Dagur - 22.11.1990, Qupperneq 16
Akureyri, fimmtudagur 22. nóvember 1990
Stakfell ÞH-360:
„Sjómönnum gert
skylt að eiga lög-
heimili á Þórshöfn“
- segir Magnús Helgason, útgerðarstjóri
„Við eigum nægan kvóta og
útgerðin gengur bærilega. Nei,
ekki er rétt að til uppsagna hafí
komið hjá útgerðinni að
undanförnu. Vissulega verða
mannabreytingar hjá okkur
sem og öðrum útgerðarfyrir-
Suður-Þingeyj arsýsla:
Heimtur
heldur slakar
- ljóst að fé hefur
fennt í haust
Heimtur eru mjög misjafnar
en yfirleitt heldur slakar í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, að sögn
Stefáns Skaftasonar, ráðunaut-
ar í Straumnesi.
Stefán sagði að ekki hefði ver-
ið tekið saman hve mikið fé vant-
aði, það væri yfirleitt aldrei gert,
en hann heyrði á hljóðinu í bænd-
um að töluverð vöntun væri.
Heimtur munu vera mjög slæmar
í Mývatnssveit og Reykjahverfi
og einnig slæmar í Bárðardal og
Fnjóskadal. Bændur þar hafa
verið að leita að fé sínu fram að
þessu og fundu nokkur lömb ný-
lega. Mývetningar hafa líka verið
að fara öðru hvoru til að leita að
fé. Áhlaupið í haust var mjög
slæmt á afréttum og svo mikinn
snjó setti í heiðar að Stefán sagði
alveg ljóst að eitthvað af fé hefði
fennt.
Stefán sagði að bændur yrðu
kannski ekki fyrir mjög tilfinnan-
legu fjárhagslegu tjóni þó að fé
vantaði af fjalli eftir að kvóta-
kerfið kom til, en bændur kynnu
því illa að vita af fé lifandi á
afréttum þegar vetur gengi í
garð. IM
tækjum. Að undanförnu hafa
nokkrir sjómenn af Stakfellinu
ÞH-360 hætt störfum vegna
þess að við höfum gert sjó-
mönnum okkar skylt að eiga
lögheimili hér á Þórshöfn,“
sagði Magnús Helgason,
útgerðarstjóri.
Að sögn Magnúsar hefur utan-
sveitarmönnum, sjómönnum á
Stakfellinu ÞH-360, ekki verið
sagt upp störfum. Hins vegar
þurfa þeir að taka ákvörðun um
búsetufluttning til Þórshafnar
fyrir 1. desember vilji þeir halda
skipsrúmi.
„Nokkrir hafa kosið að gefa
eftir skipsrúm sitt vegna þessa
nýja ákvæðis og róa því á önnur
mið. Nýir hafa komið í stað
þeirra er fóru og eiga nú lög-
heimili hér á Þórshöfn. Já, rétt er
að nokkrir eiga nú lögheimili á
efri hæð lögreglustöðvarinnar, en
það er húsnæði í eigu útgerðar-
innar. Heimilisfang þeirra verður
á þessum stað þar til annað hús-
næði fæst, sem verður fyrir ára-
mót. Þessi ráðstöfun um manna-
hald er liður í endurskipulagn-
ingu útgerðarinnar og nær yfir
alla okkar sjómenn,“ sagði
Magnús Helgason frá Þórshöfn.
ój
Þótt vetur sé löngu genginn í garð samkvæmt almanakinu, hefur tíðarfarið að undanförnu ekki fylgt því. Enn er víða
unnið að ýmsum „sumarverkum" eins og malbikunarframkvæmdum. Mynd: Goiií
Hugmyndin um flutning Fínullar hf. til Akureyrar:
„Það er eftir litlu að sækjast
„Þarna er alls kyns misskiln-
ingur á ferðinni. Það hefur
aldrei verið rætt í stjórn Fínull-
ar að flytja verksmiðjuna eitt
né neitt enda ekkert hlaupið
að því. Þar að auki er eftir
mjög litlu að sækjast þar sem
um mjög lítið fyrirtæki er að
ræða,“ segir Bjarni Einarsson,
aðstoðarforstjóri Byggðastofn-
unar og stjórnarformaður Fín-
Sóttu eitt lamb inn á hálendi:
Ekki hagnaðarvon sem
ræður í svona tilfeUum
- segir Tryggvi Höskuldsson, bóndi á Mýri
Tryggvi Höskuldsson á Mýri í
Bárðardal og Sveinbjörn
Tryggvason, sonur hans, fóru
fyrir nokkrum dögum í
leiðangur inn með Skjálfanda-
Hækkar Rafveita Akureyrar raforkuverð?
„Veitan heftir þörf fyrir
hækkun umfram orkukaup“
- segir Svanbjörn Sigurðsson, rafveitustjóri
Hækkar verð á raforku á
næstu misserum? Þessa spurn-
ingu ber sífellt oftar á góma í
viðræðum manna. „Trúlega
kemur til hækkunar um n.k.
áramót,“ sagði Svanbjörn Sig-
urðsson, rafveitustjóri á Akur-
eyri.
Að sögn Svanbjörns er ráðgert
að Landsvirkjun hækki verð á
raforku um n.k. áramót. Verð-
hækkun Landsvirkjunar kallar á
hækkun hjá Rafveitu Akureyrar.
Hver hækkunin verður er ekki
vitað í dag, en trúlega verður hún
undir 10%. Verðskrá RVA
hækkaði síðast í október fyrir
rúmu ári og þá um 10%. „Já,
hækkun verður í krónum talið,
en í raun er um lækkun að ræða
þegar litið er til verðlagsþróunar
á íslandi. Rafveita Akureyrar
hefur þörf fyrir hækkun umfram
orkukaup vegna aukins rekstrar-
kostnaðar. Sú hækkun verður
óveruleg. Nú bíðum við ákvarð-
anatöku Landsvirkjunar. Á mál-
um verður tekið í næsta mán-
uði,“ sagði Svanbjörn Sigurðs-
son. ój
fljóti til þess að leita að einu
lambi sem sést hafði í svoköll-
uðu Syðra-Fljótsgili í leitum í
haust en ekki náðst. Þeir feðg-
ar náðu lambinu og komu því
til byggða en um 60 km eru frá
Mýri að Syðra-Fljótsgili og var
því um talsvert ferðalag að
ræða.
Tryggvi sagði að erfitt hafi ver-
ið að athafna sig við gilið en að
endingu fór Sveinbjörn austur
yfir fljótið og þaðan sá hann
lambið niðri í gilinu. í samein-
ingu tókst þeim að koma lambinu
upp úr gilinu þar sem þeir náðu
því og óku til byggða á fjórhjóli.
Lambið reyndist úr Mývatns-
sveit en þar sem það var komið
vestur yfir Skjálfandafljót varð
að lóga því enda er fljótið varn-
arlína fyrir útbreiðslu sauðfjár-
sjúkdóma
„Manni finnst andstyggilegt að
hugsa til þess að skepnur verði
úti og því fórum við f þennan
leiðangur. Það var ekki hagnað-
arvon sem réð í þessari ferð. Það
versta fannst manni þó að lóga
varð lambinu en við því var ekk-
ertaðgera,“sagðiTryggvi. JÓH
segir stjórnarformaður fyrirtækisins
ullar hf. í Mosfellsbæ, vegna
fyrirspurna formanns Lands-
sambands kanínubænda til
atvinnumálanefndar Akureyr-
ar um hugsanlegan flutning
fyrirtækisins í bæinn.
Bjarni segir að saumastofan
Drífa á Hvammstanga hafi nú
tekið að sér, að hluta til, sauma-
skap á flíkum fyrir Fínull hf. og
framtíðarsýnin sé sú að allur
saumaskapur fyrir fyrirtækið
flytjist þangað.
Bjarni segir að í verksmiðjunni
sjálfri starfi nú þrír starfsmenn og
til viðbótar tveir skrifstofumenn.
í lítilli saumastofu sem rekin er
við hlið verksmiðjunnar eru 3-4
starfsmenn.
Bjarni segir að flutningur á
verksmiðjunni muni kosta 30-50
milljónir króna. Til viðbótar
verði að þjálfa nýtt starfsfólk á
vélarnar þannig að nokkurn tíma
taki að koma framleiðslunni í
gott horf á ný.
Um eignaraðild í fyrirtækinu
sagði Bjarni ekki rétt að kanínu-
bændur eigi meirihlutann í því.
Landssambandið eigi 35,1% og
einstakir bændur 1,7%. en Kanínu-
miðstöðin í Njarðvík, sem reynd-
ar er ekki til lengur, eigi 3,5%.
Því sé hægt að segja að bændur
eigi 40,3% en Álafoss á 19,3%,
Byggðastofnun 33,4% og Fram-
kvæmdasjóður íslands 7,0%.
„Þetta fyrirtæki er á horriminni
og það vantar stórlega fé til að
geta staðið undir markaðssetn-
ingu erlendis sem er eina vonin til
að hægt sé að ná hagnaði af þessu
fyrirtæki. En því miður er þetta
fyrirtæki ekki það sem bjargar
Ákureyri. Það væri hægt að tala
um flutning á því ef fyrirtækið
væri farið að ganga það vel að
bæta þurfi við nýrri spunasam-
stæðu,“ sagði Bjarni. JÓH
Aflabrögð á Norðurlandi:
Ufsaafliim hefur aukist
- veruleg aukning í rækju á árinu
Heildaraflinn á Norðurlandi
fyrstu tíu mánuði ársins var
274.690 tonn. Á sama tímabili
í fyrra veiddust 200.285 tonn
þannig að hér er um mikla
aukningu að ræða. Þetta skýr-
ist með meiri ioðnuveiði á
þessu ári en ef Ioðnan er tekin
út úr þessum tölum standa eftir
121.081 tonn á þessu ári á móti
120.164 tonnum í fyrra. Aukn-
ingin er þannig aðeins um
1.000 tonn þegar loðnunni
sleppir.
Lítum á þær tegundir sem hafa
sveiflast mest milli ára. í októ-
berlok höfðu Norðlendingar veitt
65.291 tonn af þorski á móti
70.703 á síðasta ári. Ufsaaflinn
hefur hins vegar aukist úr 8.246
tonnum í 12.754 en grálúðan
dregist saman úr 14.199 tonnum í
10.859.
Þá kemur loðnan með sín
153.609 tonn á móti 80.121,
rækjuaflinn hefur aukist úr 9.783
tonnum í 13.077 og hörpudiskur
úr 21 tonni í 857.
Af einstökum verstöðvum er
samdráttur í þorskafla mest áber-
andi á Siglufirði, Húsavík, Kópa-
skeri og Hrísey. Ufsinn hefur
víðast hvar sótt á, mest hvað
magn varðar á Akureyri og í
Ólafsfirði eða um þúsund tonn á
hvorum stað. Samdráttur í grá-
lúðuafla er fyrir hendi í flestum
verstöðvum norðanlands.
Hin mikla aukning í rækjuafla
er að mestu bundin við verstöðv-
ar við Skagafjörð og Húnaflóa en
einnig er mikil aukning á Siglu-
firði, Dalvík og í Ölafsfirði.
Hörpudiskurinn er einskorðaður
við Hvammstanga og Blönduós.
SS
BYGGINGAVÖRUR LÓNSBAKKA
LEIÐIN ERGREIDt