Dagur - 14.09.1990, Side 4

Dagur - 14.09.1990, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 14. september 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASIMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Framsækið fyrirta*ki Þrátt fyrir að nauðsyn beri til að auka fjölbreytni íslensks atvinnulífs og finna fleiri þætti sem skilað geta þjóðinni verðmætum verður sjávarútvegurinn áfram undirstöðuatvinnuvegur hennar. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika stendur hann föstum fótum og hann ber einnig að miklu leyti uppi rekstur þess velferðarþjóðfélags sem við höfum skapað okkur og viljum síst af öllu vera án. Þótt önnur atvinnu- starfsemi hafi fest rætur og þróast er fremur um hliðarbúgreinar við sjávarútveginn að ræða. Af þeim ástæðum er lífsnauðsynlegt að til séu traust og vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi. Eitt af mikil- vægustu verkefnum á íslandi í náinni framtíð er því að skapa sjávarútveginum betri rekstrarskilyrði miðað við þann afla sem við eigum kost á að nýta úr hafinu kringum landið. Á þann hátt einan getum við treyst á að lífskjör verði viðunandi á íslandi. Akureyringar hafa átt því láni að fagna að þar hefur eitt af best reknu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins starfað um langan tíma. Útgerðarfélag Akureyringa hefur bæði sótt sjóinn með fiskiskip- um og einnig rekið umfangsmikla framleiðslustarf- semi í landi. Á þann hátt hefur ætíð verið unnt að stýra samspili veiða og vinnslu með hagkvæmni beggja þessara starfsgreina í huga. Án efa á það sinn þátt í að tekist hefur að reka fyrirtækið með hagnaði á undanförnum árum. Útgerðarfélag Akureyringa er eitt stærsta útgerð- arfyrirtæki landsins með bókfærðar eignir upp á tæpa tvo milljarða króna. Hjá félaginu starfa að jafnaði um 450 manns, bæði á skipum félagsins og við framleiðsluna í landi. Nýlega keypti fyrirtækið sjöunaa togarann með veiðiheimildir fyrir 940 tonn af þorski, 1550 tonn af karfa og 350 tonn af grálúðu á sóknarmarki. Er skipt verður frá sóknarmarki yfir í aflamark um næstu áramót þýðir það um 1660 tonna þorskígildakvöta auk hugsanlegra bóta vegna afnáms sóknarmarksins. Aukning á afla- kvóta er kostnaðarsöm en Útgerðarfélagið er vel í stakk búið til að auka hlutdeild sína í sjávarafla og framleiðslu útflutningsverðmæta. Útgerðarfélag Akureyringa hefur getað greitt hluthöfum arð af hlutabréfum sínum á undanförn- um árum. Hluthöfum var greiddur 5% arður árin 1987 og 1988, 2% arður árið 1989 og 3% á þessu ári. Á síðasta aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 100 milljónir króna. Helmingur þeirrar upphæðar hefur verið boðinn út og afgangurinn verður boðinn út seinna í haust. í útboðslýsingu segir að minnkandi aflakvóti dragi úr hagnaði þar sem félagið verði að kaupa viðbótarkvóta háu verði til að tryggja að framleiðsla dragist ekki saman milli ára. Á móti því komi hins vegar bætt rekstrarumhverfi, sem felst í minnkandi verðbólgu, aukinni eftirspurn og hærra söluverði afurða. Ljóst er að mikill áhugi er fyrir kaupum á hlutabréfum í Útgerðarfélagi Akureyr- inga. Með því móti eru menn ekki einvörðungu að ávaxta fjármuni í formi eignar í framsæknu fyrir- tæki. Þeir eru einnig að styrkja atvinnulíf á Akureyri og rekstur í höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. ÞI. hvað er að gerast /j „Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld“: Kabarett í Samkomuhúsinu - á Akureyri á laugardagskvöld Kabarett verður sýndur í Sam- komuhúsinu á Akureyri næst- komandi laugardagskvöld þann 15. september kl. 20.30. Söngdagskráin ber yfirskriftina „Þeir héldu dálitla heimsstyrj- öld“ Iög og Ijóð úr stríði. Kabar- ett þessi fékk nijög góðar undir- tektir í Norræna húsinu, þar sem hann var sýndur við mjög góða aðsókn. En það er vegna sam- vinnu Norræna hússins í Reykja- vík og Norræna félagsins að kabarettinn er sýndur á Akur- eyri. Það eru leikararnir Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson og Jó- hann Sigurðarson, sem hafa tekið saman dagskrána og eru textarnir sótti m.a. til Steins Steinarrs, Gunnars M. Magnúss, Elíasar Mar o.fl. Aðrir textahöfundar eru m.a. Hulda, Halldór Laxness, Jón úr Vör og Bertold Brecht. Lögin eru m.a. eftir Cole Porter. Einnig munu hanga uppi í and- dyri Samkomuhússins myndir frá stríðsárunum. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. Anna Richards: Dansleikflmi og spuni vetrarstarfið að heflast Vetrarstarfið er að fara í gang hjá Önnu Richards í dansleikfimi og spuna. í dansleikfimi fyrir konur eru bæði tímar fyrir byrjendur og Eins og undanfarin ár, verður boðið upp á villibráðarkvöld í Smiðjunni á Akureyri. Sú nýbreytni verður þó tekin upp að þessu sinni, að boðið verður upp á slík kvöld daglega nú í haust og fram á vetur en áður var aðeins um vikutíma að ræða hverju sinni. Á þessum villibráðarkvöldum verður boðið upp á fjölbreyttan matseðil, sem samanstendur m.a. af sniglum, villijurtapate, humri, skelfiski. svartfugli, gæs og hreindýrakjöti og síðar bætast á Uppinn: Sniglabandið og píanisti Sniglabandið hefur verið í heim- sókn á Uppanum og spilaði þar í gærkvöld. Sniglarnir verða aftur á ferðinni í kvöld, föstudags- kvöld. Frá laugardegi fram á miðviku- dag mun hinn kunni píanisti K.C. Jones skemmta á Úppanum og verður það jafnframt í fyrsta sinn á Islandi. Enginn er krafinn um aðgangs- eyri á Uppanum frekar en fyrri daginn. Icngra komna, einnig morgun- tímar og teygjutímar. Sérstakur offituhópur hefur verið stofnaður fyrir þá sem lang- matseðilinn rjúpur og endur. í hverri viku verður boðið upp á nýja rétti og verður matseðill- inn auglýstur nánar hverju sinni. Fyrsta villbráðarkvöldið að þessu sinni verður í kvöld og auk þess sem boðið verður upp á glæsileg- an matseðil. mun Þorvaldur Hall- grímsson leika á píanó sem fyrr fyrir matargesti. Bílaklúbbur Akureyrar heldur um helgina íslandsmeistara- keppnir í torfæruakstri og sand- spyrnu. Á laugardag fer fram Pepsi tor- færukeppni á Glerárdal norðan Glerár og er keppnin liður í íslandsmeistaramótinu í ár. Keppni hefst klukkan 14.00 og eru allir helstu keppnisbílar landsins skráðir til leiks og er von á miklum átökum. Veðurspá er góð og búist er við að þetta verði einn af hápunktum sumarsins í bílaíþróttunum. Á sunnudag fer fram Pepsi sandspyrnukeppni á sandeyrun- unt fyrir neðan Hrafnagil sunnan ar til að koma sér af stað í hreyf- ingu en kæra sig ekki um að vera með öðrum til að byrja með. Þessir tímar eru á kvöídin, frá 21.30-22.30, Spuni fyrir börn (9-12 ára) byggir á skapandi hreyfingum, hugmyndaflugi barnanna og leik- rænni tjáningu, Einnig er boðið upp á spunadans fyrir unglinga og fullorðna. í þeim tímum lærir fólk að hreyfa sig öðruvísi en það er vant og fá meðvitund fyrir h'kamanum, rytma og rými. Samhliða dansi er gefin innsýn í kóreógrafíu. Tímarnir hefjast 17. september og fer kennsla fram á Bjargi. Sturta og gufubað fylgir hverjum tírna. Skráning fer fram í síma 27678. Akureyrar (gegnt Blómaskálan- um Vín). í sandspyrnu er keppt um það hver er fljótastur að fara 91,44 metra á sem stystum tíma og eru þeir fljótustu ekki nema rúmar 4 sekúndur að renna skeiðið. Fullkominn rafeinda- búnaður er notaður til tímamæl- inga. Til keppni er skráður á þriðja tug ökutækja, jeppar, fólksbílar, mótorhjól, vélsleðar o.fl. Hátt í þúsund hestafla kvartmílugrind- ur eru skráðar til leiks (m.a. ísl. meistarinn) svo að líklegt má telja að íslandsmet verði slegið á sunnudaginn. Keppni hefst klukk- an 14.00. Bílaklúbbur Akureyrar. Villibráðarkvöld í Simðjumri Torfærukeppiri á laugardag - sandspyrna á sunnudag

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.