Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 16. júní 1990
Það hefur löngum verið mikið
deilt um það hvort til hafi verið
menningarsamfélög fyrir árþús-
undum sem jafnist á við nútíma
samfélag eða hafi jafnvel verið
því framar. Kenningarnar sem
hafa verið uppi um það hvað
varð um þessi menningarsam-
félög eru misjafnar en merki-
legt þykir að fornleifafræðingar
virðast smátt og smátt finna
fleiri og fleiri merki um að til
hafi verið mun eldri menningar-
samfélög en áður var haldið.
Meðal flestra þjóða og þjóð-
flokka finnast sagnir af náttúru-
hamförum en útbreiddust er þó
sögnin um flóðið mikla sem
kristnir menn þekkja úr Biblí-
unni sem Nóaflóðið. Bæði Azt-
ekar og Mayar eiga skráðar
sagnir af slíkum hamförum.
Einnig skýrir Ovid frá slíkum
hamförum og ekki síst Plato. Þá
má ekki gleyma því sem segir í
Eddukvæðunum, þar sem Fen-
risúlfurinn eyðir heiminum og
rífur himnana í sundur o.s.frv.
Einhverjir hafa líka lesið bæk-
ur um það sem Edgar Cacye
sagði um vopn þau er sumar
forsögulegar þjóðir réðu yfir.
Hann sagði að þær hefðu búið
til tæki sem hann nefndi krist-
alla og voru tæki sem sendu
frá sér geisla sem eyddu öllu sem
fyrir þeim varð. Þessu tæki sem
þar er lýst svipar mjög til leysi-
geislabyssunnar sem nú er
verið að vinna að. Það kann að
hljóma ótrúlega að fyrir árþús-
undum hafi verið til slík menn-
Fomir heimar og hanil'arir
ingarsamfélög og að svo miklar
náttúruhamfarir hafi átt sér stað
að heil menningarsamfélög hafi
þurrkast út en samt sem áður
renna ýmsar uppgötvanir forn-
leifafræðinga stoðum undir
sögnina um flóðið mikla hvort
sem orðið hefur eitt flóð eða
fleiri.
Árið 1929 voru breskir og
bandarískir fornleifafræðingar
við rannsóknir í írak þar sem
hin forna borg Kaldea Ur hafði
verið. Hversu djúpt sem grafið
var fundust sífellt fleiri forn-
minjar eins og eldfornar áritað-
ar leirtöflur, leirker og aðrir
munir sem sýndu að menning
Súmera hafði lengi verið
óbreytt og staðið föstum fótum
í fornum venjum og siðum.
En fornleifafræðingum til
mikillar undrunar komu þeir
niður á leirlag úr hreinum hvít-
um leir. Það var hvorki meira
né minna en þriggja metra
þykkt og þegar þeir höfðu graf-
ið í gegnum það fundu þeir
fleiri krukkur, könnur, potta og
leirker og einnig rústir bygg-
inga. Þeir munir sem fundust
undir leirlaginu voru ekki gerðir
í leirkerasmiðju og voru mun
klunnalegri en hinir. En forn-
leifarnar undir leirlaginu voru
greinilega frá steinöld.
Leirlagið mikla sem augljós-
lega var af völdum flóðs að-
greindi þarna steinaldarmenn-
inguna frá brons- og járnaldar-
menningunni.
Dulspeki
Umsjón: Einar Guömann.
Sterkar líkur benda til að
óvæntar hamfarir hafi orðið. í
Norður-Síberfu fannst til dæmis
heilmikið af beinum fíla, nas-
hyrninga, og annarra hitabeltis-
dýra. Mikill fjöldi hafði greini-
lega safnast saman í einn hnapp
því beinin mynduðu stóra hæð
þar sem þau fundust á landi en
þar sem þau fundust á hafsbotni
mynduðu þau stór rif. Gadd-
freðnir mammútar hafa fundist
með hálftuggnar jurtir á tung-
unni, jurtir sem hafa ekki vaxið
á þeim slóðum í þúsundir ára.
Sumir mammútarnir hafa frosið
svo skyndilega að kjötið af þeim
var enn neysluhæft þegar þeir
fundust. Þó prófuðu menn ekki
að borða það fyrr en hundar
höfðu fyrst étið það. Mammút-
arnir og mastodonarnir sem
voru risavaxnir fílar hafa greini-
lega drepist skyndilega ásamt
fjölda annarra dýra. Meðal dýra
sem fundust í asfaltnámu í La
Brea, nálægt Los Angeles í
Kaliforníu voru mörg hundruð
sverðtígrisdýr, hestar, úlfaldar,
vísundar og páfagaukar. Ein-
hver yfirþyrmandi ósköp hafa
greinilega átt sér stað því dýr af
ólíklegustu tegundum höfðu
safnast saman í skelfingu sinni.
Víða um heim hafa sams konar
dýrakirkjugarðar með leifum
ólíklegustu dýra fundist. Próf-
essor Albert Gaudry sagði varð-
andi þetta að það væri óhugs-
andi að svona ólík dýr hafi get-
að lifað saman á sama stað. Það
bendir til að sameiginleg hætta
vegna náttúruhamfara hafi
þjappað dýrunum saman, bæði
rándýrunum og dýrunum sem
þau veiddu.
í Kína hefur það sama gerst.
Dýrin drápust skyndilega í
hrönnum. Kínverjar skáru listi-
lega út í fílabein um þúsundir
ára en hvar fengu þeir fílabein-
ið? Jú, úr fílabeinsnámum sem
sýnir að þar drápust samtímis
fjöldi fíla og mammúta.
Prófessor Frank Hibber sem
rannsakaði bein þúsunda dýra í
Alaska sem löngu eru útdauð
benti á hve ragnarökin og ham-
farirnar hafa verið æðisgengnar.
Hann segir: „Þúsundir dýra á
besta aldri drápust... dýr rifn-
uðu sundur og leifar þeirra
dreifðust yfir landið jafnvel þótt
dýrin hafi vegið nokkur tonn...
Skýringin á því hvers vegna
slíkur aragrúi dýra tróðst inn í
hella og sprungur kann að vera
sú að ofsafenginn stormur hafi
geisað..."
Einnig hafa fundist bein úr
hvölum í 150 til 200 metra hæð
yfir sjávarmáli í hæðunum í
New Hampshire og í Michigan.
Charles Darwin sagði í frá-
sögnum af ferðum sínum um
Suður-Ameríku að eftir að hann
hafi fundið leifar af löngu
útdauðum dýrum innan um
sjávarskeljar inni á landi:
„Manni flýgur fyrst í hug miklar
hamfarir. En til þess að eyða
dýrum, bæði stórum og smáum
í Suður-Patagóníu, Brasilíu,
Perú og Norður-Ameríku allt
að Beringssundi þá hlýtur öll
jörðin að hafa skolfið.“
Jörðin hefur svo sannarlega
breyst. Þar sem Sahara eyði-
mörkin er núna var eitt sinn
haf, skógar voru þar sem
Norðursjórinn er núna og hæstu
fjöll í heimi, Himalayafjöllin
voru eitt sinn undir sjó. Skelja-i
og lindýralög sem þar fundust
benda til þess.
Þó að geysilegar hamfarir hafi
átt sér stað tortímdist ekki allt
mannkynið frekar en öll dýrin.
Menn kunna að hafa leitað
skjóls upp til fjalla eða í hellum
eða farið um borð í skip eins og
Nói gamli. Þeir sem lifðu af
hafa miðlað þekkingu sinni til
næstu kynslóðar en fyrst í stað
hefur þekkingarmiðlunin senni-
lega verið munnleg og með
tímanum verið skráð.
Merki um meiriháttar ham-
farir eins og að ofan er lýst eru í
flestum trúarbrögðum og í
sögnum margra landa. Ekki er
þó ljóst hvað olli hinum ógur-
legu hamförum sem sagt er frá.
Sumir telja að halastjarna hafi
komið svo nálægt jörðu að hún
hafi ef til vill valdið loftslags-
breytingum, flóðum og jafnvel
eldgosum. En hvað svo sem
gerðist þá stendur mannkynið
frammi fyrir því að forðast að
eyða og tortíma vistkerfi jarðar-
innar. Fornar sagnir greina ekki
einungis frá því að mannkynið
hafi sokkið svo djúpt ofan í fen
illsku og spillingar að guðirnir
hafi ákveðið að eyða stórum
hluta þess, heldur segja sagnirn-
ar einnig að mannkynið hafi
leyst úr læðingi öfl sem það réði
ekki við og bitnuðu harðast á
því sjálfu. Kannski hafa þeir
sem snúa bökum saman í bar-
áttunni gegn mengun jarðarinn-
ar hvort sem það er í formi.
kjarnorku, eiturefna eða víg-
búnaðarkapphlaups, séð hvert
stefnir og að hugsanlega sé
jörðin ekki eins eilíf og menn
vilja halda.
Kristinn G. Jóhannsson skrifar
Bakbankar
Um lýðræði í kartöflugarði með arfa
og málsvara lýðræðisins
Kosningadagar eru til margra
hluta nytsamlegir fyrir kjósend-
ur. Fyrst er auðvitað að kjósa
sem er fjarska skemmtilegt og
síðan er að þreyja daginn til
kvölds þangað til talningin hefst
og leikurinn æsist. Næst því að
horfa á ensku knattsþyrnuna
veit ég enga skemmtun betri en
vel heppnaða atkvæðatalningu.
Einkum finnst mér gaman að
fylgjast með höfuðborgunum
Fteykjavík og Ólafsfirði þar sem
kjósendur vita nokkurn veginn
hvað þeir fá eftir kosningar. f
moðkosningum eins og á Akur-
eyri er þetta lakara vegna þess
að enginn veit hvernig meirihluti
verður eftir kosningar og er ég
þá kominn að nytsemi kosn-
ingadagsins.
Eftir að ég nú hafði sinnt
skyldum mínum í Oddeyrar-
skólanum ályktaði ég sem svo
að ekki væri illa til fundið aö
nota daginn til að setja niður
kartöflurnar. Garðholan mín er
afar sakleysisleg svona fyrst á
vorin og ég þóttist vera búinn
að gleyma arfanum frá í fyrra
sem óx kartöflugrösunum yfir
höfuð á miðju sumri svo að þau
sáu ekki til sólar framar. Upp-
skeran varð þess vegna ekki
margföld í það sinnið. Nú var
hins vegar kosningavor sem
hlaut að vera gott til kartöflu-
ræktunar. Ég fór því út á akur-
inn að stinga upp og undirbúa
jarðveginn, hreinsaði úr skækla
og njóla og verðandi fífla. Ég
var þarna rétt eins og frambjóð-
andi að búast til kosninga. Ég
var að vísu með stungusþaða
en hinir sem vilja í bæjarstjórn
nota önnur vopn til að tryggja
uppskeruna sem hjá þeim mæl-
ist í atkvæðum uþp úr kjör-
kassa en hjá mér í gullaugum í
potti. Þeir sá orðum og athöfn-
um en ég spíruðu útsæði. Hjá
báðum er tvísýnt um árangur-
inn. Það fer dálítið eftir jarðveg-
| inum skilst mér, og stundum
finnst manni að dálítið skítkast
sé notadrjúgt í báðum þessum
tilfellum. Þá er dálitlum slatta
hreytt yfir beðin.
Þegar uppskeran kemur í Ijós
er ég nokkurn veginn viss um
að ég fæ kartöflugrös fyrst upp
úr moldinni eins og til var sáð
en svo má ég búast við alls
konar óæðri gróðri sem spillir
fyrir, fletur út eða jafnvel kæfir
það sem upphaflega var sáð til.
Það er eins með það sem ég
set niður í kjörkassann, ómeng-
að atkvæði mitt, og ætlast til að
einmitt sá krossaði flokkur komi
nú fram stefnumálum sínum og
ekkert hefti framgang þeirra og
þroska. En ekki aldeilis. Þá er
nefnilega seinni hálfleikur og
framlengingin eftir og stundum
eins konar vítasþyrnukeþpni.
Það heitir meirihlutamyndun.
Fyrir okkur framsóknarmenn
á Akureyri varð þetta svipað og
að setja niður voða margar
kartöflur með spírum og fá svo
ekkert nema illgresi upp úr
moldinni. Fengum bara ekki að
vera með. Ekki einu sinni þreif-
að á okkur. Við erum hálf leiðir
yfir þessu og finnst þetta sér-
kennilegt lýðræði og höfum
reyndar komið okkur uþp þeirri
kenningu vegna þess að við
fengum ekki að vera með í
meirihlutanum að það séu
heimasitjandi kjósendur, auöir
og ógildir sem stjórni bænum
okkar nú um sinn enda fékk listi
þeirra um 30% atkvæða. Þetta
er ekki björgulegt finnst okkur.
Við ætlum samt ekki að gera
mikinn hávaða út af þessu að
sinni vegna þess að það stend-
ur svoleiðis á hjá okkur að við
erum öflugir stuðningsmenn
ríkisstjórnarinnar hans Stein-
gríms sem er þó með þeim
ósköpum ger að í henni er einn
ráðherra sem ekki var einu
sinni kjörinn á þing og svo tók-
um við nýlega inn til okkar til að
styrkja stjórnina og lýöræðið f
landinu tvo ráðherra sem eru
svo flokkslausir að fylgi þeirra
mælist ekki einu sinni í prós-
entubroti. Þótt við viljum auðvit-
að hafa sem virkast lýðræði í
landinu má náttúrlega ekki
ganga svo langt að það bitni á
okkur sjálfum og Steingrími.
Um þetta er ég nú aö hugsa
meðan ég horfi á kartöflugrösin
mín koma upp í skipulegum
fylkingum upp úr beðunum eins
og glaðbeitt framsóknaratkvæði
en veit þó að allt þetta pot
þeirra er til einskis þar sem
meirihlutaarfaflækja kemur
óðara að kæfa þau og ég fæ
ekki það undan þeim sem til
stóð í ítarlegri baráttu minni við
að koma þeim á legg.
Ég og við framsóknarmenn
yfirleitt segjum því eins og
kvennalistakonurnar hér í bæn-
um að loknum kosningunum:
„Eigi skal gráta kartöflugrösin
meðan nóg er af kálhausun-
um.“ Kr. G. Jóh.