Dagur - 20.10.1990, Page 5
Laugardagur 20. október 1990 - DAGUR - 5
Hjármál Leikfélags
w'nnings:
uxJJj
*w"SSt2íís:
iffii. ««■*"
s«
.nc(nd»r»ui< «S ',0
hondum mcn»i»m»l»-
LCffl þc»u »!»»«»•«»
(|án»»l»fj
hx «f '•«'
núlJt*'*“
Staða Leikfélags Akureyrar í brennidepli:
Línudans yfir peningagjá
Enn berast fregnir af erfíðum íjárhag Leikfélags
Akureyrar og svo virðist sem þríhliða samn-
ingurinn frá 1987 hafí ekki gengið upp og nú er
beðið eftir nýjum leik. Við ætlum að skoða þessi
mál og einnig viðhorf fólks til Leikfélags Akureyr-
ar, húsnæðismál félagsins og jafnvel velta fyrir
okkur tíðum leikhússtjóraskiptum. En fyrst eru
það peningarnar. Þeir eru víst sá grunnur sem
byggja verður starfsemina á og þótt leiklist byggist
ekki á gróðavon fremur en önnur list verður að
skapa henni viðunandi umhverfí og þar koma pen-
ingarnir til sögunnar.
í tengslum við 125 ára kaup-
staðarafmæli Akureyrarbæjar 29.
ágúst 1987 var gerður þríhliða
samningur milli bæjarins, leikfé-
lagsins og ríkisins. Bærinn skuld-
batt sig til að veita félaginu
a.m.k. jafnhátt framlag og ríkið
og raunar hefur hann gert betur.
Þessi samningur virðist ekki
hafa gengið upp og skuldir LA
við ríkissjóð eru umtalsverðar og
komnar í vanskil. Um aðra fjár-
hagslega erfiðleika mun þó ekki
vera að ræða. Samningurinn rann
út um síðustu áramót og hefur
ekki enn verið endurnýjaður og
verður sennilega ekki endurnýj-
aður með þessu sniði. Hvað þá?
„Félagið getur unnið sig
úr vandanum“
í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar-
innar er eftirfarandi klausa um
Leikfélag Akureyrar:
„Framlag til Leikfélags Akur-
eyrar nemur 15,4 milljónum
króna og hækkar lítillega frá fjár-
lögum 1990. Félagið hefur átt við
fjárhagserfiðleika að stríða. Taka
þarf á þeim málum sérstaklega í
meðferð málsins í fjárveitinga-
nefnd.“
Að sögn Sigurðar Hróarsson-
ar, leikhússtjóra, var framlagið á
síðustu fjárlögum 12,7 milljónir
og ef þessi tala stenst er þetta því
hækkun um tæpar 3 milljónir.
Hann sagðist ekki vita hvort þessi
tala væri endanleg, en Sigurður
mun eiga fund ineð ráðuneytis-
mönnum eftir helgina. Aðalmál-
ið er vanskilaskuldin við ríkis-
sjóð, frá henni hefur ekki verið
gengið en hún verður tekin til
umræðu við gerð fjáraukalaga.
Sigurður telur að vandi LA sé
að öðru leyti ekki það mikill að
félagið geti ekki unnið sig út úr
honum. Framlög frá ríkinu og
Akureyrarbæ og aðhaldsstefna í
leikhúsinu eiga að tryggja rekstr-
argrundvöll.
Hann sagði að ekki væri búið
að ganga frá framlagi Akureyrar-
bæjar en það hefði verið mun
hærra en frá ríkinu undanfarin
ár, m.a. vegna þess að bærinn sá
um rekstur Samkomuhússins en
nú er rekstur hússins í höndum
leikfélagsins.
A listastarfsemi
aö standa undir sér?
Þær raddir hafa heyrst á síðustu
árum og gjarnan haldist í hendur
við fréttir af erfiðleikum hjá LA
að það sé of dýrt fyrir Akureyr-
inga að reka atvinnuleikhús og
nær væri að setja peningana í
eitthvað annað. Einn viðmæl-
anda Dags sagði t.a.m. að leik-
húsið yrði að láta sýningarnar
standa undir sér, ekki treysta á
utanaðkomandi fé. Ef þetta
gengi ekki upp ætti að leggja það
niður sem atvinnuleikhús.
Þessar raddir hafa vissulega
heyrst í sambandi við menningar-
starfsemi, að hún eigi ekki að
njóta opinberra styrkja heldur
„standa undir sér“. Flestir telja
þó mikilvægt að styðja við bakið
á listum, enda sé menningin
nauðsynlegur þáttur í þjóðlífinu
því fyrir utan það að skilja okkur
frá dýrum veitir hún andlega vel-
líðan. Einhver ástæða hlýtur að
vera fyrir 230 milljóna króna
framlagi ríkisins til lista í fjár-
lagafrumvarpi fyrir næsta ár.
Leikhússtjórinn segist einnig
hafa heyrt raddir andsnúnar
leikhúsinu, en þó mun fleiri sem
styðja það. í sama streng tóku
flestir viðmælendur blaðsins. Þeir
vilja hafa atvinnuleikhús á Akur-
eyri, telja það mjög jákvætt fyrir
íbúana og út á við og þá hefur
verið bent á að leikhúsið skilar
óbeint tekjum til bæjarfélagsins
gegnum gisti- og veitingastaði.
„En það hefur hver sitt áhuga-
mál og mönnum finnst það sem
þeir eru að sýsla við stærra mál
en annað. Hver reynir að ota sín-
um, sem von er,“ sagði Sigurður,
en hver er stefna bæjaryfirvalda
gagnvart leikhúsinu?
Bærinn styöur
atvinnuleikhús
Sigríður Stefánsdóttir, forsteti
bæjarstjórnar, sagði það hafa
komið fram í afgreiðslu bæjar-
stjórnar og fjárlögum að Akur-
eyrarbær styðji atvinnuleikhús í
bænum.
„Þessi stefna hefur kannski
ekki komið fram í öðru en því að
höfum alltaf reynt að gera okkar
til að halda hér gangandi atvinnu-
leikhúsi. Við höfum samt oft
bent á það, og verið samtaka
þeim sem eru í forsvari hjá leik-
félaginu, að þetta er eina
atvinnuleikhúsið után Reykja-
víkursvæðisins og það ætti að
mörgu leyti erfiðara uppdráttar
vegna þess að markaðurinn er
ekki eins stór og fyrir sunnan.
Okkur finnst að stjórnvöld hafi
ekki tekið nægilegt tillit til þess
og við höfum verið að þrýsta á að
það komi meira frá fjárveitinga-
valdinu,“ sagði Sigríður.
Hún sagði að fjárhagslegir erf-
iðleikar hefðu komið upp öðru
hverju hjá Leikfélagi Akureyrar
og nú yrði að skoða hvað fór
úrskeiðis í sambandi við þríhliða
samninginn, sem átti að marka
tímamót í rekstrinum. Þetta
verður að fá á hreint áður en nýr
samningur verður gerður milli
Akureyrarbæjar og leikfélagsins
og þá verður að hafa fengist botn
í skuldastöðuna gagnvart ríkinu.
Raunhæf aöhalds-
stefna í vetur
Sigurður Hróarsson segist hafa
mætt jákvæðu viðhorfi, bæði hjá
bæjaryfirvöldum og menntamála-
ráðherra. Hann taldi tilveru
atvinnuleikhúss á Akureyri ekki í
hættu, „nema landsfeðurnir taki
skyndilega allt aðra stefnu en
þeir hafa viðrað við okkur í
leikhúsinu.“ Hann segir líka að
síðastliðin ár hafi verið rekin
ströng aðhaldsstefna í leikhús-
inu. Settar hefðu verið upp
fámennar og fremur ódýrar sýn-
ingar og sparað hefði verið í
mannahaldi, t.d. fáir leikarar fast-
ráðnir.
„Við rekum raunhæfa aðhalds-
stefnu í vetur og setjum upp þrjú
verk í húsinu. Fyrsta verkið er
f-ierrsir
MaiöUur
i ’ÍT’ív^' c_ “*V1 |J
hluthafa
mjög ódýrt og uppsetningin í
kirkjunni verður líka mjög ódýr
sem leiksýning. Ættarmótið er
miðlungsstykki og svo kemur
einn dýr söngleikur, en reynslan
hefur sýnt að þeir laða að flesta
áhorfendur,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að LA hefði verið
látið taka á sig hluta af vandanum
og félagið reyndi nú að vinna sig
út úr honum. Með bærilegri af-
greiðslu á fjáraukalögum svo og á
fjárlögum, jafnvel þótt miðað
væri við töluna 15,4 milljónir,
ætti félagið að geta bjargað sér út
úr vandræðunum, að mati Sig-
urðar.
Já, það er beðið eftir næsta leik
ríkisvaldsins. Forseti bæjar-
stjórnar segir líka að ef ríkið
dragi lappirnar þá sé spurning
hvað bæjarfélagið hafi mikið bol-
magn til að styðja leikfélagið.
Hingað til hafi það verið reynt og
framlag bæjarins hafi verið mjög
hátt, miðað við hina sígildu
höfðatölu.
Húsnæðismál leikfélagsins
Þetta er línudans, sem við erum
að fjalla um hér. Leikfélagið
reynir að feta sig eftir beinni línu,
sem sumir vilja toga niður en aðr-
ir hífa upp. Þeir síðarnefndu vilja
bæta umhverfi LA með því að
taka Santkomuhúsið í gegn og
byggja við það. Rætt er um
Samkomuhúsið á Akureyri. Á innfelldu myndunum eru Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar og
Sigurður Hróarsson leikhússtjóri.
þrengsli og óhentug húsakynni,
en skyldi vera raunhæft að hugsa
um þessi mál meðan reksturinn
er í járnum?
„Það er í höndum bæjarins,
eiganda hússins, hvað gert verður
í Jteim málum,“ sagði Sigurður.
„I haust er búið að gera heilmikið
í húsinu, taka snyrtingar í gegn,
leikaraherbergin sömuleiðis,
búið að setja upp viftu og margt
fleira.“
Hann sagði að nú væri brýnast
að taka sjálfan salinn í gegn.
Nauðsynlegt er að gjörbreyta
loftræstingunni og einnig eru sæt-
in farin að syngja sitt síðasta.
Þessi atriði verða áhorfendur
auðvitað mjög varir við. „Við
vonum svo sannarlega að þetta
verði síðasti veturinn sem áhorf-
endum verður boðið upp á salinn
í þessari mynd,“ sagði Sigurður.
Tíð leikhússtjóraskipti
„Viðbygging hefur ekki komið á
borð þessarar bæjarstjórnar. Ég
býst við að það komi að því en
auðvitað verður fyrst að tryggja
rekstur leikfélagsins. Þótt húsið
sé skemmtilegt og eigi sér sögu
þarfnast það endurbóta til að
teljast nútíma leikhús,“ sagði
Sigríður.
Hún bjóst við að húsnæðismál
LA yrðu skoðuð í samhengi við
önnur menningarmál því þar er
margt sent þarf að gera en ekki
hægt að gera allt í einu.
Við komumst ekki lengra í
þessari umfjöllun. Við reyndum
aðeins að drepa á andrúmsloftinu
í leikhúsinu og vegna tíðra leik-
hússtjóraskipta vaknaði sú spurn-
ing hvort það væri vont að vinna
hjá Leikfélagi Akureyrar.
Sigurður Hróarsson, fráfarandi
leikhússtjóri, gat ekkert nema
gott sagt um starfið hjá LA og að
sér hefði ltkað mjög vel að vinna
með fólkinu. Ástæðuna fyrir um-
sóknunt hans um leikhússtjóra-
stöður í Reykjavík er því ekki að
finna í starfsumhverfinu á Akur-
eyri.
Sunna Borg, núverandi for-
maður LA, sagðist ekki hafa
skýringar á örum leikhússtjóra-
skiptum á síðustu árum. Hún
bjóst við að ástæðurnar væru mis-
munandi hjá hverjum og einum
en hún gat þess að það vaéri slæmt
að missa Sigurð.
Aðspurð kvaðst Sunna ekkert
geta sagt unt það núna hvort eða
hvenær auglýst yrði eftir nýjum
leikhússtjóra. Leikhúsráð ætti
eftir að meta stöðuna og auðvitað
yrði leikfélagið að hugsa sinn
gang í þessum efnum. SS