Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 9. júní 1990 Unglingar í sumarvinnu Nú þegar sumarið er komið fyrir alvöru streyma flestir unglingar út ó vinnumarkaðinn, það er ef þeir hafa verið svo heppnir að fá vinnu í sumar. Þeir sem eru í unglingavinnunni og aðrir krakkar sem vinna úti mega vel við una þegar veðrið er gott, en aðrir mega dúsa inni. Við skruppum einn eftirmiðdag í miðbœinn og hittum nokkra krakka að störfum. ia fyri u útgr flík i eru a lutverk Suthe woosie i/lark Rc ick. - Ai (5 Duflai idarísk I '4. - Dem af Ch: imsins st öö, sem aldrifjaöa c Umsjón: Hlynur Hallsson leecham s. og Hildigunnur Þrainsdottir nynd meö : Fínt í góðu veðri Fyrst hittum við Lilju Björg Hauks- dóttur, þar sem hún var að afgreiða brauð í brauðvagnin- um í göngugötunni. „Ég var í Verkmenntaskólan- um í vetur og verð að vinna hér í sumar. Ég byrja klukkan sjö á morgnana og vinn til eitt eða þá frá eitt til sjö á kvöldin. Ég byrja í bakaríinu á morgnana og kem svo hingað niður í bœ. Það er fínt að vera hér í góðu veðri. Ég var að vinna í vetur með skólanum um helgar í bakaríinu. Það var ekki erfitt að fá vinnu þegar skólinn var búinn.“ - Ætlar þú að taka þér sumarfrí? „Nei, það geri ég ekki nema um verslunarmannahelgina. Þá œtla ég í Húnaver eða á Mel- gerðismela ef það verður eitthvað þar. Ég hef tvisvar farið á útihátíð, í fyrra skiptið á mel- ana og svo í Húnaver. Ég veit ekki hvað ég œtla að vinna lengi. Kannski fer ég til Englands nœsta vetur sem „au- pair“ en það er ekkert ákveðið enn." - Hvaða brauð kaupir fólk nú mest hérna í brauð- vagninum? „Kringlur, snúða og vínar- brauð," sagði Lilja Björg en við kvöddum og gengum út á torg. Fólk kaupir mest af kringlum, snúðum og vínarbrauðum. Raka og slá Á torginu hittum við Höllu Berg- lindi sem er að vinna í öðrum söluvagni, pylsuvagninum. „Ég var að klára áttunda bekk f Gagganum. Ég hef verið að vinna á kvöldin um helgar í vetur með skólanum. Núna er ég að vinna frá ellefu til sex. Svo fer ég að vinna uppi á golfvelli. Það verður fínt að komast í úti- vinnu, ég var f vinnuskólanum síðasta sumar og það var nú bara ágœtt. Ætli ég verði ekki í því að raka og slá og svoleiðis. Ég spila Ifka golf sjálf svo kannski fœr maður tœkifœri til að œfa sig. Já, já ég er búin að hafa áhuga á goifi svolftið lengi og finnst gaman að spila.“ - Kaupir fólk mikið af pylsum í góða veðrinu? „Já, já það gerir það. Annars er mest að gera á nœturnar um helgar. Jú kúnnarnir eru ágœtir, misjafnlega ágœtir um helgar." Það er mikið að gera, og á eftir að verða meira þegar líður á sumarið. Gaman og nóg að gera í Pedromyndum voru tvœr stelpur við afgreiðslustörf og höfðu nóg að gera þegar við litum þangað inn, en gáfu sér þó tíma til að spjalla við okkur. Kristfn Einarsdóttir var í 9. bekk í Glerárskóla og Þórgunnur Stein- unn var á öðru ári í Verk- menntaskólanum. - Hvenœr byrjuðuð þið að vinna hér? Kristfn: „Ég byrjaði fyrir viku, og verð að vinna hér í allt sumar. í september fer ég svo til Þýska- iands og œtla að vera í mánuð, bara að skemmta mér. Það verður gott að taka sér sumarfrí. Vonandi fer ég í skóla nœsta vetur, ég er búin að sœkja um Menntaskólann. - Hvernig finnst þér að vinna hér? „Það er bara gaman og nóg að gera. Þetta er að vísu svolít- ið þreytandi þegar svona gott veður er. Ég hef verið að vinna úti, í unglingavinnunni og að passa börn.“ - En þú Þórgunnur, œtlar þú að taka þér frí í sumar? „Ég hugsa að ég taki mér vikufrí, og býst við að fara þá til Reykjavíkur. Um verslunar- mannahelgina fer ég sjálfsagt með nokkrum krökkum eitthvað út á land. Við erum að hugsa um að leigja okkur sumarbú- stað og vera útaf fyrir okkur. Ég hef alltaf verið að vinna um verslunarmannahelgi og aldrei komist neitt. Mér finnst fínt að vinna hér, og það er yfirleitt mikið að gera og á eftir að verða meira. Það er ekki mikið um íerðamenn enn sem komið er en þeir eiga eftir að koma seinna í sumar. Já, ég var að vinna með skólanum í vetur, það var ágœtt að hafa vasapening, ég hef alltaf unnið með skólanum." Mest að gera á nœturnar um helgar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.