Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. september 1990 - DAGUR - 9 Orlofshúsin að Hrísum: Bjóða ókeypís gistingu í kyrniingarskyni Að Hrísum í Saurbæjarhreppi eru þrjú orlofshús, og hafa þau verið reist á tveimur árum á jörð- inni. Feðgarnir á Hrísum, þeir Sveinbjörn Halldórsson og synir' hans Sigurgísli, Sveinbjörn og Tryggvi, reka í sameiningu fyrir- tækið Hrís sf., ásamt fjölskyldum sínum, en það hefur með orlofs- húsin að gera. Fyrir tveimur árum reis fyrsta orlofshúsið í landi Hrísa. Húsið rúmar sex manns, og var til- gangurinn með byggingu þess að stofna til ferðaþjónustu árið um kring. Reksturinn gekk það vel að feðgarnir sáu ástæðu til að auka við húsakostinn, og síðasta sumar risu tvö myndarleg orlofs- hús til viðbótar. Húsin eru öll af sömu stærð, rúma sex fulloröna hvert og eru búin bestu aðstöðu og búnaði sem völ er á. I öllum húsunum er bað, heitt og kalt vatn, eldavél, örbylgjuofn og margt fleira sem of langt mál yrði að telja upp. Sigurgísli Sveinbjörnsson hef- ur daglega umsjón með rekstrin- um. Hann segir að þetta framtak þeirra Hrísamanna hafi fallið í góðan jarðveg, og töluverð eftir- spurn er eftir orlofshúsunum. Pó vantar nokkuð á að Akureyring- ar viti nægilega vel um þá mögu- leika sem þarna bjóðast, og því hefur verið ákveðið að bjóða fólki ókeypis gistingu í húsunum þegar laust er, fram til loka nóvember. í spjalli við Dag segist Sigur- gísli ekki vera í vafa um að fólk hafi áhuga á að notfæra sér þetta sérstaka tilboð, en eins og allir vita er ekki algengt að boðið sé upp á ókeypis gistingu í orlofs- húsum hér á landi, hvað þá er- lendis. Eldhúskrókur í orlofshúsi að Hrísum. Náttúrufegurð er mikil á þess- um slóðum, og margir róma þá kyrrð og ró sem ríkir þarna, ekki síst á kyrrlátum haustkvöldum. Skemmtilegar gönguleiðir eru einnig víða í nágrenninu, og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hrísar eru ekki langt frá Akur- eyri, og að vetrinum ætti. að vera auðvelt að nota húsin fyrir skíða- fólk sem vill fara í Hlíðarfjall. Svo dæmi sé tekið þá er miklu styttra að aka frá Hrísum til Akureyrar en frá Reykjavík til Bláfjalla. Fjölmenn ættarmót hafa verið haldin á Hrísum, þar af tvö síð- asta sumar. í þau skipti voru öll orlofshúsin lögð undir ættarmót, en hundruð manna gistu í tjöld- um á landareigninni. Feðgarnir á Hrísum leggja mikið upp úr því að rækta landið og klæða það trjágróðri. Átján Feðgarnir hafa lagt metnað sinn í að búa húsin sem best úr garði. Átján þúsund trjáplöntur hafa verið gróðursettar á Hrísum. Myndir: ehb þúsund plöntur hafa veriö gróðursettar á jörðinni, og er árangur af því starfi þegar kom- inn í ljós að hluta. Um framtíðar- áforrn er það að segja að feðgarn- ir hyggjast bjóða upp á laxveiöi úr tjörn og aðstöðu til golfiðkun- ar, ásamt fleiru sem er í deigl- unni. Sigurgísli vildi að lokum béina því til fólks sem áhuga hefur á að notfæra sér orlofshúsin og tilboð- ið um ókeypis gistingu. EHB Villibráðarmatsedill Smiðjmmar Villibráðarkjötseyði gratinerað með gráðosti. ★ ☆ ★ Ofnbakaðir sniglar með hvítlauksbrauði. ★ ☆ ★ Rjóinasoðinn skötuselur með humarliöliun. ★ ☆ ★ Madeirasteiktar svartíuglsbringnr með sykurbrúnuðum kartöflum. ★ ☆ ★ Ofnsteilrt villigæs með Waldorfsalati. ★ ☆ ★ Hreindýramedalíur mcð rjómasoðnum kartöflum. ★ ☆ ★ Bláber með vaniUurjómaís. Þorvaldur leikur á píanóid. Nýr villibráðamiatseðill á hveiju kvöldi fram að jólum. Borðapantanir í síma 21818. í kjörbúðum Fyrir sláturtíðina Rúgmjögl - Kornax 2 kg Salt - gróft 1 kg Salt - f ínt 1 kg Hafragrjón - Nemlí 1 kg Eldhúsrúllur 4 í pakka kr. 180 kr. 93 kr. 40 kr. 32 kr. 87 Kjörbúðir KEA K Minnisblað □ Matvælapokar 4 stærðir □ □ Saltpétur □ □ Rúllupylsukrydd □ □ Sláturgarn □ □ Rúllupylsugarn □ □ Sláturnálar □ □ Matvælabox - ál og plast □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.