Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 20. október 1990
spurning vikunnar
Ferðu í
Kári Sigurðsson:
„Nei, ég fer aldrei í rjúpur og
borða ekki rjúpur. Ég hef enga
sérstaka ánægju af skotvopn-
um. Reyndar skaut ég nokkrum
sinnum áður en ég fékk byssu-
leyfi en aldrei eftir það og ég
veit ekki einu sinni hvort leyfið
er enn í gildi.“
Jón Stefán Baldursson:
„Nei, það geri ég aldrei. Þetta
eru svo fallegir fuglar að það er
ástæðulaust að vera að drepa
þá. Reyndar er þetta sæmileg-
asti matur."
#
rjúpur?
Sverrir Leósson:
„Nei, ég get bara ekki hugsað
mér að vera með byssu. Eg er
enginn skotveiðimaður og verð
aldrei. Ég borða heldur aldrei
rjúpur."
Jón Pétur Karlsson:
„Nei, ég hef aldrei verið neitt
fyrir slíkt og á ekki byssu. Ég er
voðalega lítið fyrir að elta dýr
og ég hef aldrei borðað rjúpu."
Friðbjörn Baldursson:
„Já. Eg fór í rjúpur á miðviku-
daginn og náði fjórum í Sauð-
dal. Sjálfur hef ég aldrei borðað
rjúpur en ég hef selt þær og
gefið þær vinum og vanda-
mönnum."
Kvikmyndasíðan
UUJLftAUUUUJUAULAAAJLU
Jón Hjaltasor
Rob Lowe - ennþá í
skugga myndbandsins?
Það er rökkvað. Mennirnir tveir
skiptast á um að þjónusta kon-
una. Kvikmyndatakan er léleg,
það eina sem sést af kvenmannin-
um eru hnjákollarnir, á milli
þeirra stirnir á afturenda karl-
mannsins. Fólkið þreytist án þess
þó að fá nokkra fróun. Að lokum
hættir líkamstjáningin og umræð-
ur hefjast. Það er rætt um frí, St.
Tropez og Grace Jones. Þannig
lýkur fyrsta hluta myndarinnar
og annar byrjar. Annar mann-
anna tveggja úr fyrsta þættinum
sýnir íþróttahæfileika sína, ræðir
við fréttamenn og ferðast í lyftu.
Engum er misboðið.
Þriðji og seinast þáttur mynd-
arinnar varir í 6 mínútur. Nakinn
kvenmaður er í myndramman-
um, annar bætist við. Þær láta vel
hvor að annarri. Karlmannsrödd
heyrist hvetja þær áfram. Af og
til kemur karlmannshönd inn í
myndina og gælir við stúlkurnar.
Að lokum stendur önnur þeirra
upp og beinir upptökuvélinni að
karlmanninum, þeim sama og
hinir tveir hlutar myndarinnar
sýna.
Þessi lélega og klámfengna
myndbandsspóla hefur verið á
hvers manns vörum í Hollywood
allt frá því að hún komst í dags-
ljósið í maí í fyrra. Ástæðan er
einföld; aðalleikarinn er Rob
Lowe. „Loksins hefur Rob Lowe
tekist að gera kvikmynd sem allir
vilja sjá,“ lét Arsenio Hall hafa
eftir sér og Gróurnar kættust. En
það var ekki aðeins söguburður-
inn sem gerði Lowe lífið leitt í
framhaldinu því að önnur stúlkn-
anna í þriðja þættinum var undir
lögaldri. Leikarinn hefur því
mátt sæta málaferlum og allskyns
leiðindum undanfarna mánuði.
Og nú spyrja menn hvort þetta
hliðarspor Lowes marki endalok
kvikmyndaferils hans, ferils sem
hefur gert hann frægan og ríkan.
Að sögn var hann í þann veginn
að rjúfa 100 milljóna króna launa-
múrinn fyrir'mynd þegar túskild-
ings myndbandsspólan komst í
hámæli. Hann á að baki kvik-
myndir eins og Class, Oxford
Blues og Square Dance.
Kannski á allt umtalið eftir að
verða Rob Lowe til framdráttar
þó að nýjasta mynd hans bendi
óneitanlega til annars. í mars síð-
astliðnum byrjuðu bíóhúsin vest-
an hafs að sýna Bad Influence en
tökur á henni hófust rétt eftir að
holskeflan skall yfir Rob Lowe.
Það er svolítið kaldhæðnislegt að
í Bad Influence leikur Lowe
skítseiði sem dundar sér við að
mynda kynmök og njósna um
náungann. Því miður eru engar
líkur á því að við fáum að sjá
þessa kvikmynd í íslensku
bíóhúsi því að ekki löngu eftir
útkomu hennar var hún sett á
myndbandamarkaðinn. Efmarka
má kvikmyndadóm starfsbróður
míns hjá Ámerican Fjlm virðist
Bad Influence engu að sfður hafa
margt sér til ágætis og segir hann
það hreinan „scandal“ hversu
fljótt myndin var tekin úr bíóhús-
um. Eitt er víst; Bad Influence
hefur ekki tekið af tvímæli um
framtíð Rob Lowes sem Holly-
woodleikara. Að svo komnu máli
verður því ekki svarað hvort
hann á sér þar framabraut eða
hvort hann neyðist til að leggja út
á aðrar brautir.
Uppreisnarseggurinn
- Willem Dafoe ílýgur yfir Hanoi
Willem Dafoe hefur fyrir nokkru
lokið við að leika undir handar-
jaðri leikstjórans John Milius í
Flight of the Intruder. Myndin
it True Colors:
Andi rómantíkur og svolítið sárr-
ar lífsreynslu svífur yfir vötnum.
Ástarþríhyrningurinn alræmdi er
hér kominn upp á dekk undir
leikstjórn Herberts Ross. John
Cusack og James Spader leika
lögfræðinema og vini er báðir
fella hugi til sömu konunnar
(Imogen Stubbs). Ross bregður
upp á hvíta tjaldið tíu árum úr lífi
þeirra félaganna.
Paramount, haustið 1990.
# Scenes From A Mall:
Paul Mazursky bregður á leik;
hann er í senn framleiðandi,
höfundur og leikstjóri. Helstu
hlutverk eru heldur ekki í hönd-
um neinna óþekktra, Woody All-
byggir á metsölubók Stephen
Coonts og gerist í Víetnam árið
1972. Atburðarásin snýst í kring-
um þrjá flugliða, harðskeyttan
en leikur eiginmann en Bette
Midler eiginkonu. Þau hafa verið
gift í 15 ár þegar stund sannleik-
ans rennur allt í einu upp og þau
játa ótrúmennsku sína fyrir hin-
um aðilanum.
Touchstone gefur út en
útkomutími er áætlaður um jóla-
leytið.
if A Kiss Before Dying:
Matt Dillon bregður sér í gervi
metnaðarfulls geðsjúklings
(hvernig skyldi slíkur hugsa?)
sem flækist inn í morð á hröðu
klifri sínu upp þjóðfélagsstigann.
James Dresden er höfundur
handrits og einnig lcikstjóri.
Universal, undir árslok 1990.
flokksforingja, sem Danny Glov-
er leikur, og tvo bestu stríðs-
menn hans í gervi Brad Johnsons
og Willems Dafoe. Dafoe ákveð-
ur að gera sprengjuárás á Hanoi
og Johnson sprengjuvarpari
ákveður að slást í för með
honum. Ferðin er farin í óþökk
bandarískra hernaðaryfirvalda.
Þegar Dafoe er spurður eftir
ástæðu þess að hann tók að sér
hlutverkið nefnir hann flugið sem
höfuðorsökina. Um persónuna
sem hann leikur vill Dafoe hafa
sem fæst orð. „Það lætur mér illa
að tala um persónugerðir," segir
hann, „og yfirleitt enda ég á því
að segja frá röð atburða. Það er
raunar svo að stundum skemmir
það fyrir mér að reyna að negla
niður ákveðna skapgerðareigin-
leika persónanna er ég tek að
mér að túlka. Auðvitað er það
bíófarans að lesa í söguhetjurn-
ar. Þá ábyrgð vil ég ekki taka á
mig því að ég held að það setji
leikaranum skorður. Hann byrjar
að hugsa of rökrétt og of sál-
fræðilega sem kemur í veg fyrir
allt létt meiningarlaust daður
leikarans við persónuna sem hon-
um er ætlað að skilja og að lokum
- að verða. Um leið verður ill-
mögulegt fyrir leikarann að upp-
götva nýjar hliðar á persónunni.
Ég held að eitt hið versta sem
geti komið fyrir leikara sé að
hann svo að segja fari fram úr
sjálfum sér á þennan hátt.“
Rauði þráður Intruderer sam-
band þeirra Dafoes og Johnsons
og afleiðingar athafna þeirra.
„Fyrir þeim félögum vakir að
gera eitthvað uppbyggilegt,“ seg-
ir Dafoe um tvímenningana,
„sem er auðvitað mjög kaldhæð-
ið því að markmið þeirra er að
varpa sprengjum á fólk.“
Willem Dafoe sem flugmaðurinn Virgil „Tiger“ Cole í Flight of the
Intruder.
Kvikmyndir í
burðarliðnum