Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. september 1990 - DAGUR - 5 Sýning 1 Gamla Lundi: Hreinn og óskemmdur myndlistarmaður Augnaveisla nefnist sýning sem Ríkarður III frá Húsavík opnar í Gamla Lundi nk laugardag 15. sept. kl. 14. Sýningin verðuropin til sunnudagsins 24. sept. frá kl. 18-22 virka daga og frá kl. 14-18 um helgar. A sýningunni verða 25 verk; krítar- og pennateikningar og myndir unnar með blandaðri tækni. Augnaveisla er önnur einkasýning Ríkarðs III en hann hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingu. Aðspurður um nafn sýningar- innar sagði Ríkarður III að það væri einfaldlega staðreynd. Hann - segir Ríkarður III. sagðist orðið vinna mikið út frá reglum æðsta prests súrrealista, André Breton, um súrreaiistíska ljóðið, einnig eftir reglum Salva- dors Dali og Max Ernst um hvernig eigi að mála súrrealiskt málverk. „Til að gera langa sögu stutta er ég bara súrrealisti. Mér er meinilla við að fara að læra myndlist en er að flytja suður og ætla að sækja námskeið. Ég vil meina að ég sé hreinn og óskemmdur myndlistarmaður en að nám mundi breyta því. Ég ætla á námskeið til að læra aðferðir en ekki í langan skóla til að læra að vera annað en ég er,“ sagði Ríkarður III. VÁTRYGGINGAIÉLAG íslands hf W Tilboð óskast í eftirtalin ökutæki, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Peugeot 309 GTi .. árg. 1989 MMC Lancer GL .. árg. 1989 Toyota Corolla 1300 HB .. árg. 1988 Subaru 1800 st .. árg. 1988 MMC Pajero Turbo D .. árg. 1987 Polonez 1500 .. árg. 1988 Ford Escort 1300 LX .. árg. 1984 Daihatsu Charm. LGX .. árg. 1982 Volvo 245 DL .. árg. 1978 Ökutækin verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11, Akureyri, mánudaginn 17. sept. nk. frá kl. 8.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00. Vátryggingafélag íslands hf. Svæðisskrifstofa Akureyri. Norðanpiltar skemmta í Hrísey á sunnudag Næstkomandi sunnudag kl. 16.00, skemmta Norðanpiltar Hríseyingum í Sæborg. Hljómsveitina Norðanpilta skipa þeir Guðbrandur Siglaugs- son, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Pétur Sigurðsson. Peir piltar hafa allir starfað í öðrum hljómsveitum áður og auk þess getið sér gott orð á sviði bók- mennta og lista. Dagskrá sveitarinnar er blönd- uð tali og tónum; rytma-blús og dansi sem flestum fellur vel í geð. Umboðsmaður Norðanpilta er Halldór G. Pétursson og sími hans er 96-22983. Skákfélag Akureyrar: Haustmótið að hefjast Haustmót Skákfélags Akureyrar hefst sunnudaginn 16. september næstkomandi kl. 14.00 í skák- heimilinu við Þingvallastræti. Pátttöku skal tilkynna til stjórn- armanna í síðasta lagi fyrir hádegi laugardaginn 15. sept- ember. Tímamörk í Haustmótinu eru 40 leikir á 2 klukkustundum og síðan 1/2 klukkustund til að ljúka skákinni. Teflt verður í riðlum ef næg þátttaka fæst. Haustmótið mun standa yfir til 9. október og verður jafnan teflt á þriðjudögum og föstudögum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.