Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. september 1990 - DAGUR - 7 „Ullarvörur frá Árbliki hafa verið meginhluti af viðskiptum mínum hér í Noregi. Einnig höfum við flutt inn keramikvörur frá Gliti og íþróttavörur frá Henson,“ segir Sigurður. Hann er hér fyrir utan vcrslun sína í Stryn og bend- ir á vörumerkið ICEWARE, en undir því selur Árblik vörur sínar í Noregi. Myndir: Andrés Pctursson alltaf í vonina að einhvertíma munum við flytja heim aftur. Við höfum hins vegar byggt okkur hér hús og staðið í öðrum fjár- festingum þannig að við hlaupum ekki frá því. Einnig má segja að meðan innflutingurinn gengur vel þá væri glapræði að flytja frá því. En maður verður nú að láta sig dreyma," segir hún glettin á svip og brosir til eiginmannsins. Sá yngri á Hóla en sá eldri í fótboltann Synir þeirra hjóna, Davíð 15 ára og Jóhann 19 ára, segjast enn ekki vera ákveðnir hvort þeir rnúhi setjast að í Noregi eða á ís- landi. Davíð segist þó ætla að fara í Bændaskólann að Hólum eftir að skyldunáminu lýkur enda hefur hann undanfarin sumur dvalið hjá afa sínum og ömmu á Þrastarstöðum í Skagafirði. Jóhann er ekki eins ákveðinn. Hann var að ljúka stúdentsprófi og segist ætla að láta atvinnu- möguleikana ráða. Jóhann er mjög liðtækur knattspyrnumaður og er fastur maður í liði Stryn sem leikur í norsku 3. deildinni. Aðspurður kvaðst hann alveg vilja prófa að spila með íslensku liði til reynslu í einhvern tíma. Þegar hann er beðinn að bera saman íslenska og norska deild- arkeppni segir hann að ætíð sé erfitt að bera saman á milli landa. Að öllum líkindum myndi þó Strynliðið vera í neðri hluta 2. deildar á íslandi. Söknum íslenska matsins Klukkan er orðin 16.00 er viðtal- inu lýkur og er það vel því þá er tími til kominn að loka búðinni. Vinnudegi flestra Norðmanna lýkur um það leytið og segja þau Sigurður og Hallfríður það vera ósköp notalegt. Kvöldmat- urinn er yfirleitt snæddur um fimmleytið og er blaðamannin- um boðið til kvöldverðar með fjölskyldunni. Á borðum er íslenskt saltkjöt og verður gestur- inn hálfundrandi að sjá slíkt sæl- gæti á borðum í smáfirði í Vest- ur-Noregi. „Við eigum góða að heima á Fróni," segir Hallfríður til skýringar. „Fjölskyldur okkar vita hvað okkur finnst góður íslenskur matur og senda þvi matarpakka við og við með alvöru íslenskum mat.“ „Síðan förum við alltaf reglulega til íslands og þá tökum við alltaf töluvert af mat með okkur hingað,“ segir Sigurður. „Enda er hangikjötið, saltfiskurinn og harðfiskurinn það sem ég sakna einna messt að heiman,“ bætir hann við og strýkur makindalega um magann á sér. Eftir notalega heimsókn er tími til kominn að kveðja enda eru hjónin á leið á kóræfingu. Þau hafa verið virk í starfsemi samkórs Stryn undanfarin ár „enda nauðsynlegt að halda við gamalli hefð úr Miðgarði," segja þau hlæjandi er þau kveðja Dags- manninn. Myndir og texti: Andrés Pétursson. Veiði í Miðfirði lokið: Aðeins röskur helmingur af meðalveiði síðustu 15 ára - um 770 laxar komu á land „Já, veiðinni er lokið hjá okk- ur og reyndist í heild um 770- 780 fískar. í fyrra varð veiðin 1170 fískar þannig að heldur er þetta slakar í ár,“ segir Böðvar Sigvaldason á Barði í Miðfírði um veiðina í Miðfjarðaránni. Böðvar segir að meðalveiði síðustu 10-15 ára sé um 1500 fisk- ar á ári en veiðin í ár er önnur sú slakasta á þessu tímabili. „Við vissum það í fyrra að lítið fór út af seiðum. Hefðu endur- heimtur verið í meðallagi þá hefði veiðin orðið þokkaleg en svo varð ekki. Það gefur auga leið að mikill munur er á því hvort endurheimturnar eru 1 eða 10%,“ sagði Böðvar. Sé reynt að horfa aðeins fram í tímann má með nokkrum sanni segja að útlitið sé ekki slæmt. Böðvar segir að menn hafi vitn- eskju um að mikið hafi gengið til sjávar af seiðum en ekki sé hægt að lofa neinu um endurheimtur á þeim. „Við höfum ástæðu til að vera bjartsýnir en spurningin er um heimturnar því með 1% Umsjón: Jóhann Ólafur Halldórsson. Adðiklóin heimtum er enginn glæsileiki á ferðinni en allt önnur staða uppil ef 10% gengju til baka í ána. Nú er að heyra sem ástand í sjónum sé talsvert betra en það hefur ver- ið að undanförnu en þá þarf ekki annað en einhverjar aðrar slæm- ar aóstæður breyti myndinni," segir Böðvar. Veiðinni lauk þann 10. sept- ember. Lengstum tímabilsins var lítið vatn í ánni en undir lok ágústmánaðar rigndi mikið og segir Böðvar að eftir það hafi veiðin veriö mjög erfið. Stærsti fiskur sumarsins var 23 pund, veiddur af Einari Tryggvasyni í Austurá. JÓH Árnar við Eyjaíjörð: Enn veiðivon á síðustu veiðidögunum - gott veiðitímabil í Hörgá og Eyjaijarðará Aðspuröur um veiðina í ánum við Eyjafjörð segir Einar Long í versluninni Eyfjörð á Akur- eyri að nú sé farið að líöa að lokum veiðitímabilsins en enn sé ágæt veiðivon. Ohætt er að segja að tímabilið í Eyjafjarð- ará og Hörgá hefur verið gott Laxá í Aðaldal: Margir „hákarlar“ Þeir voru nokkrir stórlaxarnir sem létu gabbast af ögnum veiðimanna við Laxá á síð- ustu dögum veiðitímabilsins. Eins og fram kom í blaðinu fyrr í vikunni landaöi Margrét Kristinsdóttir 22ja punda laxi á síðasta veiðideginum og krækti þar með í stærsta físk sumarsins á svæðum Laxár- félagsins og veiddan af félags- manni. Stærsti fískurinn í sumar var hins vegar veiddur af Bandaríkjamanni á Nes- svæðinu en laxinn vó 26 pund. Veiðinni lauk í Laxá síðast- liöið sunnudagskvöld og þá höfðu komiö 1510 fiskar á land á sumrinu. Af þessu veiddust um 1100 fiskar á svæðum Laxár- íélagsins. Heildarveiðin í ánni á suntrinu er um 100 löxum minni en i fyrrasumar. Meðalþyngd laxanna úr ánni rnun vera ágæt þetta árið enda nokkuð mikið urn stórlaxa. Þannig munu hafa komiö um eða yfir 30 laxar á land sem reyndust 20 pund eða meira. JÓH og laxveiðin í Fnjóská stefnir í aö verða svipuð og í fyrra. Hörgá og Eyjafjarðará verður lokað þann 20. september. Mikil bleikjuveiði var í Eyjafjarðar- ánni í sumar og þar komu á tíma- bili um 100 bleikjur á land dag- lega sem er með þvi' besta sem gerist í ánni. „Já, ég hefði haldið að þctta sé með betri sumrum í Eyjafjarðaránni og sömu sögu er að segja um Hörgá,“ segir Einar. Síðasti veiðidagur í Fnjóska er 17. september og síðast þegar fréttist voru komnir 110 laxar á land. í fyrra urðu þeir 120 í hcild- ina þannig að veiðin er nánast sú sama þessi tvö sumur. Um 140 hafbeitarlöxum var sleppt í Þorvaldsdalsá á Árskógs- strönd í sumar og þar eru 80 laxar komnir á land. Af þessum löxum eru 6 á neðsta svæðinu í ánni og er þar um að ræða göngufisk. Stærsti laxinn í ánni var 20 pund en hann var veiddur á opnunar- degi í ánni af Heiðari lnga Ágústssyni. Bleikjuveiðin í Þor- valdsdalsánni hefur einnig verið góð því komnar eru 520 bleikjur á eina stöng. JÓH Bílasala • Bílaskipti Toyota Landcruser langur, turbo, disel, Mazda 626 2000 GLX, árg. '88, ek. 61 þús., verö 2.950.000,- þús., verð 1.060.000,- mmmmmmmm^^a jh ...... '88, ék. 42 Saab 9001, árg. '87, ek. 50 þús., verð xovota Camry XL station, árg. '87, ek. 47 1.050.000,- --------- þús„ verð 890.000, CH Monza SLE, árg. '87, ek. 35 þús" verð 550.000,- ‘Suzukí SJ-410, árg. 720.000,- B, ek. 27 þús., verð MMC Space Wagon 4x4, 7 manna, '88, ek. 38 þús., verð 1.150.000,- Toyota Corolla Twin Cam, árg. '87, ek. 41 þús„ verð 870.000,- Vegna mikillar sölu vantar bíla á staðinn. nílASALINN Möldursf. bíiasaia við Hvannavelii. Simar 24119 og 24170.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.