Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 14.09.1990, Blaðsíða 3
 Föstudagur 14. september 1990 - DAGUR - 3 Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, um álversmálið: Dla komíð fyrir þjóðinm ef útlendingar þurfa að taka ákvarðanir fyrir hana „Miðað við þau rök sem nú eru tilgreind fyrir staðsetningu væntanlegs álvers á Keilisnesi flnnst mér að mátt hefði ákveða staðsetningu þess fyrir löngu.“ Þetta sagði Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður samtali við Dag. Valgerður taldi að illa sé komið fyrir Islendingum ef þeir þurfa að láta útlendinga taka ákvarðan- ir fyrir sig. Valgerður sagði að staðsetning væntanlegs álvers sé stórmál og hreinn kjánaskapur að ræða um að ágóða af starfsemi þess verði skipt jafnt niður á alla landshluta verði af byggingu þess á Keilis- Akureyrarhöfn: Álagið er mikið, skip koma og fara Að sögn Jóhanns Haukssonar er viðhald á bryggjum á Akur- eyri töluvert, enda umferð skipa mikil, jafnt kaupskipa sem fiskiskipa, en Jóhann og tveir félagar voru að viðhalds- störfum á Togarabryggjunni er blaðamann bar að. Starfsmenn Akureyrarhafnar aö störfum. Mynd: Kl. Vatnsból Raufarhafnarhrepps: Hollustuvemd ríkisins lagði áherslu á úrbætur - vatnsnotandi sendi kærubréf til stofnunarinnar Raufarhafnarhreppur hyggst byrgja vatnsból sitt fyrir vetur- inn, eins og við greindum frá Áfengisvandinn á Norðurlandi: Fjáröflun SÁÁ-N í formi happdrættis Samtök áhugafólks um áfeng- isvandamálið á Norðurlandi, SAA-N, reka öfluga göngu- deild á Akureyri og veitir hún íbúum á Norðurlandi öllu ráð- gjöf og þjónustu. Starf deildar- innar hefur þegar vakið mikla athygli fyrir góðan árangur í baráttunni við alkóhólisma. Fjölmargir hafa leitað til SÁÁ- N og til að fjármagna þessa þjón- ustu hafa samtökin ýmsar fjár- öflunarleiðir í pokahorninu. Stærsta og mikilvægasta fjáröfl- unarleið SÁÁ-N er happdrætti, sem nú er verið að hleypa af stokkunum. í happdrætti SÁÁ-N er þrjú hundruð þúsund króna vöruút- tekt hjá Vörubæ, auk fjölda ann- arra vinninga. Gengið verður í öll hús á Akureyri og öðrum þétt- býliskjörnum á Norðurlandi helgina 15.-16. september næst- komandi og happdrættismiðarnir boðnir til sölu. Hver króna sem kemur inn vegna happdrættismiðasölunnar verður nýtt til starfsemi samtak- anna á Norðurlandi. Dregið verður í happdrættinu á fjölskylduhátíð sem haldin verður í Lóni 30. september. SS fyrir skömmu, en undanfarin ár hefur ýmislegt gengið á í sambandi við þetta vatnsból sem ætíð hefur staðið óvarið. í sumar fékk Hollustuvernd ríkisins bréf frá vatnsnotanda í hreppnum og var það stílað sem kæra á hendur Raufar- hafnarhreppi vegna vatnsbóls- ins. Hjá Hollustuvernd fengust þær upplýsingar að þótt bréfið hafi verið skrifað sem kæra væri hér frekar um ábendingu að ræða. En málið var kannað hjá Holl- ustuvernd í framhaldi af þessu bréfi. „Ég held að bréfritari hafi ver- ið að óska eftir því að Holl- ustuvernd þrýsti á um úrbætur í þessu máli og ég vona að okkur hafi tekist það. Eftir að hafa tal- að við oddvita, sveitarstjóra, formann heilbrigðisnefndar og landeiganda um þetta mál vonast ég til að fyrsta skrefið í áttina að lausn málsins verði stigið, en það skref er að þessu vatnsbóli verði lokað í haust," Sagði Þórhallur Halldórsson hjá Hollustuvernd ríkisins. Hann sagði að Hollustuvernd hefði lagt áherslu á að úrbætur á vatnsbóli Raufarhafnar þyldu ekki iengri bið og eftir viðbrögð- um yfirvalda í hreppnum að dæma sagðist Þórhallur ætla að vatnsbólið yrði byrgt í haust. Sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps hefur tekið í sama streng og því má ætla að þessum þætti deilumálsins verði senn lokið. Annar þáttur lýtur að deilu hreppsins og landeigenda. SS „Sumarið er mikill annatími og nú eru þrír menn á vegum hafn- arinnar að störfum við viðgerðir á hafnarmannvirkjum og alltaf koma verktakar inn til stærri verka. Nokkurhluti hafnarmann- virkja er kominn til ára sinna og þarfnast mikils viðhalds því álagið er mikið, skip koma og fara," sagði Jóhann. ój nesi. Til að slíkt geti raunveru- lega orðið að veruleika þurfi að koma til sérstök lagasetning um ráðstöfun á tekjum af álveri og yrðu slík lög að fást samþykkt jafnframt setningu laga um álbræðslu. Valge'-ður sagði að fyrir löngu hefði átt að láta reyna á það hvort staðsetning stóriðju utan suðvesturhornsins væri möguleg og hvort ríkisstjórnin gæti í raun haft einhver áhrif á staðarval því ef um slík áhrif hafi aldrei verið að ræða hefði verið langtum betra að ákveða staðsetninguna strax. Hefði staðarva! stóriðju á Reykjanesi legið fyrirstrax í upp- hafi viðræðna hefði verið unnt að vinna á allt annan hátt og huga strax að ráðstöfunum sem óhjá- kvæmilega verður að vinna að í hyggðamálum verði stóriðja á annáð borð reist á Suðvestur- landi. Línuspilið frá DNG: „Kostirnir eru ótvíræðir“ „Línuspilið frá DNG er afar vinsælt og hefur reynst mjög vel og er góð lausn fyrir smærri báta,“ sagði Kristján E. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri. Að sögn Kristjáns hófst smíði á nýju línuspiii hjá DNG s.i. vetur eftir þróunar- vinnu starfsmanna fyrirtækis- ins. Spilið hefur reynst mjög vel og þeir sjóntenn sem hafa reynt það eru sammála um að þarna sé kornin mjög góð lausn fyrir smærri báta. „Línuspilið er drifið áfram af DNG tölvuvindu og því losna menn við að fjárfesta í vökvakerfi sem kostar umtals- verða peninga. Spilið er á mjög viðráðaniegu verði og hvetjum við alla sjómenn smábáta sem hafa hug á að geta lagt línu að hafa samband við okkur og fræðast um kosti spilsins sem cru ótvíræðir," sagði Kristján, framkvæmda- stjóri DNG. ój Leikfélag Húsavfloir sýnir á íslandskynningu í Áiaborg - verður með fjórar sýningar í ferðinni og tekur þátt í samsýningu Sjö félagar úr Leikfélagi Húsa- víkur halda í vikuferð til Dan- merkur á morgun. Leikhópur- inn verður með fjórar sýningar í ferðinni og tekur auk þess þátt í þrem sýningum ásamt öðrum leikhópum. Focus pá Island nefnist Islandskynning sem stendur yfir í Álaborg í september. Að kynn- ingunni er staðið með samvinnu margra aðila og glæsilega, að sögn Húsvíkinga sem hana hafa sótt, m.a. eru sýningar á íslenskri list og kynningar á landi og þjóð í menningarmiðstöð sem nefnist Huset. Leikhópurinn frá Húsavík mun fyrst heimsækja leikfélag í úthverfi Kaupmannahafnar, en félögin eru saman í norrænum áhugaleikfélagahring. Dvalið verður hjá vinaleikfélaginu fram á þriöjudag og verða Húsvík- ingarnir með sýningu á sunnu- dagskvöld. Á þriðjudag veröur haldið til Álaborgar, sem er vina- bær Húsavíkur. Sýningin sem Húsvíkingarnir eru með nefnist Maí 1940 og brugðið er upp myndum frá þeim tíma á íslandi. Sögumaður í sýningunni cr Ingi- mundur Jónsson og er textinn fluttur á dönsku. í sýningunni eru flutt lög úr Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson og leikur Aðalheiður Þorsteinsdóttir undir á píanó. Þetta verk verður flutt fjórum sinnum í menningarmið- stöðinni og verður frumsýningin á þriðjudagskvöld. Leikhópurinn mun einnig taka þátt í útileiksýningu með öðrum leikhópum þar sem flutt verða 10 íslensk lög og spunnið út frá þeim. Lagið sem Lcikfélagi Húsavíkur var úthlutað til að vinna með er Ó, blessuð vertu sumarsól. María Axfjörð, utan- ríkisráðherra LH, sagði að hin fyrirhugaða Danmerkurferð væri mjög spennandi en án efa yrði mjög erfitt að vera með í svo mörgum sýningum á svo skömm- um tíma. IM Innritun er hafin í alla flokka 10 tíma nómskeið 1 x í viku Kennslustaður Grónufélagsgata 49 efri hœð Kennsla hefst 24. september Námskeið í barnadönsum yngst 3 ára • samkvœmisdönsum gömlu dönsunum • Rokk og Tjútt Vouge • Hipp Hopp • Námskeið fyrir hópa, félagasamtök og einstaklinga Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 26624 milli kl. 10.00 og 18.00 Léttir og skemmtilegir tímar með góða skapið í fyrirrúmi H raðgreiðslur DANSSKOLI SMí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.