Dagur - 20.10.1990, Page 9

Dagur - 20.10.1990, Page 9
Laugardagur 20. október 1990 - DAGUR - 9 Svanhildur Hólm Valsdóttir, 16 ára og Auður Jónsdóttir, 17 ára: „Flestir lesa blöðin“ - Hafiö þið lært eitthvað um stjórnmál í skóla? Svanhildur: „Stjórnmála- fræði er ekki kennd í grunn- skóla.“ Auður: „Eitthvað mjög takmarkað." Báðar: „Helst þá ef mjög stjórnmálalega sinnaður kenn- ari hefur sagt manni frá sínum skoðunum í tíma.“ - Hafið þið ákveðnar skoðanir í stjórnmálum? Báðar: „Ja, kannski ekki ákveðnar skoðanir en vissar hugmyndir þó að við aðhyll- umst ekki neinn ákveðinn flokk.“ - Hvenær fenguð þið þess- ar tilteknu hugmyndir? Svanhildur: „Fljótlega eftir að maður komst til vits og ára, þ.e. unglingsára." Auður: „Líklega þegar mað- ur fór að lesa sér til.“ Báðar: „Þá fór maður að gera sér einhverja hugmynd um þjóðfélagið. Við höfum náttúrlega alltaf verið mjög opnar manneskjur." (glott) - Hafa unglingar almennt áhuga á stjórnmálum? Auður: „Já, þetta skiptist þó í grófa hópa. En blöðin fara held ég ekki framhjá fólki og flestir vita eitthvað um það sem er að gerast.“ - Fylgjast unglingar vel með því sem er að gerast í stjórnmálum? Svanhildur: „Ég held að það sé mjög einstaklingsbundið. Ég held líka að krakkar fylgist betur með núna en áður. Til dæmis var mikið áhugaleysi á stjórnmálum ríkjandi á diskó- tímabilinu. í dag hefur orðið eins konar þjóðfélagsleg vakn- ing meðal ungs fólks.“ Auður: „Það er ekki hægt að alhæfa um það. Minn vinahóp- ur fylgist ákaflega vel með stjórnmálum, en líklega er áhuginn mismunandi eftir vinahópunum." Báðar: „Flestir lesa blöðin, horfa á fréttir og eru meðvitaðir um umhverfið. Erlendar fréttir eru oft athyglisverðari fyrir ungt fólk því að þar er oft meira spennandi að gerast." - Horfið þið mikið á fréttir? Svanhildur: „Ég horfi yfirleitt ekki á fréttir á Stöð 2. Ég reyni að horfa á fréttir þegar tækifæri gefst til.“ Auður: „Maður reynir að fylgjast með fréttum en það er bara margt annað sem spilar inn í.“ - Hvaða dagblöð lesið þið? Auður: „Þessi dagblöð sem maður nær í, Morgunblaðið, DV, Tímann og Þjóðviljann." Svanhildur: „Morgunblaðið, DV og allt sem ég næ í en læt oftast sorpblöðin eiga sig.“ - Hvað er það merkilegasta sem gerst hefur í þessum heimi síðan þið fæddust? Svanhildur: „Kosning konu til forsetaembættis íslands. Það markaði ákveðin tímamót þar sem hún var fyrsta konan í slíku embaetti í heiminum." Auður: „Átökin sem hafa átt sér stað í austantjaldslöndun- um, fall Berlínarmúrsins og það sem átti sér stað í Rúmeníu. Það er verið að lina á þeirri harðstjórn sem þar ríkti og fólkið þarf að breyta hugsunarhætti sínum.“ Jan Wilm (frá Þýskalandi) 17 ára: „Breytingarnar of hraðar í Þýskalandi“ - Hefur þú einhverja sérstaka skoðun á stjórnmálum? „Já, ég hef margslungnar skoðanir á stjórnmálum." - Á hvaða aldri byrja ung- menni að mynda sér stjórn- málaskoðanir? „Flestir byrja að mynda sér skoðun á stjórnmálum um 15 ára aldur en gera sér ekki grein fyrir því strax að þetta eru í raun stjórnmál sem þeir eru að velta fyrir sér. Ég býst við því að flestir fullmóti ekki skoðanir sínar fyrr en um 18 ára aldur." - Heldur þú að unglingar séu áhugasamir um stjórnmál? „Já, þeir hafa meiri áhuga á stjórnmálum en margir full- orðnir vegna þess að framtíð þeirra veltur á þessu málefni.1' - Horfirðu á fréttirnar í sjón- varpinu? „Ég horfði á fréttirnar heima í Þýskalandi en hér horfi ég aldrei á þær því að ég skil ekkert í þeim.“ - Hvað horfðir þú oft á frétt- ir á viku? „Á hverjum degi.“ - Ertu þá vel upplýstur um það sem er að gerast í heimi stjórnmálanna? „Ég var það!“ - Lestu dagblöðin? „Nei, ekkert að ráði. A.m.k. ekki hér á íslandi því ég get ekki ennþá lesið íslensku." - Hvað veistu um íslensk stjórnmál? „Ég veit að þið eruð að hugsa um að ganga í EB. Svo veit ég líka að það eru fjórir stórir flokkar. Einn þeirra er mjög mikið til hægri, annar reynir að vera miðjuflokkur, sá þriðji er örlítið til hægri og fjórði mjög mikið til vinstri." - Hvað er það merkilegasta sem gerst hefur í heimsmálum síðan þú komst í heiminn? „Ég held að breytingarnar í Sovétríkjunum hafi haft mikil áhrif á heimsmálin, þ.e. að þeir vilji breyta um stjórnarfarskerfi. Slík breyting tekur langan tíma og margir hugsuðir þurfa að standa þar á bak við.“ - Hvað finnst þér um stöðuna í Þýskalandi? „Ég held að sameiningin sé til góðs en breytingarnar eru of hraðar. Þar sem áður var gamla Austur-Þýskaland er nú mikið atvinnuleysi og margir líða peningaskort. Þetta er erf- ið staða og enginn veit hvernig á að leysa vandamálim Jón Óttar Birgisson, 16 ára: „Mikið rætt um stjórnmál heima hjá mér“ - Hefur þú ákveðnar stjórn- málaskoðanir? „Nei, alls ekki! En ég er þó lýðræðissinni og erekki hrifinn af harðlínukommúnisma. Ég er samt mjög opinn fyrir öllu.“ - Hvenær myndast ákveðnar pólitískar skoðanir hjá fólki? „Ég held að það sé þegar fólk er búið að opna sig, heyra margar skoðanir, tala mikið við fullorðna. Kannski um 18 ára aldurinn." - Er mikið rætt um stjórn- mál á þínu heimili? „Já, nokkuð mikið.“ - Koma stjórnmál ungling- um eitthvað við? „Já, þeir þurfa nú að kjósa seinna meir svo að þeir hljóta að koma þeim við.“ - Fylgist þú vel með fréttum? „Já, þegar ég get, en það hefur minnkað eftir að ég kom hingað í skólann frá Borgar- nesi. Ég reyni að horfa á fréttir og les dagblöðin þegar ég kemst í þau. Ég les aðallega Moggann og þá erlendu frétt- irnar, íþróttasíðurnar og náttúrlega teiknimynda- sögurnar." - Hvað horfirðu oft á fréttir á viku? „Þegar ég var heima í Borg- arnesi þá horfði ég næstum því alltaf á fréttirnar, núna horfi ég á þær svona 1-2 í viku.“ - Veistu mikið um heims- málin? „Já, betur en um það sem viðkemur íslandi. Það er meira um að vera erlendis og þaðan eru fréttirnar stærri og merkari." - Hvað finnst þér um þró- unina í Þýskalandi? „Þetta er sjálfsagt gott og blessað en samt er þetta ekk- ert ofsa sniðugt. Það á eftir að skapast rosalegt atvinnuleysi þegar allt fólkið hópar sér saman vestanmegin. Þjóð- skipulag gömlu ríkjanna var líka svo ólíkt." - Hver er athyglisverðasti atburðurinn í stjórnmálum 20. aldar? „I rauninni hefur margt mjög merkilegt gerst en þó tel ég að athyglisverðast sé hvernig Hitler komst til valda í Þýska- landi á sínum tíma.“ Hugsa unglingar mikið um stjórnmál? Hugsa þeir mikið um hvað er að gerast í umheim- inum eða kannski aldrei? Reyndar er erfitt að alhæfa um þetta mál þar sem unglingar hafa jafn margar skoðanir og jafn mörg áhugamál og þeir eru margir. Svarið við þessum tveimur spurning- um er því það að sumir unglingar hugsa mikið um pólitík en aðrir minna. Okkur blaðasnápunum finnst þetta hið forvitnilegasta mál og því fórum við í afdrifaríkan og stórhættulegan könnunarleiðang- ur. Einhvern veginn enduðum við í Menntaskólan- um á Akureyri og þar hófumst við handa við að leita að hentugum fórnarlömbum. Okkur tókst að króa af nokkra áhugasama menntskælinga sem sögðu okkur sitt álit á umræddu efni - árangur birt- ist hér fyrir ofan.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.