Dagur - 12.04.1990, Síða 24

Dagur - 12.04.1990, Síða 24
Akureyri, ílmmtudagur 12. apríl 1990 Opnunartími Bautans og Smiðjunnar um páskana: Bautinn opinn alla hátíðisdagana frá kl. 10.00 til 22.00 og Smiðjan frá kl. 18.00. Gleöilega páska Páskaveðrið: Grundvöllur fyrir iðandi manniífi Ekki var veðurútiitið gæfulegt í gær, víða stormur og snjó- koma, en á Veðurstofu Islands voru menn þó svo elskulegir að spá góðu páskaveðri fyrir Norðlendinga. Mannlíf ætti því að geta blómstrað þessa eftirsóttu útivistardaga. í dag, skírdag, er spáð hægri norðan- eða norðvestan átt með dálitlum éljum. Vægt frost á Norðurlandi. Ekki afleitt og það á eftir að batna. Á föstudaginn langa er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt, björtu veðri og hitastigi í kringum frostmark. Horfur á laugardag hljóða upp á suðlæga átt, skýjað veður en þurrt að mestu og hita á bilinu 0- 4 stig. Á páskadag er síðan gert ráð fyrir suðvestan átt, ekki nrjög snarpri, og líklega verður úr- komulaust. Hitastigið verður nálægt frostmarki. SS Bæjarstjórn Húsavíkur: Vill stofiia almenningshluta- félag til kaupa á togskipi Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti að vinna að stofnun almenningshlutafélags sem hefði það að markmiði að festa kaup á togskipi og sjá um rekstur þess, á fundi í bæjar- stjórn sl. þriðjudag. Það var Örn Jóhannsson, bæjarfulltrúi, sem lagði fram til- lögu þessa efnis. Bæjarstjórn samþykkti að fela atvinnumála- nefnd að vinna að framgangi málsins. í greinargerð Arnar með tillög- unni segir að á hana beri að líta sem ákall um að Húsvíkingar verði að auka hlutdeild sína í auðlindum sjávarins. Staða atvinnunrála sé slík að einskis megi láta ófreistað til að bæta úr síauknu atvinnuleysi og þá ekki síst því ófrenrdarástandi að fisk- vinnslustöðvar skorti hráefni viku eftir viku. IM Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga: Kaup og sala staðfest Stjórn KEA samþykkti sl. þriðjudagskvöld annars vegar að kaupa 48,7% hlut Dalvíkur- bæjar í Utgerðarfélagi Dalvík- inga hf. og hins vegar að selja 64% hlut fyrirtækisins í Sölt- unarfélagi Dalvikur hf. til Samherja hf. á Akureyri. Fyrir fundinum lá bréf frá tíu aðilum á Dalvík þar sem þeir óskuðu eftir því að kaupa hlut KEA í SFD á sama verði og sömu kjörum og Samherji hf. Bókun stjórnar KEA um þetta er Húsavík: Eldur í viftu Eldur kviknaði í feiti á eldavél og kveikti í viftu í einbýlishúsi á Húsavík síðdegis á þriðju- dag. Heimilisfólki tókst að slökkva eldinn í viftunni með duftslökkvi- tæki en mikill reykur var kominn í húsið. Skemmdir urðu í eldhús- inu af sóti, og slökkviduft barst um allt hús. Að sögn heimilis- föðurins kom sér vel að hafa slökkvitæki við hendina, en það hefði mátt vera halontæki því mikill óþverri var að fá duftið út um allt. „Við sluppum eins vel og hugsast gat frá þessu óhappi," sagði maðurinn, en nóg var að gera við hreingerningar á húsinu í gær. IM eftirfarandi: „Með vísan til þess að bæjarstjórn Dalvíkur hcfur samþykkt að bjóða bréfriturum til viðræðna um atvinnuuppbygg- ingu á Dalvík og mun vegna sölu á hlutabréfum sínum í UD hafa verulegt fjárnragn til ráðstöfunar í því skyni, telur stjórn KEA rétt að selja Samherja hf. hlutabréf sín í SFD með tilliti til þess að sú ráðstöfun ætti ennfremur að verða til eflingar atvinnulífi á Dalvík." Stjórn KEA samþykkti enn- frenrur að ganga til samninga um kaup á hlutabréfum Dalvíkur- bæjar í ÚD á grundvelli bráða- birgðasamnings frá 8. apríl sl. Kaupfélagsstjóra var falið að ganga frá samningum og undir- rita þá. í Ijósi þessara samþykkta sam- þykkti stjórn KEA eftirfarandi bókun um stefnu félagsins varð- andi útgerð og fiskvinnslu á veg- um þess. „Útgerð og fiskvinnsla á vegum Kaupfélags Eyfirðinga verði rekin sem ein heild. Hrá- efnisöflun fyrir fiskvinnslu félags- ins verði tryggð með því að togarar á vegum þess landi afla sínum að langmestu leyti til eigin vinnslustöðva. Kostnaður við hráefnisöflun verði lækkaður með því að færa saman aflakvóta af skipum og leggja eða selja þau skip sem kvóti verður færður af.“ Ekki náðist í Magnús Gauta Gautason, kaupfélagsstjóra KEA, í gær. óþh Þó svo að margir hafí vonast til þess að veturinn væri að baki og vorið á næsta leiti, er Ijóst að svo er ckki í bili að minnsta kosti. Líklegt má telja að flestir þeir fullorðnu séu búnir að fá sig fullsadda af snjónum í bili en þeir yngri kunna alltaf jafn vel við sig í snjónum. Mynd: kl Samherji kaupir 64% í Söltunarfélagi Dalvíkur hf.: Vonumst til að koma rekstri fyrirtækisins yfir núllið segir Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. A stjómarfundi KEA sl. þriðju- dagskvöld var staðfestur samn- ingur um kaup Samherja hf. á Akureyri á 64 prósenta eign- arhlut Kaupfélags Eyfirðinga í Söltunarfélagi Dalvíkur hf. Kaupverð er 62 milljónir króna sem greiðist á tíu árum með jöfnum hálfs árs afborg- unum. Fyrsta afborgun er 1. apríl á næsta ári. Vextir eru fimm prósent. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., sagði í gær að ekki væri búið að dagsetja nákvæmlega hvenær Samherji tæki yfir rekstur fyrir- tækisins í samvinnu við Dalvíkur- bæ, en það yrði væntanlega eftir páskana. Þorsteinn sagði það mat nýrra eigenda Söltunarfélagsins að rækjuverksmiðja þess þurfi að Finnbogi Baldvinsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Söltunarfélags Dalvíkur hf. Hann hefur undanfarið ár starfað sem framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf., en af því starfi mun hann láta um mánaðamótin apríl- maí. „Þetta leggst vel í mig,“ sagði Finnbogi í samtali við Dag í gær, „en það er ljóst að þetta verður erfitt verkefni. Markmið nýrra eigenda og stjórnenda fyrirtækis- vinna allt að 1500 tonn til að rekstur hennar geti gengið. Á sl. ári var innlögð rækja hjá fyrir- tækinu hins vegar nálægt 680 tonnum. í yfirlýsingu frá Þorsteini Má Baldvinssyni fh. Samherja hf., dagsettri 8. apríl sl., lýsti hann markmiðum fyrirtækisins með kaupum á 64 prósentum í Sölt- unarfélaginu með þeim orðurn í fyrsta lagi að styrkja stöðu Sam- herja hf. til lengri tíma litið og í öðru lagi að taka þátt í rekstri öflugrar rækjuvinnslu sem starf- rækt yrði á Dalvík. Spurður um þessi markmið sagði Þorsteinn Már. „Það er alveg ljóst að til lengri tíma litið vonumst við til að snúa rekstri þessa fyrirtækis þannig að það komist yfir núllið." Þorsteinn Már sagði aðspurður vel koma til greina að reka Sölt- unarfélagið í samvinnu við annan ins eru skýr, að Söltunarfélag Dalvíkur hf. verði rekið af krafti sem rækjuverksmiðja. Ég væri ekki að taka þetta að mér nerna fyrir það að ég hef trú á þessu.“ Finnbogi er sjávarútvegs- fræðingur að mennt og hefur eins og áður segir gegnt starfi fram- kvæmdastjóra HO hf. í rúmt ár. Áður vann hann hjá Framleiðni sf. í Reykjavík. Hann er Akureyringur, bróðir Þorsteins Más Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Samherja hf. óþh eða aðra aðila en Dalvíkurbæ. „Við höfum ekki fastmótaðar hugmyndir urn þetta. Fyrirtækið var að tapa vcrulegum fjárhæð- um og næsta verkefni er að leita leiða til að snúa þessum rekstri úr tapi í hagnað. Um það mun mál- ið snúast. Það er Ijóst að við komurn inn í þetta á erfiðum tíma, vegna þess að búið er að ráðstafa veru- legum hluta rækjukvótans og skipin búin að ganga frá samning- um um löndun." Hann sagði alveg augljóst að þyrfti aukið hlutafé til að leysa úr bráðum fjárhagsvanda Söltunar- félagsins en á þessari stundu gæti hann ekki sagl hversu mikið þyrfti að auka það. Spurningunni utn hvort Sam- herji ætlaði sér að flytja bolfisk- kvóta Dalborgarinnar á önnur skip fyrirtækisins svaraði Þor- steinn Már: „Nei, það er ekki hugmyndin." Þorsteinn Már sagði engar hugmyndir uppi um, samfara uppstokkun í rekstri SFD. að segja upp öllum starfsmönnum í vinnslu SFD og á Dalborg EA. „Við munum fara ofan í þennan rekstur og sjá hvað þarf til að hann batni. Það verkefni kemur að mestu í hlut nýs framkvæmda- stjóra fyrirtækisins,“ sagði Þor- steinn Már Baldvinsson. óþh Næsta blað kemur út mið- vikudaginn 18. apríl. Athygli auglýsenda er vakin á því að auglýsingar í það blað þurfa að hafa borist auglýs- ingadeild fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 17. apríl nk. Söltunarfélag Dalvíkur: Finnbogi ráðinn framkvæmdastjóri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.