Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. júní 1990 - DAGUR - 3 fréttir Hótel Þelamörk: Endurbætt sundlaug opnuð Miklar endurbætur hafa verið gerðar í vor á sundlauginni við Hótel Þelamörk. Búið er að hellu- og þökuleggja laugar- svæðið, auk þess sem sjálft sundlaugarhúsið hefur verið tekið í gegn frá grunni. Við þessar endurbætur stórbatnar öll aðstaða við þessi feikivin- sælu laug. Síðar í sumar verður svo tekinn í notkun heitur nuddpottur og einnig verður gufubað opnað. Ef marka má fjölda fyrirspurna þá hefur greinilega fjöldi manns beiðið eftir opnun laugarinnar og getur það fólk tekið gleði sína þar sem hún verður opin almenn- ingi frá og með laugardeginum 16. júní. Laugin á Þelamörk verður að vanda talsvert heitari en aðrar sundlaugar og sömuleiðis opin lengur, eða til kl. 23.00 á kvöld- in. Ferðaskrifstofan Nonni rekur Hótel Þelamörk í sumar. í hótel- inu eru 24 rúmgóð herbergi og Leikfélag Reykjavíkur: Sigrún Ástrós til Akureyrar Norðlendingar fá glaðlynda konu sem heitir Sigrún Ástrós í heimsókn í næstu viku. Hér er um að ræða leikrit eftir Willy Russel í þýðingu Þrándar Thoroddsen sem gengið hefur fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Reykjavíkur á 28 sýningum. Til glöggvunar má nefna að Sigrún Astrós og Shirley Val- entine er sama manneskjan. Það er Margrét Helga Jóhannsdóttir sem fer með hlut- verk Sigrúnar Ástrósar en leik- stjóri er Hanna María Karlsdótt- ir. Leikritið verður sýnt í Sam- komuhúsinu á Akureyri 19.-21. júní nk. Sigrún Ástrós hefur fengið mjög góða dóma og viðtökur áhorfenda. Uppselt var á síðustu sýningarnar í Borgarleikhúsinu og verða Reykvíkingar því ein- faldlega að skella sér norður til að sjá leikritið. Miðasala verður frá kl. 14 á mánudag í Samkomu- húsinu. Eftir sýningarnar á Akureyri fer Sigrún Ástrós til Dalvíkur, Húsavíkur, Skjólbrekku og Raufarhafnar og síðan austur um land. SS Kópasker: Fjör á 17. júní Kópaskersbúar ætla, eins og aðrir landsmenn, að fagna þjóðhátíðardegi á morgun, 17. júní. Dagskráin hefst við grunnskólann kl. 14. Farið verður í skrúðgöngu um þorpið en að því loknu verður dagskrá f grunnskólanum. Þar verður ávarp fjallkonunnar og ávarp Brynjúlfs Sigurðssonar. Þessu næst flyst dagskráin á ný út fyrir dyr þar sem brugðið verður á leik undir stjórn Ungmennafé- lagsins Snartar. Kaffisala verður á vegum kvenfélagsins Stjörn- unnar og verði veður gott er fyrirhuguð sigling með börnin á Þingey ÞH 51. Aðstandendur dagskrárinnar á Kópaskeri eru Ungmennafélagið Snörtur, Kvenfélagið Stjarnan og menningarmálanefnd staðarins. JÓH góð íþrótta- og leikjaaðstaða er á lóðinni sem auk sundlaugar- innar gera Þelamörk að ákjósan- legum stað fyrir fjölskylduna á góðviðrisdögum. Talsvert er bókað á hótelinu í sumar og er þar aðallega um að ræða erlenda hópa. Með bættri aðstöðu er þó vonast til að íslendingar noti sér hótelið á ferðum sínum um landið í sumar, enda aðstaða öll til fyrirmyndar. (Fréttatilkynning) Svalbarðsströnd: Fvrsti sveitarstiórinn ráðinn Nú nýverið var starf sveitar- stjóra í Svalbarðsstrandar- hreppi auglýst laust til untsóknar. Þetta er nýtt starf, en oddviti hefur sinnt flestum þeim störfum sem annars mundu falla í hlut sveitar- stjóra. Að sögn Bjarna Hólmgrímssonar fráfarandi oddvita hefur þróunin orðið sú, að nauðsynlegt er að hafa opna skrifstofu á hverjum degi með ákveðinn opnunar- tíma. Sveitarstjórinn mun einnig annast bókhald hreppsins og því fylgja talsverðar fundasetur. Atvinnuástand er fremur bágborið í hreppnum, en nokk- uð var hengt upp í skreið í vor á Ítalíumarkað sent veitti 10 manns tímabundna atvinnu. Hins vegar hefur Kjörland hf. flutt pökkun og vinnslu til Akureyrar en verksmiðjan er enn starfrækt á Svalbarðseyri, og það veldur því að nokkur störf hafa flust til Akureyrar. Einnig má geta þess að nokk- ur eftirspurn hefur verið eftir íbúðarhúsnæði á Svalbarðseyri af Akureyrarsvæðinu, enda aöeins 10 mínútna akstur til Akureyrar, og Vegagerðin niokar daglega snjó yfir vetrar- tímann ef nauðsyn krefur. GG Oryggi í viðskiptum - heiðarleg skattskil! Það er allra hagur að peningakassar (sjóðvélar) verslana séu í lagi. Staða viðskiptavinarins er þá örugg og tryggt er að skatturinn sem hann greiðir í vöruverðinu kemst til skila. Verslunin hefur öll bókhaldsgögn á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra. Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir peningakassar eiga að vera. Glugginn á að vera sýnilegur til þess að viðskiptavinurinn geti gengið úr skugga um að viðskipti hans séu rétt skráð. Innri strimill verður að vera í kassanum sem sýnir hvetja innstimplun og fer hann inn í bókhaldsgögn verslunarinnar. Ytri strimil - kassakvittunina - á hver viðskiptavinur að fá í hendur. Réttir viðskiptahættir tryggja heiðarleg skattskil. Þau^eru undirstaða þeirra sameiginlegu verkefna í landinu sem við njótum öll góðs af. Kassinn á að vera lokaður þegar afgreiðsla hefst og honum á að loka þegar afgreiðslu lýkur. HafóuJ'j!1 viðsHf' Á hreinu. FÍÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.