Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. mai 1990 - DAGUR - 3 fréttir Húsavík: Kaupfélag Skagfirðinga: Frístundir - íþróttir - keppni, er yfirskrift ráðstefnu um æskulýðs- og íþróttamál sem haldin verður á Hótel Húsavík nk. laugardag, 5. maí, og hefst kl. 10. Það er Æskulýðs- og íþróttanefnd Húsavíkur sem fyrir ráðstefnunni stendur og hvetur hún fólk til að sækja ráðstefnuna, og sýna með því áhuga á viðfangsefni hennar. Veigamikil dagskrá er á ráð- stefnunni og verða þar flutt mörg erindi og áhugaverð; Janus Guð- laugsson, námsstjóri, fjallar um nýja stefnumörkum í skólaíþrótt- um. Þráinn Hafsteinsson, íþrótta- fræðingur fjallar um keppnis- íþróttir barna og unglinga. Jó- hann Ingi Gunnarsson, sálfræð- ingur, flytur erindi er nefnist: Eru afreksíþróttir einhvers virði? Eftir hádegi mun Helga Krisf- insdóttir, bankamaður, flytja erindi sem nefnist: Völsungur í íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Sjómannafélag Eyjafjarðar: Viðsemjendur að sanumigaborði Aðalfundur Sjómannufélags Eyjafjarðar var haldinn 27. apríl 1990 og samþykkti fund- urinn eftirfarandi ályktun um kjaramál sjóinanna. „Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar vill minna á að sjó- menn hafa ckki fengiö viðræður við sína viðsemjendur í þrjú ár, eða síðan 1987. Fundurinn telur að það sé orðiö fyllilega tímabært að sjómenn fái viöræður um sinn kjarasamning og hann verði leið- réttur í samræmi viö þá veiði og verkunaraðferðir sem nú tíðkast. Olíukpstnaðarhlutdeild sjó- manna er ekki lengur í nokkru samræmi við það sent skiptakjör sjómanna segja til um, enda hafa sjómenn dregist aftur úr öðrum launþegum í launum það mikið að ekki verður lengur við unað. Fundurinn krefst þess að við- semjendur sjómanna komi nú þegar að samningaborði og hafist verði handa um gcrð nýs kjara- samnings. Aðalfuiidur Sjómannafélags Eyjafjaröar telur að það beri að leggja niður Verðlagsráð sjávar- útvegsins og að Alþingi íslend- inga setji lög um það að allur fiskur sem landað er til vinnslu hér á landi verði látinn fara í gegnum markaði. Það verður ekki lengur við það unað að allir íslenskir sjómenn sitji ekki við sarna borð í þeim efnum." JÓH Fötluð umgmenni og samfélagið, nefnist erindi Lilju Sæmunds- dóttur, sérkennara og forstöðu- manns sambýlisins á Húsavík. Ingólfur Freysson, kennari, mun fjalla um félagslíf barna og ungl- inga, og samstarf skóla og sveit- arfélaga. Hvað ungur nemur, gamall temur, nefnist erindi Hall- dórs Valdimarssonar skólastjóra. Pálmi Jakobsson, kennari, fjallar um samskipti uppalenda og íþróttafélaga. Hörður Harðarson nemandi við Framhaldsskólann fjallar um æskulýðsstarf frá sjón- arhóli neytandans. Jón K. Guð- bergsson, fulltrúi, fjallar um sam- tökin vímulaus æska og Andrés Ólafsson, skrifstofumaður, um æskulvðsmál. Lionshreyfingin: Morgundaguriim heigaður baráttu gegn vímuefnum Á inorgun verður alþjóðlegur vímuefnavarnardagur Lions- hreyfíngarinnar. Seldir verða túlipanar til styrktar barátt- unni gegn vímuefnum. Lionshreyfingin á íslandi sér um framkvæmdina hér á landi. Sölufólk verður á ferðinni í dag og á morgun. Öllum ágóða söl- unnar verður varið til forvarnar- starfs og kynningar meðal ungl- inga á skaðsemi notkunar vímu- efna. Aðalfundur Knupfélags Fj á rm u n a m ynd u n Fiskiðj unn ar jókst um 44 milljónir milli ára. Skagfírðinga var haldinn á Sauðárkróki sl. mánudag. Gott hljóð var í mönnum og greinilegt að bjartsýni er ríkj- andi enda batnaði rekstur Kaupfélags Skagfírðinga verulega á seinasfa ári. Þór- ólfur Gíslason katipféiags- stjóri greindi frá stöðu og rekstrarafkomu síðasta árs í ræðu sinni. Rekstrarbati í flestum deild- um fyrirtækisins á seinasta ári var kærkomin frétt fyrir félags- menn á aöalfundi. Einna uiesta athygli vekur stórbætt afkoma fiskvinnslunar. Fiskiðja Sauðár- króks skilaöi 1.4 milljónum i luignað á seinasta ári miðað við 36,8 milljóna tap 1988. Það er 37.2 milljómr í rekstrarbata. Al'li sem tekinn var til vinnslu jókst um 90(1 tonn. í lokaorðum ræðu sinnar þakkaöi kaupfc- lagsstjori forustumönnum fisk- vinhslunnar gott starf og sagði að þar væru ungir og dugmiklir menn að störfum. Rekstur M j ólku rsa m I agsi n s batnaöi til muna og einnig gekk verslunarsvið mjög vel og var um talsverða veltuaukningu að ræða þar. Rekstur fóðurverk- smiðjunnar í Vallhóma gekk vel eins og undanfarin ár. Utibúið t Hofsósi er sú rekstrareining sem skyggir a annars góða afkornu á árinu. Tap útibusins nam um níu milljónum króna og verður á þessu ári ráðist ,í endurskipulagningu rekstrar þess. kg Frístundir-íþróttir-keppm - yfirskrift ráðstefnu um æskulýðs- og íþróttamál á morgun Lok ráðstefnunnar verða síð- degis á laugardag en gert er ráð fyrir umræðum og fyrirspurnum, bæði fyrir hádegi og síðast á | dagskránni. Þátttaka ungra barna í keppn- isíþróttum, áhugi forráðamanna fyrir keppni milli ungra barna og keppnisferðir barna yfir vetrar- mánuðina hafa mjög verið til umræðu manna milli á undan- förnum misserum. Þessi mál og mörg fleiri verða eflaust tekin til ítarlegrar umfjöllunar á ráðstefn- unni á laugardaginn, og er óhætt að hvetja foreldra og uppalendur til að nota tækifærið til að afla sér upplýsinga, og til að staldra við oe huesa málin. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.