Dagur - 20.07.1990, Side 3

Dagur - 20.07.1990, Side 3
Föstudagur 20. júlí 1990 - DAGUR - 3 skapur á Norðurlandi? Þorsteinn Steingrímsson Hóli Presthólahreppi: Sprettan víða léleg „Það er rétt byrjað að slá hér hjá okkur, en ég veit að bænd- ur frammi í Þistilfirði eru komnir eitthvað iengra,“ sagði Þorsteinn Stcingrímsson, bóndi á Hóli í Presthóla- hreppi. „Sprettan er hér víða léleg. Vorið var kalt og langvarandi þurrkar. Það var mjög kalt hér meginhiutann af júní og fram undir hundadagana. Síðan hefur verið hlýtt. Vætuna vantar til- finnanlega. Það er ekkert gagn af svona dropa og dropa, það þarf duglega rigingu. Síðasta sumar var líka mjög lélegt í sprettu og mér þykir hart ef þetta sumar verður ekki pínulítið skárra.“ óþh Kjartan Sigurðsson, Grímsstöðum II Mývatnssveit: Sprettan stoppaði í kuldakasti „Það liggur auðvitað vel á mér í blíðunni, en ég er reyndar ekki enn byrjaður að heyja. Ég bíð eftir að túnin verði nægi- lega vel sprottin,“ sagði Kjart- an Sigurðsson, Grímsstöðum II í Mývatnssveit. „Heyskapur er eitthvað byrj- aður hér í Mývatnssveit, en þó ekki í miklum mæli. Sprettan er mjög misjöfn. Segja má að hún hafi algjörlega stoppað í kulda- kastinu seinnipart júní og byrjun júlí. En túnin hafa tekið vel við sér þessa síðustu daga. Það er allur gangur á því hvort heyskapur er hafinn hér á þessum tíma. Fyrir þrem árum var ég búinn að slá töluvert á þessum tíma, en í fyrra var þetta á svip- uðu róli.“ óþh Friðrik Jónasson, Helgastöðum í Reykjadal „Þetta er eins og í gamla daga“ „Þetta hefur verið alveg dá- samlegt síðustu daga, svona með því besta sem maður hef- ur þekkt. Þetta er eins og var í gamla daga, t.d. árið 1939,“ sagði Friðrik Jónasson, bóndi á Helgastöðum í Reykjadal. „Ég byrjaði heldur seint á slætti, eða um 10. júlí. Sumir hér í Reykjadal byrjuðu nokkru fyrr á slætti, menn eru misjafnlega bráðir. Sprettan er orðin góð núna. Hún var ekki snemma til, en núna er hún orðin prýðileg. Verkunin á heyinu er góð, að minnsta kosti þessa dagana. Menn eru misjafnlega langt komnir á veg með heyskapinn. Ef tíð helst góð ætti að vera unnt að ljúka honum á um þrem vik- um.“ óþh Ólafur B. Óskarsson, Víðidalstungu í Þorkelshólshreppi: „Vel á veg kommn“ „Ég hygg að hér í sveit séu allir eitthvað byrjaðir og sumir eru kannski um það bil hálfnaðir. Hér var eitt stykki slegið 29. júní, en almennt byrjaði slátt- ur viku af júlí. Ef tíð helst áfram góð ætti ég að geta lokið heyskap í næstu viku,“ sagði Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastööum í Bárðardal. „Heyskapur hefur gengið alveg afskaplega vel. Að undan- förnu hefur verið alveg eindæma góð heyskapartíð. Það jaðrar við að heyið þorni af ljánum. Hægt hefur verið að hirða hey í góða súgþurrkun eftir einn dag. Spretta er mjög misjöfn. Tún sem komin voru vel af stað í sprettu um miðjan júní eru góð, en þau tún sem komin voru styttra þegar hlýnaði eiga nú langt í land með sprettu. Hér í sveit er mjög lítið kal, en ég veit til þess að út í sveitum, t.d. í Kinn ber töluvert á kali.“ óþh Ingunn Guðmundsdóttir, Ási í Áshreppi: „Hefur vantað vætu“ „Þetta hefur gengið alveg þokkalega nema hvað það hef- ur vantað vætu. Hún er komin núna þannig að sumir hafa stoppað á meðan,“ sagði Ing- unn Guðmundsdóttir á Ási í Áshreppi. „Það var mjög góð heyskapar- tíð um daginn, enda alltaf þurrk- ur. Margir eru búnir að heyja þó nokkuð og ég held að mér sé óhætt að segja að þetta gangi vel,“ sagði Ingunn og svo virtist sem bændur í Austur-Húnavatnssýslu væru bara ánægðir með gang mála í heyskapnum. Tíðin er betri en í fyrra og sláttur vel á veg kominn þótt enn sé töluvert eftir. SS Húseyjarkvísl: Öllum að óvörum beit Þessi fjögurra ára hnáta, sem heitir Helga Guðjónsdóttir, dró sinn fyrsta fisk á dögunum úr Leirutjörn. Um var að ræða 2,5 punda lax og gerði Helga sér lítið fyrir og landaði flskinum nánast hjálparlaust. Fyrripart þessarar viku voru komnir um 40 laxar á land úr Húseyjarkvísl í Skagafirði, flestir mjög vænir og góðir. Veiði hefur verið fremur dræm undanfarna daga eftir góða byrjun. Hins vegar hefur verið hin besta veiði á silungasvæð- inu. Þar setti þrettán ára gutti frá Akureyri í 13 punda lax á dögun- um og náði honum eftir um klukkustundar streð. Það þykir nokkrum tíðindum sæta ef menn setja í lax á silungasvæði Húseyj- arkvíslar, en stráksi lét sér hvergi bregða og bar sig fagmannlega að í barningnum við laxinn, þrátt fyrir að vera með útbúnað sem vart verður talinn heppilegur í veiði á slíkum stórhvelum. Enn rólegt í Þistilfírði Veiði er lítið hafin í ánum í Þistil- firði. Að sögn Maríu Jóhanns- dóttur á Syðra-Álandi byrja leigutakar Hölknár, sem eru Svisslendingar, að veiða í næstu viku. Þeir hafa verið að veiðum í Ormarsá og síðan er ferðinni haldið í Hölkná. Þá hefur einn Svisslendingur Hafralónsá á leigu og mun hann hafa rennt fyrir lax í júní og náð þá einum sjö. Hann mun og vera að veiðum í ánni núna, en ekki hefur frést af gengi hans. María sagði að silungsveiði sá stórí á væri nú orðið lítil í Hölkná. „Ég flutti á þessa jörð árið 1955 og þá gat maður séð stórar torfur af bleikju í hyljunum. En það er mikið til horfið, hvað sem veldur,“ sagði María. Um 2200 fískar náðst á silungasvæðum Laxár í Aðaldal Óhætt er að segja að líflegt hafi verið í urriðaveiðinni í Laxá í Aðaldal. í fyrrakvöld voru komnir 1570 fiskar á land á efra silungasvæðinu, að sögn Sólveig- ar Jónsdóttur á Arnarvatni. Hún kvað þetta mjög góða veiði og menn væru hinir ánægðustu með árangurinn. í veiðihúsinu Rauð- hólum í Laxárdal fengust þær upplýsingar að á neðra silunga- svæði Laxár væru nú komnir 637 fiskar á land. Þetta er svipuð veiði og á sama tíma í fyrra. Stærsti urriðinn sem til þessa hef- ur veiðst á neðra svæðinu er um 7 pund. Svarfaðardalsá Svarfaðardalsá var opnuð fyrir veiði 10. júlí sl. Jón Halldórsson í Sportvík á Dalvík, sem selur lausa veiðidaga í ána, segist ekki hafa nákvæmar fregnir af veið- inni það sem af er, en þó hafi nokkrir veitt vel þessa fyrstu daga. Veiðin hefur verið mest á neðri svæðunum en búast má við að fari að lifna yfir fremri svæðum. Jón sagðist ekki hafa heyrt af veiði á laxi úr Svarfaðar- dalsá enn sem komið er.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.