð hreyfing á þeim. En ástandið á Akureyri hefur auðvit- að sitt að segja hjá bílasölum eins og í atvinnulífinu almennt," sagði Hjörleifur. Hljóðið var betra í Sigurður Valdimarssyni. Hann sagði að dýrari bílarnir seldust vel um þessar mundir og salan í janúar hefði verið meiri en í sama mán- uði í fyrra, t.d. hefði Subaru Leg- acy fengið mjög góðar viðtökur. „Bílar sem kosta 1400 þúsund og þar yfir seljast best núna og það er miklu meira um stað- greiðslur. Ódýrir og notaðir bílar hreyfast ekki. Ég kann ekki skýr- ingu á þessu, en kannski eru mennirnir sem eiga peningana að fara af stað núna," sagði Sigurð- ur. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.