Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 14. september 1990 ÁRLAND myndasögur dags ANDRÉS ÖND ÆÆÆÆÆ! Sá Þetta er stóri hefur náö þari, fífl- mér... Þetta er mitt ið þitt. HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Hjólbarða raunir Bíleigendur þurfa flestir að skipta við hjólbarðaverk- stæði tvisvar á ári, þ.e. vor og haust, þvi ekkí dugar að aka á negldum hjólbörðum um sumarið, þaðan af síður á sumarhjólbörðum í hálkunni, enda bannað með lögum. Það var einmitt i tengslum við slíka . árstíðabundna umfelgun að maður einn kom á hjólbarðaverkstæði. Hann var frekar að flýta sér, og samdi um það við dekkja- manninn að fá að skilja bílinn eftir meðan sumardekkin væru sett undir. Á meðan brá hann sér i bæinn. Klukku- stund síðar kom hann aftur, sótti bílinn og greiddi sinn reikning. Að þvl búnu hélt hann heimleiðis, en áður en hann fór af verkstæðinu var honum sagt að vetrardekkin væru í skottinu. Maðurinn lagði bílnum á sinn stað við hús sitt, tók vetrardekkin og setti þau upp við bílskúr ásamt slöngunum. # Dekkin hverfa Daginn eftir var söguhetja okkar snemma á fótum, og hugðist aka til vinnu eins og venjulega. Hann settist undir stýri, en fannst bíllinn reyndar vera frekar lágur á götunni, og undarlegt hljóð heyréi hann þegar reynt var að aka af stað. Fór hann út, og skipti þá engum togum að maður- inn uppgötvar að bíllinn er alveg hjólalaus. Hafði greini- lega einhver sótt að honum um nóttina og hirt dekkin góðu. Maðurlnn snarast að bílskúrnum og aðgætir vetrardekkin. Þau voru líka horfin, en fjórar slöngur hafði þjófurinn skilið eftir á jörð- inni. Hjá þeim lá pappaspjald, og hafði verið krotað á það „Takk fyrir lánið.“ # En sagan var ekki öll... Nokkru seinna uppgötvaði bíleigandinn sem varð fyrir þessum sérstæða þjófnaði hver sökudólgurinn var. Hann hugsaði sig um í nokkra daga hvað væri tii ráða, en þar sem hann var seinþreyttur til vandræða greip hann til þess ráðs að skilja slöngurnar eftir við úti- dyr þess óheiðarlega, og á miða sem hann festi við skrif- aði hann: „Þú gleymdir að taka þetta.“ Undir þessu var nafn og heimilisfang. Daginn eftir var búið að skila dekkj- unum aftur til rétts eiganda. dagskrá fjölmiðla kvöld kl. 22.30 er á dagskrá Sjónvarpsins bíómyndin Borgarasfríð, sem fjallar um baráttu Kontra-skæruliðanna við sandinistastjórnina í Níkaragva. Sjónvarpið Föstudagur 14. september 17.50 Fjörkálfar (21). (Alvin and the Chipmunks.) 18.20 Hraðboðar (4). (Streetwise.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Leyniskjöl Piglets. 19.50 Dick Tracy. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Eddie Skoller (6). Skemmtidagskrá með þessum fræga háð- fugli. Gestur hans í þessum þætti er Victor Borge. 21.40 Bergerac (2). 22.30 Borgarastríð. (Latino.) Bandarísk bíómynd frá árinu 1985. Myndin segir frá hernaðarráðgjafa hjá kontraskæruliðum í Níkaragva en hann fær efasemdir um réttmæti þeirra aðferða sem honum er ætlað að beita í baráttunni við sandínista. Aðalhlutverk: Robert Beltran, Annette Cordona og Tony Plana. 00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 14. september 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Túni og Tella. 17.35 Skófólkið. 17.40 Hetjur himingeimsins. 18.05 Hendersonkrakkarnir. 18.30 Bylmingur. 19.19 19.19 20.10 Kæri Jón. (Dear John.) 20.35 Ferðast um tímann. (Quantum Leap.) 21.25 Beinn í baki.# (Walk Like a Man.) Skemmtilegt tilbrigði við ævintýrið um frumskógardrenginn. Aðalhlutverk: Howie Mandel, Christopher Lloyd og Cloris Leachman. 22.50 í ljósaskiptunum. (Twilight Zone.) 23.15 Glæpaheimar.# (Glitz.) Sagan greinir fra Iögreglumanni sem er að rannsaka morðið á vinstúlku sinni. Aðalhlutverk: Jimmy Smits, Markie Post og John Diehl. Bönnuð börnum. 00.50 Brestir. (Shattered Spirits.) Myndin fjallar á átakanlegan hátt um þau vandamál sem koma upp hjá fjölskyldu þegar annað foreldrið er áfengissjúkling- ur. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Melinda Dillon, Matthew Laborteaux og Lukas Haas. Bönnuð börnum. 02.20 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 14. september 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fróttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Á Saltkráku" eftir Astrid Lindgren. Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (30). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.30 Innlit. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfrepnir. 10.30 Á ferð - I Vonarskarði og Nýjadal. 11.00 Fróttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- fýsingar. 13.00 í dagsins önn - Borgarholt og Öskjuhlíð. 13.30 Miðdegissagan: „Ake“ eftir Wole Soyinka. Þorsteinn Helgason les (10). 14.00 Fróttir. 14.03 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 í fréttum var þetta helst. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir ■ Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Hljómplöturabb. 20.40 í Múlaþingi. 21.30 Sumarsagan: „Sendiferð" smásaga eftir Raymond Carver. Rúnar Helgi Vignisson þýðir og les. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.30 Danslög. 23.00 Kvöldgestir. 24.00 Fróttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 14. september 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið tii lífsins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sóiarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. - Sólarsumar heldur áfram. 14.10 Brot úr degi. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Söðlað um. 20.30 Gullskífan. 21.00 Á djasstónleikum. 22.07 Nætursól. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Nóttin er ung. 2.00 Fréttir. 2.05 Gramm á fóninn. 3.00 Áfram ísland. 4.00 Fróttir. 4.05 Næturtónar. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Á djasstónleikum. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Næturtónar. 7.00 Áfram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 14. september 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Föstudagur 14. september 07.00 Eirikur Jónsson. 09.00 Fréttir. 09.10 Páll Þorsteinsson. 12.00 Haraldur Gíslason. 14.00 Snorri Sturluson. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. 18.30 Kvöldstemmning í Reykjavík. 22.00 Á næturvaktinni. 03.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Föstudagur 14. september 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.