Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 12. apríl 1990
Afmælishátíðahöldin
á Húsavík:
Samsýning 10
listamanna
opnuð í kvöld
Upphaf hátíðahaldanna
vegna 40 ára afmælis Húsa-
víkurbæjar verða með þeim
hætti að haldin verður sam-
sýning á verkum 10 lista-
manna í Safnahúsinu á
Húsavík dagana 12.-22.
apríl nk.
Porvaldur Vestmann, for-
maður afmælisnefndar, mun
opna sýninguna með ávarpi í
dag 12. apríl kl. 20:30.
Á sýningunni, sem er á veg-
um Húsavíkurbæjar, verða 50
myndlistarverk unnin með
vatnslitum, pastel, akrýl, olíu
og blandaðri tækni, auk þess
eru þar ofin verk úr ull og
hrosshári. Höfundar þessara
verka eru: Auður Helgadóttir,
Hallfríður Jónasdóttir, Hólm-
fríður Bjartmarsdöttir, Kári
Sigurðsson, Oddný Magnús-
dóttir, Ríkarður Þórhallsson,
Sigurður Hallmarsson. Trausti
Ólafsson og Þorvaldur Daði
Halldórsson. Tíundi listamað-
urinn er Sigurður Þórólfsson,
gull- og silfursmiður.
Húsavíkurbær býður öllum
bæjarbúum og gestum, að
vera við opnun sýningarinnar
fimmtudaginn 12. apríl kl.
20:30, eða síðar ef betur
hentar. Sýningin er opin alla
daga kl. 14-17. KS
Aðalfundur KEA:
Einndagurí
stað tveggja áður
Aðalfundur Kaupféiags Ey-
fírðinga yerður haldinn
laugardaginn 28. apríl og
stendur hann að þessu sinni
í einn dag. Fulltrúar á fund-
inum eru liðlega 260 og
koma þeir úr 25 deildum á
félagssvæðinu.
Fundurinn verður í Félags-
borg á Gleráreyrum og hefst
kl. 9.30. Þetta er í fyrsta skipti
í áratugi sem aðalfundur KEA
er ekki haldinn í Samkomu-
húsinu á Akureyri.
Lengi hefur tíðkast að fund-
urinn standi í tvo daga en
stendur sem fyrr segir í einn
dag nú. Þessi breyting er svip-
uð því sem gerst hefur hjá
ntörgum öðrum kaupfélögum
á landinu. JÓH
fréttir
Frá útibússtjóraskiptum íslandsbanka á Húsavík. Á myndinni eru f.v. Björn Björnsson, Helga B. Bragadóttir, Örn
Björnsson, Tryggvi Pálsson, Jóhannes Siggeirsson, Kári Arnór Kárason, Sveinn H. Skúlason, Kristján Oddsson og
Sverrir Jónsson. Mynd: IM
Húsavík:
Útibústjóraskipti hjá íslandsbanka
Nýr útibústjóri Islandsbanka á
Húsavík, Órn Björnsson, var
settur inn í embætti í síðustu
viku og var fráfarandi úti-
bústjóra, Kára Arnóri Kára-
syni jafnframt þakkað fyrir vel
unnin störf í hófí sem haldið
var í bankanum af þessu til-
efni, en þar voru mættir nokkrir
bankastjórar og sérfræðingar
frá aðalbanka íslandsbanka.
Örn Björnsson mun næstu vik-
urnar einnig gegna áfram starfi
sínu sem útibústjóri íslands-
banka á Blönduósi, en ekki hefur
verið ráðið nýr maður í þá stöðu
enn.
Rekstur útibús íslandsbanka á
Húsavík hefur gengið mjög vel
frá áramótum, að sögn Kára
Arnórs, og hafa innlán aukist um
25%, er það mesta aukning hjá
útibúi íslandsbanka, sem alls eru
37. Þegar er ljóst að hið nýja
húsnæði bankans er of lítið og
komu sérfræðingar bankans í
húnæðismálum á miðvikudaginn
til að skoða möguleika á breyt-
ingum, stækkun eða nýju hús-
næði fyrir útibúið. IM
Samþykkt þingflokks Alþýðubandalagsins
um hugsanlega byggingu álvers:
Álveri verði valirni staður
utan höfuðborgarsvæðisins
- svo ekki komi til enn frekari byggðaröskunar
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
minnir á að enn eru engar for-
sendur fyrir hendi til að unnt sé
að meta hvort hagkvæmt sé fyrir
íslendinga að ganga til samninga
við erlenda aðila um byggingu
tvö hundruð þúsund tonna álvers
hér á landi. Meðan meginatriði
væntanlegra samninga liggja ekki
fyrir er tvímælalaust óhyggilegt
að hefja virkjunarframkvæmdir
enda hlyti það að veikja samn-
ingsaðstöðu íslendinga að binda
nokkur hundruð milljóna króna í
nýjum virkjanaframkvæmdum án
þess að orkuverð hafi verið
ákveðið.
Á þessu stigi málsins telur
þingflokkur Alþýðubandalagsins
brýnast að ríkisstjórnin marki þá
stefnu, að hugsanleg bygging
þessa risafyrirtækis stuðli ekki að
enn frekari byggðaröskun í land-
inu og þess vegna verði því valinn
staður utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Jafnframt þarf að kanna bet-
ur en gert hefur verið, hvernig
i
bridds
f!
Bridgefélag Akureyrar:
Sveit Magnúsar heldur efsta sætinu
- á Minningarmótinu um Alfreð Pálsson
Sveit Magnúsar Aðalbjörns-
sonar hefur enn örugga forystu
að loknum tveimur spilakvöld-
um á Minningarmóti Bridge-
Bridgefélag Siglufjarðar:
Norðurlandsmótið framundan
Dagana 20., 21. og 22. apríl
n.k. verður Norðurlandsmót í
sveitakeppni í bridds haldið á
Siglufírði. Mótið hefst að
Hótel Höfn kl. 16.00 á föstu-
deginum og áætluð mótslok
um miðjan dag á sunnudag.
Spilað verður eftir „Monrad“
kerfi, 9 umí'erðir með 16 spilum á
milli sveita. Þátttökugjald verður
kr. 7000.- pr. sveit.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast fyrir 15. apríl til Jóns Sig-
urbjörnssonar í heimasíma 96-
71411 (vinnusíma 71350) eða Sig-
urðar Hafliðasonar í heimasíma
96-71650 (vinnusíma 71305).
félags Akureyrar um Alfreð
Pálsson. Nú er lokið 8 umferð-
ium á 11 en mótinu lýkur í Fé-
dagsborg n.k. þriðjudagskvöld.
Sveit Tryggva Gunnarssonar
heldur enn öðru sætinu en sveit
Soffíu Guðmundsdóttur hefur
skotist upp í þriðja sætið fyrir
síðasta spilakvöldið. Annars er
röð efstu sveita þessi: stig
1. Magnús Aðalbjörnsson 311
2. Tryggvi Gunnarsson 270
3. Soffía Guðmundsdóttir 260
4. Jakob Kristinsson 246
5. Stefán Vilhjálmsson 228
6. Hilmar Jakobsson 215
-KK
íslendingar gætu sjálfir átt aðild
að rekstrinum og tryggt forræði
sitt og hagsmuni þannig að viðun-
andi sé.
Þingflokkur Alþýðubandalags-
ins telur einsýnt að leita verði
allra leiða til að efla atvinnulíf í
landinu eftir nokkurra ára sam-
dráttarskeið og telur sjálfsagt að
kanna alla tiltæka kosti í því
skyni. Jafnframt minnir þing-
flokkurinn á að auk byggðasjón-
armiða hlýtur endanleg afstaða
til nýrra stóriðjuframkvæmda að
ráðast af því fyrst og fremst,
hvaða verð fæst fyrir orkuna,
hvort iðjuverið greiðir skatta
með eðlilegum hætti og lýtur
íslenskum dómstólum og hvernig
mengunarvörnum og umhverf-
isvernd verður háttað.
rrn
ÓlafsQörður:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráði hefur borist bréf
frá Árskögshreppi, þar sem
segir aö á fundi í hreppsnefnd
Árskógshrepps fyrir skömmu,
hafi verið rædd hin alvarlega
staða sem nú blasir við í
útgerð báta á Norðurlandi.
Bæjarráð Ólafsfjarðar tekur
sterklega undir með hrepps-
nefnd Árskógshrepps og hefur
falið bæjarstjóra aö senda
þingmönnum ályktun um
þetta mál.
■ Bæjarráði hefur cinnig bor-
ist bréf frá Fjórðungssam-
bandi Norðlendinga, þar sem
segir aö á fundi sambandsins
fyrir skörnmu, hafi verið
ákveðið að mynda starfshóp
um athugun á hagkvæmni
varðandi stofnun héraðsveitna
á Norðurlandi og til að vinna
að milliliðalausum viðskiptum
Landsvirkjunar og almenn-
ingsveitna f landinu.
■ Bæjarstjóri lagöi fram þá
hugmynd á fundi bæjarráðs
nýlega, að Ólafsfjarðarbær
stæði að gerð heimildarmynd-
ar um Múlaveg ásamt öðrum
aðilum. Var bæjarstjóra falið
að kanna málið nánar hjá
öðrum aðilum.
■ Á fundi bæjarráðs nýlega
var samþykkt tillaga frá Ósk-
ari Þór Sigurbjörnssyni um að
fela bæjarstjóra að skrifa
stjórn Sparisjóðs Ólafsfjarðar
og óska eftir aðstöðu fyrir
minjasafn á efstu hæð Spari-
sjóðsins. Jafnframt var lagt til
að hækka framlag til safnahúss
um kr. 200.000.-.
■ Á fundi stjórnar Iðnþróun-
arsjóðs nýlega, kont fram að
þrjár umsóknir hafa borist um
aðstöðu í Iðngörðum. Þær eru
frá Fiskmar hf., Hauki
Sigurðssyni og Ríkharði Sig-
urðssyni. Var formanni falið
að ræða nánar við þessa aðila.
■ Á fundi félagsntálaráðs
kom fram að grundvöllur fyrir
hádegisopnun Leikhóla væri
brostin og leggur ráðiö til að
ekki verði haft opið í hádéginu
eftir 30. júní. n.k.
■ Félagsmálaráð samþykkti
einnig að loka Leikhólum í 4
vikur í sumar, frá og með 16.
júlí til 13. ágúst.
■ Hafnarstjórn hefur borist
fyrirspurn um smíði flot-
bryggju. Tréver hf. hefur gert
tilboð í þessa smíði og er það
innan við eðlileg mörk Hafna-
málastofnunar. Hafnarstjórn
saniþykkti að taka tilboði
Trévers hf.
Snjómokstur
um páska
I hönd fara dagar sem búast
má við mikilli umferð á þjóð-
vegum landsins. Vegagerð
ríkisins hefur sent út yfírlit yfír
snjómokstur um páskana og
kemur þar fram hvaða daga
verður aukamokstur vegna
hátíðarinnar.
Á leiðunum Akureyri-Borg-
arnes og Dalvík-Ólafsfjörður
verður mokað í dag, á laugardag,
mánudag, miðvikudag og föstu-
dag í næstu viku. Á leiðinni
Sauðárkrókur-Siglufjörður gilda
sömu mokstursdagar, utan að þar
verður mokað á þriðjudegi í
næstu viku í stað miðvikudags.
Leiðirnar Akureyri-Húsavík,
Akureyri-Grenivík, Húsavík-
Mývatn og Húsavík-Vopnafjörð-
ur verða ruddar í dag, laugardag,
mánudag, miðvikudag og föstu-
dag í næstu viku. JÓH