Dagur - 12.04.1990, Síða 11
'Fimmtudacjur 12: apríi 1990 - DAGUR — 11
^ Á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Boston:
Aherslan á aukna hagræðingu fyrir neytandann
- rætt við Sigurð P. Sigmundsson um sýninguna og möguleika á frekari vinnslu sjávarafla hér heima
Þúsundir fiskkaupenda flykkj-
ast í marsmánuði á ári hverju
til Boston í Bandaríkjunum til
að fylgjast þar með alþjóðlegri
sýningu á sjávarafurðum og
nýjustu tækni í vinnslu sjávar-
afla sem þar fer fram. Sýning
þessi þykir í hvert sinn mjög
merkilegur atburður. Þarna
gefst fiskframleiðendum
möguleiki á að koma vöru
sinni á nýja markaði og jafn-
framt kynna sínar nýjungar.
Síðast en ekki síst gefst þarna
samkeppnisaðilum kjörið
tækifæri til að bera saman vör-
ur sínar. Sjávarútvegssýningin
í Boston 1990 er nýafstaðin.
Sigurður P. Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Iðnþróun-
arfélags Eyjafjarðar, var á sýn-
ingunni og kynnti sér þar sér-
staklega hvaða möguleikar eru
fyrirsjáanlegir fyrir íslenska
fiskverkendur hvað varðar
fullvinnslu á sjávarafla.
„Umræðan um aukna vinnslu
sjávarafla hefur verið töluverð
hér heima undanfarið enda sjá
menn að það gengur ekki til
lengdar að auka ferskfiskútflutn-
inginn jafnt og þétt. Stefnan hlýt-
ur að vera að auka sölu sjávar-
afurða í neytendapakkningum þó
svo ennþá sé við nokkra erfið-
leika að etja, s.s. háa tolla sem
veikja samkeppnisstöðuna.
Menn telja þó að nteð innri
ntarkaði Evrópu árið 1992 kunni
að opnast nýir möguleikar þar
sem þessir tollar geti hugsanlega
verið felldir niður. Hingað til
hafa flestir verið hver í sínu horni
að þreifa sig áfram á þessari
braut, t.d. Hvaleyri í Hafnar-
firði, Marska á Skagaströnd og
frystihúsin á Dalvík og í Hrísey
en vöruþróun er dýr og því hafa
flestir litið frekar á ferskfiskút-
flutninginn sem vænlegri kost til
að auka tekjur. Á þessu hlýtur að
verða breyting í framtíðinni,“
segir Sigurður þegar hann er
spurður um möguleikana á frek-
ari vinnslu sjávarafla hér á landi.
í framhaldinu víkur hann að
Boston-sýningunni og segir að
þar hafi hann sérstaklega horft til
þess hvað aðrar þjóðir eru að
gera í markaðssetningu sinni, t.d.
þjóðir eins og Ný-Sjálendingar
sem bjóða fiskkaupendum að
mörgu leyti svipaða vöru og ís-
lendingar.
Margar nýjar hugmyndir
„Ég vildi sjá hvernig útlendingar
framreiða sínar vörur, bæði hvað
varðar umbúðir og matreiðslu.
Þarna fékkst gott yfirlit, vörurnar
koma hvaðanæva að úr heimin-
um, frystar, ferskar og tilbúnir
réttir. Á því sviði er greinilega
mikið að gerast enda hefur flest
fólk lítinn tíma til eldamennsk-
unnar og framleiðendur reyna
greinilega að höfða til þess.“
Aukin hagræðing fyrir neyt-
andann. Þetta segir Sigurður
rauða þráðinn í þeim tilbúnu
Fish Toppees
Fish Toppers
The Dístinctíve Flmor
Hluti af kynningarbæklingum á íslenska fiskinum. Greinilegt er aö fjöl-
breytnin fer mjög vaxandi.
út á við. Fjölbreytnin sé meiri og
minna lagt upp úr raspi og deigi
en áður.
Mikil þróun framundan
í vinnslunni hér heima
Sigurður segir að hér heima sé
líkleg á næstu árum veruleg þró-
un í vinnslu sjávarafla. „Maður
horfir auðvitað fyrst og fremst til
stærri aðilanna í þessu efni, þeir
hafa jú mesta fiskinn, góða þekk-
ingu og eru best í stakk búnir til
að leggja fjármagn í vöruþróun.
Sá tími hlýtur að koma fyrr en
seinna að húsin hafi sínar eigin
vöruþróunardeildir enda höfum
við ekki efni á að sleppa þeim
þætti, sé til lengri tíma litið.
Minni aðilarnir eiga líka sína
möguleika með sérhæfingu, t.d. á
heimamarkaði, enda getur góð
vara náð langt hér á markaði
þrátt fyrir að hann sé lítill. Mín
skoðun er sú að þessi þróun eigi
að gerast santhliða, bæði þróun
stærri aðilanna fyrir útflutning og
sérhæfing ntinni aðilanna fyrir
heimamarkaðinn," segir Sigurð-
ur.
Hann segist ekki í vafa um að
nýir aðilar hér heima geti náð
langt inn á erlenda markaðinn
þrátt fyrir að þar sé mikil sam-
keppni fyrir. Samvinna við er-
lend fyrirtæki er nauðsynleg í því
efni. „Við teljum okkur eiga
bcsta fiskinn og ef við getum ekki
komið honum í fremstu röð á
markaðnum þá er hann ckki
bestur. Svo einfalt er þetta."
Áratugur heilsunnar
Sem fyrr horfa fiskseljendur
mjög til Bandaríkjamarkaðar.
Sigurður segir að í fyrirlestrum
sem hann sótti samhliða sýning-
unni hafi komið fram að seljend-
ur helgi þessunt áratug hollust-
unni og gæðum enda aukist krafa
neytandans um ómengaða vöru
stöðugt. Staða íslands í þessu
máli sé sterk enda hafið hér
minna mengað en víðast annars
staðar í heiminum.
„Sjávarútvegurinn þarf samt
sem áður að vera mjög á verði og
við verðunt að leggja rnikið upp
úr því að halda ímyndinni um
hreinan sjó við íslands. Gæðin
eru greinilega það sem er núnter
eitt í þessari samkeppni og þar
eigum við að standa ágætlega að
vígi. Þrátt fyrir að fleiri fiskteg-
undir komi inn á þessa markaði
og samkeppnin aukist þá er staða
okkar sterk. Áfram verður þó að
fylgja þróuninni og kröfunt neyt-
I andans,“ segir Sigurður. JOH
Önnur hliöin á bás Útflutningsráðs íslands. Næstur á myndinni er bás Sæ-
plasts á Dalvík.
Dæmi um pökkun á fiski í neytendaumbúðir.
í Boston mátti sjá margar nýjungar í pökkun á fiski fyrir neytendur. Hér er
fiskurinn tilbúinn til steikingar, kryddaður og í tilheyrandi sósu. Allt miðar
að því að gera matreiðsluna sem fljótlegasta.
réttum sem sýndir hafi verið á
sýningunni. Af nýstárlegum hug-
ntyndum nefnir hann m.a. vac-
umpakkaðar fisksteikur þar sem
fiskurinn getur bæði verið hrár
eða soðinn í pakkningunni með
eða án sósu. Mikið er lagt upp úr
að á umbúðunum komi fram allar
nauðsynlegar upplýsingar fyrir
neytandann s.s. um meðferð og
uppruna. Mismunandi meðferð á
laxi vakti líka athygli þar sem
allskonar kryddtegundum er
beitt. Nefna má reyktan lax sem
bættur er með kryddi, þurrkaður
og framreiddur sem snarl.
Sigurður segist jafnframt hafa
tekið eftir að breyting sé nú að
verða á framleiðslu íslensku
fyrirtækjanna í Bandaríkjunum
Þannig skapa keppinautar okkar á mörkuðunum ímynd hins lireina og ómcngaða í bæklingum sínum. Heilbrigði og
hollusta er það sem fiskseljendur leggja áherslu á á næstu árum.