Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 4. maí 1990 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Hádegisverður með hettumávum. Mynd: KL Tveggja ára júgurbólguverkefni í Eyjafirði á lokastigi: Júgurbólgan kostar bændur rúman hálfan milijarð á ári - hefur Ólafur Jónsson, dýralæknir, reiknað út Ólafur Jónsson, dýralæknir, hefur reiknað út að júgurbólga í mjólkurkúm kosti bændur í landinu 535 milljónir króna á ári. Þetta kom m.a. frani í máli hans á aðalfundi Félags ey- firskra nautgriparæktenda í Hlíðarbæ sl. miðvikudags- kvöld. Ólafur liefur á undanförnum tveim árum unnið að athugun á júgurbólgu í mjólkurkúm í Eyja- firði. Um er að ræða samstarfs- verkefni Mjólkursamlags KEA, Rannsóknastofu mjólkuriðnað- arins og embættis yfirdýralæknis. Fimmtán býli hafa tekið þátt í verkefninu, sem nú er á lokastigi. Ólafur sagði í samtali við Dag að hann myndi skila af sér niður- stöðum þessa verkefnis í byrjun júlí. „Frumniðurstöður benda til þess að nú hafi menn í höndum vinnulíkan, sem ætti að geta nýst dýralæknum og bændum í fram- tíðinni til að vinna skipulega að júgurbólguvörnum," sagði Ólaf- ur. Verkefni hans var víðtækt. Til að sem marktækastar niðurstöð- ur næðust út úr rannsókninni voru í úrtakinu fjós af öllum stærðum og gerðum. Horft var m.a. til þátta eins og umhverfis, mjaltatækni, umhirðu sýnatöku og meðhöndlunar. Ólafur segir að fyrstu niður- stöður staðfesti það sem hann hafi áður slegið fram að hinar h.efðbundnu aðgerðir gegn júgur- bólgu, sem aðallega býggist á meðhöndlun með fúkkalyfjum séu komnar í strand og huga verði að öðrum leiðum til að slá á þetta algenga mein. Ólafur hefur reiknað út að afurðatap vegna dulinnar júgur- bólgu nemi 174 milljónum króna, afurðatap vegna sjáanlegrar klín- ískrar júgurbólgu 163 milljónum, 103 milljóna tap verði vegna mjólkur sem fer til spillis sökum meðhöndlunar með fúkkalyfjum, 29 milljónir vegna lyfjakostnaðar og 66 milljónir vegna endurnýj- unar gripa. Ólafur tekur fram að þetta séu lágmarkstölur og hér sé t.d. ckki tekið tillit til vinnu bíenda og dýralækna vegna meðhöndlunar kúa með júgurbólgu. Þá sé ekki tekið tillit til taps úrvinnslustöðva vegna lakara hráefnis. „Ég tel ekki unnt að útrýma júgurhólgu. en liins vegar er hægt að ná betri árangri með skipu- legri vinnu. Frumniðurstöður verkefnisins benda til að þær forsendur sem menn gáfu sér í byrjun um árangur hafi staðist," sagði Ólafur. Hann sagði enn- fremur að sumir teldu að hægt væri að vinna á júgurbólgu með því að farga gripum. en það væri engin lausn til frambúðar. „Sem hugmynd um kostnað vegna endurnýjunar má geta þess að verð á kúm til Iífs í Eyjafirði er nú 100 þúsund krónur stað- greiddar, en innleggsverö í slát- urhús er um 46 þúsund, sem greiðist í næsta mánuði." óþh Evrópusöngvakeppnin í Júgóslavíu: Sigga og Grétar kjörin vinsælust í gær Sigríður Beinteinsdóttir, Grét- ar Örvarsson og hljómsveitin Stjórnin voru kosin vinsælustu flytjendurnir í Evrópusöngva- keppninni í Zagreb í Júgósla- víu í gærkvöld. Að þessu kjöri stóð fjólmiðlafólk sem fylgist með undirbúningi keppninnar. „Eitt lag enn" hefur vakið mesta athygli þeirra laga sem Island hefur sent í þessa keppni hingað til. í gær höfðu þrjár er- lendar hijómsveitir samið um ;iö fá að hljóðrita lagið og auk þess hafa útgefendur í fjölmörgum Evrópulöndum keypt útgáfurétt að laginu. Undirbúningur er í fullum gangi í Zagreb og verður keppn- inni rennt tvisvar í gegn í dag. í samtali við blaðið sagði Hörður Ólafsson, höfundur lagsins, að í kvöld yröi mögulegt að spá raun- hæft um hver færi með sigur af hólmi. „Mörg af þessum eru þrælgóð og það er útilokað að segja til um hver vinnur," sagði Hörður. JOH Steinullarverksmiðj an: Tilvonandi starfsmenn í Síberíu í starfsþjáJfim á Króknum - Partek reisir verksmiðju í Krasnovorskj Steinullarverksmiðjan á Sauð- árkróki er þessa dagana með átta sovétmenn í starfsþjálfun. Mennirnir eru tilvonandi starfsmenn í verksmiðju sem verið er að reisa í Krasno- vorskj í Síberíu. Finnska fyrir- tækið Partek reisir verksmiðj- una fyrir sovétmenn en Partek Steinullarverksmiðjan króki. á Sauðár- er stór hluthafi í Steinullar- verksmiðjunni á Sauðárkróki. Verksmiðjan sem rís í Síberíu er sú fyrsta í Sovét sem notar rafbræðsluofn við framlciðslu á steinull. Megin kostur við raf- bræðsluna er minni mengun en þcgar notað er hefðbundið elds- neyti. „Við erum með mjög fullkom- inn búnað til mengunarvarna hér í verksmiðjunni, hvort sem menn trúa því eða ekki. Ástæðan fyrir því að Partek kemur með þessa menn til þjálfunar hér er að verk- smiðjan er talin sú hentugasta til þjálfunar starfsmanna nýu verk- smiðjunnar," sagði Einar Einars- son framkvæmdastjóri Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki. Sovétmennirnir dvelja í hálfan mánuð í starfsþjálfun í verk- smiðjunni og halda síðan til Eyja^arðarferjan Sæfari: í athugun að byggja nvjan sal fyrir 80 farþega Nú þegar hafa fyrstu útlending- arnir farið með ferjunni til Grímseyjar en búast má við að ásóknin í eyjaferöitnar fari vax- andi þegar á mánuðinn líður. Nú má Sæfari taka 12 farþcga. Sæfari hefur nú verið f sigling- um um þriggja vikna skeið og segir Örlygur reynsluna af skip- inu mjög góða. „Við erum allir hæstánægðir með skipið. Þetta er gott sjóskip og úthúnaður þess til vöruflutninga hefur reynst góður. Flutningarnir í þessum fyrstu ferðum hafa jafnvel verið mciri en menn áttu von á,“ sagði Ör- lygur. JÓH Snjóflóð féll í Vesturdal Snjóflóð féll á Skagafjarðarveg í Vesturdal. Flóðið féll til nióts við bæinn Hof í Vesturdal. Flóðið sem koni ofan frá fjalls- brún var mjög öflugt og stöðv- aðist ekki fyrr en úti í Hofsá. Vegurinn lokaðist algjörlega og seinlega gekk að hreinsa snjó og stórgrýti af honum. Flóðið var einn og hálfur metri á dýpt og um tuttugu mctrar á breidd og féll í tveimur megin straumum. Vegagerðarmönnum gekk seinlega að hreinsa veginn og lauk verkinu ekki fyrr en um miðjan dag í gær. ' kg Þessa dagana er verið aö kanna með hvaða hætti verða gerðar breytingar á nýju Eyjafjaröarferjunni Sæfara þannig að hún geti tekiö fleiri farþega. Til greina hefur kom- ið að breyta vistarverum skip- verja í farþegasal en nú er lík- l^gra að bætt verði við yfir- byggingu skipsins og í viðbót- inni komi salur fyrir um 80 farþega. Áð sögn Örlygs Ingólfssonar, skipstjóra á Sæfara, þykir þessi kostur góður og auk þess ódýrari en ef breyting yrði gerða á núver- andi innréttingum. Örlygur sagði líklegast að þessi viðbótarbygg- ing verði smíðuö í Slippstööinni á Akureyri, ef af verði, og hún sett á Sæfara um næstu mánaðamót. Ljóst er að útbúa verður ferj- una þannig að hún taki fleiri far- þega enda er eftirspurn eftir ferð- um út í Hrísey og Grímsey mikil. starfa í sovésku yerksmiðjunni sem tckur til starfa í haust. kg Skagaflörður: Tvær hreppsnefiidir klárar Fngar kosningar verða 26. maí nk. í tvcimur hreppum í Skagaflrði, Hofshreppi og Rípurhreppi. Finn listi kom fram í hreppuntim og tcljast þeir sjálfkjörnir og timm efstu inenn þeirra veröa aðal- menn í hrcppsnefndum næstu ijögur ár. í hinum nýsameinaða Hofs- hreppi verða eftirtaldir aðal- menn í hreppsnefnd: Anna Steingrímsdótir, Hofsósi, Jón Guðmundsson, Óslandi, Gísli Kristjánsson, Hofsósi, Stefán Gestsson Arnarstöðum og Jöhannes Sigmundsson Brckku- koti. í Rípurhreppi kom fram einn listi óháðra. Réttkjörnir tiðal- mcnn í hreppsnefnd eru Árni Gíslason, Eyiiildarholti, Sævar Einarsson, Hamri, Leifur Þór- arinsson, Keldudal, Símon Traustason. Kitu. og Birgir Þórðarson, Ríp II. Nánar um sveitarstjórnarkosningar á Norðurlandi vestra á síðu 2. Óþll

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.