Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 14. september 1990 fréttir Sjálfsbjörg á Akureyri: íþróttahúsið á Bjargi verður senn tilbúið - vetrarstarfið að heflast í líkamsræktinni Sjálfsbjörg á Akureyri hyggst giæða starfsemi sína lífi með öflugu vetrarstarfi á Bjargi og verður það með dálítið breyttu sniði að þessu sinni. Sem kunnugt er voru þrír af fjórum veggboltasölum lagðir niður og rýminu breytt í íþróttahús sem Síðuskóli nýtir á daginn en almenningur á kvöldin og um helgar. Birgir Karlsson, framkvæmda- stjóri, sagði að líkamsræktin á Bjargi hefði nú fengið ný tæki og aðstæður væru mjög góðar. í líkamsræktinni er hægt að skrá sig í frjálsa tíma og hóptíma, eins og undanfarin ár, en útitrimm og sérstakir kvennatfmar eru nýmæli í starfinu. Fjórir íþróttakennarar leið- beina þátttakendum í líkams- ræktinni í vetur. Starfsemin hefst nk. mánudag og þá verður vænt- anlega líka hægt að taka vegg- boltasalinn í notkun. Á Bjargi eru sem fyrr nuddpottur, gufu- bað, ljósabekkir svo og endur- bætt hreinlætisaðstaða. „íþróttahúsið verður ekki til- búið fyrr en undir lok mánaðar- ins. Þar verður mjög góður aðbúnaður fyrir blak, innanhús- bolta og ýmsar greinar, enda mjög hátt til lofts í húsinu. Við leigjum salinn út til almennings eftir klukkan fimm virka daga og fram á kvöld og einnig á laugar- dögum,“ sagði Birgir. Annar þáttur í vetrarstarfi Sjálfsbjargar er spilavist sem haldin verður hálfsmánaðarlega á Bjargi. SS Skagaströnd: Ennþá enginn prestur fengist - auglýst aftur um áramót Skagstrendingar hafa enn ekki fundið prest til að kalla til sín. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, sóknarnefndarformaður, segir að þeir hafi samt ekki orðið neitt tilfínnanlega varir við það enn, þar sem prestur Bólstað- arhlíðarsóknar hefur þjónust- að þá í sumar. Enginn sótti um prestakallið í sumar þegar það var auglýst laust. Petta prestakall, ásamt öðru nýstofnuðu á Tálknafirði, eru þau einu sem enginn prestur er í núna. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu íslands verður trúlega auglýst aftur í lok árs, en á þeim tíma sem er þangað til hefur sóknin möguleika á að kaila til sín prest sem er án sóknar. Þeir virðast bara ekki liggja á lausu og mjög algengt er að nýútskrifaðir guðfræðingar fari utan í framhaldsnám. Ljóst er því að Skagstrendingar gætu orðið prestslausir fram eftir vetri. Sóknarnefndarformaðurinn sagði í samtali við Dag í gær að búið væri að jarðsyngja, gifta og skíra í sumar á Skagaströnd svo að þau væru ekkert farin að finna fyrir þessu ennþá. í vetur þegar færð fer að þyngjast og verkefnum presta að fjölga, eins og í sambandi við fermingar o.fl., gæti þó sóknin farið að sakna þess að hafa ekki Leiðrétting í frétt sem birtist í Degi um undirritun samnings Akureyrar- bæjar og Vátryggingafélags íslands hf. slæddist inn málvilla sem ber að leiðrétta. Setningin hljóðar svo og er höfð eftir Axel Gíslasyni, framkvæmdastjóra VÍS. „Inni í þessari tryggingu eru húseigendatrygging fyrir allar húseignir Ákureyrarbæjar og lausafjártrygging þess' lausafjár sem er í því húsnæði sem fryggt er.“ Pessari leiðréttingu er komið á framfæri og hlutaðeigandi beð- inn afsökunar. ój prest á staðnum að mati biskups- ritara sem sagðist vonast til þess að úr þessu rættist áður en svo yrði komið. SBG Grafskipið Reynir mokar í prammann. Sauðárkrókur: Dýpkun á höfiiinni hafin en - malbikun að ljúka í bænum Grafskipið Reynir er nú komið til Sauðárkróks og tekið til við dýpkun hafnarinnar. Við höfn- ina er einnig búið að malbika stórt svæði, en menn frá Loft- orku hafa verið undirverktakar hjá Króksverki í malbikunar- framkvæmdum á Króknum, m.a. í Túnahverfí og síðast á plani við Sundlaug Sauðár- króks. Reynir kom til Sauðárkróks um helgina eftir að hafa verið við dýpkunarframkvæmdir austur á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Áætlað er að framkvæmdirnar á Sauðárkróki taki þrjár vikur, en það fer þó allt eftir aðstæðum. 15.000 rúmmetrar af föstu efni verða fluttir á haf út og ætlunin er að með þessari dýpkun náist legupláss fyrir eitt stórt skip til viðbótar. Malbikunarframkvæmdum í Túnahverfi lauk fyrir skömmu. er samt bikunarflokkurinn ennþá staddur á Sauðárkróki og er búinn að leggja á stórt svæði við höfnina að auki. I gær voru þeir síðan að klára malbikun plans við sundlaugina og eftir það hverfa þeir af staðnum. Nú er Króksverk einnig að vinna að skólpræsagerð við höfn- ina og í Túnahverfi eru vinnuvél- ar í því að laga til á opnum svæð- um svo að hægt verði að græða þau upp á næsta ári. SBG Sjómenn áminntir með skiltum um að láta af sér vita til Tilkynningaskyldunnar: ,Við viljum ýta við sjómöimum á allan hátt sem við getum“ - segir Þór Magnússon hjá Slysavarnafélagi íslands „Ástæðan fyrir þessum skilt- um er augljós. Við viljum ýta við sjómönnum á allan þann hátt sem við getum. Það hefur borið mikið á því að menn hafa gleymt að tilkynna sig,“ segir Þór Magnússon, erindreki hjá Slysavarnafélag íslands, en í sumar og haust hefur félagið haft forgöngu um uppsetningu skilta í höfnum víða um land til þess að minna sjófarendur á að láta af sér vita til Tilkynninga- skyldunnar. Búið er að senda 30-40 skilti út til hafna víðsvegar um land og fyrir nokkru var m.a. sett upp skilti í Hrísey. Hvert skilti kostar Kvennalistinn ályktar: Vetnið vænlegur kostur A ráðstefnu um atvinnu- og umhverfísmá} sem Kvennalist- inn hélt á Þingeyri 1. og 2. september sl. var samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld voru sökuð um einsýni og íhaldssemi í öfíun tækifæra til þess að koma orku landsmanna í verð. í ályktuninni segir að Kvenna- Iistinn vilji beita sér fyrir breytt- um áherslum í þessum efnum og bendir sérstaklega á framleiðslu vetnis sem vænlegan kost. „Allt bendir til þess að þar sé um að ræða eldsneyti frámtíðar- innar og ekki er minna um vert að framleiðsla og notkun vetnis veldur ekki umhverfismengun. Pennan kost vilja kvennalista- konur láta rannsaka og kanna til hlítar möguleika á samvinnu við aðrar þjóðir um nýtingu orku- linda okkar í þessu skyni. Kvennalistakonur átelja stjórnvöld harðlega fyrir að hafa sóað dýrmætum tíma og gífurleg- um fjárhæðum til þess eins að fá útlendinga til að reisa hér nýtt álver, sem mundi hafa í för með sér verulega umhverfismengun og búseturöskun. Ennfremur hefur öll sú málsmeðferð valdið úlfúð og togstreitu milli lands- hluta,“ segja kvennalistakonur. Þá er í ályktuninni bent á mikilvægi ferðamannaþjónustu í þróun byggðar í landinu. „Upp- bygging og aukning í ferðaþjón- ustu skilar sér fyrst og fremst utan ‘höfuðborgarsvæðisins og nýtist jafnt um allt land. Þá er það mikill kostur að mörg störf í ferðaþjónustu henta vel konum en aðstæður kvenna gleymast oft þegar hugað er að atvinnusköp- un.“ JÓH 7.500 krónur krónur og segir Þór að sett séu upp tvö skilti á hverj- um stað, annað sem blasi við sjófarendum þegar þeir haldi til hafs og hitt við innsiglingu í hafn- ir til þess að minna sjómenn á að tilkynna sig þegar þeir komi úr róðri. Þór Magnússon segir að allir bátar, sem stundi veiðiskap, þurfi að tilkynna sig til Tilkynningá- skyldunnar, en reynslan sýni að misbrestur sé á því, einkum hjá smærri bátum. Slysavarnafélagið hafði á sín- um tíma forgöngu um stofnun Tilkynningaskyldunnar í sam- vinnu við sjómenn og því segir Þór að félagið hafi ýtt þessu verk- efni úr vör. Höfuðstöðvar Slysa- varnafélagsins komu því af stað í vor, en kvenna- og björgunar- sveitir félagsins víða um land hafa lagt því lið við uppsetningu skiltanna í sumar og haust. „Við vonum að þessi skilti verði komin upp í allar hafnir á landinu innan ekki mjög langs tíma, því reynsl- an hefur margoft sýnt að þessi öryggisþjónsta hefur bjargað mannslífum,“ segir Þór. óþh Akureyrarbær: Framtíð IðavaJla ræðst á næstunni Málefni dagvistarstofnunar- innar Iðavalla á Akureyri eru til athugunar hjá Bæjarráði Akureyrar og félagsmálaráði. Tillögur hafa komið fram frá byggingadeild bæjarins um þrjá valkosti, en engin ákvörð- un hefur enn verið tekin. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, segir að fyrsti valkosturinn hafi verið að lagfæra húsið í núverandi mynd, í öðru lagi lagfæringar ásamt nauðsyn- legri viðbyggingu og í þriðja lagi að byggja nýja dagvist frá grunni, í stað Iðavalla. I umræðum um þetta mál kom upp spurning um hvort rétt væri að byggja nýja dagvist upp á þessum sama stað. „Þarna fannst okkur vanta fyllri mynd, og því var ákveðið að láta skoða þetta nánar, í sam- ræmi við athugasemdir sem menn gerðu á bæjarráðsfundi. Ég vænti þess að málið verði afgreitt í næstu viku,“ segir Sigurður J. Sigurðsson. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.