Dagur - 20.10.1990, Side 11
10 - DAGUR - Laugardagur 20. október 1990
A " J ■ f /é
y
Eigi verður svo rœtt um myndlist og mólefni myndlistarmanna á Akur-
eyri, að ekki beri natn Guðmundar Ármanns, myndlistarmanns, á
góma. í þau tuttugu ár sem myndlistarmenn bœjarins hafa barist
áfram af hugsjón og harðfylgi fyrir málefnum sem lúta að myndlist-
argyðjunni, hefur Guðmundur stigið þann dans með heimamönn-
um, ráðhollur og þrunginn hugsjón. Með heimamönnum segi ég.
Vissulega er Guðmundur orðinn heimamaður fyrir löngu, það lengi
hefur hann búið á Akureyri. Guðmundur fluttist til Akureyrar þá er Myndlistar-
félag Akureyrar vantaði kennara til að leiðbeina og kenna öllu því unga fólki
sem hafði áhuga á teiknun og málun en var afrœkt. Akureyri hefur verið starfs-
vettvangur Guðmundar, þrátt fyrir að honum hafi boðist glœst tœkifœri í list
sinni á erlendri grundu. Á Akureyri urðu straumhvörf í lífi Guðmundar, hann
hitti lífsförunaut sinn á Akureyri, Hildi Petersen, og þau hjón eiga fimm
mannvœnleg börn. En hver er myndlistar- og hugsjónamaðurinn Guðmund-
ur Ármann? Við gefum Guðmundi orðið.
Á flakki um höfuðstaðinn
„Ég er fæddur í henni Reykjavík í Vesturbæn-
um, árið 1944, á Ránargötunni í svokölluðu
Doktorshúsi, sem nú er búið að rífa fyrir löngu.
Ég er eitt átta barna Sigurjóns Björnssonar, fv.
póstmeistara í Kópavogi, og konu hans Þorbjarg-
ar Pálsdóttur. Ungur flutti ég af Ránargötunni,
aðeins þriggja ára, í Langholtið, að Langholts-
vegi 104, en þar reisti pabbi sænskt hús, stórt og
mikið. Þar vorum við þar til ég varð 12 ára. Sem
gefur að skilja varð ég aldrei KR-ingur, en ég var
og er Valsari í hjarta og hugsun. 1956 fluttum við
á Miklubrautina og þar áttum við heima í 2 til 3
ár, en þá var flutt á Flókagötuna og síðan út á
Ægissíðu. Á Ægissíðunni bjuggum við aðeins í
eitt ár og þá tók stórfjölskyldan sig upp enn á ný
og við fluttum í Kópavoginn. Pabbi varð póst-
meistari í Kópavogi og gegndi því starfi þar til
hann fór á eftirlaun. Móðir mín er nú látin, en
faðir minn býr nú í lítilli íbúð á elliheimili og unir
hag sínum vel.
Já, bernsku- og unglingsárin fóru í að þeytast
milli bæjarhluta sem og hjá mörgum í Reykjavík
á þessum árum. Petta var góður tími í stórum
systkina- og vinahópi og ekki skemmdi að ég var
í Val. Ég lék með öllum yngri flokkunum í knatt-
spyrnunni og tók þátt í frjálsum íþróttum. Á
þessum árum kom ég til Akureyrar til að keppa í
boltanum og ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir
að eyða starfsævi minni í höfuðstað Norðurlands.
Frami minn í heimi fótboltans varð að vísu ekki
mikill. Ég hætti þessum leik, því myndlistargyðj-
an heltók mig, en fyrstu sýninguna mína hélt ég
á Mokka aðeins 17 ára gamall^ þá án allrar
menntunar í teikningu og málun. Ég hafði keypt
mér pennasett og heillaðist svo af þeim marg-
breytilegu línum og áferð sem hægt var að skapa
þannig að úr varð sýning í anda abstraktmálar-
anna. Petta voru ströng og ákveðin form. Sýning-
in fékk góða dóma og brautin var ráðin.“
Námsárin og til Svíþjóðar
„Sem gefur að skilja gekk ég í nokkra skóla, þar
sem fjölskyldan fluttist svo ört milli hverfa.
Barnaskólanámið hóf ég í Laugarnesskólanum
en fór síðan í Langholtsskólann, hann var byggð-
ur á þessum árum. Par lauk ég barnaskólanám-
inu.
Að barnaskólanum loknum fór ég í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og þaðan í Gagnfræða-
skóla verknáms. Er námi lauk þar fór ég í Iðn-
skólann og útskrifaðist sem sveinn í prentmynda-
gerð á vordögum 1963. Ég vann aldrei við iðnina,
því meðan ég var við nám í prentmyndagerðinni
var ég byrjaður að sækja Myndlista- og handíða-
skólann. Prentmyndagerðin nýttist mér vel í
Myndlistaskólanum og þá sérstaklega í grafík-
inni, því prentmyndagerð er ekkert annað en
grafík eins og hún var kennd þá.
Myndlista- og handíðaskólinn var skemmtileg-
ur skóli í alla staði. Gróskan var mikil í skólanum
og kennslan góð, en mjög akademísk. Er leið á
námið fengum við gestakennara frá París og
víðar, sem komu með ný sjónarmið og nýjar
víddir, hverjar héldu okkur við efnið. Þannig
lentum við inni í nokkuð nýtískulegum kennslu-
háttum. Á þessum árum breyttist myndlistin
mikið og öll viðhorf til myndlistar. Skólasystkini
mín úr Myndlistaskólanum hafa spjarað sig flest
vel og nokkur eru þekkt nöfn í myndlistarheim-
inum á íslandi og jafnvel í heimslistinni. Ég lauk
náminu í Myndlistaskólanum á fjórum árum og
hélt strax til Svíþjóðar. Ekki mátti láta staðar
numið. Heimsfrægðin beið handan hafsins.“
Úr grjótmulningi til
aðstoðarkennara
„Að vísu hafði ég sótt um skólavist í Flórída að
áeggjan Jóhanns Eyfelds, myndlistarmanns og
prófessors. Ég fékk inni, en réð ekki við dæmið.
Bandaríkin voru of dýr fyrir fátækan námsmann,
sem ekki hafði úr styrkjum að moða.
Gautaborg varð fyrir valinu. Ég sigldi með
mitt hafurtask og málverk. Ég fékk strax vinnu í
grjótmulningsverksmiðju og þegar leið á sumarið
sendi ég umsókn inn til Valand listaháskólans. Á
haustdögum fékk ég svar. Ég var orðinn nemandi
í þessum virta og góða skóla. Ég var heppinn.
Mörg hundruð sóttu um, en aðeins tíu voru
teknir.
Breytingin var mikil og áherslurnar aðrar en
heima. Fljótt kom í Ijós að námið að heiman
dugði vel. Skólinn var fyrsta árið afar akadem-
ískur. Sannkallaður gifshausaskóli. Er á leið kom
í ljós að allt nýtt úr heimi myndlistarinnar skilaði
sér fljótt og vel inn í skólann með gestakennur-
um og öðru fagfólki. Námið var uppbyggjandi og
við vorum með fingurna á púlsi heimslistarinnar.
íslendingar sem voru við nám við Valand nutu
sérstakrar velvildar skólayfirvalda. Pað ásamt
góðri kennslu gerði dvöl mína við skólann eftir-
minnilega. Ég hugsa til skólans með lotningu og
eftirsjá. Árin mín við skólann urðu fimm. Síð-
ustu þrjú árin var ég aðstoðarkennari í grafík
með náminu. Sjálfsagt stóð ég mig vel og vann
mikið. Skólastjóranum Ture Ahnoff, sem er vin-<
gjarnlegur og þekktur listmálari, þótti fátækt
okkar Islendinganna það mikil að hann vildi
hjálpa upp á sakirnar. Pví var ég ráðinn aðstoð-
arkennari við grafíkdeildina og Arthur Ólafsson
við málaradeildina.
Á þessum árum skiluðu námslánin sér seint og
illa. Námslánið dugði fyrir húsaleigu í þrjá mán-
uði. Kennaralaunin björguðu miklu. Við áttum
fyrir brauðskorpu og rauðvínsglasi á góðum degi.
Ég vann með skólanum í öllum fríum, gjarnan
sem uppvaskari á vertshúsum. Pannig kynntist ég
næturlífinu úr eldhúsinu á Resturant Sófus, en
það var mjög fínn staður í þá daga.
Já, þetta var bóhemlíf. Við vorum ekki að
mikla fyrir okkur hlutina. Herbergin sem við
stúdentarnir leigðum voru ekki merkileg. Ég
man sérstaklega eftir einu í gömlu hverfi sem átti
að rífa. Upphitunin var léleg aðeins frá hálf
ónýtri eldstó og þá varð maður að eiga eldivið,
sem ekki var alltaf. Kamarinn var úti í garði og
kalt vatn í krönum. Heitt þekktist ekki. Ungling-
arnir í dag myndu trúlega ekki leggja þetta á sig
fyrir myndlistina. Ég efa það. Að norpa oft á
kvöldin í köldu herbergi í 20 gráðu frosti reyndi
á íslendinginn. Sem betur fer er ég hraustur og
þetta skemmdi ekki. Við vorum tilbúin til að
svelta fyrir listina og væntanlega heimsfrægð. Já,
svona hefur þetta verið á öllum tímum. Ég held
að þetta þroski fólk. A.m.k. þá sem þoldu vos-
búðina.
Síðustu tvö árin voru mjög góð. Ég bjó betur
og seldi töluvert af myndum. Var kominn á styrk
og gat unnið að myndlistinni allt sumarið. Á
fjórða ári tókum við okkur saman fimm og gerð-
um sýningu um umferðarmál. Sýningin var mjög
gagnrýnin og vakti mikla eftirtekt og varð þess
valdur að við fimmmenningarnir vorum valdir
sem fulltrúar Svía á Norðurlandasýningu. Petta
þótti mörgum íslenskum myndlistarmanninum
nokkuð hart, að við Arthur færum inn á sýning-
una þessa leiðina þ.e. sem Svíar. Oftast er það
nú svo að viðurkenningin kemur erlendis frá.
Mjög fáir eru spámenn í sínu föðurlandi.“
Róttækur til vinstri
„Námsmenn eru oftast mjög opnir og áhrifa-
gjarnir. Svo fór að ég drakk í mig fleira en mynd-
listina. Ég varð óhemju vinstrisinnaður, enda
buðu allar aðstæður upp á slíkt.
Það sem gerðist á árunum fyrir 1970 varð þess
valdandi, að nánast sprenging varð í öllum skólum
og upplausnin varð mikil. Þetta var ekki aðeins í
Svíþjóð heldur um allan heim. Upptökin voru í
París. Nemendur urðu afar miklir þjóðfélags-
sinnar og upp kom í okkar skóla mikil gagnrýni á
listina. Að listin væri fyrir listina var litið horn-
auga og nemendur efndu til ýmisra mótmæla.
Þetta brambolt var smitandi. Á þessum árum
kom Víetnamstríðið inn í umræðuna og vakti
mikil viðbrögð. Kröfugöngur voru farnar og allt
var á suðupunkti. Leshópar voru stofnaðir í sósíal-
isma. Við lásum Das Kapital og allt sem hönd á
festi um vinstri pólitíkina. Nemendur tóku völdin
og heimtuðu að velja sína prófessora sjálfir. Til
okkar kom nýr sænskur prófessor, að nafni Peter
Dahl. Hann hafði gert fræga myndröð um Víet-
namstríðið og tvískinnung sænska þjóðfélagsins
gagnvart því. Myndröð sem sænska lögreglan
hafði tekið niður af sýningu. Þetta þótti okkur
varið í. Þennan mann vildum við fá sem kennara
og það var látið eftir okkur.
Dahl þótti við nemendur mjög pólitískir. Við
vorum alltof grimmir í hans augum. Þannig eru
nú öfgarnar. Prófessorinn hefur skrifað bók um
þessi umbrotaár og í bókinni sakar hann okkur
nemendur um, að við höfum viljað lesa frekar
Das Kapital en Iistasöguna. Hann hrósar okkur
þó sem góðum nemendum.
Ég lauk námi og mín biðu töluvert góð tæki-
færi og ýmsar dyr opnar. Skólinn naut álits og
þeir nemendur sem útskrifuðust áttu innangegnt
á gallerí og annað í þeim dúr. Ég valdi þann kost
að fara heim. Ég vildi fara heim.“
Heim og til Akureyrar
„Ég hafði alla tíð fundið fyrir heimþrá og mynd-
listarheimurinn í útlandinu var harður. Trúlega
var ég orðinn þreyttur. Ég hafði þurfti að hafa
mikið fyrir lífinu. Nú kom sú löngun upp að
miðla landanum af reynslu minni og kunnáttu,
jafnframt að vinna að listsköpun í rólegheitum
víðsfjarri skarkala stórborganna.
Þegar heim var komið fór ég fyrst í stað að
vinna sem handlangari hjá trésmiðum í Breið-
holtinu til að eignast peninga fyrir mat og litum.
Sýning var í undirbúningi. Dag einn fór ég niður
í gamla skólann minn til að ræða við Hörð
Ágústsson, skólastjóra. Ég leitaði eftir vinnu.
Hörður tók mér vel og sagðist myndu hafa
samband.
í ágúst var Hörður í símanum og segir, að
menn frá Akureyri séu að leita að myndlistar-
kennara. „Ég held að ég treysti þér til að fara,“
sagði Hörður. Ég hugsaði málið í nokkra daga.
Ég var laus og liðugur og svaraði játandi. Þetta
var 1974 og hér er ég enn, kvæntur og fimm
barna faðir.
Já, ég fór norður til Akureyrar í september og
hóf kennslu á vegum Námsflokkanna og Mynd-
listarfélags Akureyrar í kjallara Iðnskólans.
Nemendurnir voru margir og starfið sóttist allvel.
Árið eftir hóf ég einnig kennslu í MA. Þannig
gegndi ég nú fullri stöðu kennara.
Umrótið var mikið á þessum árum og fæðing-
arhríðirnar öflugar í myndlistinni á Ákureyri.
Árið 1976 hófst ævintýrið mikla með stofnun
Myndsmiðjunnar. í gamla Verslunarmannafé-
lagshúsinu opnuðum við Myndlistarfélagsmenn
sýningarsal og myndlistarskóla sem fékk nafnið
Myndsmiðjan. Ég ætla ekki að rekja þá sögu,
það er annarra. Þarna var kennt frá morgni til
kvölds. Þennan vetur keyrði ég mig hreinlega út
í vinnu. Vinnu sem var mjög skemmtileg, krefj-
andi og gefandi. Um vorið hætti ég kennslu.
Myndsmiðjan var sá vísir sem varð Myndlista-
skólinn á Akureyri.
Næstu árin vann ég í Slippstöðinni, í Ofna-
smiðjunni og víðar, jafnframt sem ég einbeitti
mér að kúnstinni og tók þátt í sýningum. Er tím-
ar líða stofnaði ég ásamt nemanda mínum, Krist-
jáni Steingrími Jónssyni, Teiknihönnun KG.
Bæði var að mig langaði að starfa sjálfstætt og
eins hitt að ég var kominn með fjölskyldu og
þurfti að hafa góðar tekjur. Síðar fór Kristján til
náms í myndlist til Reykjavíkur og þaðan til
Þýskalands og ég var einn eftir á teiknistofunni.
Þegar Ragnar Lár fluttist til Akureyrar hófum
við samstarf og stofnuðum Teiknistofuna Stíl og
rákum hana saman þar til Ragnar seldi Gunnari
Jónssyni sinn hlut. Þegar hér var komið sögu var
ég aftur kominn í kennslu. Kenndi á kvöldin í
Myndlistaskólanum á Akureyri hjá Helga
Vilberg, skólastjóra."
Eg var marxisti og lenínisti
„Já, ég var marxisti og lenínisti og lá ekki á
skoðunum mínum. Sumuin var um og ó, það
byltingarkenndur var ég. Pólitíkin varð aldrei til
þess að ég yfirgæfi myndlistina. Ég hugsaði alltaf
sem svo, að mín pólitíska meðvitund yrði til
þess, að ég gerði myndir sem yrðu tengdar verka-
lýðnum og baráttunni fyrir betri kjörum. Grafík-
myndirnar og málverkin spegluðu þessi viðhorf
og sýningin á Kjarvalsstöðum 1981 var af verka-
fólki úr Slippstöðinni og af verksmiðjunum. Lit-
irnir voru brúnir og gráir og svart var í öndvegi.
Sem sagt allt eftir formúlunni.
Síðar uppgötvaði ég, að þessi myndgerð full-
nægði mér ekki sem myndlistarmanni. Ég var
farinn að finna, að boðskapurinn yfirgnæfði
myndrænuna. Hugarfarsbreyting og löngun til
átaka varð þess valdur að ég fór að skoða lita-
skalann og nýta mér þá möguleika sem frjáls
hugsun býður upp á. Formið varð frjálst. Ég fór
að mála og teikna fugla. Hér varð vendipunktur.
Sérhver myndlistarmaður má aldrei gleyma
forminu og litunum.
Ég var farinn að kenna myndlist á ný við
Myndlistaskólann á Akureyri. Alltaf fjölgaði
þeim tímum sem ég tók að mér við skólann. Þessi
vinna bitnaði á vinnu minni á Stíl. Ég varð að
velja á milli annars vegar kennslunnar og mynd-
listarstarfsins og hins vegar auglýsingavinnunnar
á Stíl. Því seldi ég Gunnari minn lilut og hætti
afskiptum mínum á auglýsingamarkaðinum. í
dag er ég fastráðinn kennari við Myndlistaskól-
ann á Ákureyri. Kenni í dagskólanum og á
kvöldin á námskeiðum, en þar kenni ég módel-
teikningu og málun.
Dvöl mín er orðin nokkuð löng á Akureyri.
Hér hef ég kunnað vel við mig. Trúlega á við mig
Laugardagur 20. október 1990 - DAGUR - 11
Helgarspjall við Guðmund Ármann Sigurjónsson, myndlistarmann:
,Á Akureyn þarf að
vinna upp
margra
ðra
van-
rœlcslu"
Texti:
Óli G. Jóhannsson.
Ljósmynd:
Kristjón Logason.
að vera alltaf í einhverri baráttu. Ég lít á það sem
mikla gæfu að hafa fengið að taka þátt í því, sem
hefur verið að gerast og gerjast í myndlistinni á
Akureyri.
Þrátt fyrir mótlæti myndlistarmanna á Akur-
eyri, þá hefur margt gerst í myndlistinni og harð-
ærið hefur alið af sér góða myndlistarmenn. Þó
að talað sé um mótlæti, þá höfum við myndlistar-
menn samt hlotið góðar viðtökur þæjarbúa.
Áhugi á myndlist er mikill. Fólk sækir sýningar
mjög vel. Fólk lætur sig skipta hvað við málar-
arnir erum að gera. Full ástæða er hins vegar til
að gagnrýna opinbera aðila á Akureyri fyrir sof-
andahátt. Það sem hefur verið gert í bænum á
sviði myndlistar er að þakka einstaklingum.
Bæjarfélagið hefur ekki stutt nægilega við fram-
gang myndlistar.
Ef ekki hefði notið Sigurðar Óla Brynjólfsson-
ar, sem nú er fallinn frá, og Helga Vilbergs, þá
hefðum við engan Myndlistaskóla. Fleiri dæmi
gæti ég nefnt máli mínu til staðfestu. í dag nýtur
Myndlistaskólinn skilnings bæjaryfirvalda og
bæjarfélagið á vissar þakkir skilið fyrir að skólinn
komst í það húsnæði sem hann er í.“
Ég á mér draum
„Aðstaða mín til listsköpunar er fyrsta flokks.
Nýja vinnustofan gerir mér mögulegt að einbeita
mér í myndlistinni af lífi og sál. Nú er manni ekki
neitt til afsökunar að gera ekki góð verk. Breyt-
ingin að gerast fastráðinn kennari á eftir að skila
sér í auknum afköstum og gæðum. Tíminn sem
fer í myndlistina er meiri og sumartíminn nýtist
100 prósent. Ég er farinn að sjá árangur bæði í
verkunum og eins í eftirspurninni hér heima og í
Svíþjóð. Ég hef aldrei slitið þau bönd sem ég batt
á námsárunum mínum í Gautaborg.
í sumar sýndi ég í Svíþjóð, í Títaholm. Sýning-
in gekk mjög vel og dómar voru góðir. Ur þessari
sýningu urðu til aðrar tvær. Galleríeigandi í Esk-
ilstuna sá sýninguna og vill fá hana til sín, sem nú
er ákveðið. Ég opna í janúar. Áhrifamenn um
myndlist í Svíþjóð hafa boðið mér þátttöku í sýn-
ingu sem senda á um Norðurlönd með yfirskrift-
inni: „Náttúruupplifun í myndlist." Nú er unnið
að undirbúningi og fjármögnun þessarar sýning-
ar.
Ég á rætur í Svíþjóð og hef ræktað minn garð.
Svíar hafa ætíð sýnt mér skilning og áhuga frá
fyrstu tíð og ég á taugar til þeirra.
Ég á minn draum. Að Akureyri breyti mynd
sinni á menningarsviðinu. Mynd sem er ekki
nægilega björt og tær í dag. Hér á Akureyri hafa
alið aldur sinn frábærir myndlistarmenn, sem
ekki hafa fengið að njóta sín. Alltaf hefur verið
litið á Reykjavtk sem höfuðstöðvarnar, hvar
listamennirnir búa. Nú er kominn tími til að snúa
þessu við. Við Akureyringar verðum að átta okk-
ur á stöðunni. Við höfum skólann. Okkur vantar
stóran myndarlegan sýningarsal. Okkur vantar
listasafn. Okkur vantar listasmiðju, þar sem fólk
getur unnið. Með þessu öllu fáum við erlenda
listamenn til starfa með okkur. Ég sé fyrir mér
Grófargilið sem menningarmiðstöð, þar sem
kunnátta og hugarflug nær að blómstra. Ég verð
líka var við, að myndlistarnefnendur sem fara
héðan til náms á erlendum vettvangi, og vilja
snúa heim, koma ekki til baka. Aðstöðuleysið er
þess valdur. Atgervisflóttinn er mikill. Akureyri
hefur ekki efni á að missa þetta fólk.
í dag finnst mér sem Akureyringar vilji fá
aðstöðu fyrir myndlistina. Annað hljóð er í
bæjaryfirvöldum. Talað er í alvöru. Nú ríður á
að þeir aðilar sem eiga hlut að máli standi saman.
Ekki má undir neinum kringumstæðum persónu-
gera þetta málefni. Hugmyndina um Listagil er
ekki hægt að eigna nokkrum manni. Hún er lang-
tíma gerjun margra manna og hópa. Málverk og
myndsköpun á Akureyri er ekki lengur vinna á
eldhúsborði. Metnaðurinn er stærri og meiri. Við
erum á tímamótum og kompásinn verður að
rétta af. Á Akureyri þarf að vinna upp margra
ára vanrækslu.“