Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 16. júní 1990 DALSGERÐI: 150 m' raðhúsíbúð á tveimur hæðum. Falleg eign. SKARÐSHLÍÐ: 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í fjölbýiishúsi. Góð eign. TJARNARLUNDUR: 5 herbergja endaíbúð í fjölbýl- ishúsi. Falleg eign. Okkur vantar allar gerðir og stærð- Ir eigna á skrá. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 I F.F. Félag Fasteignasala Sölumaður: Björn Kristjánsson. Heimasími 21776. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl. IR Heilræði Hjólreiöar eru skemmtilegar, en þær geta líka verið hættulegar. Hjólreiöamenn veröa að fylgja öllum umferðarreglum, og sýna sérstaka gætni. Þannig geta þeir komið í veg fyrir alvarleg slys. Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Hoflywood stendur á öndinní - Columbia eyðir - Disney sparar Síðla á seinasta ári greiddu Sony- menn stórfé til að komast yfir Columbia Pictures. Sjálft fyrir- tækið kostaði Japanina 3,4 millj- arða dollara eða rúmlega 200 milljarða íslenskra króna. Og eins og þetta væri ekki nóg eyddu þeir nálega 60 milljörðum króna í viðbót til þess eins að fá fram- kvæmdastjórana er þeir vildu - sem voru þeir Peter Guber og Jon Peters, framleiðendur Bat- mans og Regnmannsins. Fyrst varð Sony að kaupa fyrirtæki þeirra, Cuber Peters Entertain- ment Company, á rúma 12 millj- arða og síðan að punga út með litla 42 milljarða svo að tví- menningarnir mættu fríast frá skuldbindingum sínum við Warner. Og nú eyða þeir Cuber og Peters dollurum Japananna eins og þeir ættu lífið að leysa. Fyrir vikið eru þeir fremur vin- sælir hjá mörgum. Verðlag á leikurum, leikstjórum og hand- ritum hefur vaxið. Sagt er að-þeir hafi þegar borgað 60 milljónir fyrir sýningarrétt að kvikmynd- inni Radio Flyer, sem fjalla á um hugrenningar tveggja ungmenna. Framleiðandinn verður Michael Douglas. Jeb nokkur Stuart fær 45 milljónir fyrir að leikstýra og semja handrit að nýrri kvikmynd, Witness. 24 milljónir fara í spennumyndina Cold as Ice. Einnig hefur Barbara Streisand eftirlátið þeim framleiðsluréttinn að Prínce ofTides sem kosta mun um það bil einn og hálfan millj- arð íslenskra króna. Ekki eru enn nærri öll milljónaverkefni þeirra félaga upptalin. En lífs- speki þeirra Gubers og Peters er ljós; það kostar peninga að ná í peninga. Ekki eru allir jafn hrifnir af hamaganginum í nýju stjórunum hjá Columbia. Þar fara auðvitað fremstir í flokki oddvitar hinna kvikmyndafélaganna. Þeim finnst hið daglega Hollywood- brauð þegar vera orðið fulldýrt og ekki á það bætandi. Einn þess- ara er Michael Eisner, forstjóri Walt Disney fyrirtækisins. Raun- ar má segja að þessi tvö fyrirtæki, Columbia og Disney, séu góð dæmi um tvenns konar rekstrar- hagfræði. Á meðan tvíeykið Pet- ers og Guber eyðir og eyðir veltir Eisner fyrir sér hverri krónu. Starfsmenn hans ferðast með eins ódýrum hætti og kostur er. „Njósnari“ fylgist með gerð sér- hverrar kvikmyndar og lætur vita ef kostnaður ætlar úr böndum. Kappkostað er að handritið sé fullbúið þegar tökur hefjast svo ekki þurfi að gera breytingar þeg- ar kvikmyndun er hafin. Síðast en ekki síst berjast Eisner og félagar, en þar eru fremstir Jeffrey Katzenberg og Richard Frank, gegn ört hækkandi verð- lagi í Hollywood. Þeir ákveða hversu mikið kvikmynd má kosta. Val leikara ræður verulegu um þessa tölu. Ekkert er gert fyrr en þeir hafa verið valdir. Til dæmis ætluðu Disney-menn í upphafi að kvikmynda Dead Poets Society án stjörnuleikara. Síðan fengu þeir augastað á Dustin Hoffman en hann var erf- iður í taumi og krafðist of margra breytinga á handritinu. Að lok- um fréttist að Robin Williams væri frír og gæti séð af fjórum (tiltölu- lega ódýrum) vikum. Samningar voru undirritaðir og þá fyrst var byrjað að huga að öðru starfs- fólki. Disney hefur komist upp með að borga leikurum sínum minna en aðrir og meðal annars þess vegna kostar það fyrirtækið um 30% lægri upphæð að framleiða kvikmynd en samkeppnisaðilana. Þrátt fyrir þetta er kvikmynda- verið í fremstu röð og malar eig- endum sínum gull. Síðan Eisner yfirgaf Paramount og réðst til Disney árið 1984 hefur fyrirtækið aukið hlutdeild sína í hagnaði af kvikmyndasýningum bíóhúsa úr 3% í 20%. Langmest af kvik- myndum Disney eru fullorðins- myndir sem dreift er undir merkjum Touchstone. Disney hefur þó ekki alveg sagt skilið við BILAKLUBBUR AKUREYRAR 17. JÚNÍ ’90 Bílaklúbbur Akurevrar • Dagskrá: Kl. 9.00: Hópakstur m. blómabíl, blásarasvcit og lúðrasveit Kl. 10.00: Sýning opnuð Kl. 11.00: Kassabílarallkcppni Kl. 11.30: Rciðlijólakeppni Kl. 13.00: Kcppni fjarstvrðra bíla Kl. 16.00: Akstur mótorhjóla mcð sýningargesti Kl. 16.30: Bílar gangscttir Myndasýningar allan daginn ■ Go-cart-bílar í gangi allan daginn ■ Rafmagnsbílar í gangi allan daginn • Sýningu lýkur ld. 18.00 Kcppcndur utiiugið: Skráningu Kkur laugurdaginn 16. ilópakstur kl. 9.00: Víðivellir • Xorðurgata • Iljaltcvrargata • Krossancs- braut • Litluhhð • Skarðslilíð • Fosshlíð • Illíðar- braut • Teigasíðu • Bugðusíðu • Miðsíðu • Vestursíðu • Bugðusíðu • Borgarbraut • Illíðarbraut • Þingvalla- strœti • að KA-hclmili • Dalsgcrði • Stóragcrði • Vallargcrði • Skógarlundur • Álfabvggð • Dvalurhcimillð Illíð • Austurbvggð • Ilrafnagilsstræti • tVmmnarslrætl • F.S.A. • Ivyrar- landsvcg • Kaupvangsstræti • Ilafnarstræti (göngugötu) • Strandgötu • Norðurgötu jóni ki. 19.00 í símum 20450 og 26447 Góöa skemratun! Peter Cuber og Jon Peters; mun eyðsluaðferð þeirra koma Columbia á fæt- urna aftur eða verður fyrirtækið gjaldþrota? barnamyndirnar eins og Who Framed Roger Rabbit er besta dæmið um. Hún er jafnframt sú mynd Eisners sem mestum hagn- aði hefur skilað í kassann til þessa. Um þessar mundir er Disney að setja upp nýtt kvik- myndaver í líkingu við Touch- stone sem heita mun Hollywood Pictures. Áætlað er að það muni er tímar líða unga út 10 til 15 myndum á ári rétt eins og Touch- stone. Á einu sviði sparar Disney þó ekkert. Laun forstjórans, Michaels D. Eisners, eru ekki skorin við nögl. Á seinasta ári hafði hann í kringum 50 milljón króna mánaðarlaun. Elisabeth Perkins hefur ástæðu til að hlæja dátt. Að vísu er ekki alveg ljóst ennþá hvernig henni reiðir af í heimi kvikmyndanna en horfurnar eru óneit- anlega bjartar. Elízabeth Perkins leikkona á framabraut Hún mun verða þrítug í nóvem- ber á þessu ári. Enn hefur hún ekki náð að slá í gegn en vænta má breytinga þar á um svipað leyti og hún fagnar þrítugasta afmælisdeginum. Ástæðan er þreföld: Sú fyrsta heitir Love at Large, sem Álan Rudolph leik- stýrir. Kvikmyndin er á léttari nótunum og segir frá tveimur einkaspæjurum, ástum þeirra og erfiðleikum. Perkins, sem leikur annan spæjarann, teflir lífi sínu í tvísýnu til að koma nauðstaddri eiginkonu til hjálpar. Mótleikari hennar er Tom Berenger. Önnur ástæðan er kvikmyndin Enid Is Sleeping sem þegar hefur verið lokið við og bíður þess eins að sterkur dreifingaraðili sýni henni áhuga. Þriðja ástæðan er Avalon sem Barry Levinson leik- stýrir og sögð er byggjast að ein- hverju leyti á æskuminningum hans. Perkins leikur móðurina í innflytjendafjölskyldu sem sest að í Baltimore. Von er á Avalon með haustinu. Enda þótt frægðin hafi ekki enn faðmað Perkins er hún bíó- gestum ekki alveg ókunn. Hún lék til dæmis á móti Tom Hanks í Big en stóð þar í skugga hans. Perkins er fædd í New York og þegar í æsku hneigðist hugurinn að leiklistinni. Hún gekk í leik- listarskóla og fékk síðar vinnu á Broadway. Þaðan lá leið hennar í bíómyndirnar og ekki verður bet- ur séð en að henni ætli að takast að hasla sér þar völl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.