Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 14. september 1990 Hjartasjúklingar og stuðningsmenn! Stofnfundur deildar á Eyjafjarðarsvæði, sunnudag- inn 16. september kt. 15.30 að Hótel KEA. Landssamtök hjartasjúklinga. Sjómenn - Útgerðarmenn Ráðstefna um öryggismál sjómanna verður haldin dagana 21. og 22. sept. n.k. að Borgartúni 6 Reykja- vík. Komið og takið þátt í umræðu og mótun framtíðar- stefnu í öryggismálum sjómanna. Ráðstefnan er öllum opin, þátttökugjald kr. 4.000. Þátttaka tilkynnist til Siglingamálastofnunar ríkisins í síma 91-25844. Kvótaeigendur athugið! Erum kaupendur að varanlegum kvóta Uppl. gefa Þráinn Gunnarsson sími 41710, Haukur Hauksson sími 42047 Óli Austfjörð sími 41600, Hermann Larsen sími 41388 og Einar Njálsson sími 41222. Útgerðarfélag Húsavíkur. AKUREYRARBÆR Nú gefst viðskiptavinum Rafveitu Akureyrar kostur á að greiða rafmagnsreikningana með því að láta SAMKORT sjá um millifærslu á gjaldinu. Hafðu samband við innheimtuskrifstofu Rafveitunn- ar, gefiðu upp númerið á SAMKORTINU þínu og þú ert laus við áhyggjur af ógreiddum rafmagnsreikn- ingum og dráttarvöxtum. Rafveita Akureyrar. Kennarar • Kennarar! Lausar kennarastöður við grunnskólann í Hrísey. Ódýrt húsnæði. Uppl. veittar í símum 61941, 61737 og 61709 og á skrifstofu fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra á Hvammstanga er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefa sveitarstjóri Þórður Skúlason í símum 95-12353 og 95-12382, og oddviti Guðmundur Haukur Sigurðsson í símum 95- 12348 og 95-12393. Umsóknir um starfið berist til oddvita Hvammstanga- hrepps, Guðmundar Hauks Sigurðssonar, Kirkjuvegi 10, 530 Hvammstanga. Umsóknarfrestur er til 25. september næstkomandi. Hreppsnefnd Hvammstangahrepps. Fæddur 7. desember 1925 - Dáinn 8. september 1990 Sem betur fer, þá veit enginn fyrirfram hvenær hann tekur í hönd vinar síns í hinsta sinni, enda væri slík vitneskja óbærileg. Við Baldvin Helgason kvödd- umst fyrsta sunnudag nú í sept- ember. Hann fylgdi mér og tveimur sonum mínum, afabörn- um sínum, út á hlað svo við fær- um ekki með vitið úr bænum. Við vorum á stuttu ferðalagi að hitta vini og ættingja norðan heiða og gistum tvær nætur hjá þeim hjónum Baldvini og Sig- rúnu Jóhannsdóttur, tengdafor- eldrum mínum fyrrverandi. Þetta var Ijúf og ánægjuleg heimsókn. I sumar höfðu þau flutt í nýja íbúð, komið sér þar þægilega fyr- ir og voru innilega ánægð með aðstæður. Um morguninn sátum við í sólskála á svölunum, horfð- um í átt til Súlna og hugleiddum liversu mjög svona sólskálar stytta veturna og flýta komu vorsins í hugum manna. Svo kvöddumst við þarna á bílastæðinu á sunnudagsmorgni, ég og drengirnir héldum suður en Baldvin að búa sig til kirkju. Þennan dag voru klukkur Glerár- kirkju vígðar og hann söng þar í kirkjukórnum. Kórsöngur var hans yndi og árum saman söng hann bæði í Karlakór Akureyrar og í kirkjukórum. Tilviljanir lífsins eru einkenni- legar. Alla næstu viku var Baldvin oft í huga mér, því er suður kom tók ég til við að breyta gömlu handverki okkar, litlu herbergi er við höfðum gert á sínum tíma, en þurfti nú að stækka. Það þurfti því að flytja til gamla vegginn. í huga mér komu þær mörgu stundir sem Baldvin hafði lagt okkur fjölskyldunni lið með handlagni sinni og útsjónarsemi, bæði er við bjuggum hér í Reykjavík og þó einkum meðan við bjuggum á Húsavík og stóð- um í stórræðum við að gera upp gamalt hús. Aldrei voru nein vandamál sem ekki var hægt að leysa, það þurfti bara að skoða málið vandlega, þá fannst lausn- in. Þannig var Baldvin, hann var alltaf boðinn og búinn til hjálpar og nutu börn hans og fjölskyldur þeirra verklagni hans í ríkum mæli hvenær sem þau þurftu á að halda hvort heldur það var við húsbyggingar, lagfæringar eða sitthvað smálegt. Slík hjálpsemi krefst ekki endurgjalds, okkur sem nutum hennar ber að láta hana ganga áfram til þeirra sem nú eru að vaxa úr grasi. Baldvin og Sigrún eignuðust fjögur börn, þau Aðalheiði, Astu, Jóhann og Helga, sem í fyllingu tímans stofnuðu sín heimili og fjölskyldur. Öll hafa börnin dvalið erlendis um lengri eða skemmri tíma og þá var það Baldvin sem var tengiliður fjöl- skyldnanna við íslenska kerfið, lánasjóð námsmanna og annað þess háttar. Þau hjónin voru dug- leg við að sækja heim börnin sem dvöldu í útlöndum, hvort heldur sem fara þurfti til meginlands Evrópu eða vestur um haf. Það lýsir vel kjarki Baldvins og þeirra hjóna að leggja í slík ferðalög ein síns liðs, þótt hvorugt talaði erlendar tungur. Mér er enn í fersku minni er við tókum á móti þeim á flugvellinum við New Orleans eftir að ferðalag þeirra varð fyrir óvæntri töf í New York. „Ekkert mál“, sagði Baldvin og brosti að öllu saman. En nú eru öll börnin komin heim, sum búsett norðan heiða, önnur sunnan. Er við komum til Akureyrar í ágústlok var það okkar fyrsta verk, sem svo oft áður, að fara út í Krossanes til fundar við Baldvin. Þar hafði hann undan- farin ár haft umsjón með birgða- stöðu Olís og Shell, án efa hefur áreiðanleiki og samviskusemi Baldvins átt sinn þátt í því að hann fékk þetta starf. Reyndar hafði hann lengi unnið hjá Olíu- verslun íslands sem bílstjóri. Þarna var Baldvin og fagnaði okkur og undraðist hvað strák- arnir hans voru orðnir stórir. Eins og ævinlega var hann prúður í orðum og æði en kátur í fasi. Svo hringdi síminn að morgni sunnudags, það var vika síðan við kvöddumst á Akureyri. Ég horfði á vegginn okkar gamla þar sem hann stendur á nýjum stað, Baldvin Helgason var látinn. Eft- ir situr söknuður, en umfram allt þakklæti fyrir að lífshlaup okkar skyldi liggja saman þennan tíma. Hann var traustur vinur sem flík- aði ekki tilfinningum sínum í orðum, en sýndi þær í verki. Handtak hans var þétt og hlýtt. Jónbjörn Pálsson. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Mig langar til að minnast í örfá- um fátæklegum orðum, góðs vin- ar míns, Baldvins Helgasonar, sem nú er horfinn yfir móðuna miklu svo sviplega og óvænt. Leiðir okkar lágu fyrst saman á haustdögum 1984, í kapellu Akureyrarkirkju. Var ég þar að stíga mín fyrstu spor á sviði söng- listarinnar. Allt kom mér mjög framandi fyrir sjónir, bæði menn og umhverfi. Ég gleymi því aldrei með hvaða orðum Baldvin tók á móti mér: „Anna María, það eru falleg nöfn og eiga vel saman“. Hlýjan og innileikinn voru slík í þessari litlu setningu, að það gleymist mér aldrei. Við Baldvin áttum eftir að starfa dálítið saman í kórnum. Við sáum á tímabili um það verk, að skrásetja nöfn þeirra er mættu í messur og á kóræfingar. Svo þeg- ar leið að áramótum voru bornar saman bækur. Rétt skyldi vera rétt. Hver kórfélagi varð að fá greitt það sem honum bar. A þessu tímabili áttum við þó nokkrar góðar samverustundir, bæði í kirkjunni og á heimili mínu, og á þær mun aldrei neinn skuggi falla. Svo yfirgaf Baldvin gamla kór- inn sinn og hóf að syngja með kirkjukór Glerárkirkju þegar sonur hans, Jóhann, tók þar við organistastarfi. Fundum okkar fækkaði. Þó hafði ég alltaf reglu- lega samband við hann einu sinni á ári, en það var þegar leið að árshátíð kórs Akureyrarkirkju. Var erindið þá að bjóða honum að taka þátt í gleðinni með okkur. Oftar en ekki bað hann um umhugsunarfrest. Hann sagði: „Mér þykir svo leiðinlegt að neita þér, en ég er bara svo lítið gefinn fyrir svona skemmtanir.“ Einu sinni kom hann þó og skemmti sér með okkur, og það þótti mér innilega vænt um. Baldvin var vinur vina sinna. Hann var ekki mikið fyrir það að láta á sér bera. Hann var rólegur og stilltur maður, sem ég er af alhug þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Ég sendi öllum ástvinum Baldvins mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Anna María Hákonard. Blöndal KA-heimilið: Eigendur óskila- fatnaðar sæki eigur sínar strax í KA-heimilinu á Akureyri er töluvert magn af óskilafatnaöi eftir sumarið og vilja þeir sem þar ráða, endilega að eigendur fatnaðarins komi og sæki hann sem fyrst. í Degi í vor var sagt frá mikl- um stafla af fatnaði í KA-heimil- inu og eftir að sú frétt birtist, lækkaði staflinn en eftir sumarið hefur hann hækkað á ný. Mikið af þessum fatnaði er lítið sem ekkert notað, bæði yfirhafnir og fleira og því hljóta eigendurn- ir að sakna hans. Hægt að nálgast fatnaðinn í KA-heimilinu fram að mánaða- mótum en eftir það er óvíst hvað við hann verður gert. KA-heimil- ið er opið á virkum dögum frá kl. 14-22 og frá kl. 10-18 um helgar. Fulltrúakjör Kjör fulltrúa Sjómannafélags Eyjafjaröar á 17. þing Sjómannasabands íslands fer fram að viðhaföri alls- herjar atkvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum 4 aðalfulltrúa og 4 var- afulltrúa skal skilað til skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 16.00 mánudaginn 1. október 1990. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 35 full- trúa gildra félaga. Akureyri 14. september 1990. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.