Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 16. júní 1990 Laugardagur 16. júní 1990 - DAGUR - 11 N______________________________________________ bæjarstjórnarkosninganna. Sá heitir Einar Njálsson. Einar er fæddur á Húsavík, nánar tiltekið 15. ágúst 1944 í Dvergasteini og alinn upp þar. Móðir hans var Árnína Einarsdóttir, ættuð úr Þing- eyjarsýslu og faðir hans er Njáll B. Bjarnason ættaður af Vest- fjörðum. Einar er kvæntur Sigurbjörgu Bjarnadóttur og eiga þau þrjár dætur. Einar nam við Samvinnuskólann á árunum 1961-63 og hefur starfað við Samvinnubankann nær óslitið síðan, fyrstu árin í Reykjavík en gerðist síðan útibússtjóri við útibúið á Húsavík 1969, þá aðeins 25 ára að aldri. Einar er fyrst spurður uin aðdragandann að því að hann var ráðinn bæjarstjóri á Húsa- vík. „Hann var ntjög stuttur, eða nánast enginn. Eftir kosningar töluðu framsóknar- menn við mig og spurðu mig hvort það þýddi eitthvað að ræða það að ég tæki þetta að mér. í ljósi þess að Samvinnubankinn hefur verið seldur Landsbankanum, og með einum eða öðrum hætti stendur fyrir dyrum að sameina þessa tvo banka þá fannst mér rétt að nota tímann og breyta til, þó að ég hafi ekkert nema allt gott um Landsbank- ann að segja. Mín viðskipti við Landsbank- ann hér á Húsavík og mín samskipti við þá útibússtjóra sem þar hafa verið, keppinauta mína, hafa öll verið mjög góð. En sem sagt, vegna þessarar aðstöðu, og breytinga sem þarna liggja fyrir, þá fannst mér rétt að nota tímann og breyta til.“ - Þetta hefur sem sagt ekkert vafist fyrir þér? „Jú, það vafðist auðvitað verulega fyrir mér að taka þessa ákvörðun. Fyrst og fremst vegna þess að Samvinnubankinn hef- ur verið minn vinnustaður í 26 ár. Ég hef unnið þar með afskaplega góðu fólki, bæði hér á Húsavík, og einnig kynnst útibússtjór- um bankans vítt og breitt um landið, yfir- mönnum bankans í Reykjavík, og þar hef ég átt afskaplega gott samstarf og ánægju- lega vinnuaðstöðu á allan hátt. Þannig að þetta var mjög erfið ákvörðun.“ Var nokkuð pólitískur - Er langt síðan þú fékkst áhuga á stjórn- málum? „Já, ég fór snentma að hafa áhuga á pólitík. Það má rekja það alveg aftur á ungl- ingsár. Það var nú eiginlega fyrst og fremst komið frá afa mínum, Einari. Hann hafði mikinn áhuga á ýmsum félagsmálum og slíku og við ræddum mikið saman. Pabbi hafði reyndar einnig mikinn áhuga á ýmsum félagsmálum og pólitík, en við vorum nú reyndar ekki alltaf sammála feðgarnir, þótt allar okkar samræður hafi verið málefnaleg- ar og sjónarmið okkar vafalaust nálgast nokkuð með tímanum. Ég var nokkuð pólitískur þegar ég var í Samvinnuskólanum. Ég starfaði meira að segja svolftið í pólitík og var einu sinni í framboði til bæjarstjórnar hér á Húsavík, að vísu ekki mjög ofarlega, 5. sæti eða um það bil. Ég sat nokkra bæjarstjórnarfundi sem varafulltrúi þegar ég var ungur maður og starfaði svolítið í félagsmálum ungra framsóknarmanna bæði í Reykjavík og hér á Húsavík." Vantar meiri físk - Nú heyrir maður fólk gjarnan segja sem svo að hér sé allt á niðurleið. Hvert er þitt álit? Hefði kannski mátt halda eitthvað bet- ur á spöðunum í þessum málum? „Ég vil nú útaf fyrir sig ekkert segja um það. En ég vil gjarnan taka svolítið upp þar sem þú segir að hér sé allt á niðurleið. Ég sé þetta nú ekki þannig fyrir mér. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því, eins og Ragnar Reykás segir, að ef við lítum t.d. hér á tvö stór atvir.nufyrirtæki í bænum sem eru annars vegar Kaupfélag Þingeyinga og hins vegar Fiskiðjusamlag Húsavíkur, þá hafa bæði þessi fyrirtæki gengið í gegnum verulega erfiðleika á undanförnum tveim árum. En bæði þessi fyrirtæki hafa tekið mjög röskiega til hendinni hjá sér, og þessi fyrirtæki eru bæði frekar á uppleið heldur en niðurleið. Kaupfélagið t.d. breytir sinni rekstrarafkomu í kringum áttatíu milljónir, milli áranna ’88 og ’89. Hitt er hins vegar alveg rétt að atvinnuástand hér er frekar slakt á sumum sviðum. Það er alveg ljóst að okkur vantar meiri fisk hingað til bæjarins. Þess er skemmst að minnast að það var haldinn hérna almennur fundur um atvinnu- mál og sérstaklega var þar fjallað um hug- myndir urn skipakaup eða kvótakaup til bæjarins. Þetta er auðvitað mál sent verður að taka mjög föstum tökum og verður að fara að vinna að strax. Fiskiðjusamlagið hér þolir það alveg að bæta við sig fiski sem samsvarar einum togarakvóta. Og ef okkur tekst með einhverju skynsamlegu móti að ná okkur í slíkt þá er ég alveg viss um að það tekst að snúa dæminu við.“ - En hvað með aðra möguleika, stóriðju t.d? „Ég hef enga fordóma gagnvart stóriðju, alls ekki. Stóriðja er auðvitað mál sem menn verða að skoða mjög vandlega í hverju einstöku tilfelli, sem um hana yrði að ræða. Það verður auðvitað að gæta allrar þeirrar varúðar sem menn hafa þekkingu og skynsemi til í sambandi við mengun, bæði umhverfis og hins mannlega lífs.“ Flugvallarmál - Hvað með möguleika í ferðaþjónustu? „Undirstaðan hér er náttúrlega sjávarút- vegurinn. Við höfum hér tvö öflug fyrirtæki sem þjónusta landbúnaðinn og þá á ég við mjólkursamlagið og sláturhúsið. Á því sviði höfum við góða möguleika. í sambandi við ferðaþjónustu, þá höfum við myndarlegt hótel, sem sjálfsagt er að reyna að nýta. Og mér finnst sjálfsagt að hlúa að ferðaþjón- ustu eins og mögulegt er. Ég á hins vegar bágt með að trúa því að ferðaþjónusta verði nokkurn tíma það sem ræður úrslitum um búsetu manna á Húsavík, en sem slík er hún ágætis aukageta og sjálfsagt að notfæra sér hana eins og frekast er kostur. Við búum hér í mjög fallegu héraði. En af því að þú nefnir ferðamál, þá hef ég persónulega mik- inn áhuga fyrir því að hér takist að byggja upp öflugri flugvöll en er hér í dag. Þá sé ég hann ekki eingöngu fyrir mér til þess að þjóna ferðamönnum, heldur og ekki síður til þess að greiða fyrir hugsanlegum útflutn- ingi. Þegar staðarval á flugvelli á íslandi er annars vegar þá verða menn auðvitað að gera sér fulla grein fyrir því, að ef við erum að tala um 100-120 kílómetra radíus kring- um Aðaldalsflugvöll, þá er verið að tala um næstfjölmennasta svæði landsins. Það hlýtur að vega töluvert þungt þegar menn velta fyrir sér hvar eigi að efla flugsamgöngur og aðstöðu til þeirra.“ - Sættir þú þig við að þetta yrði í leiðinni varaflugvöllur fyrir NATO? „Ég hef nú satt að segja lítið velt þeirri spurningu fyrir mér. Hún skiptir mig í sjálfu sér ekki mjög miklu máli. Ég sé NATO ekki fyrir mér í sömu mynd og áður, einfaldlega vegna þess að áður en við vitum af þá verð- ur búið að sameina NATO og Varsjár- bandalagið, og þetta verður ekki það hern- aðarbandalag sem það var. Við lítum þetta hernaðarbrölt allt öðrunt augum en við gerðum. Þannig að fyrir mér er NATO ekk- ert tilfinningamál lengur og skiptir mig satt að segja engu máli. Ég var hins vegar, hér á árum áður, afskaplega mikill andstæðingur erlendrar hersetu og er það ennþá.“ Húsavík er menningarbær - Hverjir eru að þínum dómi stæretu kost- irnir við að búa á Húsavík? „Ég verð nú að játa það að ég á mjög erf- itt með að svara þessari spurningu. Einfald- lega vegna þess að ég hef nánast hvergi ann- ars staðar búið. Þannig að ég hef til þess að gera lítinn samanburð. Ég átti heima í nokkur ár í Reykjavík, en það var nú reynd- ar á þeim árum þegar ég átti ekki börn. Það er auðvitað verulegur munur að búa úti á landi í samanburði við Reykjavík. Hér hef- ur maður þokkalegan frið og rólegheit til þess að eiga samskipti við annað fólk, án þess að það týnist allt í stressi og umferðar- hávaða. Fyrir mér hefur það alltaf verið mikilvægt að Húsavík er í fyrsta lagi menn- ingarbær, og í öðru lagi er Húsavík hreinn og þrifalegur bær. Þetta er það tvennt sem maður heyrir mjög mikið hjá fólki, þegar það heyrir Húsavík nefnda. Og það er kannski gott fyrir okkur, heimamenn, að gera okkur grein fyrir því að þarna höfum við skapað ákveðna ímynd í augum annarra íslendinga. Þetta er kannski þungamiðja þess sem ég vildi gjarnan sjá að varðveittist áfram hér í bænum. En það gerist ekki nema stjórnendum bæjarins takist að tryggja hér í bænum, næga atvinnu fyrir alla og tryggja góða afkomu fyrir fólkið. Efna- lega afkomu þannig að fólk vilji setjast hér að og til þess að fólk geti lifað hér sóma- samlegu lífi.“ Draumaprinsar - Ef við vindum okkur nú yfir f léttari sálma. Hvað ætlaði Einar Njálsson sér að verða þegar hann yrði stór? „Það er alveg augljóst hvað Einar Njáls- son ætlaði sér að verða þegar hann yrði stór. Hann ætlaði sér að verða sjómaður, fyrst og fremst ætlaði hann að verða síldarsjómaður, og fara í síld á sumrin. Þegar ég var drengur, þá var ég mikið hérna á bryggjun- um og það var engin spurning að þeir menn sem ég leit mest upp til, það voru sjó- mennirnir. Sérstaklega fundust mér síld- veiðarnar töfrandi. Að sjá þessa menn, sem stóðu alveg upp í klof í síldinni í bátunum í gamla daga þegar verið var að landa. Þeir mokuðu síldinni með háfum í tunnur. Þetta voru sko mínir draumaprinsar. En síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar. Síldin er far- in og ég fór aldrei á sjó. Og hefði ábyggilega aldrei getað nokkuð á sjó, því það er ég viss um að það er enginn sjómaður í mér. Það er alveg ljóst að þarna á þessum árum var alveg gífurleg rómantík og þessi hilling og þessi ljómi sem stafar af þessum tíma í endurminningunni, ég álít að hann sé síst of mikill. En það er svo aftur annað mál að meðan síldin var hér á Húsavík og ég var að vinna á kaupfélagsplaninu hjá Togga á Hóli, þá var ég svoddan dæmalaus stráklingur að ég hef varla verið orðinn mikið rómantískur sjálfur." - Segðu mér nú svona að lokum. Áttu eitthvert lífsmottó? „Ja, nú rekur þú mig algjörlega á gat. Lífsmottó jaaá! Ég held að ég kjósi að svara þessu þannig að fyrir nokkuð mörgum árum, einum 15 ef ég man rétt, þá kom ég út til Danmerkur, þetta var í sambandi við leikferð Leikfélags Húsavíkur. Þar hitti ég hjón. Þau voru kennarar og áttu dóttur sem var þroskaheft, og ráku þá skóla fyrir þroskaheft börn í Kaupmannahöfn, sem starfar enn. Konan gaf mér bók að skilnaði. Bókina hafði hún skrifað sjálf um uppeldi og þroska þroskaheftra barna. Hún hafði skrifað fremst í bókina tilvitnun sem mér hefur alltaf þótt falleg og hef oft vitnað til. Og hún var einhvern veginn svona á dönsku: „Skillelinien bpr ikke gá mellem arbejde og fritid, men mellem livgivende og forstenede beskæftigelser.“ Svona gróflega þýtt, gæti þetta hljóðað svona: Markalínan verður ekki dregin milli frítíma og vinnu, einungis milli gefandi viðfangsefna og staðnaðra." Með þessum ágætu orðum látum við lokið stuttu spjalli við nýjan bæjarstjóra og ósk- um honum velfarnaðar í starfi sínu óhú — Einar Njálsson baejarstjóri á Húsavík í helgarviðtali

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.