Dagur - 20.10.1990, Side 20

Dagur - 20.10.1990, Side 20
Fjölþjóða rannsóknamiðstöð um N.-Atlantshaf: Verður hún staðsett á Akureyri? Undanfarna mánuði hefur ver- ið unnið að athugun á stofnun sérstakrar rannsóknastöðvar, sem fengist við vísindalegar kannanir á Norður-Atlantshaf- inu. Júlíus Sólnes, umhveríís- ráðherra, er áhugasamur um að rannsóknastöð þessi geti tengst Háskólanum á Akur- eyri, ásamt útibúum Hafrann- sóknastofnunar og Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Háskólinn á Akureyri hefur óskað eftir því við umhverfis- ráðuneytið að rannsóknastofnun um Norður-Atlantshaf verði staðsett í bænum, og að um sam- vinnu yrði að ræða milli hennar og háskólans. Ríkisstjórnin fjall- aði á fimmtudagsmorgun um minnisblað frá umhverfisráð- herra, vegna rannsóknamið- stöðvar þessarar. Par segir að á alþjóðlegri ráðstefnu um mál þetta, sem haldin var í júlímán- uði sl., hafi fulltrúar ýmissa landa ásamt íslenskum vísindamönnum ályktað að halda ætti áfram undirbúningsvinnu. Sérstakur vinnuhópur var Gott helgarveður skipaður í ágúst í þessu skyni. Hefur nefndin nú skilað tillögum sínum til umhverfisráðherra, en í lok þessa mánaðar fara fimm íslenskir vísindamenn til Banda- ríkjanna á ráðstefnu til að efla samstarf Bandaríkjamanna og íslendinga um rannsóknir í N.- Atlantshafi. í minnisblaði umhverfisráð- herra segir m.a., að ljóst sé að virk þátttaka íslendinga í umhverfisrannsóknum á N.- Atlantshafinu getur skipt miklu máli fyrir efnahagslega framtíð þessarar þjóðar. Umhverfisráðu- neytið sér ýmis rök mæla með því, að öflugri rannsóknamiðstöð á sviði umhverfismála fyrir Norð- ur-Atlantshaf verði komið á fót á Akureyri. Bæjarstjórinn á Akur- eyri og formaður atvinnumála- nefndar hafi lýst miklum stuðn- ingi við hugmyndina, og Jakob Jakobsson, forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunar, hafi talið hana mjög athyglisverða. „Næsta skrefið í þessu máli er að boðað hefur verið til fundar í Bandaríkjunum og um helgina fara fimm eða sex íslenskir vís- indamenn til viðræðna um verk- efni þessarar stöðvar, og með hvaða hætti megi koma henni af stað. Mér líst ágætlega á að þessi stofnun tengist Háskólanum á Akureyri o.fl. stofnunum á Akureyri, og myndi fagna því ef samkomulag næðist um það. Ég er því hóflega bjartsýnn á að þetta nái fram að ganga, þrátt fyrir að eftir sé að hnýta marga lausa enda í þessu máli,“ segir Júlíus Sólnes. EHB „Vandfundinn meðalvegur.“ Mynd: Golli Þórshamar GK fékk 450 tonn af stórri og fallegri loðnu út af Langanesi: Þessi loðna minnir mig á loðn- una sem fékkst við Jan Mayen - sagði Þórður Sigurðsson, stýrimaður á Þórshamri Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands er spáð ágætu veðri um helgina á Norðurlandi. Spáð er suðlægri átt í dag, vindur verður víða hægur en sums staðar þó strekkingur. Á sunnudag og mánudag verður sunnanátt ríkjandi áfram, skýjað með köflum en úrkomulaust. Hitastig verður 4 til 8 gráður. EHB Góð tíðindi bárust af loðnu- miðunum í fyrrinótt þegar Þórshamar GK fékk um 450 tonn af stórri og góðri loðnu út af Langanesi. Þetta er fyrsti stóri loðnufarmurinn á þessari vertíð og gefur góðar vonir um framhaldið. Þórshamar fékk á annað hundrað tonn á Kol- beinseyjarsvæðinu í byrjun vikunnar, en sú loðna var mjög smá. Eftir að tíðindin spurðust út í gærmorgun gerðu loðnu- skipin sig klár í slaginn og halda mörg á miðin í dag. Þórður Sigurðsson, stýrimaður á Þórshamri, sagði í samtali við Dag í gærmorgun að loðnan virt- ist vera á frekar litlu svæði. Þó væri erfitt um það að segja og úr því fengist ekki skorið fyrr en fleiri skip kæmu á miðin. „Það er erfitt að spá hvaða þetta þýðir. Þessi loðna er mjög austarlega miðað við árstíma, á að giska 60- 70 mílur norðaustur af Langa- nesi. Þetta er loðna eins og hún gerist best, mjög falleg loðna. Hún minnir mig á loðnuna sem veiddist við Jan Mayen á þeim árum. Við fengum eitt 200 tonna kast af svo stórri loðnu í fyrra- haust, en síðan ekki meir á ver- tíðinni," sagði Þórður. Þegar Dagur náði sambandi við Þórshamar í gær var hann á leið til löndunar á Þórshöfn. Þórður sagði að blökkin hafi bil- að og því hafi lestar skipsins ekki verið fylltar. Fleiri loðnuskip eru væntanleg á loðnumiðin út af Langanesi. Hilmir SU var að undirbúa heim- ferð af miðunum eftir árangurs- lausa leit undanfarna daga, en sneri við. Þá eru loðnuskip á Norðurlandi í startholunum. Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA, sagði í samtali við Dag í gærmorgun að ákveðið væri að láta úr höfn kl. 13 í dag. „Það er ekkert annað að gera en að drífa sig af stað. Það er víst nóg komið af legum. Ég vona að guð gefi að við náum henni,“ sagði Bjarni. Hann sagðist telja að þarna væri um að ræða loðnu af sama stofni og norsk skip fengu á svip- uðum slóðum í ágúst í sumar. „Þetta er eiginlega alveg sami staðurinn og veiðarnar byrjuðu í janúar í vetur. Þótt maður verði hundrað ára virðist loðnan alltaf koma manni á óvart, hreinlega plata mann upp úr skónum,“ sagði Bjarni. Atvinnuástandið á Eyjaíjarðarsvæðinu: Mikilvægt að allir leggist á eitt - segir Sævar Frímannsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar Sævar Frímannsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, segir að þegar sé farið að gæta brottflutnings frá Eyjafjarðar- svæðinu, einkum Akureyri, vegna slæmrar stöðu í atvinnu- málunum og til marks um hana sé einnig óvenju mikið fram- boð af húsnæði á Akureyri. Trúnaðarmannaráð Einingar samþykkti sl. fimmtudags- kvöld harðorða ályktun um atvinnumálin, sem Dagur birt- ir í heild á síðu 3 í dag. Sævar segist óttast að atvinnu- ástandið verði mjög slæmt á svæðinu þegar líða taki á vetur- inn. „Ég hef t.d. grun um að byggingariðnaðurinn taki að dragast verulega saman." Sævar segist telja að eftir að ákvörðun var tekin um að byggja álver á Keilisnesi eigi Eyfirðingar kröfu á ríkisvaldið um að móta heilsteypta atvinnustefnu fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Þá megi heimaaðilar ekki leggja árar í bát og mikilvægt sé að sveitarfélögin og fyrirtækin á svæðinu leggi sín lóð á vogarskálina í því að leita nýrra Ieiða. „Ég held að sé kannski skortur á samstarfsvilja á svæðinu. Mikilvægt er að allir leggist á eitt við að finna leiðir út úr þessum vanda. Ég legg ríka áherslu á að Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, sem verkalýðsfélög- in eru aðilar að með hlutafjár- framlagi, beiti sér fyrir því að marka stefnu í nýjum atvinnu- tækifærum í samráði við verka- lýðsfélögin og sveitarfélögin á svæðinu,“ sagði Sævar. óþh Nýsmíðaskip Slippstöðvarinnar enn óselt við bryggju: Á borgarafundi JC Akureyr- ar um atvinnumál, sem hald- inn var í fyrrakvöld, skýrði Ámi Gunnarsson þingmaður frá því að tekin hafi verið ákvörðun í tjármálaráðuneyti um að endurgreiða Slippstöð- inni á Akureyri um 9 milljón- ir króna af uppsöfnuðum söluskatti og auk þess fjár- magna sölu á nýsmíðaskipi mun „léttir róðurinn í sölu skipsins,“ segir stjórnarformaður Slippstöðvarinnar stöðvarinnar sem enn liggur við bryggju í stöðinni óselt. Þetta þýðir að ríkissjóður mun, að minnsta kosti að hluta, greiða stöðinni þann tjármagnskostnað sem skipið hefur hlaðið á sig þau 3 ár sem það hefur verið í smíðum. „Þetta þýðir einfaldlega að sá fjármagnskostnaöur sem skipið hefur hlaðið á sig á þessum langa byggingartíma verður ekki seldur. Eigendur stöðvar- innar, þá á ég bæði við ríkissjóð og Akureyrarbæ, verða annað- hvort að borga þennan fjár- magnskostnað eða auka hlutafé í stöðinni. Þeir verða þvf að taka á sig þennan fjármagns- kostnað sem hlaðist hefur á skipiö,“ segir Ottó Jakobsspn, stjórnarformaöur Slippstöðvar- innar. Ekkert hefur gerst í sölumál- um nýsmíðaskipsins frá þvf síð- asta vetur. Ottó segir enga kaupendur í sjónmáli en verði fjármagnskostnaðurinn greidd- ur niður og söluverð skipsins þar með lækkað til kaupanda horfi málið öðruvísi við. Með þessu væri hægt að selja skipið á markaðsverði en Ottó segist ekki geta tjáð sig um nú á hvaða verði væri hægt að selja skipið, korni þessi aðstoð til. „Þessar aðgerðir gætu létt róðurinn verulega fyrir okkur og liggi þetta ljóst fyrir þá tekur það að mínu mati stuttan tíma að selja skipið,“ segir Ottó. Nánar er fjallað um fundinn á bls. 2. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.