Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 14. september 1990 Höldum uppi gamalli Miðgarðsstemmnmgu - rætt við Sigurð Þorvaldsson, Hallfríði Friðriksdóttur og syni í Stryn í Noregi „Petta átti bara að vera eitt ár en nú 10 árum síðar erum við enn hér. Hvort við snúum heim til íslands er erfitt að segja um en því er ekki að leyna að eftir því sem lengri tími líður þá verður erfiðara að hreyfa sig.“ Svo mæla hjónin Sigurður Þorvaldsson og Hallfríður Friðriksdóttir frá Sauðárkróki en þau búa, ásamt sonum sínum tveim, í Stryn í Noregi. Fjölskyldan stóð á krossgötunv árið 1980. Þau höfðu þá selt tísku- vöruverslun sem þau höfðu rekið á Sauðárkróki. „Við vorum að velta ýmsu fyrir okkur en létum slag standa og fluttum hingað til Noregs,“ sagði Hallfríður. Reyndar var það ekki flutningur út í óvissuna því bæði höfðu hjónin dvaiið í Noregi áður, Sigurður í 'A ár í Drammen að læra minkarækt þegar hann var 17 ára og Hallfríður hafði gengið í lýðháskóla einn vetur árið 1969. „Þar eignaðist ég mjög góða vin- konu sem hvatti okkur til að koma. Ef hennar hvatning hefði ekki komið til þá hefðum við varla lagt í þetta með tvo unga stráka,“ sagði Hallfríður hugsi á svip. Fjölskyldan á góðum degi í Stryn. Frá vinstri Jóhann Sigurðsson, Sigurður Þorvaldsson, Hallfríður Friðriksdóttir og Davíð Sigurðsson. Byrjaði í byggingarvinnu Eftir að til Noregs kom fór heim- ilisfaðirinn að vinna fyrir fjöl- skyldunni með almennri bygging- arvinnu og síðar sem barþjónn á hóteli í bænum. En verslunar-' mennskan var alltaf ofarlega í huga og fljótlega eftir að fjöl- skyldan fluttist búferlum setti Sigurður á stofn heildverslun. Síðan setti hann auglýsingu í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir áhuga á að komast í samband við íslensk fyrirtæki sem hefðu hug á útflutningi til Noregs. „Vinnan á hótelinu hentaði mér vel því hún var alltaf á kvöldin og þá gat ég dundað við verslunina á daginn. Umsvifin jukust jafnt og þétt og árð 1983 sneri ég mér alfarið að innflutn- ingnum," segir Sigurður. „í gegn- um auglýsinguna í Morgunblað- inu komst ég í kynni við fyrirtæk- ið Árblik sem Ólafur Ólafsson núverandi forstjóri Álafoss var aðalmaðurinn í. Ullarvörur frá því fyrirtæki hafa síðan þá verið meginhluti af viðskiptum mínum hér í Noregi. Einnig höfum við flutt inn keramikvörur frá Glit og íþróttavörur frá Henson," bætir hann við. Jóhann, eldri sonur þeirra hjóna, er liðtækur knattspyrnumaður og leikur með þriðjudeildarliði Stryn í Noregi. Jóhann, sem er 19 ára gamall, hefur nýlega lokið stúdentsprófi og hyggst láta atvinnumöguleikana með fram- haldið. Hann er hér ■ fullum skrúða Stryn-liðsins með Hallfríði móður sinni. Sauðkrækingarnir Sigurður og Hallfríður umvaFin íslenskum ullarpeysum frá Árbliki í versluninni í Stryn. ✓ Icewear en ekki Alafoss út um allt Viðskiptin gengu vel og tvöföld- uðust umsvif fyrirtækisins frá ári til árs allt fram til 1987. Þá varð mikil kollsteypa í norsku efna- hagslífi og varð Sigurður illilega var við þann samdrátt. Mörg fyrirtæki fóru á hausinn og tapaði Sigurður töluverðum peningum í því bakslagi. En ýmis teikn eru nú á lofti að bjartara sé framund- an í norskum efnahag og segist Sigurður því vera bjartsýnn á framtíöina. Álafoss hefur löngum verið í fararbroddi í útflutningi á íslenskum ullarfatnaði og það vekur því athygli að í verslunum í Noregi sjást varla vörur frá því fyrirtæki. Hins vegar eru vörur frá Árbliki, undir vörumerkinu Icewear, víða í ferðamannaversl- unum. Hefur Sigurði tekist að bola „risanum" af norska mark- aðinum? Hann brosir við og seg- ist nú síður vilja ræða um sam- keppnisaðila í þessu viðtali. Þeg- ar gamli Álafoss og Sambandið hafi sameinast hafi sú stefna ver- ið tekin að selja einungis beint til neytenda. Þar hafi myndast tómarúm sem hafi hentað Icewe- ar mjög vel. Ástæðuna fyrir því að Álafoss hætti að selja í búðir segist Sigurður ekki vita en þeir hljóti að vera sáttir við þennan heimamarkað. ísland eyja úti fyrir ströndum Noregs Helstu viðskiptaaðilar heildsöl- unnar eru ferðamannaverslanir og segir Sigurður að Japanir séu orðnir stærstu kaupendur að íslensku peysunum. Ekki virðist það skipta ferðamennina máli þótt flíkin sé ekki framleidd í Noregi, enda eru Norðurlöndin að mestu leyti ein heild í þeirra augum. „Besta röksemdin fyrir því að kaupa íslenska peysu kem- ur þó frá eiganda einnar stærstu ferðamannaverslunarinnar í Osló. Hún segir ætíð við japönsku ferðamennina að Island sé eyja skammt frá ströndum Noregs sem byggst hafi af norsk- um útlögum fyrir um 1000 árum síðan. Þetta finnst Japönunum voðalega spennandi og kaupa jafnvel enn meira fyrir vikið," segir Sigurður hlæjandi. Spurningunni um hvort Noreg- ur sé fýsilegur markaður fyrir íslenskar vörur svarar Sauð- krækingurinn hiklaust játandi. „Það er stór óplægður akur fyrir íslenskar iðnaðarvörur hér í landi,“ segir hann. „Það virðist hins vegar vanta þor og frum- kvæði hjá' mörgum íslenskum fyrirtækjum að flytja út. Ég hef skrifað mörgum fyrirtækjum heima á Fróni og beðið um sýnis- horn af framleiðslu þeirra en lítil viðbrögð fengið. Mörg þessara fyrirtækja eru að vísu smá að vexti og láta sér því innlendan markað nægja. Það er því spurn- ing hvort Útflutningsráð geti ekki hjálpað þessum fyrirtækjum meira að markaðssetja vörur sín- ar á t.d. Noregsmarkaði. Nú þeg- ar sameiginlegur Evrópumarkað- ur er að verða að veruleika og nýir möguleikar að opnast í A,- Evrópu þá er nauðsynlegt fyrir Islendinga að nýta sér þau tæki- færi sem þar gefast,“ segir Sigurður. íslendingar ekki líkir Norðmönnum Nú sigldu forfeður okkar frá Nor- egi fyrir rúmum 1000 árum. Ætli íslendingar í dag eigi mikið sam- eiginlegt með frændum okkar í hinu forna ríki Haraldar hár- fagra? Hallfríður hugsaði sig um en svaraði svo: „Fyrstu árin fannst mér flest vera öðruvísi hér í Noregi. Nú þegar við erum búin að vera hér svona lengi þá er ég ekki eins viss.“ Sigurður er hins vegar ekki í vafa með samanburðinn. „Við erum ekki líkir Norðmönnum. Hér ganga hlutirnir hægar fyrir sig en hins vegar finnst mér betra að treysta Norðmönnum. Þar á ég aðallega við í viðskiptum. íslendingar eru of oft að lofa ein- hverju upp í ermina á sér sem þeir geta engan veginn staðið við. Norðmennirnir lofa aftur á móti ekki neinu nema að þeir treysti sér til að standa við það. Einnig finnst mér áberandi hve íslend- ingar eru miklu meira uppteknir af veraldlegum gæöum. Norð- menn eru ekkert að stressa sig á því að keyra um á sem dýrustum bílum eða eiga sem flottust borð- stofuhúsgögn. Af þessu gætum við íslendingar margt lært,“ segir hann. Mælum ekki með að flytja til útlanda Þegar harðnar á dalnum heima á Fróni leita margir ísiendingar til Norðurlandanna í leit að betra lífi. Það er því ekki úr vegi að spyrja hjón sem búið hafa erlend- is í 10 ár hvort þau ráðleggi fólki að flytjast búferlum. Það er Sigurður sem hefur orðið: „Þó það hljómi frekar sér- kennilega þá mæli ég ekki með því fyrir neinn að flytja erlendis, sérstaklega ekki fjölskyldufólk. Við höfum að vísu verið heppin og verið fljót að aðlagast aðstæð- um. Einnig gekk það ótrúlega vel fyrir strákana að finna sig hér í Noregi en það eru oft krakkarnir sem eiga í erfiðleikum og það skapar spennu hjá mörgum fjöl- skyldum. Það er hægara sagt en gert að rífa sig upp með rótum og flytja í nýtt umhverfi, jafnvel þótt það sé ekki lengra en hingað til Norðurlandanna," segir fjöl- skyldufaðirinn. Hallfríður tekur í sama streng og segir að það hafi tekið sig langan tíma að sætta sig við að vera flutt. „Það er svo margt sem maður saknar; fjölskyldunnar, vina og umhverfisins. Ég held

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.