Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 16. júní 1990 dagskrárkynning Sjónvarpið, laugardagur kl. 14.45: Knattspymuveisla Það hefur varla farið framhjá neinum að Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stendur nú yfir á Ítalíu. Á laugardaginn sýnir Sjón- varpið tvo leiki beint.'KI. 14.45 leika Brasili'a og Kosta Ríka og kl. 18.45 hefst útsending frá leik sem margir bíða eftir. Þá leiða saman hesta sína lið Hollands og Englands. Rós 1, sunnudagur kl. 14.00: Sunnefumálin og Hans Wium Óhætt er að fullyrða að fá sakamál hafi vakið meiri eftirtekt og umtal hér á landi en Sunnefumálin svonefndu, bæði á þeim tíma sem þau stóðu yfir og allt fram á okkar daga. Upphaf þess- ara mála var með þeim hætti að sumarið 1739 ól Sunnefa Jóns- dóttir, þá 16 ára, barn í Borgarfirði eystra og lýsti bróður sinn Jón, 14 ára, föður að barninu. Hér var þvf um að ræða glæp sem hlaut að varða líf þeirra beggja samkvæmt Stóradómi. Jens Wium, sýslumaður á Skriðuklaustri, dæmdi þau bæði til dauða svo sem lög þeirra tíma gerðu ráð fyrir. Áður en dauða- dómurinn var framkvæmdur andaðist Jens Wium og sonur hans, Hans Wium, tók við og kom það í hans hlut að fylgja mál- unum eftir. Klemens Jónsson hefur búið sakamálið til flutnings fyrir útvarp. Þættirnir eru þrír og verða fluttir á Rás 1 næstu sunnudaga. Sjónvarpið, laugardagur kl. 22.45: Hjónaband til hagrœðis Fyrri mynd Sjónvarpsins á laugardagskvöld heitir Hjónaband til hagræðis (Getting married in Buffalo Jump). Þetta er kanadísk sjónvarpsmynd frá árinu 1989. Ung stúlka býr á bóndabæ ásamt móður sinni. Þær ráöa til sín vinnu- mann og á sú ráðstöfun eftir að draga dilk á eftir sér. Stöð 2, laugardagur kl. 20.50: Hún á von á barni Mynd eftir hinn kunna leikstjóra unglingamynda, John Hughes, og fjallar hún um ungt fólk. Nýgift hjón eru að byrja að feta hin erfiðu spor hjónabandsins og þau komast fljótt að því að það er enginn dans á rósum. Þar skiptast á skin og skúrir og freistingar eru löngum innan seilingar. En allt virðist horfa til hins betra er frúin verður barnshafandi, eða hvað? Aðalhlutverk: Kevin Bac- on og Elizabeth McGovern. Sjónvarpið, sunnudagur kl. 21.45: 1890 Að kvöldi þjóðhátíðardagsins, 17. júní, verður á dagskrá Sjón- varpsins samantekt í umsjón Arthúrs Björgvins Bollasonar þar sem hann rifjar upp fróðlega atburði frá árinu 1890. Stökkbreyt- ingar hafa orðið í íslensku þjóðfélagi á þessum 100 árum eins og berlega mun koma fram í þættinum. Andi ársins 1890 mun svífa yfir vötnum með hjálp Ijósmynda og leikinna atriða. Má þar nefna valda kafla úr leikriti Matthíasar Jochumssonar, Helga magra, en verk þetta tengist einum helsta menningarviðburði ársins 1890, nefnilega minningarhátíð í tilefni þúsund ára byggðar í Eyjafirði. SS dagskrá fjölmiðlaji Þátturinn Tengja er á dagskrá Rásar 2 á sunnudaginn kl. 17. Þar leikur Kristján Sigurjónsson úrvalstónlist að vanda, tónlist sem heyrist of lítið í útvarpi. Þátturinn kemur frá Akureyri. Rás 1 Laugardagur 16. júní 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur.“ 9.00 Fréttir. 9.03 Börn og dagar - heitir, langir, sumardagar. 9.30 Morguntónar. 10.00 Fréttir. 10.03 Umferðarpunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sumar í garðinum. 11.00 Vikulok. 12.00 Auglýsingar. 12.10 Á dagskré. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 13.00 Hér og nú. 13.30 Ferðaflugur. 14.00 Sinna. 15.00 Tónelfur. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Sagan: „Mómó“ eftir Michael Ende. Ingibjörg Þ. Stephensen les (13). 17.00 Frá listahátið í Reykjavík. 18.35 Auglýsinger • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir ■ Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Ábætir. 20.00 Sumarvaka Útvarpsins. 22.00 Fréítir • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dansað með harmonikuunnendum. 23.10 Basil fursti - konungur leynilög- reglumannanna. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið. 01.00 Veðurfregnir. Rás 1 Sunnudagur 17. júní þjódhátíöardagur íslendinga 8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt. 8.15 Veðurfregnir - Dagskrá. 8.18 Alþingishátíðarkantata 1930. 9.00 Fréttir. 9.03 Spjallað um guðspjöll. 9.30 íslensk kirkjutónlist. 10.00 Fróttir. 10.03 Á dagskrá. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Frá þjóðhátíð í Reykjavík. 12.10 Á dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar • Tónlist. 13.10 Hádegisstund í Útvarpshúsinu. 14.00 Sunnefumálin og Hans Wium. 14.50 Stefnumót. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tvær þjóðir í einu landi. 17.00 Hljómsveitin Islandica í tali og tónum. Sagan: „Mómó" eftir Michael Ende. Ingibjörg Þ. Stephensen les (14). 18.30 Tónlist • Auglýsingar. Dánafregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.31 Frá Listahátíð í Reykjavík. 21.10 Kínamúrinn. 21.30 Sumarsagan: „Birtingur" eftir Volt- aire. Halldór Laxness les lokalestur (10). 22.00 Fréttir • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 íslenskir einsöngvarar og kórar. 23.00 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.07 Um lágnættið. 01.00 Veðurfregnir. Rás 1 Mánudagur 18. júní 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fróttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Sumarljóð kl. 7.15, hreppstjóraspjall rétt fyrir kl. 8.00, menningarpistill kl. 8.22 og ferðabrot kl. 8.45. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fróttir. 9.03 Litli barnatíminn: Ketill LarBen seg- ir eigin ævintýri. 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.40 Búnaðarþátturinn. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Birtu brugðið á samtímann. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. 12.10 Úr fuglabókinni. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Hvaða félag er það? 13.30 Miðdegissagan: „Leigjandinn" eftir Svövu Jakobsdóttur. Höfundur les (5). 14.00 Fréttir. 14.03 Baujuvaktin. 15.00 Fréttir. 15.03 Sumar í garðinum. 15.35 Lesið úr forustugreinum bæjar- og héraðsfréttablaða. 16.00 Fróttir. 16.03 Að utan. '16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Um daginn og veginn. 20.00 Fágæti. 20.15 íslensk tónlist. 21.00 Á ferð. 21.30 Sumarsagan: „Viðfjarðarundrin" eftir Þórberg Þórðarson. Eymundur Magnússon byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Úr fuglabókinni. 22.30 Stjórnmál að sumri. 23.10 Kvöldstund í dúr og moll. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Laugardagur 16. júní 8.05 Nú er lag. 11.00 Helgarútgáfan. 11.10 Litið í blöðin. 11.30 Fjölmiðlungur í morgunkaffi. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Menningaryfirlit. 13.30 Orðabókin, orðaleikur í léttum dúr. 15.30 Sælkeraklúbbur Rásar 2 - sími 686090. 16.05 Söngur villiandarinnar. 17.00 íþróttafréttir. 17.03 Með grátt í vöngum. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Blágresið blíða. 20.30 Gullskífan. 21.00 Úr smiðjunni - Áttunda nótan. 22.07 Gramm á fóninn. 00.10 Nóttin er ung. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Gullár á Gufunni. 3.00 Af gömlum listum. 4.00 Fréttir. 4.05 Suður um höfin. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Tengja. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 í fjósinu. 7.00 Áfram ísland. 8.05 Söngur villiandarinnar. Rás 2 Sunnudagur 17. júní þjóðhátíðardagur íslendinga 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Helgarútgáfan. 12.20 Hádegisfréttir. - Helgarútgáfan heldur áfram. 14.00 Með hækkandi sól. 16.05 Slægur fer gaur með gígju. 17.00 Tengja. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Zikk-Zakk. 20.30 Gullskífan. 21.00 Söngleikir í New York. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 8,9,10,12.20,16,19,22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Á gallabuxum og gúmmískóm. 2.00 Fréttir. 2.05 Djassþáttur. 3.00 Landið og miðin. 4.00 Fréttir. 4.03 Sumaraftann. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á þjóðlegum nótum. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Harmonikuþáttur. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Áfram ísland. Rás 2 Mánudagur 18. júní 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. - Sólarsumar heldur áfram. 14.03 HM-hornið. 14.10 Brot úr degi. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. 20.30 Gullskífan. 21.05 Söngur villiandarinnar. 22.07 Landið og miðin. 23.10 Fyrirmyndarfólk. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Söðlað um. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. 3.00 Landið og miðin. 4.00 Fréttir. 4.03 Sumaraftann. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Zikk zakk. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Áfram ísland. Ríkisútvarpið Akureyri Mánudagur 18. júní 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Laugardagur 16. júní 08.00 Þorsteinn Ásgeirsson og húsbændur dagsins. 12.00 Einn, tveir og þrír... 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. 15.30 íþróttaþáttur... 16.00 Bjarni Ólafur. 19.00 Haraldur Gíslason. 23.00 Á næturvakt... 03.00 Freymóður T. Sigurðsson. Bylgjan Sunnudagur 17. júní 09.00 í bítið á 17. júní... 13.00 Það er kominn 17. júní!!! 17.00 Haraldur Gíslason. 22.00 Ágúst Héðinsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Bylgjan Mánudagur 18. júni 07.00 7-8-9... Pétur Steinn Guðmundsson og Hulda Gunnarsdóttir ásamt Talmáls- deild Bylgjunnar. 09.00 Fréttir. 09.10 Ólafur Már Björnsson. 11.00 í mat með Palla. 13.00 Valdís Gunnarsdóttir. 15.00 Ágúst Héðinsson. 17.00 Kvöldfréttir. 17.15 Reykjavik síðdegis. 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson. 21.30 Stjörnuspeki... 23.00 Haraldur Gíslason. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Mánudagur 18. júni 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.