Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 4. maí 1990 myndasögur dags ÁRLANP Það sem viö þurfum að gera •okkur grein fyrir er að það eru tvær hliðar á öllum •málum!... Ég vil fá að heyra bæði siónarmiðin... s iMargrét... ' Hannerpadda! I vilt þú Feit löt padda!! ANPRÉS ÖNP BJARGVÆTTIRNIR Fyrsta flug sem fáanlegt var til Nairobi var með millilendingu í Kairó. Um borð eru þrír meðlimir Bjargvættanna... J © 1987 Kmg FMlures Syndicale Inc WorkJ nghls m # Hamfarir Blessuð tiðin hefur verið öfgafull undanfarna mán- uði. Veturinn var snjólaus framan af en síðan fór allt á kaf. Stormar og stórviöri gengu yfir landið, fannfergi var gríðarlegt á Norður- landi, stuttur hlákukafli gerði íbúðareigendum erfitt fyrir en síðan fór aftur að snjóa. Þá kom aftakarok, sannkallað Linduveður, sem feykti þakplötum af húsum. Enn varð eignatjón. Loks fór að vora svo um munaði og Akureyri varð umlukin vatni. Tjón íbúðar- eigenda meira en áður. Hvað eiga svona hamfarir að þýða? Of mikill snjór, of mikið rok og of mikil hláka skiptast á. Þannig var undangenginn vetur að fyrstu vikum sumars með- töldum og því er ekki að furða þótt margir hugsi með hryllingi til sumarsins. Sjálf- sagt verður ýmist of heitt eða of kalt, of blautt eða of þurrt. Skyldu gróðurhúsa- áhrifin vera farin að stjórna veðrinu meira en menn al- mennt grunar? Við heimtum skýringar á þessum ósköp- um. # Júróvisjón Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva brestur á næstkomandi laugardags- kvöld og sjaldan eða aldrei hafa íslendingar verið jafn sigurvissir, þó hafa þeir allt- af verið það nema þegar Daníel Ágúst söng lagið hans Valgeirs sem enginn vildi heyra. Veðbankar eru farnir að spá okkur einu af toppsætunum og fólk úr ýmsum löndum keppist við að hrósa laginu Eitt lag enn. Hinir ungu og myndarlegu flytjendur eru verðugir glansfulltrúar þjóðarinnar og þau Sigga og Grétar munu hala inn nokkur stig með því að brosa blítt. Skagfirska sveiflan verður kannski viðurkennd stefna í alþjóðatónlist og fólk mun flykkjast í pílagrímsferðir til Sauðárkróks. Hörður verður fenginn til að semja lög fyrir Michael Jackson. Bíðum nú við, er ekki ráðlegast að stilla gleðilátunum í hóf þar til úrslit liggja fyrir. Við höf- um áður farið flatt á okkar gleðibankabjartsýni og þótt við lyftum okkur úr botn- sætinu er 16. sætið ekki langt undan. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Föstudagur 4. maí 17.50 Fjörkálfar (3). (Alvin and the Chipmunks.) 18.20 Hvutti (11). (Woof.) Lokaþáttur. 18.50 Táknmalsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.200 Reimleikar á Fáfnishóli (2). (The Ghost of Faffner Hall.) 19.50 Abbott og Costello. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Vandinn ad verða pabbi. (Far pá færde.) Fyrsti þáttur af sex. Danskur framhaldsþáttur í léttum dúr. Aðalhlutverk: Jan Ravn, Thomas Mörk og Lone Helmer. Ungur maður leitar uppi föður sinn, sem telur sig barnlausan og á samband þeirra eftir að leiða til margra spaugilegra atvika. 21.00 Marlowe einkaspæjari (2). (Philip Marlowe.) 21.55 Marie. Bandarísk bíómynd frá árinu 1986. Aðalhlutverk: Sissy Spacek, Jeff Daniels, Keith Szarabajka. Fráskilin þriggja barna móðir kemur sér i vandræði þegar hún fer að gagnrýna starfsaðferðir og spillingu stjórnvalda í Tennessee. 23.45 Utvarpsfréttir i dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 4. maí 16.45 Santa Barbara. 17.30 Emelía. Teiknimynd. 17.35 Jakari. Teiknimynd. 17.40 Dvergurinn Davíð. (David the Gnome) Falleg teiknimynd fyrir börn. 18.05 Lassý. Leikinn framhaldsmyndaflokkur fyrir fólk á öllum aldri. 18.30 Bylmingur. 19.19 19.19 20.30 Byrgjum brunninn.# Lionshreyfingin á Norðurlöndum hefur gert fyrsta laugardag maímánaðar ár hvert að vímuvarnardegi. Þeir einbeita sér að forvarnarstarfi með áherslu á að ungt fólk rækti með sér sjálfstæðan hug og þori að taka afstöðu gegn vímuefnum og í framhaldi af því hefur Lionshreyfing- in unnið kennsluverkefnið „Lions Quest" sem kennt er í rúmlega fimmtíu skólum. í þessum þætti kemur fram ungt fólk sem P hefur tekið afstöðu gegn vímuefnum og skarað fram úr á einn eða annan hátt. Einnig verður rætt við lionsmenn og aðra sem vinna forvarnarstarf gegn notkun vímuefna. 21.05 Líf í tuskunum. (Rags to Riches) Gamanmyndaflokkur. 22.00 Saklaus ast. (An Innocent Love) Aðalhlutverk: Melissa Sue Anderson, Doug McKeon og Rocky Bauer. 23.35 pukur med pilluna. (Prudence and the Pill). Aðalhlutverk: Ronald Neame, Deborah Kerr og David Niven. 01.10 Njósnarinn sem kom inn úr kuldan- um. (The spy who came in from the cold). Þrælgóð spennumynd um breskan njósn- ara sem þykist vera tvöfaldur í roðinu gagnvart austurblokkinni. Aðalhlutverk: Richard Burton, Clair Bloom, Oskar Werner, Peter Van Eyck og Sam Wanamaker. 02.55 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 4. mai 6.45 Vedurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið - Sólveig Thorarensen. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðúrfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8,00 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatiminn: „Sögur af Freyju" eftir Kristinu Finnbogadóttur frá Hít- ardal. Ragnheiður Steindórsdóttir lýkur lestrin- um (5). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00) 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Af tónmenntum. Þriðji þáttur. Af tónskáldum og tónfræð- um. Umsjón: Eyþór Arnalds. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Vedurfregnir. 10.30 Kíkt út um kýraugad. Umsjón: Viðar Eggertsson. (Einnig útvarpað á sunhudagskvöld kl. 21.00) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - í heimsókn á vinnu- staði. Umsjón: Valgerður Benediktsdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Spaðadrottning" eftir Helle Stangerup. SverrirvHólmarsson les (22). 14.00 Fréttir. 14.03 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 „Skáldskapur, sannleikur, siðfræði" Frá málþingi Félags áhugamanna um bókmenntir og Félags áhugamanna um heimspeki. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.08 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Þættir úr óperunni „Marizu greifa-' frú" eftir Emmerich Kálmán. 18.00 Fréttir. 18.03 Á aftni. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Kórakeppni EBU 1989: „Let the peoples sing" Keppni blandaðra kóra. Kynnir: Guðmundur Gilsson. 21.00 Kvöldvaka. Pétur Bjarnason fjallar um verkalýðsbar- áttu Isfirðinga á árum áður. Arndís Þorvaldsdóttir á Egilsstöðum talar um hlut kvenna í verkalýðsbaráttu Aust- firðinga. Lesið úr verkum Þorsteins Erlingssonar. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagsins. 22.30 Danslög. 23.00 í kvöldskugga. 24.00 Fréttir. 00.10 Ómur að utan. - Norbergs-strejken 1891-92. Umsjón: Signý Pálsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 4. mai 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Johonnu Haiðardottui oy Astu: Ragnheiði Jóhannesdóttur. Molar og inannlifsskot i bland við goða tonlist. Þarfaþing kl. 11.30 og aftur kl. 13.15. 12.00 Fréttayfirlit Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Asrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. • Sigurður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Katrín Baldursdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, simi 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Sveitasæla. Meðal annars verða nýjustu lögin leikin, fréttir sagðar úr sveitinni, sveitamaður ‘vikunnar kynntur, óskalög leikin og fleira. 20.30 Gullskífan. Að þessi sinni „Rich and poor“ með Randy Crawford. 21.00 Á djasstónleikum - Frá Norrænum útvarpsdögum. Frá tónleikum á fyrri Norrænum útvarps- djassdögum, í Svíþjóð og Finnlandi. 22.07 Kaldur og klár. Óskar Páll Sveinsson með allt það nýjasta og besta. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk og nýbylgja. 3.00 ístoppurinn. 4.00 Fréttir. 4.05 Undir værða^voð. Ljúf lög undir morgun. Veðurfregnir kl. 4.30. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Blágresið blíða. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Áfram ísland. 7.00 Úr smiðjunni - Crosby, Stills, Nash og Young. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 4. mai 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Föstudagur 4. maí 17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger- ast um helgina á Akureyri. Stjórnandi er Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.