Dagur - 22.11.1990, Page 14

Dagur - 22.11.1990, Page 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 22. nóvember 1990 Munið kynningarfundinn í kvöld Prófkjörskandídatar takast á í Alþýðuhúsinu kl. 20.30. Veitingar — Skemmtiatriði — Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. Alþýðuflokksfélögin á Akureyri. B0KABÚÐ JOP ►NASAR Hafnarstræti 108 - Sími 96-22685 Jólabœkumar Jlœda að Komið og skoðið hjá okkur Sögu Akureyrar jólahókina okkar í ár! Tesco Tesco Tesco Tesco vörur í úrvali Alltaf eitthvað nýtt!!! Búðin er að fyllast af ýmsum jólavörum svo sem: Bökunarvörum, hreinlætisvörum, jólaskrauti og kertum, kalkúnum, svínakjöti, nýju og léttreyktu, hangikjöti og svo nýjum og ferskum réttum frá Kjarnafæði hf. Opið mánud.-föstud. 10.30-18.30 Laugard. 10.00-14.00 □ MARKAÐUR FJÖLNISGÖTU 4b ritdómur f Saga Akureyrarkirkju - eftir Sverri Pálsson í þessari glæsilegu bók, sem Sóknarnefnd Akureyrarkirkju lét skrá í tilefni af 50 ára afmæli kirkj- unnar, er rakin saga kirkna þeirra sem verið hafa guðshús þessa bæjarfélags frá upphafi. Fyrst er rætt um Hrafnagilskirkju sem var fyrsta sóknarkirkja Akureyringa, síðan byggingu nýrrar kirkju í Fjörunni, þá núverandi stórkirkju okkar og hins frumlega safnaðar- heimilis sem nú er að komast í not. Einnig er Minjasafnskirkj- unni, sem stendur á hinum forna kirkjugrunni, gerð skil. Petta er mikil saga og skráð allt frá smæstu atburðum til hinna stærstu. Nafn höfundar er næg trygging fyrir því að hér sé stað- reyndum fylgt svo sem verða má. Sú vinna er liggur að baki bókar- innar, og kemur m.a. fram í 40 bls. heimudaskrá, er ótrúlega mikil. Myndir í bókinni eru marg- ar (um 300) og sumar í glæstum litum. Skrá um nöfn þeirra manna er við sögu koma þekja 17 blaðsíður. Mun margur Akureyr- ingur finna þar sér nákomna aðila. Petta er baráttusaga því að ekki reyndist átakalaust að sam- einast um stað og gerð kirkn- anna. Við erum sjaldnast ein- huga, íslendingar. Saga elstu kirkjunnar í Innbænum er hálf- gerð slysasaga frá upphafi til enda. Nægir að minna á stríðið um turninn; hann var fyrst byggður yfir inngang á austur- stafni sem var sjálfgjört vegna staðarvalsins. En gömul hefð var að inn skyldi ganga frá vestri. Þeirri hefð eða skyldu var fram- fylgt síðar og turninn færður mót brekkunni - sem breytti útliti kirkjunnar mjög til hins verra. Þetta er raunar furðuleg kvöð með vesturinngöngu; kemur ekki lífið úr austri eins og sólin og gengur til vesturs í hinsta næt- urstað? Þá var kirkja þessi her- numin og lítilsvirt sem geymsla á stríðsárunum. Hún grotnaði niður, einnig vegna þakleka, og var síðast rifin. Nýja kirkjan, sem margir kenna við séra Matthías, varð einnig að ganga í gegnum nokkr- ar fæðingarþrautir. En hér stend- ur hún nú, vegleg og tigin, á feg- ursta útsýnisstað og verður andlit bæjarins út á við. Flestra sem við sögu kirkjunnar koma er getið; frá sóknarprestum til þeirra er hljóðlátust störf vinna henni til þrifa. Guðjón Samúels- son húsameistari taldi kirkjuna langveglegustu og fegurstu kirkju- byggingu sem reist hefði verið á íslandi af Iúterskum söfnuði. Ég hygg að það gildi enn, þrátt fyrir margt nývirkið síðan. Sverrir Pálsson hefur tekið starf sitt mjög alvarlega og unnið af ást og alúð að kirkjusögunni. Hann er mikill og samviskusamur sagnaritari og kann að nýta allar fáanlegar h úmildir, bæði skráðar og munnleg ir frá hinum mörgu er kunna e m skil á sögunni. Og hinar fjcíriörgu myndir er hann hefur saman safnað gefa bókinni ómetanlegt heimildagildi og styðja hina viðamiklu sagnfræði. Maður kemst ekki hjá að fyllast stolti er maður handleikur slíkan kjörgrip, stolti vegna stórhugs þeirra er að útgáfunni standa, afreks höfundar og vandaðrar vinnu bókagerðarmanna. Gamla P.O.B. stendur enn fyrir sínu. Akureyringar verða ekki í vandræðum með jólagjafir í ár, því ásamt þessari glæsibók er nýkomin á markað önnur; 1. bindi af Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason, cand.mrg. Það er annað stórvirki sem okkur varðar. Þökk sé miklum verkmönnum með anda listar í hug og höndum. Kristján frá Djúpalæk. SppSSSiii Gallerí Delfí: Sýning Bemharðs Steingríms- sonar opin Bernharð Steingrímsson hefur opnað málverkasýningu í Gall- erí Delfí, í verslunarmiðstöð- inni Sunnuhlíð á Akureyri. Á sýningunni eru 33 verk, bæði olíumálverk og vatnslitamynd- ir. Bernharð stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1968-1972. Hann hefur haldið 4 einkasýning- ar síðan hann lauk námi. Sýning Bernharðs í Gallerí Delfí er opin frá kl. 14 til 16 alla daga en sfðasti sýningardagur verður 2. desember. Á það skal þó bent að sýningin verður lokuð sunnudaginn 25. nóv vegna við- halds í verslunarmiðstöðinni. Bernharð hefur rekið Gallerí Delfí frá því í apríl á þessu ári og leigir hann salinn m.a. til sýning- arhalds.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.