Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 17
efst f hugo Laugardagur 16. júní 1990 - DAGUR - 17 Val bæjarlistamanns Nú að afstöðnum vorkosningum, þegar stjórnmálamennirnir hafa myndað meiri- hiuta hver á sínum stað eftir gengi hvers og eins flokks, þá fer sá tími í hönd að flokkarnir verða að efna stóru loforðin, Við hér á Akureyri höfum fengið okkar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandaiags. Ekki ætla ég að tjá mig um væntanlegt samstarf flokkanna, vona aðeins að það leiði til framfara og betra mannlífs í bænum okkar. Hitt vil ég' nefna, sem gladdi mig óneitanlega, að innfæddur Akureyringur skyldi veijast til bæjarstjóra. Ég vil bjóða nýjan bæjar- stjóra, Halldór Jónsson, velkominn, þvi alltof lengi höfum við Akureyringar þurft að bíða þess að innfæddur Akureyringur veldist til þessa starfs, maður með hald- góða þekkingu á þörfum og óskum bæjarsamfélagsins samhliða góðri menntun. Ég vænti mikils af nýja bæjar- stjóranum okkar og óska þess að honum farnist vel í starfi og að hann verði okkur Akureyringum til gagns og heilla. Oft hefur mig furðað á því, að þá þegar stjórnunarstöður hér í bæ hafa verið auglýstar, skuli veljast til þeirra utanað- komandi menn og konur, en ekki heima- menn þrátt fyrir að kunnátta, menntun og hæfni hafi verið fyrir hendi. Mér hefur virst sem heimamaðurinn hafi sjaldnast verið gjaldgengur til stóru átakanna. Hvaða kenndir liggja á bak við slíkt skal ósagt látið, en ég varpa þessu fram mönnum til umhugsunar. Nýlega var bæjarlistamaður Akureyrar valinn til sex mánaða. Menningarmála- nefnd Akureyrar valdi unga konu, hæfi- leikaríka listakonu að sögn, til bæjar- listamanns. Ég vil óska henni til ham- ingju með vegsemdina og óska þess að listagyðjan verði henni hliðholl, en hitt vil ég þó nefna, að ég vildi sjá að annar listamaður hefði orðið fyrir valinu. Það er mín skoðun, að frekar hefði átt að veljast til starfsins innfæddur Akureyringur, sem unnið hefur að list sinni hér á Akureyri. Meðal umsækjanda voru slíkir lista- menn, listamenn sem hafa þraukað af eyðimerkurgöngu listalífs á Akureyri, listamenn sem eru orðnir sem kaktusar í eyðimörk þeirrar menningarstefnu sem hefur veriö rekin af bæjaryfirvöldum Akureyrar. Nú þegar bæjaryfirvöld vökn- uðu og veittu fjármagni til bæjarlista- manns, hefði átt að velja nestor þeirra sem sóttu um, en ekki umsækjanda sem aðeins hefur dvalið og starfað að list sinni á Akureyri í mjög stuttan tíma. Oft- ast er nú svo að tíminn vinnur með lista- mönnum og framtíðin er þeirra, en á augnabliki vals til bæjarlistamanns var ekki valið rétt að mínu áliti. Gengið var framhjá þeim listamönnum sem hafa þjónað bæjarfélaginu lengst og dyggast og slíkt ber ekki að gera. Að lokum vil ég beina þeirri ósk og von til nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar og tii Halldórs Jónssonar, bæjarstjóra, að endurskoða og bæta hlut Akureyrar- bæjar til menningarmála og lista. Margt þarf að bæta og lagfæra. Akureyri á ekki og má ekki vera sem örfoka melur í heimi menningar og lista. Óli G. Jóhannsson Gísli Ólafsson frá Eiríksstöð- um hneigðist meir til skáld- skapar en stritvinnu, eins og þessi vísa sýnir: Brags við þvætting þagna hlýt. Þeim er ei stætt að ríma sem eftir mætti mega skít moka að hættutíma. Oft bjuggu menn við kalt við dorgveiðar á Mývatni og varð sem víðar, annaðhvort að duga, eða drepast. Sigurður Jóhannesson kvað: Norðanhríðar hraglandinn herðir gríðartökin, við skulum stríða maður minn meðan þýð er vökin. í nánd við samkomuhúsið að Breiðumýri, Reykjadal, stendur skógreitur. Aldraður maður sem vann að gróður- setningu fyrstu sprotanna, kvað: Þeir hverfa svona einn og einn úr aldamótasveit. Loks verður ekki eftir neinn sem ól upp þennan reit. Hann mun þó dafna og anga enn í árdagssólar glóð ef æskan um hann annast enn af ást á landi og þjóð. Jón Þorsteinsson á Arnar- vatni mun hafa haft ungan fola fyrir augum er hann kvað: Litli Rauður Sokkason, svelli þér lífsins straumur. Þú ert ennþá eintóm von, ofurlítill draumur. Enginn veit, hvort verður ber vísirinn sem við fundum, en það er gott að gera sér góðar vonir siundum. Ég hef h'ka þráreynt það þegar kólu blómin að vonin mín í vettlings stað vermdi fingurgóminn. Og enn kvað Jón: Sérhver þjóð á þroska sinn, þrá og heita strauma og hún verndar vísirinn, von og kæra drauma. Fyrsti vorgróðurinn: Hvílíkt undra fjör og frjó, finndu lundsins angan. Strjúktu grundar laufaló, og leggðu hana undir vangann. Jakob Ó. Pétursson kvað þessa mannlýsingu: Oft hann nudd og ónot hlaut, oft hann studdi menn til dáða, oft hann ruddi öðrum braut, ef að buddan fékk að ráða. Næstu vísu orti Jakob í orða- stað óheppins manns. Er ekki von maður verði reiður, vanþakklæti eru heimsins laun. í stað þess að sýna mér sæmd og heiður, sendu þeir mig á Litla-Hraun. Magnús Guðjónsson, Ósi við Steingrímsfjörð leit í eigin barm: Lífs á sprangi linast ei, liðkar ganginn hraður. Sjái hann vanga á sætri mey, svo er Mangi glaður. Þungt er yfir flestum vísum Kristjáns Ólasonar, svo sem þessum: Hvers vegna ég ekki er alltaf sæll og glaður? Það ber við, að þelsárt mér þykir að vera maður. Svik. Varla yrði vængjahaf vonarinnar mikið ef að flest sem auðnan gaf okkur reynist svikið. Hvers vegna? Góða, mjúka, gróna jörð, græn og fögur sýnum, því er alltaf einhver hörð arða í skónum mínum. Vinur minn rétti að mér eftir- farandi vísur sem Brynjólfur Ingvarsson kvað að loknu út- varpserindi. Baldur Hermannsson, hættu nú. Er Hitler risinn að nýju? Hvernig í ósköpum ælir þú upp svona drullugri spýju. Hvíslast og læsist um hrellda sveit hrollur af ræðu þinni. Var þér alvara ? Enginn það veit. Órótt er mörgum sinni. Hún má vara sig þessi þjóð ef þínir líkar fá völdin kyrjandi botnlausan ofstækisóð yfir landslýð á kvöldin. Þá kemur bjórvísa sem sveitamaður sendi. Góðir landar, okkur er ærinn vandi á höndum, ef á að blanda bjórinn hér, í böli fjandans stöndum. Veiðileyfi Sala veiðileyfa í Eyjafjarðará og Hörgá hefst í verslun- inni Eyfjörð þriðjudaginn 19. júní kl. 9.00 árdegis. Sala á þriðja svæði í Eyjafjarðará er í höndum ferða- þjónustu bænda á Hrísum og Öldu hf. í Melgerði. Veiðifélög Eyjafjaröarar og Hörgár. KONUR á Akureyri og nágrenni Grill og gaman í Naustaborgum 19. júní kl. 19.00. Minnst 75 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Komið með matarbita, drykkjarföng og áhöld. Grill og kol á staðnum. Sérstaklega er auglýst eftir nafni á svæðið sem konur plöntuðu trjám í fyrir 5 árum. Skemmtidagskrá og leikir. Sýnum að konur af öllum árgerðum og stærðum geta komið saman og gert sér glaðan dag. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN. Samstarfsaðili Fyrirtæki í Reykjavík leitar fjársterks aðila á Akureyri er áhuga hefði á að setja upp og reka verslun með yfirgrips- mikinn vöruflokk, er teljast má til nýj- unga hér á landi. Góð arðsemi og hröð velta. Þjálfun verslunarstjóra býðst erlendis. Innrétting þarf að lúta staðli framleiðenda. Stefnt er að opnun verslana samtímis á tveim stöðum auk Reykjavíkur. Æskilegt stærð húsnæðis 50-70 m . Áhugasamir leggi nöfn með uppl. inn á afgr. Dags, merkt: „Snarir í snúningum" fyrir 22. júní 1990. HÚSHÆPISSTOFNUN RÍKISINS T/EKNIDEILD Útboð Hreppsnefnd Grýtubakkahrepps óskar eftir til- boðum í byggingu parhúss við Melgötu nr. 4, á Grenivík. Húsið er 194 rrf að grunnfleti og um 695 m3. Verkið tekur til allrar vinnu við gröft á grunni, upp- steypu og frágang utan húss og innan svo og frá- gang lóðar. Verkið skal hefjast í júlí nk. og verktími verður 15 mánuðir. Útboðsgögn verða afhent væntanlegum bjóðendum á skrifstofu Grýtubakkahrepps á Grenivík og hjá Tæknideild Húsnæðisstofnunar, Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, fráog með miðvikudeginum 20. júní 1990. Tilboðin verða opnuð á sömu stöðum föstudaginn 6. júlí 1990 kl. 14.00 stundvíslega, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess ó'ska. F.h. Hreppsnefndar Grýtubakkahrepps. Tæknideild Húsnæðisstofnunar. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK ■ SÍMI - 696900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.