Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. maí 1990 - DAGUR - 11 hér & þar Skemmtiklúbburinn Sex algengustu mistökin - sem fólk endurtekur sí og æ Þessi gæti hugsanlega hafa eignast fjölda óvina ef hún hefur veriö að monta sig, eins og þessi niynd gæti gefíð til kynna aö hún hafí verið aö gera. Sérfræðingar segja að allir geri einhvern tíma mistök, en sex ákveðin mistök munu vera þau algengustu. Dr. Fredrick Koen- ing, prófessor í Háskólanum í Tulane í Bandaríkjunum segir að auðvelt sé að koma í veg fyrir þessi mistök, ef fólk gerir sér grein fyrir hættunni á þeim. Og hér koma þessi sex algengustu mistök sem fólki verður á. 1. Að opna sig of fljótt. Getur verið mjög skaðvænlegt fyrir þig. sérstaklega ef þú blaðrar of mikið um sjálfan þig við yfirmann þinn eða samstarfsmenn sem þú þekk- ir ekki mikið. Petta eru mistök sem auðveldlega eru endurtekin því sá sem á þig hlustar lætur þig yfirleitt mala áfram. Að samtali loknu er hann hins vegar líklegur til að segja næsta manni að þú talir allt of mikið og að ekki borgi sig að treysta þér fyrir neinu. Því er best að gera það að reglu að halda persónu- legum málum fyrir sig, nema um sé að ræða verulega góðan vin. 2. Aö upphefja sig á kostnað annarra. Ekki eigna sjálfum þér heiðurinn eftir samvinnu við aðra. Mjög líklegt er að þessi mistök endurtaki sig hjá þér, þvf í fyrsta skipti sem þú gerir þetta er líklegt að hinn eða hinir aðil- arnir láti þetta afskiptalaust. En ef þú endurtekur þetta er líklegt að þú verðir þér úti um óvini, sem líklega reyna að finna leið til að endurgjalda þér „greiðann". 3. Aö falla fyrir sömu niann- gerðinni aftur. Þetta gerist æði oft því ástin gétur sannarlega ver- ið blind. Ef samband rennur út í sandinn vill fólk gjarnan gleyma þeim mistökum sem fyrst, en skyndilega stendur það í sömu sporum aftur. Kominn í samband við manneskju og þið horfist í augu við samskonar vandamál og þú gerðir áður með fyrri félaga. Ef þér finnst þú dragast sífellt að sömu manngerðinni, skaltu stoppa við og spyrja sjálfan þig hvort þú sért ekki betur settur án þessara vandamála. Lærðu af mistökunum. 4. Að takast of mikið á hendur. Þú ætlar þér allt of mikið og lendir sífellt í því sama, því þú gerir þér ekki grein fyrir tíman- um sem þessi verk taka. Því er best að líta raunsæisaugum á málin og gera sér grein fyrir því hvað á að hafa forgang. Gott er að halda dagbók og skipuleggja þannig fram í tímann hvenær verkin skulu unnin og þannig get- ur þú betur gert þér grein fyrir hvenær og hvort þú gctur tekið að þér fleiri verkcfni. ,5. Að safna sífellt ineiri skuldum. Auðvelt er að gera þessi mistök á tímum greiðslu- korta. Til þess að koma í veg fyr- ir þessi mistök er einfaldlega að ná í skæri, klippa kortin og greiða fyrir viðskiptin með pen- ingum. 6. Að reyna of mikið að auka álit annarra á þér. Líklegt að þessi mistök endurtaki sig, því það er mjög ólíklegt að manneskjan sem þú ert að tala við komi til með að stoppa þig og segja að montið í þér sé óþolandi. Þú munt frekar stíga í áliti hjá öðr- um ef þú ert hæverskur. Áfengisvarnarráð: Niðurstöður bandarískrar rannsóknar birtar í fréttatilkynningu frá Áfeng- isvarnaráði kcniur fram að niðurstöður 25 ára rannsókna bandarískra vísindanianna á áfengissölu í 48 fylkjuni hafi nýlega verið birtar. í fyrsta lagi er staðfest að ríkis- cinkasala á áfcngi dragi úr neyslu. „Einkahagsmunir í sam- bandi við dreifinguna valda því hins vegar að meira er gert til að hvetja til drykkju cn ella. Þaö stafar af því að opinberir aðilar verða að greiða það tjón sem áfengisneyslan veldur. Þar hafa einkaaðilar engar skyldur." í öðru lagi er leitt í ljós að fjöldi dreifingarstaða hefur að öðru jöfnu áhrif á neysluna, og ætti það ekki að koma á óvart. Aldursmörk skipta máli. Því lægri sem lögaldur til áfengis- kaupa er þeim mun yngri byrja unglingar eða börn aö neyta áfengis. Vcrðlagning hefur mikil áhrif á ncysluna. „Ef rætt er um að hafa áhrif á áfengisneysluna verður að taka tillit til þess hvað verðlagn- ing hefur mikið að segja," segir í skýrslunni. EHB Líf og fjör DANSSKEMMTUN verður í Allanum, Skipagötu 14, laugardaginn 5. maf kl. 22.00-03.00. Húsið opnað kl. 21.30. Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið. MætiÖ vel og stundvíslega. Takið með ykkur gesti. Sjáumst hress. Stjórnin. Fornbíla áhugamenn Kynningarfundur á starfsemi klúbbanna verður í Dynheimum laugardaginn 5. maí kl. 14.00. Myndasýning. Allir velkomnir. Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar. Fornbílaklúbbur íslands. BS-nám í búvísindum a -A- ö Viö Hvanneyrarskóla í Borgarfirði er boöiö upp á 3 ára (90 eininga) nám í búfræöi á háskólastigi. Námlö: Miöast viö þarfir þeirra kvenna og karla, er vilja búa sig undir aö stunda ráögjöf, kennslu og rannsóknir í ýmsum greinum landbúnaöar, eöa annast önnur ábyrgöar- og stjórnunarstörf í þágu hans. Inntökuskllyröl: Stúdentspróf eöa sambærilegt framhaldsnám, svo og búfræöipróf, er stúdentar geta lokiö á einu ári. Viöfangsefnl: Undirstööunám í líf- og efnafræöi landbúnaöar, hagfræöi og aöferöafræöum. Fræöilegt og hagnýtt nám í jaröyrkju, gróöurrækt og land- nýtingu, fóöurfræöi og fóöuröflun, landbúnaöartækni og hinum ýmsu greinum búfjárræktar, svo sem nautgripa-, sauöfjár- og hrossarækt, fisk- og loödýrarækt, alifugla- og svínarækt. Rekstrarfræöi, markaösfræöi og bústjórn. Fjóröaársnám: Nemendum gefst kostur á viöbótarnámi; sérhæföu 30 eininga námi og rannsóknarþjálfun, sem skipulagt er viö búvísindadeild (BS 120). Aöstaöa: Nemendagaröar og heimavist, fjölbreyttur búrekstur og tilraunir í jarörækt og búfjárrækt, nábýli viö aörar búfræöistofnanir, rannsóknastofur, gróöurhús og bókasafn. Leikskóli og grunnskóli er á staönum; 14 km í næsta kaupstaö. Umsóknlr: Sendist til skólastjóra Hvanneyrarskóla. Þeir sem hyggjast hefja nám viö deildina nú í haust (15. sept.) skulu senda skriflegar umsóknir sínar fyrir 10. júní nk. studdar nauösynlegum prófskírteinum. Allar nánari upplýsingar um búvísindanámiö em veittar á Hvanneyri. Bændaskóllnn á Hvanneyri - búvísfndadeild 311 - Borgarnes - síml 93 - 70 000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.