Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 4. maí 1990 Sjáandinn Suzanne Gerleit aftur á íslandi Suzanne Gerleit mun halda eftirfarandi nám- skeið í heimsókn sinni til íslands að þessu sinni: Andleg leiðbeining - Að taka við blessun andans „Margar andlegar verur standa okkur til boöa í lífi okkar núna. Þær eru hér til aö hjálpa okkur aö þroskast, læra og viöurkenna okkar andlegu eiginleika, til aö hjálpa okkur út úr þjáningu, sjúkdómum og aðskilnaði. Þær eru hér til aö hjálpa okkur aö viðurkenna Æöri-Viljann - aö lifa í ham- ingju, friði og hreysti, og að viö öölumst þekkingu á okkar eigin sannleik og innsta eöli." Verður haldið á eftirfarandi stöðum: Akureyri, helgina 19.-20. maí, hefst kl. 10.00. Patreksfirði, 16. og 17. maí, hefst kl. 20.00. Upplýsingar og skráningar fara fram í síma 91- 675443 um helgina og eftir kl. 17.30 á kvöldin í næstu viku. Skráningar vegna námskeiðsins á Akur- eyri eru einnig teknar í síma 96-21312. ATH. Suzanne verður ekki með einkatíma að þessu sinni. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar‘23‘ 96-24222 Bændaskólinn á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda í Bændadeild skólaáriö 1990-1991 Kennsla er nú hafin eftlr nýrri námskrá Helstu breytingar frá fyrri námskrá eru: 1. Aukin kennsla í bústjórn og rekstrartækni. Þær greinar veröa nú sérstakt námssviö. 2. Umhverfisfræði og landnýting veröa sérstakar námsgreinar. 3. Valmöguleikum í náminu er fjölgaö. 4. Nemendur hafa nú möguleika á framhalds- námi í bændadeild, sem nemur einni önn. Búfræöinámiö er tveggja ára nám (4 annir). Stúdentar geta lokiö náminu á einu ári. Beiöni um inngöngu næsta skólaár, ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 10. júnín.k. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-70 000. Skólastjóri Minning: ■y GuraMdur Tryggvadóttir Fædd 22. maí 1913 - Dáin 20. apríl 1990 Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. si. G. st. Þessar ljóðlínur komu í hugann við skyndileg veikindi og andlát tengdamóður minnar, en hún andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 20. apríl sl. eftir skamma legu. Þó árin væru orðin þetta mörg þá óraði engan af ástvinum hennar að kallið væri komið og hérvistardagarnir á enda. Gunnhildur fæddist 22. maí 1913 að Rútsstöðum í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústína Gunnarsdóttir, Ijós- móðir og Tryggvi Jónsson, bóndi á Rútsstöðum, er lengst af bjuggu á Svertingsstöðum í Eyja- firði. Á Svertingsstöðum ólst Gunnhildur upp frá 9 ára aldri, næstelst fjögurra systkina en þau eru: Sigurgeir, Guðrún Bergrós og Haraldur, sem öll búa á Svert- ingsstöðum. Gunnhildur stundaði nám við Húsmæðraskólann á ísafirði einn vetur. Annars vann hún að mestu á Akureyri á vetrum og heiriia á sumrin. Hún starfaði í tvö ár á Kristnesspítala og þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, .lóni Björnssyni smið frá Göngu- staðakoti í Svarfaðardal. Þau byrjuóu búskap á Dalvík árið 1937. Fyrstu árin leigðu þau á ýmsum stöðum á Dalvík. Þau keyptu Ás (gamla skólahúsið) sem Jón gerði upp og innréttaði. En fjölskyldan stækkaði og árið 1953 fluttu þau að Stórhólsvegi 6 á Dalvík í stórt og fallegt tveggja hæða hús, sem Jón byggði sjálf- ur. íbúð fjölskyldunnar var á efri hæðinni en verkstæði Jóns á þeirri neðri. Þar hafa þau búið síðan. Gunnhildur og Jón eign- uðust 7 börn, þau eru: Brynjar, kvæntur þeirri er þetta skrifar. Birnir, kvæntur Kristjönu Björg- vinsdóttur. Bragi, kvæntur Ragn- hildi Jónsdóttur. Gunnar, kvænt- ur Sigríði Rögnvaldsdóttur. Ágústína Guðrún, maki Valdi- mar Snorrason. Auður Guðný, maki Rúnar Búason. Sigurgeir, kvæntur Steinunni Hauksdóttur. Auk þess ólst sonur Jóns af fyrra hjónabandi, Hjálmar Örn. upp hjá þeim að mestu. Hjálmar er kvæntur Ástu Dungal. Barna- börnin eru 21 og barnabarna- börnin 5. Eru þau öll búsett á Dal- vík, nema Brynjar og Hjálmar. Auk þess að ala upp stóra barnahópinn sinn og sinna barna- börnunum, þá stundaði Gunn- híldur vinnu utan heimilis af og til fram að 75 ára aldri. Öll störf léku í höndum hennar sama hvort var matseld, húshald eða blómarækt. Ekki má gleyma garðinum að Stórhólsvegi 6, sem var stolt hennar, etida fagur og vel hirtur. Þar sagðist hún una sér hvað best við að planta og hlúa að gróðrinum. Undravert er hvað hún gat afkastað miklu úti sem inni. Pú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þérsjálfri hlífðarlaus og hörð. Pú vaktir yfir velferð barna þinna. Pú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gæddþeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (D. St.) Kynni okkar hófust fyrir hart- nær þrjátíu árum er ég kom á heimilið sem verðandi tengda- dóttir. Þau hjón tóku mér af sér- stakri alúð og hlýju og brátt urð- um við Gunnhildur ekki aðeins góðar tengdamæðgur heldur einnig góðar vinkonur, sem átt- um saman margar yndislegar stundir sem yljað hafa gegnum árin. Gunnhildur var glaðvær að eðlisfari og skemmtileg, sagði snilldar vel frá og var gædd næmu skopskyni. Hún átti gott með að setja sig í spor annarra og kunni þá list að hlusta. Þessir eiginleik- ar gerðu það að verkum að ungir jáfnt sem aldnir leituðu til hennar, það var ekkert kynslóða- bil. „Það var hægt að tala um allt við ömmu,“ sagði eitt barnabarn- ið við mig nú nýverið. Já það eru orð að sönnu og aldrei kvartaði hún um eigin hagi. Enda af þeirri kynslóð sem lagði það ekki í vana sinn að vola og víla og vera ráða- leysið uppmálað. Það var engin lognmolla yfir húsráðendum á Stórhólsvegi 6 þegar gesti bar að garði, hvort þeir áttu um Iangan veg að eða skamman. Þeir voru leiddir að veisluborði og veilt af alúð og rausn. Og þangað komu margir, skyldir sem vandalausir og öllum var tekið af sama myndarskap. Gunnhildur var mjög bók- hneigð og las mikið einkum nú seinni ár. Hún hafði yndi af að ferðast og betri og skemmtiiegri ferðafélaga get ég ekki hugsað mér. Því miður urðu ferðirnar allt of fáar. Hún minntist hátíð- arguðsþjónustu í Hallgríms- kirkju í Reykjavík fyrir nokkrum árum sem eins þess eftirminnileg- asta á ferðum okkar. Gunnhildur trúði á mátt bæn- arinnar og veit ég aö bænir henn- ar hafa fylgt afkomcndunum hvert sem leiðir liggja. Systurnar Guðrún og Gunn- hildur voru mjög samrýmdar og voru búnar að ráðgera svo margt skemmtilegt á komandi sumri, en enginn ræður sínum næturstað og þið áttuð báðar trúna um endur- fundi á æðra tilverustigi. Ég veit að allir reyna eftir bestu getu að styðja afa, þó ainma sé horfin. Nú að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina. Við geymum öll minninguna um stórbrotna sómakonu sem breiddi sig yfir velferð barna sinna af ást og umhyggju og miðlaði gjöfum sín- um af þeirri nærgætni og hjarta- hlýju að ylja mun okkur meðan ævin endist. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Margrét Rögnvuldsdóttir. 3. bindi Raftækniorðasafns komið út: Ber heitið Viraisla, flutn- ingur og dreifing raforku Á vegum Menningarsjóðs er komið út 3. bindi Raftækniorða- safns. Heitir það Vinnsla, flutn- ingur og dreifing raforku. Heiti bókarinnar lýsir vel efni hennar. Meginmál bókarinnar og staf- rófsskrár eru 242 bls. að stærð. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Tæknin, sem um er fjallað í bókinni, er að stofni til um hundrað ára gömul og barst til íslands árið 1904, þegar fyrsta almenningsrafveita landsins tók til starfa. Mörg gamalkunn orð er því að finna í bókinni, en tækninni miðar áfram, og með henni koma ný hugtök og íðorð. Bókin fjallar um mannvirki og búnað til raforkuvinnslu, rekstur aflstöðva, skipulagningu, eigin- leika, rekstraröryggi og stýringu raforkukerfa, aðveitu- og dreifi- stöðvar, helstu hluta þeirra, gæði raforku, bilanir, yfirspennur og aðlögun einangrunar, rafsegul- truflanir og almenn grundvallar- heiti viðfangsefnisins. Fyrsta bindi Raftækniorðasafns, sem kom út í febrúar 1988 heitir Þráð- laus fjarskipti. Annað bindi kom út í maí 1989 og heitir Ritsími og talsími. Raftækniorðasafnið gegnir þrenns konar hlutverki. í fyrsta lagi fá notendur þess orðabók á tíu tungumálum, íslensku, ensku, frönsku, hollensku, ítölsku, pólsku, rússnesku, spænsku, sænsku og þýsku. I öðru lagi er hér alfræðiorðabók með skýring- um hugtaka á þremur tungumál- um, og í þriðja lagi gegnir orða- safnið hlutverki alþjóðlegs staðals, þar sem hér birtast skil- greiningar á hugtökum eins og þær eru samþykktar af alþjóða raftækninefndinni í Genf. Bókin er kjörin handbók öllum þeim, sem starfa á sviði raforku- tækni, nemendum og kennurum í iðnskólum og æðri skólum, þýð- endum og fjölmörgum öðrum, sem vilja hafa tiltæk íslensk orð á sviði vinnslu, flutnings og dreif- ingar raforku eða vita nánari skil á því, sem í íðorðunum felst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.