Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. júní 1990 - DAGUR - 7 Danmerkur pistill 1 Konungar Damnerkur og íslands erlendri stjórn, lengst af undir stjórn Danakonunga. Hátt á sjöttu öld - eða 564 ár - höfðu íslendingar sameiginlegan kon- ung meö Dönum. Síðastur kon- ungur yfir íslandi var Kristján X (1912-1947), afi Margrétar II, núverandi Danadrottningar. Fyrsti danski þjóðhöfðinginn yfir íslandi var Margrét fyrsta Danadrottning (1387-1412). Eftir hana komu Eiríkur af Pommern og Kristoffer af Bayern. Með Kristjáni I (1448- 1481) hófst svo Aldenborg- arættin til valda í hinu danska ríki og hétu konungar íslands og Danmerkur síðan til skiptis Kristján og Friðrik. Með Frið- riki VII (1848-1863) dó Alden- borgarættin út og með Kristjáni IX "(1863-1906) tók við ætt Glúksborgara. Kristján IX færði íslendingum stjórnarskrá 1874, en hann var langalangafi Margrétar II, núverandi Dana- drottningar. Þegar leið á 19du öld fengu íslendingar smám saman aukna sjálfstjórn og aukin völd, þótt hægt færi. Fyrst fengu Islend- ingar tvo fulítrúa á stéttaþingi Dana 1830, Alþingi var endur- reist 1845, verslunarfrelsi fékkst að nýju 1854 og löggjafarþing með stjórnarskránni 1874. Heimastjórn með innlendunt ráðherra og stjórnarráði Islands komst á 1904 og hinn 1. des- ember 1918 varð ísland frjálst og fullvalda ríki í konungs- sambandi við Dannrörku. Að lokum varð ísland lýðveldi hinn 17. júní 1944, og þá lauk loks konungssambandi viö Dani, eins og menn muna. Ekki tók Kristján konungur X því vel er ísland sleit kon- ungssambandinu við Danmörku og var það um sumt skiljanlegt. Sagði í orðsendingu hans til ríkisstjórnarinnar 1944 að hann gæti ekki viðurkennt lýðveldis- stofnun á íslandi meðan núver- andi ástand ríkti, en Danmörk var þá hernumin af Pjóðverj- um. Alþingi lýsti því hins vegar yfir að það væri réttur íslensku þjóðarinnar sjálfrar og hennar einnar að taka ákvarðanir um stjórnarform sitt. Við þjóðarat- kvæðagreiðslu greiddu um 95% lýðveldisstjórnarskránni atkvæði sitt og við lýðveldis- tökuna á Þingvelli við Öxará barst skeyti frá Kristjáni X, konungi Danmerkur, þar sem hann færði íslensku þjóðinni bestu árnaðaróskir og lét í ljós von um að tengsl hennar við Norðurlönd mættu styrkjast. Svaraði mannfjöldinn kveðju konungs með miklum fagnaðar- látum og ferföldu húrrahrópi. Þannig lauk konungssambandi íslands og Danmerkur. Eins og lesendur muna, gengu íslendingar Noregskonungi á hönd 1262. Var að þeim atburð- um langur aðdragandi. Bændur á vesturströnd Noregs höfðu flúið land á 9du öld vegna offjölgunar og landþrengsla og missættis við nýja valdhafa og vantrúar á nýjar kenningar um stjórnsýslu. A íslandi fundu menn gott land, viði vaxið milli fjalls og fjöru, veiði í sjó og vötnum og stóð þá mörgum fót- um fjárafli landsmanna, eins og segir í gamalli bók. Á þjóðveld- istímanum, frá stofnun Alþing- is 930 og fram um 1200, var blómaskeið á landinu og ís- lenskir sveitamenn undu glaðir við sitt og unnu í fásinninu afrek, sem eiga sér enga sína líka í íslandssögunni: Varð- veittu Hávamál og ortu Völuspá og dróttkvæði og skrifuðu Is- lendingasögur og konungasög- ur. Á 13du öld söfnuðust völd í landinu á hendur fárra manna. Snorri, Þórður kakali og Gissur jarl vissu ekki hvernig bregðast skyldi við boði um nýtt banda- lag og efnahagur og atvinnu- hættir landsins voru á fallanda fæti. Lengi höfðu Noregskon- ungar reynt að seilast til valda á íslandi. Þeir vildu efla ríki sitt og auka tekjur sínar. Auk þess hefur það vafalaust végið þungt, er sjálfur sendimaður páfans í Róm, Vilhjálmur kardínáli af Sabína, „kallaði það ósannlegt að fsland þjónaði ekki undir einhvern konung sem öll önnur lönd í veröldinni“. Öll lönd Fryggvi Gíslason skrifar urðu að eiga sér konung og það var erfitt þá eins og nú að vera öðruvísi en aðrir. Því lögðu rnenn hönd á helga bók og sóru Hákoni konungi gamla Hákon- arsyni og Magnúsi lagabæti, syni hans, land og þegna og ævinlegan skatt, eins og það var orðað. Konungssamband komst á milli Noregs, íslands og Dan- merkur árið 1380, þegar Ólafur, sonur Hákonar Noregskonungs og Margrétar Valdemarsdóttur atterdags, varð konungur í þessum löndum þremur. Kon- ungssamband við Danmörku hélst síðan órofið til 17. júní 1944. Við siðaskiptin jókst veldi Danakonungs enn og með ein- okunarversluninni 1602 og ein- veldishyllingunni 1662 voru völd Danakonunga á Islandi alger orðin. í lok Napóleons- styrjaldanna við Kílarfriðinn 1814 fylgdi ísland Danmörku, en Danir misstu Noreg sem komst undir Svía. Allt frá árinu 1262 til ársins 1918 var ísland því undir Friðrik VI, konungur Danmerkur og íslands. 4- 1 imS 1 MENNTASKOLINN A AKUREYRI Menntaskólanum á Akureyri verður slitið í íþróttahöllinni 17. júní kl. 10.00. Skólameistari. Flugkennslan komin í fullan gang Getum enn bætt við nemendum Flugskóli Akureyrar flugstöð, Akureyrarflugvelli, sími 22000 Upplýsingar gefa: Ragnar Olafsson sími 27458, Einar Jónsson sími 25370 og Frímann Svavarsson sími 22705. Auglýsing frá sjávarútvegsráðuneytinu Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10 brl. Athugið! í samræmi við nýsett lög nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, er koma til framkvæmda um næstu áramót, vinnur sjávarútvegsráðuneytið nú að undirbúningi að út- hlutun veiðiheimilda til báta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneytið vekja athygli á ettirfarandi. 1. Skráning báta. Samkvæmt nýju lögunum þurfa nú eigendur allra báta, 10 brl. og minni, sem sækja um leyfi til veiða í atvinnu- skyni, að vera skráðir á skipaskrá eða sérstaka skrá Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir báta styttri en 6 m. Þá þurfa eigendur þeirra báta sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða (nr. 3 1988) eða eru ekki á skrá Siglingamála- stofnunar að óska eftir skráningu báta sinna hjá Sigl- ingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Beiðni um skrán- ingu þarf að fylgja eignarheimild, smíðalýsing og teikn- ingar af viðkomandi bát. 2. Nýir bátar í smíðum. Eigendur ófullgerðra báta sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur upp byggður) fyrir gildistöku laganna 18. maí 1990 þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Sigl- ingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Þessir bátar þurfa. að vera fullbúnir og öðlast fullgilt haffærisskírteini fyrir 18. ágúst 1990 til að koma til greina við úthlutun veiði- heimilda. Eigendur báta sem eru í smíðum erlendis þurfa að framvísa vottorði frá þar til bærum yfirvöldum um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skipsbolur upp byggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Upplýsingar og forsaga báta. Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað sjávarútvegsráðuneytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna þurfa að verða sér úti um slík eyðublöð hjá ráðuneytinu eða Landssambandi smábátaeigenda, fylla þau út og senda sjávarútvegs- ráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar um ofansagt fást hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu og veiöieftirlitsmönnum þess. Sjávarútvegsráðuneytið 14. júní 1990.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.