Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 14. september 1990 - DAGUR - 15 F íþróttir EM í knattspyrnu U-18 ára: Guðmundur og Þórður í aðalhlutverkum - þegar íslendingar töpuðu naumlega fyrir Englendingum Guðmundur Benediktsson úr Þór og Þórður Guðjónsson úr KA voru í aðalhlutverkum þegar Islendingar mættu Eng- lendingum í Evrópukeppni U- 18 ára landsliða í Mosfellsbæ í fyrrakvöld. Leiknum lauk með sigri Englendinga, 3:2 og skor- aði Þórður bæði mörk Islend- inga úr vítaspyrnum sem Guð- mundur „fiskaði.“ Guðmundur var felldur í víta- teig Englendinga á 18. mínútu og Þórður kom íslendingum í 1:0. Englendingar jöfnuðu en þeir félagar endurtóku leikinn á 49. mínútu og breyttu stöðunni í 2:1. Eað dugði þó ekki til því Eng- lendingar jöfnuðu aftur og skor- uðu sigurmarkið í leikslok. Guðmundur var talinn besti maður tslenska liðsins í þessum leik. Þess má geta að hann er nýlega orðinn 16 ára og er enn leikmaður með drengjalandslið- inu. íslandsmótið í handknattleik hefst um helgina. Erlingur Kristjánsson og á Ítalíu til Hafnarfjarðar þar sem þeir mæta íslandsmeisturum FH kl. lærisveinar hans í KA koma beint úr sólinni 16.30 á sunnudag. Knattspyrna: Mimiingarleikiir um Jósep í dag kl. 18 fer fram leikur í 3. flokki karla milli KA og Þórs. Leikurinn, sem er sá síðasti í þessum flokki á keppnistíma- bilinu, er leikinn til minningar um fyrrum leikmann Þórs, Jósep Olafsson, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu, Rimasíðu 11 Akureyri, 6. janúar sl., aðeins 15 ára gamall. Jósep var fæddur 30. júní árið 1974, sonur Ingu Láru Bachmann og Ólafs Haraldssonar. Jósep var góður íþróttamaður, lék bæði handbolta og fótbolta með Þór og var þar í fararbroddi. Þeir sem velja drengjalandslið okkar í báðum þessum boltagreinum höfðu augastað á Jósep og skynj- uðu að þar var mikið efni á ferð. Jósep Ólafsson. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Stefán með 10 rétta - tekur þátt 12. vikuna í röð Stefán Thorarensen gerði sér lítið fyrir og fékk 10 rétta í síðustu viku. Verður það að teljast frábær árangur þar sem hann hefur aðeins eitt merki á hvern leik. Félagi hans Eggert Ingólfsson fékk 7 rétta og er því úr leik. Stefán tekur nú þátt í getrauna- leiknum 12. vikuna í röð og skoraði á Pétur Inga Ragnarsson sem er nemandi í Glerárskóla. „Ég er bjartsýnn á að mér takist að slá met Rúnars Sigurpálssonar og stefni að því. Hins vegar er seðillinn nú mjög erfiður, leikirnir allir tvísýnir og geta farið hvernig sem er,“ segir Stefán. Stefán: Arsenal-Chelsea 1 Coventry-Wimbledon 1 C. Palace-Nott. Forest 1 Derby-Aston Villa 2 Leeds-Tottenham 2 Man. City-Norwich 1 Q.P.R.-Luton 1 Southampton-Sheff. Utd. 1 Sunderland-Everton 1 Millwall-lpswich 1 Swindon-Middlesbro X West Ham-Wolves 1 Pétur Ingi: Arsenal-Chelsea 1 Coventry-Wimbledon X C. Palace-Nott. Forest 1 Derby-Aston Villa X Leeds-Tottenham 2 Man. City-Norwich 1 Q.P.R.-Luton 1 Southampton-Sheff. Utd. X Sunderland-Everton 1 Millwall-lpswich 1 Swindon-Middlesbro X West Ham-Wolves 1 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Jósep var góður keppnismað- ur. Hann var sínum jafnöldrum góð fyrirmynd á vellinum og bar jafnan virðingu fyrir andstæðing- um sínum. Hann var mjög vin- sæll af sínum félögum og átti marga vini sem minnast hans af heilum hug. Og nú hafa fjórir vinir Jóseps úr Þór gefið bikar til minningar um hann og verður lctkurinn eins og fyrr er sagt kl. 18 í dag á Þórsvellinum. Er fólk hvatt til að koma og sjá leik þess- ara liða sem bæði komust í úrslitakeppni íslandsmóts 3. tlokks nú í sumar og um leið að heiðra minningu Jóseps Ólafs- sonar. Knattspyrna helgarinnar: Hvað gerist í Ólafsfirði? Keppni í 1. og 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu lýkur á morgun. Þórsarar mæta Vík- ingum á Akureyrarvelli og KA-menn KR-ingum á KR- vellinum en seinni leikurinn gæti haft áhrif á hvaöa lið verður íslandsmeistari í knatt- spyrnu. í 2. deildinni er fall- baráttan í algleymingi og í Olafsfirði verður stórleikur þegar Leiftursmenn fá KS-inga Þorvaldur Jónsson hefur náð sér eftir meiðslin og verður með gegn KS. Fjallahlaupi HSÞ frestað um eina viku Fjallahlaup HSÞ fer fram laug- ardaginn 22. september nk. í Mývatnssveit. Upphaflega átti hlaupið að vera nú um helgina en fresta varð því um viku af óviðráðanlegum ástæðum. Þetta verður í annað sinn sem slíkt hlaup er þreytt. Fyrra hlaup- ið var 1988 en ekki tókst að halda það í fyrra. Von ntanna er að hér eftir verði þetta árviss viðburður, þ.e.a.s. ef þátttaka verður góð og áhugi virðist vera fyrir hendi. Hlaupið hefst kl. 14 við Sund- laug Reykjahlíðar. Tvær vega- lengdir eru í boði, 8 kílómetrar og 4 kílómetrar. Eins og nafnið á hlaupinu bendir til er ekki bein- línis fylgt vegum á leiðinni heldur miklu fremur hlaupið um móa og mela, svona mismunandi lárétta. Skráning og frekari upplýsing- ar fást hjá óunnari í síma 96- 43107/43116 og Jóni í síma 96- 44223/44298. Sundfélagið Óðinn: Vetrarstarfið af stað Vetrarstarf Sundfélagsins Óðins er nú að komast í fullan gang. Eldri flokkarnir eru þeg- ar byrjaðir að æfa og í næstu viku verður byrjað með tvo nýja byrjendahópa, annan í sundlaug Glerárskóla og hinn í sundlaug Akureyrar. Fjórir þjálfarar starfa hjá Óðni í vetur og sjá þeir um fimm hópa. Nýju hóparnir eru ætlaðir fyrir byrjendur á aldrinum 8-13 ára. Æfingatímar í sundlaug Glerár- skóla verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-18 og á föstudögum kl. 16-17. Æfingarn- ar í sundlaug Akureyrar verða á sömu dögum kl. 18-19. í þessum tímum verður farið í leikni í vatni og aðeins í sundaðferðir. Næsta mót sem Óðinsmenn taka þátt í er Sundmeistaramót Akureyrar sem haldið verður 30. september. Þá mun félagið taka þátt í Bikarkeppninni sem fram fer 2.-4. nóvember en enn hefur , ekki verið ákveðið hvar. í heimsókn. Sigur nægir hugsanlega öðru liðinu til að halda sæti sínu í deildinni. Grindvíkingar mæta Fylkismönnum og verður síðar- nefnda liðið að teljast sigur- stranglegra. Um úrslit í Ólafsfirði er vonlaust að spá en víst er að þar verður ekkert gefið eftir. Mark Duffield hefur leikið frábær- lega fyrir KS í sumar. íþróttir KNATTSPYRNA llörpudeild: 18. og síðiista urnfcrd fcr fram á morgun kl 14. f*ú leika l’ór og Vfkingur á Akureyrarvelli. KR og KA á KR-vclli, Franr og Vulur á L.augardalsvelli, (B\' og Stjarnan i Vcstmannacyjum og FH og ÍA 1 Hafnarfirði. 2. deild: Keppni lýkur einnig í 2 deild mcð fimm leikjuni kl. 14. Þá loika Leiftur og KS í Úlafsfirði, Breiðablik og Tindastóll í Kópavogi. Viðir og ÍBK í Ciarðinum, Grindavfk og Fylkir i Grindavik og 1R og Selfoss í Reykjavík. IVIinningurleikur um Jósep Olufssmi fer fram á Þórsvclli i tlag. ÞaÖ eru liö Þors og KA í 3. flokki sem maetast og hefst lciktirinn kl. 18. HANDKNATTLEIKUR Keppni i 1. deild hefst um hclgina. KA-menn ma:ta FH-ingum i Hafnar- firði á sunnudag kl. 16.30. GOLF Opna Jaðars- og ininningarmótið fcr fram á Jaðarsvelli á Akureyri laugardag og sunnudag. Leiknar verða 36 holur, með og án for- gjafar, í karla-, kvenna- og unglingaflokki. Blönduós: Tvö mót verða um helgina. Á laugardag verður 9 holu punktamót scm hefst kl. 13 og daginn eftir 18 holu haustmót, með forgjöf, sem hefst kl. 10. Borgarbikurinn fer fratn á Sauð- árkröki. Leiknar verða 36 holur á laugardag og sunnudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.