Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. september 1990 - DAGUR - 13 Minning: Ý Brynja Riis Jensen fædd Margrét Brynja Kristjánsdóttir Briissel Belgíu Fædd 20. júlí 1952 - Dáin 3. september 1990 í dag er til moldar borin viö hlið móöur sinnar, móöurafa og ömmu, frænka mín og vinkona Brynja Riis Jensen. Brynja fædd- ist á Akureyri 20. júlí 1952, dóttir Huldu Pálsdóttur Vigfússonar af Hákonarstaðaætt á Jökuldal og Kristjáns Ingólfssonar frá Vfði- hóli á Fjöllum. Pað var sem dagurinn sortnaði fyrir mér þegar mér barst sorgar- fregnin um að Brynja væri látin, langt um aldur fram í blóma lífsins, frá eiginmanni sínum Börge, Huldu nýfermdri og Tóm- asi litla 7 ára. Er skammt stórra högga á milli því móðir Brynju, Hulda Pálsdóttir, lést í Kaup- mannahöfn fyrir þremur árum aðeins 55 ára gömul, mikil heið- urskona. Nú þegar Brynja er öll þá vakna minningarnar um sam- verustundir okkar gegnum árin og þá sérstaklega er ég bjó hjá henni í Reykjavík í íbúð móður hennar sem þá var flutt til Dan- merkur. Þær minningar eru sem aðrar er ég á uin hana, ntinningar um vináttu, hlýju og gleði. Brynja vann í þá daga sem flug- freyja en ég var í skóla og áttum við að skipta með okkur kostnaði við heimilishaldið. En einhvern veginn var það svo að þegar kom að mér að borga eitthvað voru reikningarnir undarlega lágir og hentuðu rnér auralitlum skóla- strák furðu vel. Og margt kvöldið sátum við saman og töluðum unt svo margt milli himins og jarðar, glettumst og hlógum. Brynja var vel að sér í svo mörgu, hún var heimskona. Leiðir okkar Brynju fjarlægð- ust þegar hún flutti til Kaup- mannahafnar þar sem móðir hennar rak verslun í Kristjáns- höfn um árabil. f Danntörku kynntist Brynja eftirlifandi eigin- manni sínum Börge Riis Jensen rafmagnsverkfræðingi frá Silki- borg. Síðustu 10 árin hafa Brynja og Börge ásamt börnunum tveimur, Huldu nýfermdri og Tómasi litla 7 ára, búið í Belgíu og mega þau þrjú nú í sorg sinni fylgja kærri eiginkonu og móður heim yfir hafið hingað til Akur- eyrar í hinsta sinn þar sent scýlin brosti við Brynju nýfæddri fyrir 38 árunt þar sem hún mun nú hvíla meðal ástvina sinna í fæð- ingarbæ sínum. Fjölskylda mín og móðir voru svo lánsamar að fá að heimsækja Brynju og fjölskyldu hennar síð- astliðið vor og dvelja á rausnar- heintili þeirra rúmlega hálfan ntánuð. Eins og Brynju var líkt bar hún okkur á höndum sér með ástúð og höfðingsskap sem henni og fjölskyldu hennar er í blóð borið, þannig að erfitt var að fara heint að fríi loknu. Glaðlyndi, alúð og rausnarskapur þcirra var slíkur að Inga konan mín heillað- ist strax af þeim öllum, þótt luin kynntist þeim þá í fyrsta sinn. Hún og Brynja urðu góðvinir á þeint skamma tíma er við dvöld- um á heimili hennar og þegar við' kvöddum þau var þegar farið að undirbúa aðra heimsókn. Brynja mín, nú þegar þú hefur gengið á enda götu þessa lífs og ert komin til betri heima. sem þú efaðist aldrei um að tækju við að leið okkar lokinni, þá sitjum við eftir hnípin og ráðvillt en þær góðu minningar sent þú skilur eftir þig eru sá bautasteinn sem þú reistir sjálfri þér með gæsku þinni í lífinu og verður okkar huggun. Elsku Börge, Hulda ogTómas, Kristján og synir, ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur dýpstu samúð. Við höfum misst mikið, en við eigum þó sjóð ntinninga um góða konu sem við kveöjum nú að sinni. Baldvin H. Sigurðsson. Sá sorglegi atburður gerðist þann 3. sept 1990, frænka mín og nafna, Brynja Riis Jensen, lést á heimili sínu í Belgíu aðeins 38 ára að aldri. Þessi atburður sló okkur öll hér heima. Að hún Brynja okkar væri látin, eins og hún var lífsglöð, hún var alltaf hlæjandi og kát en þannig minnist ég hcnnar. Þó að ég hafi ekki haft mikið samband viö hana síðustu árin, þá fréttum við alltaf af henni og börnum hennar þeint Huldu Ósk og Thomasi. Ég minnist þess, þegar ég var barn, að það voru með skemmti- legustu stundunum þegar hún kom í heintsókn og dvaldist á heimili foreldra ntinna í nokkra daga. Þá datt henni margt skemmtilegt í hug og við systkin- in og foreldrar okkar áttum margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Viö munum geyma þessar góðu stundir í huga okkar og sakna þess að fá ekki að heyra hlátur hennar framar. Megi þú hvíla í friði nafna ntín. Brynja frænka. O.A. Samtökin. Fundir alla mánudaga kl. 20.30 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Nú hefst vetrarstarfið um þessa helgi. Laugardagur: Laugardagsfundur á Sjónarhæð kl. 13.30. Allir krakkar velkomnir. Unglingafundur sama dag kl. 20.00. Allir unglingar vel- komnir. Sunnudagur: sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30, yngri og eldri deild. Allirkrakkarvelkomnir. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17.00. Allir velkomnir. Föstudagur 14. sept. æskulýður kl. 20.30. Sunnudagur 16. sept. kl. 11.00 helgunarsamkoma, kl. 13.30 sunnudagaskóli, kl. 17.30 hermannasamkoma, kl. 19.30 bæn, kl. 20.00 almenn samkoma. Mánudagur 17. sept. kl. 16.00 heim- ilasamband. Þriðjudagur 18. sept. kl. 17.30 yngriliðsmannafundur og kl. 20.30 hjálparflokkur. Fimmtudagur 20. sept. kl. 20.30 Biblía og bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir. 75 ára er í dag Jón Gíslason, byggingameistari, Fjólugötu 14, Akureyri. HVÍTASUtinUKIRKJAN v/smwshlío Sunnudagur 16. sept. kl. 20.00.vakningasamkoma. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Mikill og fjölbreyttur söngur. Sam- skot tekin til kristniboðsins. Allir eru hjartanlega velkomnir. Messur Akureyrarprestakall: Messað verður í kapellu Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 11.00. Séra Ingólfur Guðmundsson prédik- ar. Hann mun annast þjónustu fyrir séra Þórhall Höskuldsson fram til 15. desember. Séra Ingólfur byrjar starf sitt í Akureyrarprestakalli 15. september, og er hann boðinn hjartanlega velkomninn. Sálmar í messunni eru þessir: 455, 193, 192, 348, 524. B.S. Minningarspjöld Landssamtaka Hjartasjúklinga fæst í öllum bóka- búðum á Akureyri. Minningarspjöld Hjálparsveitar Skáta Akureyri fást í Bókval og Blómabúðinni Akur Kaupangi. Minningarkort Hjarta- og æðavemd- arfélagsins eru seld í Bókvali og Bókabúð Jónasar. Minningarspjöld Minningarsjóðs Kvcnfélagsins Hlífar fást í Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu Sunnuhlíð, Blómabúðinni Akri og símaafgreiðslu F.S.A. Minningarkort Líknarsjóðs Arnar- neshrepps fást á eftirtöldum stöð- um: Brynhildur Hermannsdóttir, Hofi, sími 21950. Berta Bruwik, Hjalteyr- arskóla, sími 25095. Jósafína Stefánsdóttir, Grundar- gerði 8a, sími 24963. Nauðungaruppboð Laugardaginn 22. september 1990 verður haldið nauðungaruppboð á lausafé og hefst það við Lög- reglustöðina v/Þórunnarstræti á Akureyri kl. 14.00 og verður framhaldið annars staðar eftir ákvörðun uppboðshaldara, sem kynnt verður á uppboðsstað. Selt verður, væntanlega, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, skiptaréttar Akureyrar og ýmissa lög- manna, lausafé, sem hér greinir: Bifreiðarnar: A-820, A-1180, A-1183, A-1322, A-1425, A-1596, A-1838, A-1953, A-2014, A-2746, A-2852, A-2974, A-3746, A-3982, A-4103, A-4446, A-4956, A-5111, A-5403, A-5536, A-5563, A-6061, A-6199, A-7129, A-7378, A-7501, A-8663, A-8732, A-9044, A-9307, A-9417, A-9540, A-9786, A-9937, A-10007, A-10265, A-10502, A-10596, A-10611, A-10877, A-10919, A-11020, A-11257, A-11374, A-11542, A-11563, A-11697, A-11748, A-11964, A-11996, A-12266, A-12270, A-12309, A-12335, A-12343, A-12389, A-12596, A-12620, A-12791, A-12841, A-12955, A-13053, A-13063, A-13112, A-13158, B-699, E-2946, F-243, F-705, F-974, G-221, G-4217, G-23333, G-24761, G-25517, G-26326, í-3204, K-1777, Ó-203, R-19010, R-27112, R-58754, R-63585, R-63684, R-69059, S-1655, S-2679, U-2251, U-4780, X-5937, Y-1840, Y-10115, Y-16425, Y-17078, Þ-417, Þ-1240, Þ-2521, Þ-3110, Þ-3357, Þ-4408, Þ-4503, Þ-4676, Ö-5008, Ö-8930, DN-231, FÞ-425, KS-772, LD-557, LD-841, LF-380, OA-246. Ýmislegt lausafé m.a.: Sjónvörp, myndbandstæki, mynd- lykill, hljómflutningstæki, sófasett, hillusamstæöur, ísskáp- ar, frystikistur, þvottavélar og tauþurrkari. Dráttarvélar af gerðunum, Massey Ferguson og Case, festivagn AT-120, 11 stk. löndunarspil af geröinni Partek, trésmíðavél af Sicma gerð, Tandon tölva, Honday tölva með lyklaborði og prentara, Ijósritunarvél Konica U-Bix 120, farsími Mobira Takman. U.þ.b. 1450 áteknar myndbandsspólur með kvikmyndum og framhaldsþáttum og tveir videóafspilarar. Ýmiss konar rafljós. Einnig ótollafgreiddur varningur, þar á meðal pappírs- þurrkur, salernispappír, statív fyrir handþurrkur og einnig skíðavörur, óskilamunir o.fl. Ávísanir eru ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. 12. september 1990. Arnar Sigfusson, fulltrúi. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, IÐUNN JÓNSDÓTTIR, Miðgarði 1, Húsvik, sem andaðist á Sjúkrahúsi Húsavíkur sunnudaginn 9. sept- ember verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 15. september kl. 14.00. Sigurður Jakobsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrareiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og systur, GÍGJU VILHJÁLMSDÓTTUR, Fyrir hönd aðstandenda, Ingvar Sigmarsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi BALDVIN HELGASON Víðilundi 20, Akureyri, lést 8. september síðastliöinn. Útförin fer fram frá Glerárkirkju í dag kl. 14.00. Þeirn sem vildu minnast hans er bent á Glerárkirkju eða Hjálp- arsveitir skáta og Flugbjörgunarsveitina. Sigrún Jóhannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.