Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. júní 1990 - DAGUR - 5 tómstundir „Það væru sumir sjálfsagt orðnir geðveikir að...“ - rætt við Tómas Inga Jónsson, jeppaáhugamann á Akureyri Hálendið heillar tugi ferðamanna á ári hverju, jafnt innlenda sem erlenda, þegar þeir hópast upp um fjöll og firnindi. Til þess að komast upp á hæstu tinda og heiðar þarf meira til en skankana tvo. Það þarf öflugar vélar með fjórum stórum dekkjum undir, þ.e.a.s. það þarf góðan jeppa. Það þarf einnig góðan útbúnað og góða og var- kára bflstjóra, því hætturnar leynast víða í ríki Eyvindar og Höllu. Áhugi á jeppaferð- um um hálendið, jafnt sumar sem vetur, hefur aukist á undanförnum árum. Til að forvitnast um þetta athyglisverða tóm- stundagaman hitti Dagur að máli Tómas Inga Jónsson á Akureyri, jeppaáhugamann og „fjallafrík“. Tómas var fyrst inntur eftir útbúnaði til fjallaferða og sagði hann að það þyrfti að hafa margt annað í farteskinu en góðan jeppa þegar farið væri í lengri ferðir á hálendið, svo fullnægj- andi gæti talist. Útbúnaðurinn fer að sjálfsögðu eitthvað eftir því hvort farið er um sumar eða vet- ur, en að grunni til er hann sá sami. Mikilvægt að vera vel búinn J>að þarf góða svefnpoka, teppi, nægan mat, vatnsbirgðir, fjar- skiptatæki, lórantæki, sjúkra- kassa, eldsneytisbirgðir, nauð- synlegustu varahluti fyrir jepp- ann og margt fleira. Tómas sagði að það væri mikið atriði að jeppamenn væru vel búnir þegar þeir legðu í hann á hálendið. „Það er mikilvægt að þeir vara- hlutir sem fylgja séu í lagi og athuga þá áður en lagt er af stað. Minnstu hlutir eins og t.d. tappar í dekk geta skipt máli og hindrað för. Bráðabirgðaviðgerðir eru varasamar og betra að gert sé‘ almennilega við hlutina," sagði Tómas. „Ég hef að vísu ekki lent í mjög slæmu veðri í mínum vetrarferðum, en það er sama hvort þú ætlar í stutta eða langa ferð, þú verður að vera vel búinn. Síðan lærist það með hverri ferð hvað þarf að hafa með sér,“ sagði Tómas. Varðandi lór- antækið þá sagði Tómas að það væri mjög dýrt tæki og ef margir jeppar væru saman á ferð væri nóg að hafa lóran í 1-2 bílum. Hætturnar leynast vída - Er það algengara að menn fari á hálendið að vetri til? „Já, það er algengara. Þú getur ekið meira um og þarft ekki að hafa áhyggjur af því að valda umhverfisspjöllum. Það er fyrst og fremst þetta atriði sem hvetur jeppaeigendur til vetrarferða. Það er í fyrsta lagi í júlí eða ágúst sem hægt er að fara á sumrin, en þá er komin mikil umferð ferða- manna og þú ert ekki eins frjáls. Á sumrin eru aðeins ákveðnar leiðir opnar en á veturna getur þú farið hvert sem er. Persónulega hef ég meira gaman af vetrarferð- unum, þótt það geti líka verið gaman á sumrin. Hætturnar leyn- ast víða og menn þurfa að fara varlega, sérstaklega við ár og hraungjótur.“ Áhugi á jeppaferðum hefur aukist - Er þetta dýrt sport? „Nei, það þarf ekki að vera. En þetta er eins og í öllu öðru sporti, það er alltaf verið að bæta við sig. Jepparnir eru misstórir og dýrir, t.d. eru Suzuki-jeppar ekk- ert dýrir. Auðvitað er alltaf hægt að hlaða utan á sig, þú getur t.d. fengið þér jeppa upp á 4 milljón- ir, en þá ertu kominn út í flott- ustu gerð.“ - Er áhugi almennt að aukast á jeppaferðum, t.d. á Akureyri? „Já, hann er alltaf að aukast. Það eru fleiri að fá sér stóra og upphækkaða jeppa, t.d. er það hálfgert tískuæði í Reykjavík. Samt sem áður eru ekki allir sem fara mikið í ferðir á hálendið. Hópferðir á hálendið hafa aukist, enda er miklu meira öryggi fólgið í því að sem flestir fari saman. Þú ferð ekkert einn að þvælast upp um fjöll og firnindi, það getur alltaf eitthvað komið fyrir.“ Það þarf tilfínningu fyrir akstri í snjó Það kom fram í máli Tómasar Inga að dagsferðir um nágrenni Akureyrar yfir veturinn hafi auk- ist hjá jeppamönnum, t.d. ferðir upp í Súiur og upp á Vaðlaheiði. „Það er ekki nema fyrir það eitt að æfa sig í snjónum að fara í svona stuttar ferðir. Það þarf til- finningu fyrir akstri í snjó. Því mýkra sem átakið er, þeim mun lengra kemstu. Tveir eins bílar geta farið mislangt í snjó, það fer allt eftir akstrinum. Æfingin skapar meistarann í þessu eins og öðru.“ Tuttugu kflómetrar á ellefu klukkutímum - Hvað er það sem heillar og dregur menn upp á fjöll, stund- um í brjáluðu veðri að berjast áfram? „Þetta er spennandi. Ég segi ekki að við viljum ólmir komast í brjálað veður, þó að það geti skollið fyrirvaralaust á. í kring- um páskana, mars til apríl, ertu nokkuð öruggur með gott veður. Fjallaferðirnar geta reynt ótrú- lega á mann. Ég get nefnt sem dæmi ferð þar sem við fórum 20 kílómetra á 11 klukkutímum! Ferðirnar reyna á mann, bæði andlega og líkamlega. Það væru sumir sjálfsagt orðnir geðveikir fómas Ingi horfir dreyminn til fjalla og er orðinn óþreyjufullur að komast á jeppanum upp á holt og heiðar. Mynd: kl að hjakkast í snjósköflum tímun- um saman. Náttúrufegurðin heillar menn svo ég tali nú ekki um veður þegar þú hefur útsýni út um allt. Það er alveg meiri- háttar.“ „Auðvitað er þetta viss ævintýraþrá“ Tómas Ingi tók ekki undir þá skoðun undirritaðs að jeppa- menn þyrftu að vera léttgeggjað- ir. „Auðvitað er þetta viss ævin- týraþrá, en það eru til menn sem eiga þokkalega vel útbúna jeppa en fara aldrei neitt. Ef menn vilja leika sér þurfa þeir ekkert að fara Iengst upp á fjöll. Það getur verið gaman að leika sér t.d. uppi í Fálkafelli eða innanbæjar í brjál- uðu veðri,“ sagði Tómas. Tómas var að lokum spurður um holl ráð handa jeppaeigend- um sem hefðu í hyggju að leggja í hálendisferðir og sagði hann að númer citt væri að fara varlega. „Það er ekkert atriði að fara í sem lengstar ferðir. Við höfum alltaf haft þann háttinn á að ráð- færa okkur við vana menn sem gjörþekkja hálendið eins og lóf- Jeppabifreið Tómasar stödd á vegamótum á hálendinu. Eins og sjá má aka jeppamenn ofan á miklu snjóalagi aö vetri til. ann á sér, sérstaklega ef á að fara á ókunnar slóðir. Það er betra að vita hvað maður er að gera. Þú æðir ekkert af stað, einn, tveir og þrír.“ Stofnun jeppaklúbbs í bígerð á Ákureyri Af framansögðu má sjá að það er meira en að segja það að fá sér jeppa og ætla upp á hæstu heiðar. Að mörgu þarf að hyggja og viss- ara að fara að öllu með gát. Þessa dagana er ekki mælst til þess að jeppaeigendur þyrpist upp um fjöll og firnindi en síðar í sumar má búast við að svo verði, þegar helstu leiðir opnast fyrir umferð. Ljóst er að áhugi fyrir jeppa- ferðum fer vaxandi á Akureyri og það kom fram í spjallinu við Tómas Inga að í bígerð er að stofna jeppaklúbb í ætt við þann sem er í Reykjavík. Sá klúbbur, „4x4“, hefur staðið fyrir fjöl- mennum og skipulögðum jeppa- ferðum yfir hálendið, sem hafa tekist mjög vel. -bjb Margt getur farið úrskeiöis í jeppaferðum og hér hefur annað framdekkið affelgast hjá Sigurkarli Aöalsteinssyni, öðru nafni Sidda rakara. Það er Siddi sem cr undir jeppanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.