Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 11
 Föstudagur 14. september 1990 - DAGUR - 11 67 ára gamall og enn knapi á stærstu kappreiða- völlum Bandankjanna Elsti knapi heims er án efa Willie Clark sem nýlega átti 67 ára afmæli. Hann er enn knapi á öll- um stærstu kappreiðum sem haldnar eru í Bandaríkjunum, og oftar en ekki stendur hann uppi sem sigurvegari ! Aðspurður hvort hann væri að hætta sem knapi sagði sá gamli: „Hætta? Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu." Hann hefur tekið þátt í um 10.500 kappreið- um og hlotið verðlaun í um 3.500, en hann segist líka hafa brotið nánast hvert bein í skrokkn- um, þó ekki hægri handlegg. Þrátt fyrir gömul meiðsli fer Willie á hverjum morgni kl. 7 til æfingasvæðisins Charles Town í Virginíu til æfinga, og á kvöldin tekur hann þátt í allt að fernum kappreiðum. „Það er ekki hægt að halda mér frá hestamennsku og kappreiðum, en auðvitað fæ ég verki í gömul bein sem hafa brotnað, en mér hefur aldrei orð- ið misdægurt og líður bara vel. Ég sé fyrir mér gamalt fólk sitj- andi í ruggustól við að horfa á sjónvarp, og mér er ómögulegt að skilja þetta fólk. Ég mundi frekar skjóta mig en þurfa að sitja í ruggustól! Willie er aðeins 1,65 m að hæð og 49 kg að þyngd, en hann borð- ar mjög mikið. Hann vaknar oft kl. 3 að nóttu og fær sér þá beikon og egg, ristað brauð og kaffi. Kl. 6 fær hann sér kaffi og kleinu- hringi áður en haldið er á æfinga- svæðið. Þar fær hann hádeg- isverð, og fær sér oft kaffi og ostaköku í eftirmat. Á heimleið kemur hann við á McDonald’s skyndibitastað og fær sér „léttan" skyndirétt. í kvöldmat er svo kjötbúðingur, kjúklingar og grænmeti áður en kvöldkappreið- ar hefjast. Hann segist þó ekki vera laus við lesti því hann reyki pakka af sígarettum á dag, en hann hann drekki ekki - og hann veðjar aldrei á hesta!! Hvað gera Kanar á morgnana? 84% þrífa sig á einhvem hátt - fáir fara á salernið f nútímaþjóðfélagi þykir vissara að kanna allt milli himins og jarðar. íslendingar eru duglegir við þetta eins og svo margt annað en sennilega eru Bandaríkja- menn þó fremstir allra. Nýlega var gerð könnun á því hvað er það fyrsta sem Bandaríkjamenn gera eftir að þeir hafa skreiðst fram úr rúminu á morgnana. Menn geta nú sér til gamans kannað listann. í könnuninni gat hver maður nefnt nokkur atriði sem hann eða hún tók sér fyrir hendur snemma morguns. At- hygli vekur að enginn virðist hafa nefnt þá sjálfsögðu athöfn að fara á salernið. En hér kemur banda- ríski listinn: - 84% bursta tennur, þvo sér í framan og fara í sturtu. - 55% hlusta á útvarp. - 53% drekka kaffi. - 53% búa um rúmin. Þetta gera hins vegar aðeins 32% karla en 71% kvenna! - 50% búa til morgunmat. Aftur hafa konurnar vinninginn en 60% þeirra útbúa dögurðinn á móti 40% karla. - 49% kyssa makann. - 35% lesa dagblað. - 30% horfa á sjónvarp. - 11% strauja. - 7% hafa kynmök. Pepsi torfæran 90! Pepsi sanduriim 90! Pepsi Cola og Bílaklúbbur Akureyrar kynna! Torfærukeppni á Glerárdal laugardag kl. 14.00. Tuttugu trylltustu torfærutryllitækin tætast um dalinn í einni af villtustu torfærukeppni ársins. Mætiö tímanlega til að forðast biðraðir, miða- verð kr. 500,- Sandspymukeppni viðHrafnagil sunnudag kl. 14.00. Ótrúlega fjölbreytileg og öflug tæki spyrna með ísl.meistarann í broddi fylkingar á hátt í þúsund hestafla grindinni sinni. Verið vitni að ógurlegum átökum. Miðaverð kr. 500,- Báðar keppnirnar gefa stig til (slandsmeistara. HÓTEL KEA Hin jrábœra hljómsveit Styrming heldur uppi jjörinu laugardagskvöld Glœsilegur matseðill Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld Fjölskyldutilboð ásunnudag Sjávarréttasúpa og lambalœri „Bearnaise" - Verð aðeins kr. 890, - og að sjálfsögðu er ís fyrir þau börn sem Ijúka við matinn sinn Frítt fyrir börn 0-6 ára V2 gjald fyrir börn 7-12 ára Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200. Hótel KEA fyrir vel heppnada veislu $

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.