Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 4. maí 1990 J^_^pumin^ikunnar Finnst þér að loka eigi Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og hvert á að flytja hana ef hún verður flutt? (Spurt á Sauðárkróki) Einar Einarsson: „Það á ekki að loka henni. Ég get ekki skilið að verksmiðjan sé hættulegri nú en undanfarin ár. Mér finnst ekki koma til greina að fara að flytja inn áburð meðan hægt er að fram- leiða hann hér.“ Skúli Gunnarsson: „Ég hef ekki myndað mér skoð- un á því. Mér finnst hins vegar fáránlegt að pólitíkusar séu að snapa sér atkvæði útá þetta mál núna. Þeir hafa ekki sýnt því mikinn áhuga hingað til.“ Gunnar Bragi Sveinsson: „Það er ekki gott að segja. En ef á að flytja hana út á land hlýt- ur hún að vera jafn hættuleg fyrir þá sem búa í nálægð hennarþarog í Reykavík. Ekki mælir það með því að flytja hana.“ Ejríkur Hansson: „Ég sé ekki ástæðu til að loka henni. Ég held að það sé margt sem Reykvíkingum stafar meiri hætta af en áburðarverksmiðj- unni. Reykjavíkurflugvöllur er dæmi um svæði sem mikilli slysahættu stafar frá.“ Pálmi Sighvatsson: „Ég sé ekki ástæðu til þess að loka henni núna. Hins vegar ef á að flytja hana finnst mér Vest- ur-Húnavatnssýsla vera væn- legur kostur." Spjallað við athafnamenn á Akureyri: „Vonum að bæjarfélögin í kring taki við sér“ - segja Vignir, Jón og Þorsteinn hjá Bæjarverki/Hraðsögun Á bílastæði við hús á Lóns- bakka stendur ný dráttaryél með stórum vágni. Þarna eru líka fleiri tæki enda erum við komin að höfuðstöðvum fyrir- tækisins Bæjarverks sem nokkrir athafnamenn stofnuðu fyrir rúmu ári. Þessir sömu menn reka einnig fyrirtækið Hraðsögun og skipta sér dálít- ið niður á fyrirtækin eftir árstíðum. Það er enginn upp- gjafartónn í þessum mönnum, þeir eru frekar að stækka við sig en hitt. Bæjarverk var stofnað 6. apríl 1989. Núverandi eigendur eru Vignir Jónasson, Jón Aðalsteinn Gestsson, Þorsteinn Vignisson og Jóna Ósk Vignisdóttir, en þau tvö síðastnefndu komu inn í fyrirtækið í stað Kristins Einars- sonar og Rannveigar Stefánsdótt- ur. Dagur hitti þá Vigni, Jón og Þorstein að máli og ræddi við þá um fyrirtækjareksturinn og ýmis- legt tengt atvinnumálum á Akur- eyri. Malbikun og fegrunarátak - Hver eru tildrögin að stofnun malbikunarfyrirtækisins Bæjar- verks? Jón: „Þetta byrjaði með því að nokkrir menn sem voru að grúska vildu gera eitthvað nýtt. Upphaflega voru fimm í hópnum en hann splundraðist. Tveir héldu áfram og Vignir kom inn. Ut frá þessu var Bæjarverk stofnáð, en það var ekkert fyrir- tæki í þessum dúr til á Norður- landi, ekki í rekstri einstakl- inga.“ - Eru malbikunartækin sem þið keyptuð eitthvað frábrugðin vélum bæjarins? Vignir: „Þau eru minni og henta sérstaklega vel fyrir gang- stéttir, hjólför og bílaplön. Það er líka gott að flytja þau á milli, bara að skella malbikunarvélinni upp á pall, og þess vegna höfum við lagt áherslu á að sinna sveit- arfélögunum í nágrenni Akureyr- ar. Við vildum líka gjarnan fá jákvæð viðbrögð hjá bygginga- fyrirtækjum. Nú er mikið fegrun- arátak í gangi, menn hugsa um skógrækt og fegrun umhverfis, og það er tilvalið fyrir byggingafyrir- tæki sem selja hús með frágeng- inni lóð að hafa samband við okkur til að fá malbikuð bíla- plön. Við höfum átt gott samstarf við bæinn, en verktakar hafa kannski ekki áttað sig á þessum möguleika." Malbik á gangstéttir og bílaplön Jón: „Við höfum unnið töluvert fyrir bæinn, malbikað gangstéttir og ofan í hjólför í götunum." Þorsteinn: „Við tókum líka gangstéttir í Gerðahverfi." Jón: „Bærinn reiknarekki með að handleggja neitt sem við get- um komið vélunum að. Þeir voru toppánægðir með þessa þjón- ustu.“ Vignir; „Ég held að húsnæðis- málalán. séu miðuð við stein- steypu. Væri ekki réttara að lánin miðuðust við frágengna lóð þannig að menn hefðu efni á því að ljúka þessu sem' fyrst? Lóðir eru oft ófrágengnar árum saman.“ - Á það ekki líka við um fram- Verkalýðshreyfingin og barátta kvenna Baráttan fyrir réttlátari tekju- skiptingu meðal landsmanna er vonlítil án sterkrar verkalýðs- hreyfingar. Aðeins öflug verka- lýðshreyfing getur gætt hags- muna þeirra sem minnst ntega sín í frumskógi vinnumarkaðarins. Sívaxandi launamunur þeirra sem fá greitt samkvæmt töxtum og hinna sem fá greitt samkvæmt geðþótta viðkomandi atvinnu- rekanda hefur dregið verulega úr samtakamætti launafólks. Með því að aðlaga hefðbundna starfs- hætti verkalýðshreyfingarinn- ar að menningu og aðstæðum kvenna getur hreyfingin virkjað konur og þannig endurvakið samtakamáttinn. „Frelsið“ Á líðandi áratug hefur verið veg- ið hugmyndafræðilega að verka- lýðshreyfingunni. Minnkandi hagvöxtur, árangurslíti! barátta við verðbólguvandann, viðvar- andi halli ríkissjóðs og atvinnu- leysisvofan hafa ýtt undir kröfur um uppstokkun íslensks efna- hagslífs. Lausnarorð stjórnvalda og atvinnurekenda hefur verið meira „frelsi“ á öllum sviðum efnahagslífsins. Til að tryggja „frelsið“ í sessi hafa ótal bráða- birgðalög verið sett og mannrétt- indi brotin. Eitt göfugasta „frelsi" stjórnvalda og atvinnu- rekenda á undanförnum árum, er frelsi atvinnurekenda til að ákveða sjálfir hverja þeir yfir- borga og hversu mikið. Slíkir ein- staklingssamningar eru taldir af hinu góða en kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar um mannsæm- andi laun ógnun við efnahagslífið og megin orsök verðbólguvand- ans. Fátækt fólk á taxtakaupi Aukið frelsi á vinnumarkaðinum hefur leitt til stöðugt ójafnari tekjuskiptingar og nú er svo komið að á íslandi er fjöldi fátæks fólks sem á það eitt sökótt að fá einungis greitt samkvæmt strípuðum töxtum. Þetta fátæka fólk getur ekki haft viðurværi sitt af eigin vinnu án þess. að til komi rýrar viðbótargreiöslur frá hinu opinbera. Fjöldi atvinnulausra hefur jafnframt aukist mikið á síðustu tveimur árum. Skráð atvinnuleysi er nú ekki lengur innan við eitt prósent heldur rúmlega tvö prósent. Kjör at- vinnulausra miðast við lægstu dagvinnutaxta sem flestum reyn- ist ógjörningur að framfleyta sér á. Með því að brjóta á bak aftur vald verkalýðshreyfingarinnar hefur tekist að halda dagvinnu- launum lægri hér á landi en al- mennt gerist á Norðurlöndunum. Ótrúlegar krókaleiðir hafa verið farnar til að mismuna launafólki þannig að fáir hafa yfirsýn yfir raunveruleg kjör á vinnumarkað- inunt. Sívaxandi launamunur þeirra sem fá greitt samkvæmt töxtum og hinna sem fá greitt samkvæmt geðþóttaákvörðun viðkomandi atvinnurekenda hef- ur dregið verulega úr samtaka- mætti launafólks. Nú er svo kom- ið að kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði ráðast minna af samningum verkalýðs- hreyfingarinnar en af markaðs- stöðu viðkomandi launakonu eða launamanns. Lök markaðsstaöa Þessi aukna markaðsákvörðun launa hefur komið illa niður á láglaunafólki því markaðsstaða þeirra er lakari en flestra annarra á vinnumarkaðinum. Á meðal láglaunafólks eru konur langfjöl- mennastar. Einhæft náms- og starfsval kvenna, lágt launamat, of einhæf starfsreynsla og viðhorf atvinnurekenda til vinnuframlags kvenna hefur orðið til þess að konur sitja í ríkara mæli en karl- ar eftir á taxtakaupi. Vegna slæmrar markaðsstöðu bjóðast konum síður alls konar hlunn- indagreiðslur og yfirborganir. Auk þess búa konur oft ekki yfir nægjanlegum upplýsingum um kaup og kjör á vinnumarkaðinum til að setja fram raunhæfar kröfur í einstaklingssamningum við at- vinnurekendur. Til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum þurfa konur sterka verkalýðs- hreyfingu sem gerir konum al- mennt kleift að aíla þekkingar og þjálfunar í launa- og réttindamál- um. Konur og verkalýðshreyfíngin Konur eru mikilvægt afl á vinnu- markaðinum sem verkalýðs- hreyfingunni hefur ekki tekist að virkja nægjanlcga. Ef verkalýðs- hreyfingin ætlar að ná til vinn- andi kvenna verður hreyfingin að standa vörð um íslenska vel- ferðakerfið og konta í veg fyrir að sífellt verði gripið til efnahags- aðgerða sem koma með mun meiri þunga niður á konum en körlurn. Stór hluti kvenna vinnur hjá hinu opinbera og án viðbótar- greiðslna hins opinbera geta margar konur ekki séð sér og sín- um farborða. Með því að taka upp kröfuna um aukið atvinnu- Iýðræði höfðar verkalýðshreyfing jafnframt til kvenna þar sem flestar konur vinna mjög einhæf störf sent eru undir nákvæmri stjórn og eftirliti annarra. En það nægir ekki að gæta almennra hagsmuna kvenna á vinnumark- aðinum. Starfshættir verkalýðs- hreyfingarinnar eru konum and- stæðir vegna þess hversu óvirkt lýðræðið er innan hreyfingarinn- ar. Eðlileg endurnýjun verka- lýðsforystunnar og stöðug endur- skoðun starfsaðferða er forsenda þess að konur taki almennt þátt í verkalýðsbaráttunni. Með því að ^aðlaga hefðbundna starfshætti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.