Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 20. október 1990
Þórs-
peysur
í öllum stæröum til sölu á eftirtöldum stööum:
Hallarportinu (á laugardögum kl. 11 -16 ), Allir sem 1,
íþróttavöruverslun, Strandgötu 6 og hjá öllum deildum
Þórs.
Þórspeysa er góð og falleg gjöf.
Útvegsmenn
Norðurlandi
Aðalfundur Útvegsmannafélags Norðurlands
verður haldinn þriðjudaginn 23. október n.k. kl.
10.00 f.h. að Hótel KEA, Akureyri.
Dagskrá:.
1. Venjuieg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú. og Jóhann Sig-
urjónsson sjávarlíffræðingur koma á fundinn.
Stjórnin.
Verslunin Þorpið
Mikið kjötúrval, frosið og nýtt.
Fiskur, nýr, saltaður og reyktur.
Silungur, siginn fiskur, saltfiskur.
Sprengitilboð á Fanta:
2 lítrar aðeins 104 kr.
Tilboð á Coka-Cola
1/2 lítri verð kr. 64.
Diet Coke 1/> lítri kr. 64.
R.C. Cola 11/2 lítri kr. 99.
Hi-spot 11/2 lítri kr. 99.
Pepsi Cola 2 lítrar kr. 169.
Seven Up 2 lítrar kr. 169.
Opið alla daga frá kl. 10.00-22.00
Sunnudaga frá kl. 10.00-14.00.
Verslunin Þorpið,
MÓASÍÐU 1.
Menntamálaráðuneytið.
Menntamálaráðuneytið auglýsir styrki
úr Þróunarsjóði grunnskóla skólaárið
1991-92.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að nýjungum, tilraunum
og nýbreytni í námsefni, kennsluaðferðum, námsmati
og skipulagi náms og kennsiu í grunnskólum landsins.
Samkvæmt reglum sjóðsins er heimilt annað hvert ár
að tiltaka ákveðinn þátt í starfsemi grunnskóla sem
hefur forgang það ár.
Hefur verið ákveðið að umsóknir um verkefni í list- og
verkgreinum njóti að öðru jöfnu forgangs við næstu
úthlutun.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 1990.
Umsóknum skal fylgja ítarleg lýsing á verkefninu og til-
gangi þess og áætlun um framkvæmd.
Umsóknareyðublöð ásamt reglum sjóðsins og nánari
upplýsingum fást á fræðsluskrifstofum og í mennta
málaráðuneytinu.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum fer
fram á eignunum sjálfum,
á neðangreindum tíma:
Gránufélagsgata 55, Akureyri, tal-
inn eigandi Kathleen Jensen, mið-
vikud. 24. okt., '90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Hróbjartur Jónatansson hdl.
Keilusiða 9 e, Akureyri, þingl. eig-
andi Smári Arnþórsson og Guðrún
Rósa Friðjónsdóttir, miðvikud. 24.
okt., ’90, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Ásgeir Thoroddsen hdl., Gunnar
Sólnes hrl., Fjárheimtan h.f. og
Byggingarsjóður ríkisins.
Skarðshlíð 25 a, Akureyri, þingl.
eigandi Margrét Sigurðardóttir, mið-
vikud. 24. okt., ’90, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Islandsbanki h.f. og Reynir Karls-
son hdl.
Tjarnarlundur 14 j, Akureyri, þingl.
eigandi Jóhanna B. Bjarnadóttir,
miðvikud. 24. okt., '90, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Byggingarsjóður ríkisins og Ólafur
Gústafsson hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
í
kvikmyndorýni
f
Umsjón: Jón Hjaltason
Feigðarflan á Mianii
Alec Baldwin og Jennifer Jason Leigh; smákrimminn og vændiskonan.
Borgarbíó sýnir: Feigðarflan á Miami
(Miami Blues).
Lcikstjóri: George Armitage.
Aðaihlutverk: Alec Baldwin, Jennifer
Jason Lcigh og Fred Ward.
Orion 1990.
Alec Baldwin er ágætis leikari en
í Feigðarflani á Miami á hann við
ramman reip að draga. Baldvin
fær að vísu ágæta liðveislu þar
sem eru Fred Ward, í gervi lífs-
þreytta löggukarlsins, og Jenn'ifer
Jason Leigh í hlutverki gálunnar
sem ekki reiðir vitið í þverpok-
um. Feigðarflanið er sem sagt
ágætlega vel leikin kvikmynd en
að öðru leyti er hún vel fyrir neð-
an meðallag.
Feigðarflan á Miami segir frá
smákrimmanum Frederick J.
Fenger (Baldwin) og hreint út
sagt fáránlegum framkvæmdum
hans á Miami. Hann er ekki fyrr
kominn út úr grjótinu en hann
tekur upp fyrri hætti, að lúskra á
fólki og ræna saklausa vegfarend-
ur jafnt og sekari starfsbræður.
Fenger virðist haldinn óslökkv-
andi sjálfseyðingarhvöt, ekkert
fær stöðvað hann og endalokin
má sjá fyrir strax í upphafi.
Feigðarflan á Miami er lang-
dregin mynd um ljótan veruleika
- þó ekki þannig að hér sé um að
ræða krufningu þjóðfélagsvanda-
máls eða neitt í þeim dúr. Mynd-
in er fyrst og fremst um glæpon-
inn, sem aðeins hugsar í núinu,
og viðleitni lögreglumannsins
(Fred Wards) að gera glæponinn
óskaðlegan. Samband þeirra er
einkennilegt, en um leið yfir-
borðslegt; það er rétt eins og
persónurnar hafi verið settar upp
í lest sem gengur aðeins á einu
örstuttu brautarspori og síðan
ekkert meir - þær fá ekki að
þroskast, verða raunverulegar,
eina hlutverk þeirra er að komast
á endastöðina. Þar hoppa allir af
eftir að hafa lokið því sem þeim
var ætlað í upphafi. Vændiskon-
an (Jennifer Jason Leigh) er und-
ir sömu sökina seld og karlarnir -
hún er þriðja strengjabrúðan í
safninu.
Geðveiki á háu stígi
Borgarbíó sýnir: Fantinn (Relcntless).
Leikstjóri: William Lustig.
Aðalhlutverk: Judd Nelson, Robert
Loggia og Meg Foster.
Warner Bros.
Judd Nelson leikur rannsóknar-
lögreglumann í Los Angeles.
Hann er nýlega fluttur frá New
York yfir á vesturströndina, nýir
vinnufélagar taka honum fálega
og starfsaðferðir þeirra eru aðrar
en Nelson á að venjast. Strax
fyrsta daginn fær hann morð að
rannsaka og fleiri fylgja í kjölfar-
ið, öll framin af sama manninum.
Að þessu sögðu þarf enginn að
velkjast í neinum vafa um sögu-
þráð Fantsins. Þó skal hér ósagt
látið um sögulok enda ekki erfitt
að geta sér til um þau strax um
miðja mynd.
Bíófarar hafa séð þó nokkrar
útgáfur af Fantinum á Iiðnum
árum. Þetta eintak er fráleitt með
þeim betri en blóðugra er það en
mörg önnur. Það er raunar eftir-
tektarvert hvað aðstandendur
Fantsins leggja mikið upp úr
nákvæmni kvikmyndatökunnar
þegar morðin eru framin, allt á
að sjást; hryllingnum er klesst f
andlit bíófarans, nálinni fylgt inn
í holdið og blóðinu skvett. Hafi
menn gaman af þvíumlíku get ég
mælt með Fantinum, að öðrum
kosti hygg ég það gáfulega ráð-
stöfun að leiða hann hjá sér.
Ráðstefna á Akureyri í dag:
Samstarf fyrirtækja
Landssamband iðnaðarmanna
og Svæðisskrifstofa iðnaðarins
á Norðurlandi gangast fyrir
ráðstefnu um atvinnumál á
Akureyri í dag, laugardaginn
20. okt., undir yfirskriftinni;
Samstarf fyrirtækja á Norður-
landi. Ráðstefnustjóri er Tóm-
as Ingi Olrich.
Á ráðstefnunni verður farið
ofan í saumana á norðlensku
atvinnulífi, hugsanlega framtíð-
arþróun og kosti og galla við að
reka fyrirtæki á landsbyggðinni.
Er fjarlægðin frá höfuðborgar-
svæðinu kostur eða hindrun?
Ennfremur verður fjallað um
möguleika á auknu samstarfi
fyrirtækja . (fyrirtækjanet),
menntun stjórnenda, hugmyndir
Heimahjúknm eftiir
til ftmdar með
stuðningshópi að-
standenda aldraðra
Heimahjúkrunin heldur sinn
fyrsta fund með stuðningshópi
fyrir aðstandendur aldraðra mánu-
daginn 22. október kl. 17.00.
Fundurinn verður haldinn á 4.
hæð Heilsgæslustöðvarinnar. All-
ir sem hafa áhuga á að hitta ann-
að fólk sem býr við svipaðar
aðstæður eru velkomnir. Kaffi
verður á könnunni.
um skiptingu landsins í þjónustu-
og atvinnusvæði, samstarf í bygg-
ingariðnaði og möguleika á
auknu samstarfi iðnaðar og sjáv-
arútvegs við þróun véla og tækni-
búnaðar. í lok ráðstefnunnar
verða umræður með þátttöku
sveitarstjórnarmanna af Norður-
landi.
Ráðstefnan fer fram í Alþýðu-
húsinu Skipagötu 14 4 hæð og
stendur frá kl. 8.30 til 17.30.
Austurlenskt
kvöld á
Hótel KEA
Slysavarnadeild kvenna á
Akureyri og Hótel KEA gang-
ast fyjrir austurlensku kvöldi á
Hótel KEA í kvöld. Þar verð-
ur boðið upp á yfir 20 austur-
lenska rétti á hlaðborði en
borðhaldið hefst stundvíslega
kl. 20.00.
Veislustjóri verður séra Pétur
Þórarinsson sóknarprestur í
Glerárkirkju. Á meðan á borð-
haldinu stendur verður boðið
upp á skemmtiatriði en að því
loknu leikur hljómsveitin Mið-
aldamenn fyrir dansi til kl. 03.00.
Húsið verður ópnað fyrir aðra en
matargesti kl. 23.00.
Miðasala hófst í gær á Hótel
KEA og verður fram haldið á
sama stað í dag frá kl. 14-16.
Liðsauki Norðanpilta.
Norðanpiltar
á Uppanum
Nk. mánudags-, þriðjudags- og
miðvikudagskvöld skemmta Norð-
anpiltar gestum Uppans. Þeim
hefur nú bæst liðsauki, trommu-
leikarinn Guðmundur Stefáns-
son, sem leikur á bassagítar.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem
Norðanpiltar leika opinberlega á
heimavelli og hefst dagskráin um
kl. 22.30. Allir eru velkomnir svo
lengi sem húsrúm leyfir.
Blómaskálinn Vín:
Vélsleðasýning
um helgina
í dag og á morgun verða nýjustu
árgerðir Polaris vélsleðanna
sýndar í Blómaskálanum Vín við
Hrafnagil. Þarna gefst fólki kost-
ur á að sjá þá sleða sem nú eru að
koma til landsins og fá upplýsing-
ar um sleðana. Sýningin verður
opin á opnunartíma skálans, þ.e.
frá kl. 13 til 19 báða dagana.
Jafnframt verður boðið upp á
kaffihlaðborð á morgun.