Dagur - 22.11.1990, Síða 1

Dagur - 22.11.1990, Síða 1
73. árgangur Akureyri, fimmtudagur 22. nóvember 1990 225. töiublað kalflö hressir livajia Hraðfrystihúsið á Hofsósi úrskurðað gjaldþrota: „Þetta er alveg hræðilegt“ - segir formaður verkalýðsfélagsins Hraðfrystihúsið hf. á Hofósi var í gær úrskurðað gjaldþrota af skiptaráðanda, Sigríði Frið- jónsdóttur sýslufulltrúa á Sauð- árkróki. Stjórn fyrirtækisins fór fram á gjaldþrotaskipti í síðustu viku m.a. á þeirri forsendu að hvorki hefur feng- ist fjármagn til hlutafjáraukn- ingar né kvótakaupa. Skiptaráðandi lauk í gær við að kanna ástæður fyrir ósk um gjald- þrotaskipti og úrskurðaði fyrir- tækið gjaldþrota í framhaldi af því. Ekki hefur verið ákveðið með fyrsta skiptafund, en búið er að skipa bústjóra til bráðabirgða. Það er Ásgeir Björnsson, lög- fræðingur í Reykjavík, og mun hann taka ákvarðanir um hvort leigja eigi reksturinn áfram og aðrar framkvæmdir í sambandi við Hraðfrystihúsið. „Þetta er alveg hræðilegt og maður veit ekkert hvað gerist. Fiskiðja Sauðárkróks er með reksturinn á leigu til áramóta, en eftir það er bara óvissa. Ef starfsemin stöðvast og frystihús- inu verður lokað er ekkert fyrir fólkið sem vinnur þarna annað að gera en skrá sig á atvinnuleysis- skrá. Töluvert er um að bæði húsbóndinn og húsmóðirin vinni í frystihúsinu og það er ekki gott segja hvað gerist hjá þeim fjöl- skyldum komi til lokunar. Fólk lifir bara í voninni um að rekstur- inn haldist áfram, því að þó svo að. það vildi flytja héðan burt er erf- itt að losna við hús og annað,‘" sagði Agnes Gamalíasdóttir, for- maður Verkalýðsfélagsins Ársæls á Hofsósi, í gær þegar ljóst var orðið með gjaldþrotið. Á bilinu 50-60 manns vinna hjá Hraðfrystihúsinu hf., en FISK hefur verið með reksturinn á leigu síðan í sumar. Endurskoða á leigusamninginn mánuði áður en leigutíminn er úti, svo að fljótlega upp úr næstu mánaða- mótum ætti eitthvað að liggja fyr- ir með hvort Fiskiðjan leigir áfram. SBG Lend við lend á vetrardegi. Mynd: Golli Kaupfélag Eyfirðinga: Rekstraralkoman jákvæð uni 139 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Línudeilan í Blöndudal: Samkomulag um legu línunnar - enn ekki samist um bætur Landsvirkjun og bændur á Syðri- og Ytri-Löngumýri hafa nú komist að samkomulagi um iegu tengilínu við Blönduvirkj- un í gegnum land bændanna. Væntanlega fer málið sem skipulagsmál fyrir hreppsnefnd Svínavatnshrepps á næstunni og eftir afgreiðslu þar þarf skipulagsstjórn ríkisins síðan að taka lögnina til samþykktar ef hreppsnefnd samþykkir. Þorgeir Andrésson, hjá línu- deild Landsvirkjunar, sagði í samtali við Dag að búið væri að ná samkomulagi um legu línunn- ar og hefði Landsvirkjun þurft að breyta fyrirhugaðri leið sinni lítil- lega. Ennþá hefur samt ekki ver- ið samið um bætur til handa land- eigendum en fyrr er ekki hægt að hefja framkvæmdir, nema með éignarnámi. Verktakinn sem leggur línu- slóðann, á stutt eftir í landi Höllustaða og verður þá að hverfa frá og bíða þar til öll skipulags- og bótamál eru gengin í gegn. Jarðsvegsskipti og undir- stöðubygging ganga einnig vel, en sá verktaki á þó töluvert meira eftir. Línan öll er um 12 km á lengd og þar af skal hún liggja um 5 km leið í landi Löngumýrarbæj- anna og trúlega verður ekki hægt að byrja í þeirra landi fyrr en næsta vor. SBG Rekstrarafkoma Kaupfélags Eyfirðinga er jákvæð upp á 139 milljónir króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins. Eigið fé félagsins er nú rúm 36% af niðustöðu efnahagsreikn- ings og heildarvelta án virðis- aukaskatts er röskar 6 þúsund milljónir króna og hefur aukist um tæp 8% á milli ára. Heild- arlaunagreiðslur félagsins nema á þessum tíma 860 millj- ónmum og hafa hækkað um 17 milljónir króna milli ára. Þessar upplýsingar koma fram í milliuppgjöri Kaupfélags Ey- firðinga sem nú er lokið. I milli- uppgjörinu kemur fram að verg- ur hagnaður er nú 438 milljónir „Félagið er vitaskuld ánægt með þau skilaboð sem við fáum frá Húsvíkingum með þessari samþykkt bæjarstjórn- arinnar. Flugleiðir hafa aukið tíðni ferða til Húsavíkur og við höfum fundið frá bæjarbúum að þeir meta þessa þjónustu- aukningu,“ segir Einar Sig- urðsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, vegna samþykktar bæjarstjórnar Húsavíkur í fyrradag þar sem mælt er ineð að Flugleiðir „fái tækifæri til að sýna hvers félagið er megn- ugt í að efla samgöngur við króna á móti 368 milljónum á sama tíma í fyrra. Áð sögn Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfélagsstjóra er þessi bati fyrst og fremst að þakka að tekist hefur að lækka rekstrarkostnað, en ekki að tekjur hafi aukist verulega. Fjármagnsliðir eru nú samtals til gjalda að upphæð 187 milljónir og hafa lækkað um 129 milljónir á milli ára. Hagnaður Kaupfélags Eyfirðinga af reglu- legri starfsemi er nú 85 milljónir en á sama tíma í fyrra var tap uppá 96 milljónir króna þannig að afkoma í reglulegri starfsemi hefur batnað um 181 milljón króna á milli ára. Fjármunamyndum í rekstri varð 130 milljónir en var neikvæð héraðið,“ eins og segir í sam- þykktinni. Þar segir jafnframt að telji samgönguráðhcrra skynsamlcgt að veita öðru flugfélagi hlutdeild í markaðin- um á flugleiðinni mæli bæjar- stjórnin með Flugfélagi Norðurlands. „Það er rétt hjá bæjarstjórn Húsavíkur að benda á stærð markaðarins. Sé litið til þess að milli Reykjavíkur og Húsavíkur verði flogið tvisvar á dag, alla daga vikunnar, þá er um að ræða 10 farþega í ferð miðað við far- þegafjölda á þessari leið í dag. um um 19 milljónir í fyrra. Að sögn Magnúsar Gauta má rekja þennan bata í rekstri félagsins að hluta til hagstæðari yrti skilyrða, eins og hóflegra kjarasamninga Stjórn Kaupfélags Eyfírðinga ákvað á fundi sínum í gær að nýta sér forkaupsrétt sinn á nýjum hlutabréfum í Útgerð- arfélagi Akureyringa. KEA er annar stærsti hluthafinn í Útgerðarfélaginu og mun því áfram eiga 9,02% í því. Ég held að Húsvíkingar hafi gert sér grein fyrir því að þessum markaði verði þjónað eingöngu með minni flugvélum ef margir fái möguleika á þessari leið. Við höfum fengið eindregin skilaboð frá Húsvíkingum í skoðana- könnunum að þeir vilja fljúga með stórum vélum á þessari leið og það verður því erfiðara sem honum er skipt meira,“ sagði Einar. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, segir það ekki koma sér á óvart þó að menn séu í þessu efni hikandi við að mæla með og lækkandi verðbólgu, en einnig hafa margvíslegar ráðstafanir sem gerðar voru í lok síðasta árs og einnig á fyrri hluta þessa árs skilað verulegum árangri. ÞI Sem kunnugt er verður hlutafé í ÚA nú aukið um 50,5 miiljónir króna að nafnverði. KEA hefur samkvæmt eignarhlut sínum í fyrirtækinu forkaupsrétt að 4,5 milljónum króna. Félagið nýtti sér líka forkaupsrétt sinn í útboð- inu fyrr á þessu ári og keypti þá fyrir sömu upphæð. JÓH nýbreytni. „Húsvíkingar þekkja Flugleiðir og vita hvað þeir hafa þar og ég er ekkert hissa þótt þeir gefi Flugleiðum einhvers konar traustsyfirlýsingu. En ég er jafn- framt ánægður með að bæjar- stjórn skuli mæla með okkur þar fyrir utan,“ sagði Sigurður. Samgönguráðherra óskaði umsagnar bæjarstjórnar Húsa- víkur og Flugráðs á umsóknum um flugleyfi á áðurnefndri flug- leið. í samtali við blaðið sagðist ráðherrann reikna með að ákvörðun muni liggja fyrir í síð- asta lagi um mánaðamót. JÓH Samþykkt bæjarstjórnar Húsavíkur vegna umsókna um flúgleyfi: Félagið er vitaskuld ánægt með þessi skilaboð frá Húsvíkmgum - segir upplýsingafulltrúi Flugleiða Hlutaíjáraukning í ÚA: KEA nýtir forkaupsrétt sinn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.